Morgunblaðið - 19.12.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 19.12.1973, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 RAFMAGNSEFTIRLITIÐ A HRAKHÓLUM MEÐ HÚSNÆÐI Rafmagnseftirlit ríkisins varð 40 ára á þessu ári, og af því tilefni sneri Morgunblaðið sðr til Jóns Á. Bjarnasonar rafmagnseftirlits- stjðra. Í samtalinu við Jón kom margt í ljós, sem ekki hefur verið flíkað fram til þessa, en fuli ástæða er þó að vekja athygli á. Sagði Jón m.a., að þrátt fyrir þessi 40 ár væri skilningur núver- andi yfirvalda á starfsemi Raf- magnseftirlitsins ekki meiri en svo, að stofnunin hefur verið á hrakhólum með húsnæði undan- farin tvö ár, og verður nú hluti stofnunarinnar að flvtja I bráða- birgðahúsnæði, sem er bæði óhentugt og ófullnægjandi fyrir þá starfsemi, er stofnunin hefur með höndum. Hins vegar virðist nú eitthvað vera að rofa til, því að stjórnvöld hafa nú ákveðið að byggja tvær hæðir ofan á Grensásveg 9, sem er hálfbyggt hús I ríkiseign. Raf- magnseftirliti ríkisins hefur verið heitið framtíðarhúsnæði við hæfi, á annarri hæðinni, og mábenda á, að hér gæti ef til vill verið um hagkvæma lausn á húsnæðismál- um fleiri stofnana að ræða. Starfsemi Rafmagnseftirlits ríkisins er tvíþætt. Annars vegar eftirlit með raforkuvirkjum og hins vegar raffangapröfun, sem hefur með höndum viðurkenn- ingu á öllum raftækjum, sem seld eru almenningi og notuð eru í heimahúsum, áður en sala á þeim fer fram þ.e.a.s. hér er um öiygg- isstofnun að ræða, sem á að koma í veg fyrir hugsanleg slys eða tjón iMI J |,;v' —^; * " t i p4k 7 % HRÆRIVELAR eru ómissandi á hverju heimili. Þær eru traustar og ódýrar KRUPS vörurfást viða i Reykjavík og úti á landi. Veljið KRUPS-vörur. Umboðsmenn: Jón Jóhannesson & Co sl.. Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Símar 26988 og 15821. Komdu ogkysstu Mg Nú er yöur óhætt. Þér getiö komiö meö hvers- kyns litaprufur til þeirra málningarsala, sem verzla meö Sadolin. Sadolin, heimsþekkt málning fyrir gæöi og end- ingu, blandar 1130 litbrigöi eftir yöar eigin óskum. Sadolin er einasta málningin, sem býöur yöur þessa þjónustu í lakkmálningu, olíumálningu og vatnsmálningu. Reyniö Sadolin og sannfærizt, - kossinn má bíöa þangaö til þér eruö búnar aö sjá árangurinn. Sadolin af völdum rafmagns. Það skýtur því óneitanlega skökku við, að skilningur skuli ekki vera fyrir hendi á starfsemi slíkrar öryggis- stofnunar og henni skuli ekki vera veitt viðunandi starfsskil- yrði. Ujá Rafmagnseftirliti ríkisins vinna nú 18 manns, en rekstrarfé er þannig fengið, að hinar ýmsu rafveitur á landinu greiða 1% af orkusölu sinni til stofnunarinnar, en gjald þetta er greitt af hinum almenna notanda og innifalið i orkugjaldi hans. Á landinu er um 40 rafmagnseftirlitsmenn hjá hinum ýmsu rafveitum og er hlut- verk þeirra að taka út nýlagnir og sjá um, að eldri lagnir séu í sam- ræmi víð ákvæði reglugerðar. Verði notandi var við galla á raf- lögnum sínum, ber honum að láta viðkomandi rafveitu vita og sendir hún þá eftirlitsmann sinn til að ganga úr skugga um eðli gallanna. Sfðan sér eigandi eða umráðamaður húsrýmisins um, að rafvirki bæti úr þeim. Sagði Jón, að því miður vildi oft verða mis- brestur á því, að fólk hefði sam- ráð við rafmagnseftirlitsmenn í slíkum tilfellum, en slys og elds- voðar af völdum rafmagns væru Jón Á. Bjarnason mun tíðari hér á landi en mönnum væri ljóst. Væri því full ástæða til aðbrýna fyrir mönnum að lvafa alltaf samráð við rafveit- una eða rafmagnseftirlitsmenn hennar í tilfellum sem þessum og byrgja þar meðbrunninn, áður en barnið væri dottið ofan í. Gat Jón þess, að mikil þörf væri á sérstök- um manni, er hefði með höndum kynningarstarfsemi f þessu sam- bandi. Að lokum sagði Jón: ,,í nútfma þjóðfélagi er rafmagnið þarfasti þjónn mannsins, en getur orðið harður húsbóndi, ef rang- lega er með það farið." Slæmt veðurfar háir samgöngum t KJÖLFAR flugfreyjuverkfalls- ins hefur eftirspurn eftir far- þegaflutningum aukizt mjög hjá smærri flugfélögunum og er nú svo komið að þau geta vart annað eftirspurn. Óhagstætt verðurfar hefur nokkuð háð innanlands- flugi að undanförnu, en fjöldi fólks bíður nú eftir fari til hinna ýmsu staða á landinu. Hjá Vængjum hf. hefur verið mikið að gera að undanförnu bæði við farþegaflug svo og vöru- og póstflutninga, en þeir hafa ver- ið með fast póstflug á Akranes, Blönduós, Uolt í Önundarfirði, Gjögur, Hólmavík, Hvammstanga, Siglufjörð og Rif á Snæfellsnesi. Að undanförnu hefur þó veðurfar sett strik i reikninginn svo að ekki hefur reynzt unnt að anna reglubundnu flugi sem skyldi. Hefur t.d. verið ófært á Siglufjörð síðan á föstudag, en um 70 farþeg- ar bíða nú eftir flugfari þangað hjá Vængjum. Iljá Flugstöðinni hf. og Helga Jónssyni er sömu sögu að segja, en þessir aðilar annast eingöngu farþegaflug. Hefur verið mikil eftirspurn eftir farþegaflutning- um að undanförnu, sem þó hefur ekki reynzt unnt að uppfylla til fulls vegna veðurs. En veðrið hefur víðar áhrif en í loftflutningum. I samtali við Morgunblaðið sagði ísleifur Runólfsson framkvæmdastjóri Vöruflutningamiðstöðvarinnar hf., að slæm færð væri nú víða um land, sem væri þegar farin að segja til sín í sambandi við vöru- flutninga á landi. Ófært er land- veginn til Vestfjarða og illfært á Snæfellsnes, en ísleifur gerði sér þó vonir um að úr því rnundi rætast áður en til vandræða horfði. Ný Gunnu- bók komin út Bókaútgáfan Stafafell hefur gefið út nýja bök í bókaf lokknum um Gunnu eftir Catherine Woolley og heitir hún Gunna og dularfulla brúðan. Fjallar hún um sumardvöl Gunnu og Geirlaugar að Þorsk- höfða og leit þeirra að dýrmætri brúðu, sem horfið hefur á dular- fullan hátl. Að vanda lendir Gunna I ýmsum ævintýrum, en að lokum tekst þeim stöllum að ráða gátuna um hina týndu brúðu. Bláskjár í 4. útgáfu 11 barnabækur frá BSE BÖKAVERZLUN Sigfúsar Eymundssonar hefur nú fyrir jól- in sent frá sér 11 barnabækur, þar af eru 10 í samfelldum flokki, sem nefnast Litlu bfblíusögurnar. Árið 1915 kom barnasagan BLÁSKJÁR f fyrsta sinn út á ís- lenzku hjá Bókaverzlun Sigfúsar E.vmundssonar. Sagan, sem síðan hefur verið endurprentuð þrísvar 1943, 1955 og 1973, vann sér strax mikla hylli meðal yngstu lesend- anna og segja má, að hún hafi fylgt hverri nýrri kynslóð þessar- ar aldar. Höfundur Bláskjás er Franz Hoffman, en Hólmfrfður Knudsen islenzkaði söguna. í fjórðu útgáfu hefur broti bókar- innar og útliti verið breytt og Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, ung- ur teiknari hefur teiknað nýjar myndir í söguna. Bókin er sett í Prentstofu G. Benedíktssonar, prentuð í Offset- myndum og bundin í Félagsbók- bandinu. I bókaflokknum Litlu bfblfu- sögurnar koma út 10 bækur: Guð skapaði heiminn. Fyrstu jólin, Drengurinn, sem gaf, Góði hírðir- inn, Góðu vinirnir, Jesús hjálpar litlu stúlkunni, Góði faðirinn, Bruðkaupsveizlan, Maður uppi f tré, Miskunnsami Samverjinn. Allar bækurnar eru f litlu broti og skreyttar litmyndum. Sr. Bern- harður Guðmundsson endursagði sögurnar úr ensku og samdi skýr- ingar á bókarkápu, sem ætlaðar eru foreldrum og kennurum til að auðvelda þeim að skýra efni hverrar bókar fyrir börnum sín- um og nemendum. Bækurnar eru gefnar út í sam- vinnu við breska útgáfufyrirtæk- iðSaripture Union, sem sérhæfir sig í útgáfu bóka um kristna kenningu. Bækurnar eru settar hér á landi af Piæntstofu G. Bene- diktssonar en prentaðai' í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.