Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 7

Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 Fiski3.jan H/F eitt glæsiiegasta frystihús landsins. Fiskiðjan í Vestmannaeyjum: Allt tilbúið til fisk- vinnslu eftir áramót I MARZLOK ;í þessu ári bárust heldur þungba>rar fréttir frá Vestmannaeyjum. er frá því var skýrt, að hraunið frá eld- fjallinu hefðu lagzl upp að veggjum einna glæsilegustu f iskivinnslustiiðva landsins, Fiskiðjiinnar og Isfélagsins. Þótti nú mörgum illa horfa tim framtfð Vestniannaeyja og gffurlegt áfall blasti við fyrir efnahagslff landsins, ef af- kastamestu frystihús landsins eyðilegðust. En hið ótrúlega gerðist og á þi>ssari stundu stöðvaðist hraunreiinslið. Þeir létu þetta ekki á sig fá eyja- menn og byrjuðu þegar undir- búning að því að flytja aftur vélar og hefja viðgerðir, er gos- inu lyki. Um þossag, inundir er véla- uppsetningu og viðgerð á Fisk- iðjunni að Ijúka og forráða- menn fyrirtækisins telja sig vera tilbúna til að hefja loðnu- frystingu strax upp úr árainót- um svo og aðra fiskfrystingu og saltfiskverkun. Þetta kom fram ■ samtali Mbl. við Guðmiind Karlsson, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar, nú um helgina. — Hversu mikið er tjónið á húsum og tækjum fyrirtækis- ins? — Enn, sem komið er, er að- eins komið mat á vélarnar og tækin, og er það tjón metið á 17 milljónir króna. Eftir er að meta skemmdir á hús- ínu sjálfu, svo og raf- magnskerfinu, sem skemmdist einnig nokkuð mikið. Hraunið hlóðst sem kunn- ugl er upp með austur- og suðurhliðum húsins, alveg upp á þak. en b.vggingin er þrjár hæðir. Brauzt hraunið inn um glugga á öllum hæðunum. Við þetta eyðilögðust saltfisk- geymsla, veiðarfærageymsia og frystisalur, sem notaður var til að vinna humar og aðrar af- urði r. — Utlitið hefur ekki verið sem bezt, þegar þessi ósköp voru að gerast, en hvenær hófuð þið fyrir alvöru undir- biining að því að flytja út á ný? — Öneitanlega voru horfur ekki sent beztar þessa daga. en við hófum raunar undirbúning. strax og við komum lil Reykja- vfkur. Við fluttum auðvitað iill tæki og vélar f land og síðustu vélina tókum við ekki út, fyrr en hraunið var að leggjast á húsið og allt var orðið Hraunið þrengir sér inn um sundið milli Fiskiðjunnar og ls- félagsins. rafmagnslaust og voruin við að vinna að þessu við vasaljósa- birlu. Nú við notuðum svo veturinn til að taka vélarnar í gegn fyrir sunnan, og þegar gosi lauk. fórum við strax að undirbúa að senda vélarnar út. svo að hægt yrði að byrja niður- setningu þeirra. Þaðverk er nú svo langl komið. að við leljum okkur geta b.vrjað loðnufryst- ingu og aðra fiskvinnslu strax eftir áramótin. — Hvað hafa margir uiinið hjá ykkur við niðursetninguna og önnur störf í sanibandi við aðgera vertíðarklárt? — Það hefur verið nokkuð misjafnt. en yfirleitl þetta 40—50 manns, iðnaðarmenn og verkaménn og hefur verið unnið 7daga vikunnar. bókstaf- lega myrkranna á milli. Við höfum verið mjög heppnir með mannskap og verkinu hefur miðaðvel áfram. — Ilversu margir liafa starfað hjá ykkur á vertíð undanfarin ár? — Það hafa verið nálægt 300 tnanns. er mest héfur verið að gera. Við erum með hjá okkur mjög góðar verbúðir fyrir 130 manns og margt aðkomumanna hefur verið hjá okkur um ára- bil. — Ilvernig leggst það í þig að fá mannskap til starfa hjá ykkur í vetur? — ' Eg hef ekki miklar áhyggjur af því. Við fáum mest af því heimafölki. sem liefur unnið hjá okkur og undanfarið hefur verið lalsverl um það að aðkomufólkið hringdi og sp.vrð- ist fyrir um pláss. .Etli við fiir- um ekki að auglýsa ákveðið eftir fólki alveg á næstunni. Við gerum ráð fyrir að nóga vinnu verði að hafa. milli 15 og 17 bátar verða hjá okkur og er það sama tala og verið hefur undanfarin ár, en mest hafa 20 bátar lagl upp hjá okkur. Við reiknum einnig með rnjög mik- illi vinnu í sambandi við loðnu- frystinguna. — Ilvað er það. sem helzt stendur á hjá ykkur núna? — Ilvað vinnsluna snertir er það helzt, að okkur vantar raf- magn til að geta hleypl straumi á vélarnar til að reyna þær. en það kemur væntanlega fljót- lega. Nú svo hefur það háð okkur mikið. aðekki hafa feng- izt læki til að hreinsa hraunið frá húsinu. I þessari viku komu hingað sprengjusérfrteðingar. til að kanna möguleikana á því að sprengja hraunið. þannig að hægt verði að koma því i burtu. niðurstiiður þeirra tilrauna liggja ekki enn fyrir. Það yrði mjiig bagalegt fyrir alla starfsemi i vetur ef ekki yrði hægt að hreinsa hraunið fyrir vertíð og einkum i sambandi við loðnuvertiðina. því að ef ekki tekst að hreinsa hraunið frá F.E.S., þýðir það. að þeir verða að keyra loðnunni að bræðslunni um hlaðið hjá okkur, sem yrði okkur mjiig erf- itt yfir háannatímann. Verðum við að vona hið bezta um lausn þessa máls. — Að lokum Giiðimindtir. hvað framleidduð þið mikið af sjátaraf iirðum 1972? — Það voru á fjórða þúsund tonn. - ih.i. 7 OLD SPICE Old spice gjafasett fyrir herra Verzlumn Þöll. Veltusundi 3 RONSON GJAFIR Ronson reykjapípur Ronson dömukveikjarar Ronson herrakveikjarar Verzlunin Þöll, Veltusundi 3, (gengt Hótel ísland bifreiða- stæðinu) sími 10775 ASTON SEÐLAVESKI. Glæsileg jólagjöf er Atson seðla- veski frá okkur Verzl. Þöll, Veltusundi 3, sími 10775 VÖRUBÍLL 6 —8 tonna óskast til kaups Helzt Benz, Scania, eða Volvo Sími 1 6260 eða 41 423 NJARÐVÍKUR 3ja herb. íbúð til leigu nú þegar Sími 21296 VANTAR 14 — 15ÁRA UNGLING STRAX, helzt einhvern, sem engan á að og er reglusamur, eða eldri mann Jón G Jónsson Skarði, Dal símstöð Skarð, Skarðsströnd SÖLUTURN VIÐ LAUGAVEG með kvöldsöluleyfi til leigu Upp- lýsingar í sima 35855 DRALON OG DAMASK gluggatjaldaefni nýkomið Einmg islenzkar trévörur Búðin, Strandgötu 1, Hafnarfirði AU- PAIR STÚLKA óskast á íslenzkt heimili i París frá u.þ b 7 janúar Uppl i sima 32616 eftir kl 2 i dag STÚLKUR OG DÖMUR ATHUGIÐ Hef nokkra nýja, mjög fallega og vandaða, siða kjóla til sölu á mjög hagstæðu verði Sími 19097 TILSÖLU Taunus 17 M station, árg 66 2ja dyra, rauður Nýuppgerð vél Nýskoðaður og i topplagi Upp- lýsingar i sima 86894 og 22707 GOTT PÍAIMÓ ÓSKAST til kaups Uppl. i sima 35631 ÓSKUM EFTIR að kaupa vel með fannn traktor. ekki eldri en árgerð 65 Uppl i sima 41834 eftir kl 5 næstu daga TAPAST HEFUR Pierpont karlmannsúr. sennilega á Hraunbraut 6-10. i Kópavogi laugard 15 des Skilvis finnandi hringi i sima 40458 ANTIK HÚSGOGN! Borðstofusett. sófasett. stakir stól- ar og skápar, Upplýsingar i sima 20738 milli kl 1 — 6 BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæðsta verði Staðgreiðsla Nóa- túni 27, simi 2 5891 BADMINTONVÖRUR Hef ávallt fyrirliggjandi, allar badmintonvórur, svo sem spaða. bolta, töskur, æfingabúninga o.fl Steinar Petersen, Sæviðasundi 29. Rvik Sími 85584 Skrlfstofuhi ísnæði óskast til leigu til eigin c Kaup koma til greina. fnota. ALMENNA FASTEIGNASALAN LINDARGATA 9 SÍMAR 21150 21370 Roamer-úr ER NYTSÖM, VÖNDUÐ OG VEL ÞEGIN JÓLAGJÖF Karl Bergmann, úrsmiður Skólavöiðustíg 5 — sími 18611.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.