Morgunblaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973
Mannréttinda
yfirlýsing
SÞ 25 ára
Fegurðarsamkeppni var haldin f Austurbæjarbfói f fyrrakvöld og kusu áhorfendur, um 100
talsins, ungfrú Reykjavík úr hópi þriggja keppenda. Heitir ungfrúin Elva Gfsladóttir, 18 ára
verzlunarmær, en hinar tvær voru Ragnheiður Björk Reynisdóttir 19 ára (t.v.) og Sólrún
Amadóttir, 19 ára (t.h.). (Ljósm. Mbl. Br. H.).
MANUDAGINN 10. des. verður
25 ára afmælis mannréttindayfir-
lýsingar Sameinuðu þjóðanna
minnzt um heim allan. í tilefni
dagsins munu framkvæmdastjóri
S.Þ. og forseti allsherjarþingsins
flytja ávörp, en þingið efnir til
sérstaks hátfðarfundar. Sam-
kvæmt ákvörðun þess hefst þá
einnig „áratugur baráttu gegn
kynþáttarhatri og kynþáttamis-
rétti".
Utanríkisráðherra flytur á
mánudag ávarp í ríkisútvarpið
um yfirlýsinguna og starfsemi
Sameinuðu þjóðanna á sviði
mannréttinda.
Félag Sameinu þjóðanna á ís-
landi boðar til almenns fundar
um mannréttindi kl. 17.30 á
mánudag í Lögbergi, húsi laga-
deildar Háskóla íslands, stofu
102. Verða frummælendur Sigur-
geir Sigurjónsson hr. og Þór
Vilhjálmsson prófessor.
Mannréttíndayfirlýsingin var á
sfnum tíma birt öllum þjöðum og
rfkjum til fyrirmyndar. Hún er í
30 greinum, er fela f sér ákvæði
um borgaraleg, stjórnmálaleg,
efnahagsleg, félagsleg og menn-
ingarleg réttindi til handa öllum
mönnum. Var hún sett til að
árétta hin háleitu markmið, sem
Sameinuðu þjóðunum eru sett í 1.
grein stofnsáttmála samtakanna,
þ.e. að styrkja og stuðla að virð-
ingu fyrir mannréttindum og
grundvallarfrelsi allra án tillits
til kynþáttar, kyns, tungu eða trú-
arbragða.
Hitaveita til í allt þéttbýli
í Árnes- og Gullbringusýslu
KRISTJAN Sæmundsson jarð-
fræðingur og Valgarð Stefánsson
á Orkustofnun hafa afhent
skýrslu um jarðhita á íslandi,
með tilliti til nýtingar í jarðhita í
þéttbýli. Þar kemur m.a. fram að
Gullbringusýsla og Arnessýsla
hafa innan sinna marka öflug-
ustu lághitasvæði. Allir þéttbýlis-
staðir f þessum sýslum hafa
möguleika á að hagnýta jarðhita
til hitaveitu. í Borgarfirði er öfl-
ugt lághitasvæði og áform uppi
um að leiða þaðan vatn til Hvann-
eyrar og Borgarness og jafnvel
Akraness. Könnun stendur yfir á
því, hvort ha*gt sé að fá vatn á
Leirársvæðinu fvrir Akranes.
Möguleikar eru á. að hægt sé að fá
með borunum heitt vatn fvrir
Miðsand í Ilvalfirði. Annars stað-
ar á Vesturlandi eru ekki mögu-
leikar á að afla heits vatns fvrir
þéttbýli.
A Vestfjarðakjálkanum eiga
einungis T álknafj örður og
Drangsnes möguleika á hita-
veitu frá nálægum jarðhitasvæð-
um A Miö-norðurlandi milli
Húnaflóa og Eyjafjarðar og í Suð-
Nafn misritaðist
VEGNA fréttar í Mbl. í gær um að
Axel Axelsson, hinn kunni hand-
knattleiksmaður, færi e.t.v. til
þýzks liðs á komandi ári, skal tek-
ið fram, að sá, sem hefur haft
milligöngu um þetta mál, er
Dierter Wendler, forstjóri skrif-
stofu Flugfélags íslands í Frank-
furt, en nafn hans misritaðist í
blaðinu í gær.
Umræður um mál-
efni aldraðra
Samtök sveitarfélaga í Reykja-
nesumdæmi gangast fvrir
umræðufundi um málefni
aldraðra og þá fyrst og fremst um
nauðsyn á elli- og hjúkrunar-
heimilum í kjördæminu.
Fundurinn verður haldinn
þriðjudaginn 11. þ.m. í Félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi og
hefst kl. 14.00.
Fundurinn er opinn öllum
þeim, sem áhuga hafa á þessu
máli. Þess er fastlega vænzt, að
þeir. seni starfa að þessurn málum
í kjördæminu, sjái sér fært að
sækja fundinn, svo sem læknar,
hjúkrunarfólk, sveitarstjórnar-
menn, formenn nefnda og ráða á
vegum sveitarstjórna og aðrir
áhugamenn um þessi málefni.
Ráðune.vtisstjóra heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins, þing-
mönnurn kjördæmisins og stjórn
D.A.S. er sérstaklega boðið á
fundinn.
(Frétt frá SASIR)
FORNIHVAMMUR
ILLA FARINN
í fornahvammi hefur verið
heldur dauft yfir í haust, sagði
Hafsteinn Ólafsson í Forna-
hvammi í símtali við Mbl. Við
reynum að leysa vanda
ferðamanna, sem að ber, þó að
aðkoma og aðstæður séu heldur
ömurlegar. Húsurn hefur ekki
verið haldið við og í október-
mánuði í haust var lokað fyrir
rafmagnið í hluta hússins af þeim
sökum. Liggur húsið undir
mikltim skemmdum og inuii vafa-
lítið kosta Vegagerðina, sem á
Fornahvamm, mikla peninga að
lagfæra það.
Um langt árabil hefur Forna-
hvammshúsinu ekki verið haldið
við og nú er syo komið að það
lekur ekki aðeins með gluggum
heldur líka þakið og jafnvel út-
veggir. Það var þessi húsleki, sem
leiddi til þess, að rafmagnseftir-
litsmenn lokuðu fyrir rafmagnið
f hluta al' húsinu. Seinna komu
svo viðgerðarmenn og slógu plöt-
um á þakið, en samt sem áður
lekur það.
ur Þingeyjarsýslu eiga allir þétt-
býlisstaðir möguleika á hitaveitu
nema Skagaströnd, Hofsós, Akur-
eyri og Grenivík. Flestir þessir
staðir hafa þegar hitaveitu en á
fáeinum er rannsókn nýlokið eða
hún stendur yfir.
í Norður Þingeyjarsýslu, Múla-
sýslum og Skaftafellssýslum er
hvergi von um jarðhita til hita-
veitu fyrir þéttbýli, nema á Egils-
stöðum. t Rangárvallasýslu er
Ilella eini staðurinn, sem einhver
von er um jarðhita nærri þéttbýli.
1 Vestmannaeyjum er ekki von
um jarðhita f venjulegum skiln-
ingi, en hugsanlega mætti nýta
varmaforðann í nýja hrauninu til
húshitunar.
Ljóst er, að margir þéttbýlis-
staðir á landinu eiga kost á hita-
veitu í náinni framtfð. Tækjakost-
ur jarðborana leyfir ekki að allt
sé gert í einu, þannig að þeir
staðir, þar sem borana er þörf
verða að sætta sig við forgangs-
röð. Hér á eftir er þessum verk-
efnum stillt upp i forgangsröð eft-
ir fjórum flokkum, sem miðast
við A) lögn frá hverum borholum,
sem þegar eru til, B) borun með
gufubor, C) borun með bor af
miðlungsstærð, D) borun meðlitl-
um bor.
A) 1. Borgarnes, Hvanneyri,
Akranes — frá Deildartungu
2. Þorlákshöfn, Eyrarbakki,
Stokkseyri — frá borholum ofan
við Hveragerði.
3. Siglufjörður — frá borholum
f Skútudal.
B) 1. Svartsengisveita fyrir þétt-
býliðá Suðurnesjum.
2. Ilitaveita Reykjavíkur fyrir
Kópavog, Garðahrepp og Hafnar-
fjörð.
3. Hitaveita Selfoss f.vrir E.vrar-
bakka og Stokkseyri.
C) 1. Akranes, boranir á Leirá.
2. Reykhólar, Barð., vegna
þang- og þaravinnslu.
3ÞorIákshöfn, boranir í Ölfusi.
4. Blönduós, boranir á Reykjum
við Reykjabraut.
5. Ilúsavík, boranir á Hveravöll-
um vegna stækkunar.
D) 1. Egilstaðir, borun við Urr-
iðavatn.
2. Tálknafjörður, borun vestan
við þorpið.
3. Hella, borun austan við
Kauptúnið.
4. Drangsnes, borun í Hveravík.
5. Haganesvík, borun í Fljótum.
6. Svalbarðseyri, borun þar á
staðnum.
Einnig þarf að gera ráð fyrir
borunum til að auka vatnsmagn á
ýmsum stöðum, þar sem hitaveit-
ur eru fyrir bæði í bæjum og
kauptúnum og eins fyrir skóla,
félagsstofnanir og bæjahverfi,
líkt og verið hefur undanfarin ár.
Jafnframt því, sem unnið er
markvisst að aukinni nýtingu
jarðhitans, þarf að hafa augun
opin fyrir tækninýjungum. Hér
skulu aðeins nefnd þrjú atriði.
Pökkun með háþrýstidælu gæti
orðið til þess að auka innrennsli í
borholur þar sem berggrunnur er
mjög þéttur. Þörf er á bor, sem
getur borað hratt víðar holur
niður í ca 50 — 100 m dýpi eftir
heitu vatni á hverasvæðum. Slík-
ur bor myndi einnig nýtast við
boranir eftir neyzluvatni. Fylgj-
ast þarf með því hvernig tækni
fer fram í að nýta heitt, þurrt
berg. Hér á landi er berggrunnur
víða þéttur en hitastigull hár. I
framtiðinni gæti reynst hag-
kvæmt að nýta slík svæði eftir að
þau hefðu verið gerð vatnsgeng
með sprengju. Nýlegur samning-
ur milli Orkustofnunar og Atomic
Energy Commision Bandaríkj-
anna ýtir undir bjartsýni á að
tilraunir af þessu tagi mættu vera
gerðar hér.
Skógræktarfélag
Kópavogs
ANNAR fræðslufundur Skóg-
ræktarfélags Kópavogs verður
haldinn I Félagsheimili Kópa-
vogs, mánudaginn 10. desember
1973, kl. 21.00.
Eyþór Einarsson grasafræðing-
ur sýnir litskuggamyndir og talar
um gróður Grænlands og Alpa-
fjalla. Þar verður fjallað um
margar fegurstu fjölærar jurtir,
sem hægt er að rækta í görðum
hérlendis.
Skógræktarfélagið hefur jóla-
tréssölu, sem hefst 10. des., og
verða aðalbækistöðvar hennar
viðNeðslutröð.
FH vann Þór
FH vann Þór 23:16 í leik liðanna f
1. deild íslandsmótsins í hand-
knattleik á Akureyri 1 fyrrakvöld.
FH vann einnig lið Þórs f
meistaraflokki kvenna. Nánar
verður sagt frá þessum ieikjum
og öðrum íþröttaviðburðum helg-
arinnar f íþróttafréttum Mbl. á
þriðjudaginn.
Vfir 5000til
Islands í nóv.
UMFERÐ ferðamanna til íslands
með flugvélum var f nóvember-
mánuði 5579. Kom 2561
íslendingur og 3018 útlendingar
til landsins í mánuðinum.
Af útlendingum voru Banda-
rfkjamenn flestir eða 1691 tals-
ins, en alls komu ferðamenn frá
52 þjóðlöndum.
Með skipum komu í sama
mánuði 13 manns til landsins, þar
uf 7 íslendingar.
Sögn og saga
ANNAÐ bindi safnritsins Sögn
og saga, eftir Oscar Clausen er
komið út. Undirfyrirsögn er
fróðlegir þættir um ævikjör og
aldarfar.
Þættirnir í bókinni eru alls
13, og bera þeir heitin: Frá séra
Sigurði Gunnarssyni á
Hallormsstað, Innlendir kaup-
menn í Reykjavík eftir að
verzlun varð frjáls, Um verzlun
Þjóðverja á miðöldum og upp-
haf verzlunar í Stykkishólmi,
Mikillátur valdsmaður og dóm-
harðar, Vesturfarahópurinn
stærsti, Dætur fógetans og
Leiðrétting
Föðurnafn Lárusar Ingólfsson-
ar misritaðist i blaðinu í gær, þeg-
ar sagt var frá leikurum i Leður-
blökunni í Þjóðleikhúsínu.
Setningin átti að vera: Ennfrem-
ur eru leikararnir Ámi Ti yggva-
son og Lárus Ingólfsson i veiga-
miklum hlutverkum.
tengdasynirnir, Galdra-
mennirnir í Grimsey, Ríkir
Breiðfirðingar, Herskár prest-
ur missir hempuna, Góður
guðsmaður drukknar, Hugvits-
maðurinn úr Geitareyjum,
Harðæri í Vestmannaeyjum og
Vandræði og bágindi í byrjun
19. aldar.
Bókin er 208 bls. að stærð.
Utgefandi er Skuggsjá.
» * m ja k ■ • »*»«*•■*■ * mmm-.a mm-m-m mmm **»■•«** a~mm
mm-mm'.mm mmmmm mmmmmm mm m * m m mmm m m mmmim-m. m mmmm mmm a
m * mmm m.m m mm m-rnmm-a mm m mm
..i