Morgunblaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973
3
Ásaskóli 50 ára
Haustið 1923 tók til starfa i
nóvember fyrsti heimavistarskóli
barna hér á landi. Það var Ása-
skóli í Gnúpverjahreppi í Ámes-
sýslu.
Skólinn var hvergi nærri
fullbúinn, þegar kennslan hófst,
og skilyrði því mjög frumstæð.
Smiðirnir, Jakob Jónsson frá
Galtafelli og sonur hans Stefán
höfðu slegið saman langborði til
að notast við fyrst. Börnin sátu
við þetta langborð á kössum,
bekkjum og hverju þvi sem til
féll.
KennarinnU nnur Kjartansdótt-
ir frá Hruna, skipti börnunum
strax í tvær deildir, eldri- og
yngri;deild.Skólaskylda var þá frá
10 ára til 14 ára aldurs. Eldri-
deildin, 12—13 ára börn, byrjaði
skólagönguna fyrst. Sennilega
hefur dvölin i skólanum verið
þrjár vikur í fyrsta skipti. Skólinn
var enn í smfðum og börnin gátu
ekki gist þar. Þeim börnum sem
lengst áttu heim var komið fyrir á
næstu bæjum. Unnur Kjartans-
dóttir gisti á Stóra-NUpi hjá
frændfólki sínu, en ráðskonan,
Margrét Jónsdóttir frá Sand-
lækjarkoti, svaf í Ásum. HUn var
mikil prýðiskona, en varráðskona
í Ásaskóla aðeins þennan eina
vetur. Þessi fyrsti vetur hlýtur að
hafa verið mjög erfiður fyrir þær
Unni og Margréti. Unnur vann
þarna algert brautryðjandastarf í
því merkilega skólastarfi, sem þá
var að hef jast.
Smiðirnir héldu áfram smfðum
sínum og brátt voru skólaborðin
tilbUin, en það voru borð með
áföstum bekk og sæti fyrir tvo við
hvert borð. Herbergi fyrir nem-
endurna voru tvö, annað „stráka-
herbergi" og hitt „stelpnaher-
bergi“ eins og þau nefndust. Svo
var auðvitað skólastofa og
kennaraherbergi, sem auk þess að
vera svefnstaður Unnar var
geymsla kennslugagna, kennara-
stofa og gestaherbergi. RUmstæði
voru smíðuð i herbergin, 3 f
„stelpnaherbergið“ ?n 4 j
„strákaherbergi ð“.
I?á sváfu alltaf tveir í hverju
rUmi. Ráðskonan svaf í „stelpna-
herberginu“ og ef fimm stelpur
voru f heimavistinni í einu, varð
ein telpa að sofa hjá ráðskonunni,
sem tók fUslega að sér litla telpu.
Kæmi það fyrir, að fimm telpur
væru i einu í heimavistinni og
einhver þeirra yrði svo lasin, að
hUn þyrfti að sofa ein, tók Unnur
heilbrigðu telpuna til sin með
þeirri IjUfmennskú, sem ein-
kenndi hana. Niðri var stórt eld-
hUs, þar sem borðað var. NU var
allt tilbUið og heimavistin hófst
með því, að yngri deildin kom í
skólann, en eldrideildin fór heim,
og þannig gekk þetta koll af kolli.
En þess ber aðgæta, aðfleiri börn
voru í skólanum en ætla mætti af
framanskráðu. Nokkur börn áttu
heima það nálægt skólanum, að
þau sváfu heima.
Það var mikið lán fyrir GnUp-
verja, að fá Unni frá Hruna, þessa
mikilhæfu konu til að taka að sér
stjórn skólans. Vann hUn þarna
merkilegt brautryðjandastarf.
Auk þess var hUn frábær kennari
og kennsla hennar ógleymanleg
okkur, sem nutum þess að vera i
skóla hjá henni. En Unnur var
ekki ein, þvf eins og áður er sagt,
var Margrét frá Sandlækjarkoti
ráðskoná fyrsta veturinn. A
öðrum vetri tök GuðrUn Haralds-
dóttir frá Hrafnkelsstöðum,
frænka Unnar, við hUsmóður-
störfum í Asaskóla og þær frænk-
ur sköpuðu það einstæða heimili,
sem Ásaskóli varð okkur börn-
um þeirra. Þar sat gleðin, nær-
gætnin og hjartahlýjan að völd-
um.
Báðar þessar ágætu konur eru
nU látnar. Guðrtín lést árið 1960,
en Unnur 17. jUlí 1972. HUn hefði
orðið áttræð i október i fyrra ef
hUn hefði lifað.
Unnur var einstakur fræðari.
Engan hef ég heyrt segja betur
sögur en hUn gerði. HUn kunni
þau ógrynni af sögum og kvæð-
um, að þar virtist ekki þrot né
endir á. HUn kallaði stundum
síðustu kennslustund dagsins
„dót-tíma“. Við fórum þá með
vísur eða kvæði, sem hUn hafði
sett okkur fyrir. Við reyndum að
láta það ganga fljótt, því á eftir
sagði hUn okkur sögur.
Við ferðuðumst með Nilla
Hólmgeirssyni á gæsarbaki um
þvera og endilanga Svíþjóð,
fylgdumst með Jean Valjean um
skólpræsi Parísar, þegar Unnur
sagði okkur Vesalingana eftir
Victor Hugo, kynntumst ævi þræl-
anna í Ameríku þegar hUn sagði
okkur söguna af Tómasi frænda.
Þannig gæti ég lengi talið. Auð-
vitað sagði hUn ekki allar þessar
sögur f kennslustundum.
Á hverju kvöldi voru hafðar
kvöldvökur. Þar voru sagðar eða
lesnar sögur og allir sátu við ein-
hverja handavinnu. Kvöldvökun-
um lauk alltaf, með því, að Guð-
rUn Haraldsdóttir spilaði á
orgelið og við sungum sálm.
Unnur var ákaflega árrisul og
fór í gönguferðir á morgnana
áður en við vöknuðum. Kom hUn
þá í dyr herbergja okkar krakk-
anna, bauð glaðlega góðan dag og
flutti með sér hressandi andblæ
Utiverunnar og sagði að mál væri
að rísa á fætur. Er mér sérstak-
lega minnisstæður einn morgunn,
er leið að vori. Unnur kom i
dyrnar óvenju brosleit og sagði
með gleðihreim i röddinni, að hUn
hefði fundið Utsprúngið vetrar-
blóm uppi í Grjótholti. Ég man
ennþá augu hennar rök af gleði,
ogröddina sem átti stundum svo
skammt í klökkva, er hUn sagði
okkur frá þessum fyrsta vorboða.
Eftir kennslu þutum við öll upp
i Grjótholt með henni og krupum
á kné, til að skoða þetta fyrsta
undur vorsins. Mörg okkar höfðu
aldrei heyrt talað um vetrarblóm
áður eða veitt því eftirtekt. Unn-
ur var mikill náttUruunnandi og
vildi vekja áhuga okkar á fegurð.
HUn sagði okkur mikið frá fegurð
bernskuheimilis síns, að Hvammi
í Dölum. Séra Kjartan Helgason,
faðir hennar, var prestur þar,
þangað til hann fluttist að Hruna
i Hraunamannahreppi með
fjölskyldu sína. Það var árið 1905
og var Unnur þá 12 ára. Döpur
hefur Unnur verið f huga þegar
hUn fór frá Hvammi og fegurð^
inni þar, en fluttist að Hruna,
enda landslag mjög ólikt. Séra
Guðrún Haraldsdóttir
Kjartan hefur skynjað óyndi dótt-
ur sinnar, þvi hann kvað um
hana:
Sést ei runnur, sjór, né álft
sjaldan kunnur gestur,
eins og nunna hálft um hálft
horfir Unnur vestur.
En Unnur tók mikilli tryggð við
Hruna, og kenndi sig jafnan við
þann bæ. Hvammur varð ævin-
týraland f huga okkar eftir lýs-
ingu Unnar. Þar uxu aðalbláber,
sem voru ótrUlega stór og safa-
mikil og lituðu hlíðarnar bláar.
Krækiberin voru á stærð við
lambaspörð og þar óx hin undar-
lega jurt brönugras. Ofan við
bæinn var skógivaxin brekka, en
Uti á firðinum s>ntu hundruð
svana, og þegar þeir hófu söngkór
sinn var það fegursti söngur i
heimi. En uppi yfir Hvammi
gnæfði hið prUða fjall, Skeggöxl,
sem bar hvítan mjallarhött á
höfði sér sumar og vetur.
Dvölin í Asaskóla var okkur
Unnur Kjartansdóttir
eintóm gleði. Við matborðið langa
í eldhUsinu spreyttum viðokkur á
þvi að ráða vísnagátur, sem Unn-
ur og GuðrUn kunnu sæg af.
GuðrUn var ákaflega söngvin og
kunni ósköpin öll af danskvæðum
og leikjum, sem hUn kenndi okk-
ur. HUn kenndi okkur meira að
segja að syngja á sænsku og leik
eða dans með. „Och jungfrun hun
gár i dansen med rödagull band“.
Það var nU ekki lítið varið i að
kunna að s.vngja á sænsku! Eða þá
vefaradansinn! Hann var svo
skemmtilegur. Okkur er það vfst
öllum minnisstætt, þegar systkini
þeirra Unnar og GuðrUnar komu i
heimsókn, en þaðgerðu þau alltaf
einu sinni á vetri, ekki þó sam-
timis. Sérstaklega man ég eftir
hvaðHelgi bóndi á Hrafnkelsstöð-
um var pipur í vefaradansinum.
Hann stóð þar sannarlega ekki
eins og „þvara f pott“!
Á þessum árum var Ásaskóli
eina samkomuhUs sveitarinnar.
Það voru leikin leikrit og haldnir
dansleikir. Þegar leikrit voru
leikin, var tekið niður laust þil.
sem var á milli „strákaherbergis-
ins“ og skólastofunnar. og
þiljurnar lagðar á búkka og
notaðar sent leiksvið. Dansleikir
voru eiginlega ekki haldnir nerna
milli jóla og nýárs, en þá var
auðvitað frí í skólanum. Að sjálf-
sögðu fengum við krakkarnir að
horfa á þegar leikið var.
Oft hef ég hugsað um það. að
fáir kennarar hafi verið betur
undirbUnir að hefja starf sitt dag
hvern en Unnur, sem eins og áður
er sagt, kont frísk Ur sinni
morgungöngu. klæddist síðan í
upphlut sem hUn bar daglega og
kom að morgunverðarborðinu
hress og glöð i anda. og hóf síðan
kennsluna af lífi og sál.
Þessir góðu glöðu dagar eru
liðnir, en birta þeirra og ylur lýsa
okkur, og vernia.
Hjartans þakkir okkar til
Unnar og GuðrUnar fyrir gleðina
og ástUðina sem þið veittuð okk-
ur. Hulda Runólfsdóttir.
Asaskóli
ALLIR FARA í FERD MEOÚTSVflENN SEM FYRR ÓDÝRAST TIL:
london
8 flagar
Flugtar
Glstlng
Morgunverður
kr. 15.900.-
19.800.-
Brottfflr 8 hverlum
laugarflegl
Glasgow
4 dagar
Flugfar
Glstlng
Morgunverður og
kvölflverður
Kynnlsterð o.fi.
Kr. 13.500.-
Brottför annan
hvern föstudag.
Kaupmannahöfn
Um jólin:
Ódýrar hópferðir 20
og 21. desember.
Austurríki
Skíðaferðir til Lech og Zellamsee
7. jan., 24. febr., 2. marz.
Páskaferó
Costa del Sol 7.—21. apríl
Pantið réttu ferðina tímanlega.
Kanarieyjar
Hópferðir-beint eða um
tondon/Kaupmannahöfn
Flugfarseðlar
HVERT SEM FERÐINNI ER HEIT-
IÐ — ALLIR FLUGFARSEÐLAR
FYRIR EINSTAKLINGA, HÓPA
EÐA FÉLAGASAMTÖK MEÐ
BEZTU KJÖRUM OG HINNI VIÐ-
URKENNDU ÚTSÝNARÞJÓN-
USTU
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
Austurstræti 1 7 (Silla og Valda)
Símar 26611 —20100