Morgunblaðið - 19.12.1973, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.12.1973, Qupperneq 44
Finnskur kristall frá nssaia: hus<;ai;navkrzi,ii\ KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. l.iiinjiivcfii l.'t Kiiykjiivik ximi 25870 SÍMAR: 26060 OG 26066 <VÆTLUNARSTAÐIR XKRANES, ■LATEYRI. HÓLMAVlK, GJOGUR. STYKKISHÓUVIUR, IIF. SIGLUFJOROUR. BLONDUÓS. HVAMMSTANGI MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 • • r r STJORNUBIO • • GJOREYÐI- LAGÐIST AF ELDI í NÓTT Að lokinni undirritun samninga í gær: Frá vinstri eru flugfreyjurnar Hrefna Harðardóttir, Erla Hatlemark formaður flugfreyjufélagsins og Bára Björg Teitsdóttir, en í baksýn sjást Örn O. Johnson hjá Flugfélaginu ög AlfreífÉlíasson hjá Loftleiðum. Ljósmynd Mbl. Öl. K. M. Stjörnubíó eyðilagðist af eldi f nótt, en slökkviliðið var kallað þangað laust f.vrir kl. 24. Eldur var þá víða laus í veggjum og þaki hússins og sýningartjaldið var brunnið. Allt lið slökkviliðs Reykjavíkur var kallað út ásamt varaliði, eða liðlega 70 slökkvi- liðsmenn. Eftir tæplega klukkustundar- viðureign slökkviliðsins við Flugfreyjur fengu 16 18% hækkun Áætlunarflug ætti að vera komið í eðlilegt horf í dag „ÉG vil óska flugfreyjum til hamingju með þennan mikla sig- ur í kjarabaráttu þeira og vona, að þær megi njóta þess vel, jafn- framt því sem ég vona, að flug- félögin muni fá staðið undir þess- um kjarabótum." Svo fórust Birnf Jónssyni samgönguráðherra orð, eftir að fulltrúar flugfreyja og f lugfélaganna höfðu undirritað nýjan kjarasamning um þrjú leytið í gær. Samninganefndir fulltrúa höfðu þá setið á sátta- fundi í nær 50 klukkustundir samfleytt. Strax og Ijóst var, að samkomulag var á næsta leiti frestuðu flugfreyjur verkfalli sínu um einn sólarhring eða þar til samningurinn hafði hlotið samþykki félagsfundar, er hald- inn var í gærkvöldi. Aætlunar- flug íslenzku flugfélaganna hófst því strax í gærdag. Fundur ’i’orfa Hjartarsonar sáttasemjara ríkisins meðfulltrú- um deiluaðila hófst kl. 2 á sunriu- dag. Deiluaðilar nálguðust fljöt- leea hvor annan nokkuð. en mörg 'atriði voru til umræðu og teigðist því æði mikið úr fundinum. Snemma í gærmorgun varð þó ljöst að grundvöllur fyrir sam- komufagi var fenginn, en nokkrar klukkustundir tók að ganga endanlega frá samningi. Klukkan 3 i gærdag var svo nýr kjara- samningur milli félags flugfreyja og flugfélaganna undirritaður á skrifstofu sáttasemjara. Morgunblaðið náði tali af samninganefnd flugfreyja strax og samkomulagið hafði verið und- irritað. Þær voru að vonum kátar yfir því, að langt og strangt samníngaþóf var loks á enda. „Við erum hæstánægðar með þá kjarabót sem viðfáum samkvæmt þessu samkomulagi," sagði Erla Hatlemark formaður félagsins, en vék síðan að einstökum atriðum kjarasamningsins: Samkvæmt honum fá Flugfreyj ur 12% hækkun á neðsta launa- flokk og 10% hækkun á aðra flokka — síðan aftur3% hinn 1/3 1974 og önnur 3% hinn 1/7 1974. Þá er bætt við tveimur flokkum fyrir 1. freyjur, sem starfað hafa lengst. Eins fá flugfre.vjur al- menna hækkun á flugstunda- gjaldi, sem svarar til um 14% hækkunar. Miðað við ofangreinda grunn- kaupshækkun þýðir þetta eftir- farandi föst laun fyrir flugfreyj- ur: A Fokker Friendship — 2. freyja fær þar 36.407 kr. f byrjunarlaun; eftir 4 ár 45.659 kr. Á Boeing 727 fær 2. freyja 38.883 í byjunarlaun; eftir fjögur ár 48.773kr. Fyrsta freyja fær aft- Framhald á bls. 24. eldinn virtist útlit fyrir að slökkviliðsmenn gætu haldið f við eldinn, en um kl. 1 eftir miðnætti varð mikil sprenging i Iofti kvik- myndahússins og hrundi allt fals- loftið i húsinu niður. Mildi var að engin slasaðist, en einn slökkvi- liðsmaður í stiga hrundi niður ineð loftinu. Einnig voru nokkrir menn í salnum, en enginn meiddist. Skömmu áður en loftið hrundi' var hópur slökkvi- liðsmanna að vinna við slökkvi- störf þar sem loftið hrundi niður. Eftir sprenginguna var eldur laus i öllu þakinu og var erfitt um slökkviliðsstörf vegna norðan- áttarinnar, sem var allhvöss. Þakið í Stjörnubíói var múrhúðuð timburklæðning á járnbitum. Sýningarvélar Stjörnubfós eru í eldtraustu herbergi, en um kl. 1 var hurðin þar orðin rauðglóandi. Vélar hússins eru 5—8 millj. kr. virði. Um kl. 2 í nótt var slökkviliðið ennþá að berjast við eldinn og verja nærliggjandi hús, skart- gripaverzlun Vals Fannars og hús það sem Hljóðfærahús Re.vkja- víkur og fleiri verzlanir eru í. Mestur eldur var í upphafi laus vestan megin í húsinu á miðjum efri svölum við vegginn )>ar, en ekki er kunnugt um eldsupptök, sem gætu allt eins hafa verið i ljósum í lofti. Rafmagnsskömmtun yfirvofandi í borginni? ORKUFRAMLEIÐSLA Búrfells- virkjunar var minnkuð úr 180 MW í 100 MW í gær vegna klaka- stíflu í lóninu og við innrennslis- op virkjunarinnar. Ef frost standa lengi enn, getur ástandið við Búrfellsvirkjun orðið það al- varlegt, að grípa þurfi til raf- magnsskömmtunar á orkuveitu- svæði Landsvirkjunar. t iiðrum landshlutum er ástandið í raf- magnsmálum einnig mjög alvar- legt, og hefur orðið að skammta rafmagn á Norður- og Austur- landi. Gísli Gislason stöðvarstjóri við Búrfellsvirkjun sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær, að miðlunar- lónið við Þórisvatn hefði algjör- lega bjargað Búrfellsvirkjun að undanförnu. Vatnsborð þess hefði nú lækkað um 2.5 metra, en hæst væri það 12 metrar. Hann sagði, að mikil jakahlaup hefðu komið í Þjórsá í fyrramorg- un og í gærmorgun. Rennsli væri því hálftregt í ánni og hefðu þeir BSRB-samningurinn: Hefur áhrif, en ekki stefnumarkandi - segja fulltrúar launþegasamtakanna VEGNA hins nýja kjara- samnings BSRB og fjármála- ráðherra leitaði Morgunblaðið í gær til nokkurra forsvars- manna launþegasamtaka, er eiga í samningum um þessar mundir, og spurði þá, hvorl þeir teldu BSRB-samninginn að einhverju le.vti stefnumark- andi fyrir hinn almenna vinnu- markað. Snorri Jónsson forseti Alþýðusambandsins sagði í við- tali við Morgunblaðið, að sam- bandið hefði haft samráð og samband við fulltrúa BSRB vegna samningagerðar beggja aðila og kvað hann BSRB-menn hafa látíð þá vita, þegar dró að samkomulagi. Um samkomulagið sjálft sagði Snorri, að hann teldi stefnuna í því samkomulagi þó vera í fullu samræmi við yfir- lýsta stefnu ASÍ, þ.e. að hækkunin yrði hlutfallslega mest hjá hinum lægstlaunuðu. Hins vegar kvaðst hann ekki líta svo á, að BSRB-samningur inn byndi hendur ASÍ á neinn hátt í yfirstandandi samninga- viðræðum þess, en hitt væri vitað mál, að menn yrðu að ein- hverju leyti að taka tillit til þess, sem gerðist í kringum þá. Guðmundur Garðarsson for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sagði: ,,Eg tel samninga BSRB ekki geta verið stefnumarkandí fyrir launþega almennt og allra sízt fyrir þá, sem vinna úti í atvinnulífinu. Kröfur ASÍ voru byggðar á tveim meginsjónarmiðum — í fyrsta lagi var um að ræða kröfu um verulega hækkun á launum til hinna lægstlaunuðu og í öðru lagi var lögð áherzla á skattalækkun fyrir lág- og mið- lungstekjufólk, en ekki óskað Framhald á bls. 24. orðið að grípa til þess ráðs að minnka framleiðslu virkjunarinn- ar úr 180 megawöttum í 100 mega- wött. Stífla væri nú í sjálfu lóninu fyrir ofan virkjuni1' a og sömuleið- is við innrennslisopið. Sagði Gísli, að ef sömu frost- hörkur yrðu áfram og jakahlaup- in héldu áfram í Þjórsá, þá væri ekki hægt aðneita því, að ástand- ið við Búrfellsvirkjun gæti orðið það alvarlegt, að skammt þyrfti rafmagn á orkuveitusvæði Lands- virkjunar. Erling Garðar Jóhannsson raf- veítustjóri Austurlands sagði í samtali við blaðið i gærkvöldi, þar sem hann var staddur á Höfn í Hornafirði, að gastúrbínan, sem flutt var til Hornafjarðar frá Seyðisfirði, væri nú komin í notk- un og ástandið í rafmagnsmálum Hornfirðinga að verða sæmilegt. Sagði Erling Garðar, að raf- magnsskömmtun væri hafin á Austurlandí, en hún væri mjög rúm. Veðurharka væri gífurleg þessa dagana fyrir austan og frostið allt að 20 stig. Sagði hann, að Lagarfoss væri nú lagður af stað frá Noregi með nýja gastúrbínu, sem að líkindum Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.