Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 3

Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 Jólafagnaour Verndar á aðfangadag FréttamaðurMorgunblaðsins hitti i gær að máli tvær konur úr jóla- nefnd Verndar, þær Hönnu Jo- hannessen og Rannveigu Ingi- mundardóttur, þar sem þær voru önnum kafnar við undirbúning undir jólafagnað samtakanna, og innti þær eftir störfum jölanefnd- arinnar. Þær sögðu að jólanefnd- in hefði nú í nær hálfan annan áratug haldið jólafagnað á að- fangadag fyrir einstæðinga og þá sem ekki eiga í önnur hús að venda. Jólafagnaðurinn hefur oftast verið fjölsóttur og farið vel fram. Undanfarin ár hefur hann verið í húsakynnum Slysavarna- félagsins á Grandagarði og svo verður einnig nú. Þær sögðust vera Slysavarnafélaginu mjög þakklátar fyrir þessa aðstoð, því að húsnæðið væri bæði gott og hentugt. Jólafagnaðurinn hefst að venju kl. 3 á aðfangadag, en þá er húsið opnað fyrir þá, sem koma vilja og fá sér kaffisopa. Síðar um kvöldið er svo framreiddurhátiða- matur og útbýtt jólagjöfum. Undanfarin ár hefur sr. Jón 67 KR. MEÐAL- VERÐ í BELGIU TVÖ íslenzk fiskiskip seldu í Þýzkalandi í eær og eitt seldi í Belgíu. I Þýzkalandi seldi Víðir AK 79.2 lestir fyrir 115.751 mark eða 3.6 millj., og er nieðalverðið kr. 46.10. Gunnar Jónsson VE seldi einnig í Þýzkalandi 64.1 lest fyrir 89.216 mörk eða 2.8 millj., og er meðalverðið kr. 43.96. Örvar frá Skagaströnd seldi 49 lestir í Ostende fyrir 1.5 millj. franka eða 3.2 millj. Meðalverðið hjá Örvari var kr. 67.00, sem er eitt hæsta verð, sem þar hefur fengizt. Bjarman flutt hugvekju og sungn- i r hafa verið jólasálmar. Starfsemi jólanefndar Verndar er einnig fólgin í þvi að senda öllum föngum i fangelsum jóla- glaðning. Sögðu þær Hanna og Rannveig að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga styrktu jólanefndina og án þessarar aðstoðar gæti jóla- nefndin ekki sinnt þeim störfum sem henni væri ætluð. Hafa sömu fyrirtækin og einstaklingarnir styrkt starfsemina ár eftir ár og báðu þær Morgunblaðið fyrir kveðjur og þakklæti til þessara aðilja. Þær bættu því við. að erfið- leikum væri bundið sem von- legt væri að fá fólk til að vinna á aðfangadag, einkum um kvöldið. Þó hefði alltaf rætzt vel úr því á undanförnum árum, og vonuðust þær til, að svo yrði einnig i þetta sinn. Ef einhverjir hefðu áhuga á þvi að veita aðstoð, geta þeir haft samband við nefndarkonur í jóla- nefnd Verndar. Þær eru: Hanna Johannessen, Rannveig Ingi- mundardóttir, Unnur Sigurðar- dóttir og Sigurrós Sigurðardóttir. Skrifstofa Verndar er flutt i Garðastræti 8 (hús Sálarrann- sóknarfélagsins) og þar verður jólanefndin aAstörfum i dag, mið- vikudag, eftir hádegi. Símar Verndar eru 2-43-99 og 2-14-58. Að lokum óskuðu Verndarkon ur, að þess væri getið að lögreglan hefði ávallt veitt þeim mikla og góða aðstoð i sambandi við jóla- fagnaðinn og kváðust þær þakk- látar henni fyrir það, svo og ung- templurum og tenglum, sem ávallt bjóða fram aðstoð sina. Þess má að lokum geta að for- maður Verndar er Þóra Einars- dóttir og hefur hún gegnt því starfi frá upphafi, en formaður jólanefndar er Hanna Johannes- sen. Sigriður J. Magnússon gegndi þvi starfi um langt árabil. Bankastarfsmenn, stjórn og ábvrgðarmenn Sparisjóðs Hofshrepps f Skagafirði við opnun afgreiðslu bankans á Hofsósi. Búnaðarbankinn tekur við Sparisjóði Hofshrepps FÖSTUDAGINN 30. nóvember var Sparisjóður Hofshrepps á Ilofsósi lagður undir Búnaðar- banka tslands á Sauðárkróki, en bankinn mun framvegis taka upp daglega afgreiðslu þar með yfir- stjórn frá útibúinu á Sauðár- króki. Sparisjóður Hofshrepps var stofnaður 11. maí 1914 af 20 mönnum, sem gerðust ábyrgðar- menn sjóðsins. Voru þeir úr þá- verandi Hofshreppi og Fells- hreppi. Fyrsti hvatamaður að stofnun sjóðsins og einnig fyrsti gjaldkeri var Erlendur Pálsson, verslunarstjóri á Grafarósi. Var hann afi núverandi útibússtjóra bankans á Sauðárkróki Ragnars Pálssonar. Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu Erlendur Pálsson, sr. Pálmi Þór- oddsson og Ólafur H. Jensson, kaupmaður. Á þessum 59 árum, sem sjóðurinn hefir starfað, hefir hann veitt fólki á þessu svæði ómetanlega aðstoð og fyrir- greiðslu, en við nána athugun stjórnar og ábyrgðarmanna var talið rétt að leita samninga við Búnaðarbankann, sem hefir nú veitt ákjósanlega fyrirgreiðslu hér austan Skagafjarðar með því að hefja daglega afgreiðslu á Hofsósi. 30. nóvember voru mættir til fundar á Hofsósi stjórn sjóðsins, Leiðrétting í dálknum Spurt og svarað í blaðinu í gær er sagt, að Guðjón Hansen tryggingafræðingur sé tryggingafræðingur hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Það er ekki rétt, hann hætti störfum hjá Tryggingastofnuninni 1970. þeir Pétur Jóhannsson frá Glæ.si- bæ, Björn Jónsson i Bæ, Óli Þor- steinsson Hofsósi, ásamt ábyrgðarmönnum sjóðsins og frá Búnaðarbankanum Haukur Þor- leifsson, yfirbókari bankans, Ragnar Pálsson, útibússtjórl á Sauðárkróki, Gestur Þor- steinsson, gjaldkeri útibúsins á Sauðárkróki og Pálmi Rögvaldsson, ráðinn afgreiðslu- maður bankans á Hofsósi. Afgreiðsla bankans verður fyrst um sinn í hinu nýja félags- heimili Höfðaborg á Hofsósi. Bankinn hélt stjórn og ábyrgðar- mönnum sjóðsins kaffiboð, er afhending hans fór fram. Full- yrða má, að allir eru ánægðir með þessa skipan mála og vænta þess, að hvers konar viðskipti eigi eftir að aukast, fólkinu og stofnuninni til hagsældar. DOMUFLAUELSJAKKAR HERRALEÐURJAKKAR BLUSSUR, BOLIR, PEYSUR OG ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF BUXUM Jt&a$taltnn þid ad a^falinn Bergstaóastræti 4a Sími 14350 í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.