Morgunblaðið - 05.01.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. JANUAR 1974
3
Sigurjón Rist tekur vatnssýni úr Skaftá.
Gervihlaup
í Skaflá
Þcgar fréttist um hlaup aust-
an Mýrdalsjökuls föstudags-
morguninn 28. desember s.l.,
þá héldu flestir að Kötlugos
væri í aðsigi, enda voru þær
fréttir, sem fyrst bárust til
Reykjavíkur, þannig, að flestir
héldu að Katla væri að vakna
eftir meira en hálfrar aldar
svefn. Þvf var það, að menn
töku kipp hér á ritstjórninni,
en þegar betur var að gáð,
reyndist Skaftá vera í vexti, en
hvorki Jökulsá á Sólheima-
sandi né Múlakvísl. En þó svo
að ljóst væri, að gos væri ekki
yfirvofandi í Kötlu, þá var ekki
að vita, upp á hverju Skaftá
tæki, en f hana hafa komið
mörg hlaup allt frá árinu 1955,
síðast f fyrra og komst rennslið
í ánni þá í 2500 sekúnduiitra.
Það mátti þvf búast við álíka
stóru hlaupi núna, og áin gat
orðið verri viðureignar, þar
sem hún var öll fsi lögð þ.e. ef
hún ryddi sig fram af miklum
krafti. Það varð því úr, að
blaðamaður Morgunblaðsins
fékk að fljóta með Sigurjóni
Rist vatnamælingamanni og fé-
laga hans, Eberg Elefsen, þegar
þeir fóru austur um hádegisbil-
ið á föstudaginn til að huga að
Skaftá.
Ferðin austur gekk frekar
hægt, vegna hríðarkófs á leið-
inni og við náðum ekki til Vík-
ur i Mýrdal fyrr en um kl. 19
um kvöldið. Þar var matast, en
síðan héldum við ferðinni
áfram ótrauðir. Allt gekk vel,
allt þangað til við komum að
Mýrdalssandi, en þá fór færð að
þyngjast. Snjór var þarna ekki
tiltakanlega mikill, en vegur-
inn er allur niðurgrafinn, þann-
ig að erfitt er að losna við snjó
af honum. Það virðist því ekki
nóg að fá hringveg, ef ekki á að
lagfæra veginn á Mýrdalssandi.
Sagt er að Vegagerðin vilji ekki
gera nýjan veg á sandinum,
fyrr en Katla hefur lokið sér af,
en þess getur onðið langt að
bíða, endaenginnákveðinn ára-
fjöldi á milli gosa Kötlu. Það
var því engin furða, að við blót-
uðum Vegagerðinni hressilega,
á meðan við vorum að krönglast
yfir sandinn. Færðin var oft á
tíðum það þung,'" að við lá að
jeppinn stöðvaðist, eða við
rynnum út af veginum. Sigur-
jón, sem sjálfur er með afbrigð-
um kröftugur, átti oft á tíðum
fullt í fangi með að stjórna öku-
tækinu.
Strax og við komum að
Skaftá, þar sem hún rennur hjá
Eystri-Asum, þá léttist færðin
og þarna sáum við Skaftá fyrst í
hlaupinu. Sigurjón velti því
fyrir sér, hvaðan þetta hlaup
gæti verið, þar sem vatnið í
ánni virtist ekki bera með sér
mjög mikinn aur. Hann taldi
möguleika á, að það gæti komið
úr Langasjó, — en síðar kom
fram að svo var ekki, það kom
úr Vatnajökli.
Skaftá þar sem hún rennur við Asa.
Ljósm. Mbl. Þórleifur Ólafsson.
Mælingar í
Tungulæk
1 bítið næsta morgun var
rennslið í Skaftá við Klaustur
mælt, og kom þá í ljós, að áin
hafði ekki hækkað nema um 20
sm, sem þýddi að áin hafði lítið
sem ekkert vaxið um nóttina.
Það var því ljóst, að þetta hlaup
var frábrugðið fyrri Skaftár-
hlaupum svo um munaði. Við
fengum þær fréttir frá Skaftár-
dal, að rennslið í ánni væri vart
meira en 250 sekúndulítrar, en
í hlaupunum hefur áin oft farið
í 2000—2500 sekúndulítra.
Nú héldum við í átt að
Tungulæk, en þar eru þeir
vatnamælingamenn með sírita,
og eru þarna oft gerðar mæling-
ar með tilliti til virkjunar
Skaftár í framtíðinni. Því mið-
ur eru samt miklar likur á því,
að áin verði ekki virkjuð á
næstu árum vega mikilla
sveiflna í henni. Vöxtur í
Skaftá kemur alltaf fram í
Tungulæk, en yfirleitt ekki
fyrr en farið er að minnka í
ánni. Það fyrsta sem við gerð-
um við Tungulæk, var að skipta
um pappir á síritanum og kom í
ljós, að miklar issveiflur höfðu
verið í læknum undanfarið.
Þessu næst var straumhraðinn
mældur og að lokum tók Sigur-
jón mál af þversniði lækjarins.
Þá voru aftur tekin sýni úr
Skaftá, þar sem hún rennur
framhjá Ási, og um nóttina ætl-
uðum við að gista aftur á
Klaustri. Við urðum þó að
hætta við það, því fréttir bárust
um, að færð væri farin að
þyngjast á Mýrdalssandi og
okkur fannst þvi bezt að koma
okkur af stað til að ná gamlárs-
kvöldi heima. Skaftá var hvort
eð er búin að plata okkur, —
hér var aðeins um gervihlaup
að ræða, — ef miðað er við fyrri
hlaup. Og ófærðarfréttirnar
reyndust réttar, því við vorum
lengi að koma okkur yfir Mýr-
dalssand, heim komum við ekki
fyrr en eftir hádegi á sunnudag
eftir 15 tima ferð. Þ.Ó.
Erfitt að taka sýni
Ákveðið var að taka sýni af
vatninu strax um kvöldið, og
ekki var um annað að gera en
fara niður og undir brúna til að
ná sýnum. Þarna var sett örygg-
islina á Sigurjón og við Eberg
gáfum eftir og loks náði Sigur-
jón niður að vatnsborðinu og
tók þar sýni í þrjú glös. Þegar
hann kom með þau upp og við
gátum litið á þau, kom í ljós, að
litið grugg var á botninum. Að
þessu loknu var haldið í átt að
Kirkjubæjarklaustri. Sýni voru
einnig tekin úr Skaftá, þar sem
áin rennur meðfram Klaustri,
og i glösunum reyndist vera því
sem næst hreint vatn. Varð því
ljóst, að ekki hafði jökulhlaupið
náð þangað. Þessu næst völdum
við okkur náttstað í gistihúsinu
á Klaustri.
Hér er Sigurjðn að mæla
stramhlaðann f Tungulæk. Til
þess er notaður sérstakur
skrúf uhraðamælir.
Sinfónían:
John Williams á gítarinn —
Vladimir Ashkenazy stjómar
GÍTARLEIKARINN heimsfrægi
John Williams verður einleikari
með Sinfóníuhljómsveit islands
undir stjórn Vladimirs
Ashkenazys á sjöundu reglulegu
tónleikum hljómsveitarinnar
næstkomandi fimmtudag. Leikur
hann einleik í fantasíu fyrir gítar
og hljómsveit eftir spænska tón-
skáldið Rodrigo, sem samdi verk-
ið sérstaklega fyrir Segovia á sín-
um tíma. Auk þess leikur hljóm-
sveitin Sinfónfu nr. 1 eftir
Prokofieff og Manfred-sinfón-
íuna eftir Tsjaikovsky.
John Williams er íslenzkum
tónlistarunnendum að góðu kunn-
ur frá þvi að hann kom fram á
einleikstónleikum í Háskólabíói á
Listahátíð 1972. Hann er annars
fæddur í Ástralíu árið 1941. Sjö
ára að aldri hóf hann nám i gítar-
leik hjá föður sínum, og þegar
fjölskyldan fluttist til London, ár-
ið 1952, var farið með.hann á fund
Segovia, sem fannst svo mikið til
um hæfileika þessa ellefu ára
drengs, að hann gerði hann þegar
að nemenda sinum og hvatti hann
til framhaldsnáms á tónlistar-
brautinni. Williams stundaði
siðan nám hjá Accademia
Musicale Chigiana í Siena á
ítalíu, og þar hlaut hann æðstu
verðlaun skólans fyrir frammi-
stöðuna. Samtímis gítarnáminu
stundaði Williams einnig nám í
píanóleik og tónfræði i Royal
College of Music i London. Hróð-
ur Williams hefur vaxið með
hverju árinu og er hann nú talinn
einn af þremur fremstu gitarleik-
urum veraldar.
John Williams.
Ashkenazy