Morgunblaðið - 19.12.1973, Síða 21

Morgunblaðið - 19.12.1973, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 21 Ég heyrði alltaf skerandi neyðaróp Róm, 18. desember, NTB. BLÓÐIDRIFIN slóð arabísku hryðjuvcrkamannanna hófst á flugvellinum í Róm. Þar skutu þeir af vélbyssum á farþega og fleygðu eldsprengju inn I banda- ríska farþegaþotu frá Pan American. Talið er, að um 20 far- þeganna hafi farizt, þegar þotan brann. Ung bandarísk stúlka, Bonnie Geisler. var mcðal far- þega í Pan American og hún gaf eftirfarandi lýsingu á atburðin- um: — Við biðum öll eftir því, að vélin færi af stað og hæfi sig til flugs, þegar flugstjórinn til- kynnti allt f einu, að skothrfð væri fyrir utan vélina. Við feng- um fyrirmæli um að leggjast á giólfið og fyrst f stað voru allir rólegir. — En svo hristist öll vélin af mikilli sprengingu, sem varð aftarlega I henni. Ein flugfreyjan hrópaði til okkar að fara út um ne.vðarútgangana og útganginn að framan. Ný sprenging hristi vél- ina og allt fylltist af þykkum reyk. Við sáum ekkert og það var erfitt að draga andann. — Ein flugfreyjan komst að neyðarútgöngunum yfir vængja- unum í miðjum farþegaklefanum og opnaði þá. Eg þakkaði guði fyrir, að ég sat þar rétt hjá og var meðal þeirra fyrstu, sem komust úr. Eldurinn var þá farinn að Iæsa sig fram eftir vélinni og fólk var gripið ofsahræðslu. Ég tók mér stöðu á vængnum og hjálpaði fólki, sem var aðkomast út. — Ég heyrði allan tfmann skerandi neyðaróp og margir þeirra, sem við tókum á móti, voru hræðilega brenndir og rifn- ir, kjötið hékk f tægjum á andliti þess og höndum. Ég er að læra læknisfræði og gat því veitt þeim, sem verst voru leiknir, fyrstu hjálp. Ein kona fékk slag rétt eftir að hún kom út úr vélinni. Hún hneig bara niður og andlits- liturinn breyttist. — Aftast í vélinni voru nokkur börn, en ég veit ekki, hvað varð um þau. Hins vegar sá ég full- orðna menn berjast tryllingslega um til að komast fram eftir vélinni. Mér fór að líða ilia sjálfri og sjúkrabfll flutti mig hingað á sjúkrahúsið. Sovézk yfirvöld við Valery Panov; Þú mátt fara en ekki konan Stjarnfræðingar keppast nú við að taka myndir af halastjörn- unni Kohoutek, sem nú er aftur orðin vel sýnileg. Ágætar myndir hafa náðst af henni af jörðu niðri, en þó andvarpa flestir stjarnfræðingar af öfund, þegar þeir hugsa til geimfaranna f geimstöðinni Skylab, sem sjá betur til hennar en nokkrir aðrir, enda langt fyrir utan gufuhvolf jarðar og annað, sem truflar sjón. Moskvu, 18. desember, AP. SOVÉZK yfirvöld hafa tilkynnt balletdansaranum Valery Panov, að hann geti fengið að flytjast til Israel 10. janúar næstkomandi en að kona hans fái ekki leyfi til að far-a með honum. Panov hefur neitað að ganga að þessum skil- yrðum. Panov sótti um leyfi til að flytjast til Israel fyrir 20 mánuð- um. Skömmu eftir að hann sendi umsögnina var hann rekinn frá Kirov-balletinum á þeim forsend- um, að hann væri svikari. Hann hafði verið aðaldansari þar fram að þeim tfma og gagnrýnendur EBE-ríkin greinir á um svæðasjóðinn Briissel, 18. des., AP-NTB. FUNDI utanrfkisráðherra aðild- arríkja Efnahagsbandaiags Evrópu lauk svo í Briissel í dag, að þeir náðu ekki samkomulagi um það, hve miklu fjármagni skyldi veitt í sjóð þann, sem fyrir- hugað er að koma á laggirnar til aðstoðar þeim landsvæðum innan markaðssvæðisins, sem skemmst eru komin í iðnþróun og mest þurfa á aðstoð að halda til að geta aðlagað sig kröfum bandalagsins. Fyrirhugað var, að sjóðurinn tæki til starfa 1. janúar nk. Ákveðið var, að ráðherrarnir hittust aftur að máli eigi síðar en 7. janúar nk. og gerðu þá frekari tilraun til að ná samkomulagi, en jafnframt var gert ráð fyrir, að stjórnarleiðtogar viðkomandi landa reyndu þangað til að jafna Framhald á bls. 24. hafa líkt snilld hans við snilld Rudolfs Nureyevs. Panov sagði í simtali við frétta- mann AP, að KGB (rússneska öryggislögreglan) hafi lagt að þeim hjónum að skilja. Hann sagði einnig, að stöðugt væri fylgzt með ferðum sínum. Frá því hann var rekinn frá Kirov hefur honum verið neitað um leyfi til að dansa og nú er einnig búið að taka fyrir að hann geti æft sig. í síðasta mánuði fór Panov i 20 daga hungurverkfall og neytti aðeins vatns og ávaxtasafa. Hann léttist um 13 kíló og var farinn að sjá ofsjónir þegar hann loks gafst upp. Hann kveðst reiðubúinn að fara aftur í hungurverkfall ef kona hans fái ekki fararleyfi. Snemma uppréttur Addis Abeba, 18. des., AP. FUNDIZT hafa í norðurhluta Eþfópíu steinrunnin mannabein, sem talin eru benda til þess, að maðurinn hafi staðið uppréttur fyrir þremur milljónum ára. Vísin dafréttam aður Tim es: Stefnuleysi í fiskveiðimálum VÍSINDAFRÉTTARITARI brezka blaðsins Times fjallar um framtíð fiskveiða Breta 10. des- ember sfðastliðinn og nefnir þar meðal annars, að þrátt fyrir reynsluna af fiskveiðideilunni við íslendinga og erfiðleika vegna fiskveiðilögsögu, þegar ver- ið var að semja um inngöngu f Efnahagsbandalag Evrópu, virð- ist ríkisstjórnin treg til að hafa forystumenn fiskiðnaðarins sér til fulltingis við samningu til- lagna, sem leggja á fram á vænt- anlegri hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Fréttamaður Times segir, að mikilvægi fisks sem próteingjafa hafi vaxið mjög á undanförnum árum eftir því sem erfiðleikar hafi aukizt á að fá prótein eftir öðrum leiðum. Samt sé ekki að sjá nein merki þess, að þeir, sem beri ábyrgð á þróun fiskiðnaðarins, hafi gert sér grein fyrir hvaða stefnu sé bezt að taka til að tryggja nýtingu og verndun þess- ara auðlinda. Fréttamaðurinn vitnar i C.I. Meek, formann ferskfiskveiði- nefndarinnar, sem hann segir hafa boðið stjórninni til viðræðna um þetta mál til undirbúnings fyrir hafréttarráðstefnuna. Meek hafi talið, að hægt væri að ræða þetta mál án þess að skaða samn- ingaviðræðurnar við ísland. Tak- markanir á aflamagni hafi ver- ið óhjákvæmilegar enda haft stuðning fiskveiðiþjóða. Að hans dómi voru hinir íhalds- sömu leiðandi menn fiskiðnaðar- ins reiðubúnir til að laga sig að breytingum vegna samninganna við ísland, ef stjórnin tæki ineð í reikninginn þær flóknu sam- þykktir, sem þyrfti til að tryggja skynsamlega nýtingu fiskimiða nær ströndumBretlands. Poul Hartling kom lands þegar hann var ráðherra, 1968 til utanrfkisráðherrafund sem haldinn var f (Ljósm. Mbl. ÓI. K.M.) hingað til utanrfkis- að sitja NATO, Reykjavfk. Poul Hartling Hinn nýi forsætisráðherra Danmerkur POUL HARTLING hefur verið formaður Vinstri flokksins danska síðan 1965. A kjörtíma- bilinu 1968 — 1971 var hann utanrfkisráðherra og þá jafn- framt pólitfskur leiðtogi flokks sfns. Á tfmabilinu 1971 til 1973, þegar flokkurinn var f stjórnar- andstöðu, var Hartling formaður þingflokksins. Leið hans upp á toppinn hefur verið stutt. Hann hefur verið kallaður „hástökkvar- inn í Vinstri." Poul Hartling var fyrst kjörinn á þing árið 1957. í kosningunum 1960 vantaði hann 137 atkvæði til að ná kjöri en hann kom fram hefndum 1964 og i kosningunum 1968 fékk hann flest atkvæði allra þingmanna flokksins. Þann tíma, sem hann var ekki á þingi, notaði hann til aðtaka mjög virkan þátt í skipulagsstarfi flokksins og hjálpaði til við að skrifa nýja stefnuskrá fyrir hann. Stjórnarmyndunin, sem átti sér stað 1968, var óskatakmark Hartlings. Það hafði verið mjög náið samstarf milli Vinstri og íhaldsflokksins (Konservative folkeparti) um margra ára skeið. Flokkarnir voru saman í stjórn 1950 — 1953 og þegar þeir lentu i stjórnarandstöðu • unnu þeir saman að því, að komast til valda á nýjan leik. í ræðu, sem Hartling hélt i Svanninge 1965, nokkrum mánuð- um eftir að hann hafði leyst Erik Eriksen fyrrverandi forsætisráð- herra af hólmi sem formaður þingflokks Vinstri, hóf hann máls á því, að fá „radikale Venstre" með í samstarfið Tæplega þrem- ur árum síðar var búið að mynda stjórn þessara þriggja flokka. Það var ekki beint embætti ' utanríkisráðherra, sem Hartling stefndi að, þegar hann hugaði að pólitískum frama sínum. Sem þingmaður skipti hann sér mest af skóla- og menningarmálum en sem formaður þingflokksins | dróst hann mjög inn í almenna pólitíska starfsemi. Eins og allir, sem uxu úr grasi á eftirstríðs- árunum, fylgdist hann náið með þróun heimsmála og komst í beina snertingu við þau, m.a. í gegnum UNESCO. Hann var einn- ig formaður fulltrúa vinstri i Norðurlandaráði og var um skeið formaður þess. Hann varð og full- trúi hjá Sameinuðu þjóðunum. En það urðu ekki neinar stór- breytingar á lifi Hartlings þegar hann varð utanríkisráðherra og hann féll fyrirhafnarlitið inn i embættið. Mælska hans, menntun og framkoma léttu honum byrðarnar, þegar hann þurfti að glíma við erfið vandamál. Sem utanríkisráðherra fjölmörgum al- þjóðaráðstefnum og aflaði sér persónulegra sambanda. Hann var fyrsti danski utanríkisráð- herrann, sem heimsótti nýju ríkin í Vestur-Afríku. Flokkur hans studdi mjög eindregið inngöngu Danmerkur i Efnahagsbandalag Evrópu. Hartling var prestur í 9 ár Pout Hartling, sem er 59 ára gamall, óx upp á mjög pólitísku heimili i Kaupmannahöfn. Faðir hans var skólamaður og var um skeið kennslumálaráðherra. Sjálfur er hann cand. teol., var prestur i níu ár og varð 35 ára gamall rektor N. Zahles skólans í Kaupmannahöfn en meðal hátt skrifaðra nemenda úr barnadeild þeirrar menntastofnunar eru nú- verandi drottning Danmerkur og systur hennar. Hartling gegndi embætti rektors þar til hann varð utanrikisráðherra. Getur sett upp járnhanzka Hartling hafði ekki verið lengi i pólitík, þegar farið var að kalla hann aðalmann Krónprins-sam tökum Vinstri flokksins. Hann var einróma kjörinn formaður flokksins og hefur sem slíkur stjórnað bæði flokknum og þing- flokknum af þolinmæði og frjáls- lyndi í gegnum ýmis áföll og deil- ur. Hann hefur þó sýnt, að hann á það til að setja upp járnhanzka ef vikið er of langt frá linunni um tryggðviðflokkinn. Það var hann, serh stjórnaði uppgjörinu við tvo af þingmönnum flokksins, sem árið 1965 sömdu við jafnaðar- manninn, sem þá var forsætisráð- herra og fóru með því á bak við flokkinn. Hartling er miklu eigin- legra að koma fram af vinsemd og hjálpsemi en ef honum rennur í skap á hann það til að kalla að- gerðir andstæðings sins „órétt- látar" og „óheiðarlegar". Paul Hartling er þekktur fyrir að vera afkastamikill og að geta áorkað miklu án þess að þreytast. Ef hann ætlar að slappa af gerist það helzt í faðmi fjölskyldunnar, gjarnan með tónlist og söng. Tvær bækur og fjölmargar blaða- greinar hafa orðið til í frístund- um hans og hann er góður tækni- maður. Hann getur tekið bil í sundur og sett hann rétt saman aftur. Carl Kauffeldt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.