Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 31

Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 31 Minning: Margrét Pálsdóttir fyrrv. kennslukona Jón Asgeirsson skrifar um tónlist: leik. Má vera, að með þessari tón- list ntegi vekja með. hljóóftera- leikurunum leikgleði, er erídast mætti eitthvað frant á næ.sta ár. Framtíð Sinfóníuhljómsveitar- innar er ekki hvað minnst undir þvi komin, að hver hljdðfæraleik- ari hennar vinni verk sit.t eins vel I dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Margrétar Pálsdóttur fv. kennslukonu frá Hnífsdal, Bjarnarstíg 6, Reykjavík, en hún andaðist á sjúkradeild Hrafnistu 12. þ.m., en þar hafði hún dvalið rúmt ár, en annars bjó hún s.l. 35 ár f ibúð sinni að Bjarnarstíg 6 hér í borg. Margrét var fædd í Heimabæ í Hnffsdal 6. des. 1884, og var þvi rúmlega 89 ára er hún lést. Foreldrar hannar voru þau hjónin Páll Halldórsson, útvegs- bóndi og formaður og kona hans Helga Jóakimsdóttir, mikil hús- móðir og sæmdarkona. Faðir Margrétar var einn af mestu afla- mönnum við Djúp og búhöldur góður. Margrét ólst upp í foreldrahús- um í glöðunt syskinahópi, en þau voru 4, sem upp komust auk Margrétar, Jóakim, Halldór og Páll, sem allir urðu úvegsbændur og formenn i Ilnifsdal, og Sigrið- ur fyrri kona Aðalsteins Pálsson- ar skipstjóra. Eitt þessara syst- kina er enn á lffi, en það er Páll, sem var 90 ára á s.l. sumri og ennþá rær báti sínum til fiskjar. Á unglingsárunum stundaði Margrét öll algeng heimilisstörf, eins og þau tíðkuðust þá, og einn- ig starfaði hún við verzlun i Hnífsdal um tíma. Eftir aldamót- in stundaði hún nám við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði og lauk þaðan prófi. Þá tók hún og þátt í kennaranámskeiði þar og öðlaðist með því full kennararétt- indi. Um árabil stundaði hún síð- an kennslu víðs vegar um landið m.a. i Ilnífsdal, á ísafirði, í Bol- ungarvík, á Akureyri og í Landeyjum, og 1 vetur var hún heimiliskennari hjá séra Páli Stephensen á Melgraseyri. Meðan Margrét kenndi á Isa- firði, gerðist hún einn af stofn- endum góðtemplarareglunnar i Hnífsdal, einnig stofnandi kven- félagsins Hvatar þar og fyrsti for- maður þess. Ung nam hún orgel- leik og hafði m.a. söngkennslu á hendi í skólum ásamt kennslu í öðrum námsgreinum, enda var hún ljóðelsk og hafði næmt söng- eyra. Eftir að hún fluttist til Reykja- vfkur, stundaði hún smábarna- kerinslu á vetrum, en á sumrum vann hún ýmiskonar störf sem þá voru tiltæk, svo sem kaupavinnu, síldarsöltun, matráðskonustörf á vinnustöðvum, garðyrkjustörf og fl. Margrét var víðlesin, margfróð og stálminnug og sagði vel frá. Hún hafði mikinn áhuga á að kynnast landi og þjóð, og það tókst henni nteð þvf að stunda atvinnu víðs vegar um landið, en á yngri árum hennar voru ferða- lög og kynnisferðir ekki eins auð- veld og nú er þá dvaldist hún um tfmaí Noregi og Danmörku. Margrét giftist aldrei, en um tvítugt var hún heitbundin ung- um kennara, sem andaðist, áður en þeim auðnaðist að stofna til hjúskapar. Þegar rætt var við Margréti kom þar enginn að tómum kofun- um, þvf að hún fylgdist vel með öllum málum. Þótt hún væri f eðli sínu alvörugefin gat hún í góðum vinahópi verið hrókur alls fagnað- ar og átti hún auðvelt með að lffga upp á hlutina, þegar þaðátti við. Mestan hluta æfi sinnar var hún heilsuhraust og hélt fullum sálarkröftum og frábæru minni, þar til hún fékk aðkenningu að heilablóðfalli vorið 1972, en eftir það náði hún ekki heilsu aftur. Dvaldi hún þá fyrst á sjúkrahúsi, en síðan heima að Bjarnarstíg 6, en í ágúst 1972 fiuttist hún á sjúkpadeild Hrafnistu og naut þar góðrar aðhlynningar, en þar lést hún 12. þ.m. þrotin að líkamleg- um og andlegum kröftum. Hinn fjölmenni hópur ættingja Og vina, sem í dag kveður Margréti Pálsdóttur minnist hennar með hlýhug og virðingu sem grandvarrar og góðrar konu, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Geir Olafsson. Þetta voru sannkallaðir leik- hústónleikar. Tveir forleikir, tveir söngleikja úrdrættir, þrjár arfur og norsk þjóðlagasvíta, sem í þessum „selskap" var eins og boðflenna. Það má vera, að rétt sé að halda af og'til tónleika með svokallaðri léttri tónlist, en er sú hætta ekki fyrir hendi. að tekin verði til meðferðar verk, sem sí- fellt er verið að flytja i fjölmiðl- um, t.d. eins og forleiki Rossinis og Strauss, þættina úr Seldu brúðinni og West Side Story. Tæplega er hljómleikagestum ný- næmi f slíkri tónlist. Þaðeinasem vakti forvitni á þessum tónleik- unt, var söngur Guðrúnar Á. Símonar. Söngur frúarinnar var, þrátt fyrir smá óhapp, sem hún leiðrétti eins og góðum tónlistar- manni sæmir, stílfástur og fag- mannslega yfirvegaður. Guðrún Sinfóníu- tónleikar A. Sfmonar er góð söngkona og mætti heyrast oftar á tónleikum hljómsveitarinnar. Það væri svo sannarlega að bera í bakkafullan lækinn að ræða um hvert einslakt verk þessara tónleika. Þau eru góð í sínu rétta umhverfi og má „skilyrðislaúst einnig- teika á hljómleikum, eins og höfundur efnisskrár ritar í afsökunartón og ber fyrir þvf Ilans von Bulow. Það mátti greinilega heyra á leik hljómsveitarinnar, að hljóðfæra- leikurum fellur vel að leika létta tónlist og víða brá fyrir góðurn og honum er frekast unnt, taki gagnrýni, en spinni ekki um sig varnarvef hroka og sjálfsánægju. Frammistaða hl jömsveitarinnar á liðnum árurn er sönnun þess, a,ð hún er þess megnug að leysa'af hendi erfið verkefni Sinfóníu- hljómsveit íslánds er stolt ís- lenzkra tónlistarmanna (>g möndulás tónlistarlífs á Islandi. Ilún má ekki koðna niður vegna sirinuleysis, þvf 'ef slakað er á listrænum kröfum í efnisvali og meðferð, fælir hún frá sér vand- láta og trygga gesti sína og haturs- menn góðrar tónlistar munu sjá sér leik á borði. Afrek á, hvaða sviði sem ér, er ekki einkamál þess er það fremur, það er sam- eign ög færir okkur. öll nær þvf að vera afreksmenn. Sé ntarkið sett hátt, munum við stoltir hlýða á og segja: Ileyrið, hvað hljómsveitin okkar leikur vel. Jön Ásgeirsson. Allir vita, að sumir virðast yngri en þeir eru. Æskan virðist hafa tekið ástfóstri við þá, og þeir njóta þess í virðingu og vinsældum. En hefurðu tekið eftir því, hvernig þeir klæðast, þessir lukkunnar pamfílar? Föt eftir nýjustu tízku, sem fara vel - gefa persónu þinni ferskan blæ, svo að þú virðist ekki ári eldri en þú ert, jafnvel yngri. Reyndu sjálfur. Sýndu heiminum þínar * yngstu hliðar. Fáðu þér ný Kóróna föt, og sjáðu hvernig brosunum til bín fiölear. Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Lækjartorg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.