Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974 31 Guðni Kjartansson: „Leikmenn IBK íþrótta- menn ársins’ EINS og fram kemur annars stað- ar á síðunni sigraði Guðni Kjart- ansson í kjöri íþróttafréttaritara um íþróttamann ársins 1973. Guðni var fyrirliði Islands- meistara IBK síðastliðið sumar, en þá unnu Keflvíkingar það frækilega afrek að sigra í þremur af þeim fjóru knattspyrnumótum, sem þeir tóku þátt í. Margt og mikið hefur verið skrifað um frammistöðu IBK og þau skrif öll I verið á einn veg. Þá hafa Kefl- víkingar einnig orðið margs kon- ar heiðurs aðnjótandi. Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson hlutu sæmdarheitið „leikmenn ís- landsmótsins 1973“ í einkunna- gjöf Morgunblaðsins og í kosningu lesenda dagblaðsins Tímans um „knattspyrnumann •ársins" sigraði Guðni Guðni Kjartansson er 27 ára gamall, íþróttakennari að at- vinnu, og er hann fyrsti knatt- spyrnumaðurinn, sem kosinn er íþróttamaður ársins. Auk þess að hafa verið fyrirliði ÍBK frá 1968, hefur hann einnig stýrt landsliðinu í leikjum þess síðustu ár. Við spurðum Guðna, í gær, hvaða leikir væru honum eftir- minnilegastir frá síðasta keppnis timabili, — Leikir okkar við Val voru mjög skemmtilegir, sagði Guðni, við mættum kvíðnir til leiks og gerðum okkur ekki nein- ar gyllivonir, þó að við værum ákveðnir í að gera okkar bezta. Þegar svo á hólminn var komið gekk okkur mjög vel og við unn- um sæta sigra gegn okkar helztu andstæðingum. Leikir ÍBK og skozka liðsins Hibernian voru mjög ánægjulegir og þá einkum sá síðari, sem fram fór hér á Laugardalsvellinum. Við ætluð- um okkar að sigra, það tókst að vtsu ekki, en við vorum meira en ánægðir með jafnteflið gegn þess- um sterku andstæðingum. Lands- leikir sumarsins eru eftirminni- legir, okkur gekk vel á móti tveimur af sterkustu knatt- spyrnuþjóðum i heimi, A-Þjóð- verjum og Svíum; þó að við næð- um ekki að sigra var munurinn sáralítí 11. Gegn Hollendingum var við algjört ofurefli að etja, en leikirnir gegn hollenzku snilling- unum voru mjög skemmtilegir, þótt úrslitin væru ekki til að státa af. Ekki segist Guðni hafa gert sér vonir um að verða kosinn íþrótta- maður ársins, hann hafi álitið aðra líklegri til að hreppa það hnoss. Guðni er sannur íþrótta- Síðasti ” leikur Luther A MÁNUDAGSKVÖLD leikur bandaríska háskólaliðið frá Luther College síðast leik sinn hér á landi. Liðið mætir þá Ur- valsliði Körfuknattleikssamband- isins. Siðast þegar þessi lið, mætt- ust sigraði Luther með 13 stiga mun. Leikurinn á mánudag fer fram í Laugardalshöll, og hefst kl. 20.15. Á undan þessum leik fer fram verðlaunaafhending allra flokka í Reykjavíkurmótinu, og eru við- komandi beðnir að mæta stund- víslega, og hafa búninga meðferð- maður í allri framkomu og gott fordæmi annarra íþróttamanna, hógværð hans kemur vel fram í eftirfarandi orðum hans, er hann gerir litið úr eigin hæfileikum, en eignar félögum sínum titilinn, sem hann hlaut: — Það getur enginn einstaklingur staðið fram- arlega í hópíþróttum án þess að hafa góða félaga á bak við sig. Eg tek viðurkenninguna ekki til mín, heldur Iít svo á, að leikmenn ÍBK hafi verið kosnir „íþróttamenn ársins." Ekki segist Guðni ætla að hætta á toppnum, heldur ætli hann sér að sjá, hvernig umhorfs sé á leið- inni niður hinum megin. Á frammistöðu ÍBK næsta sumar er Guðni bjartsýnn og segist vona, að ÍBK bæti enn hinn ágæta árangur sinn næsta sumar. Iþróttamaður ársins, Guðni Kjartansson, með farandstyttu íþróttafréttamanna. Til vinstri er Hafsteinn Guðmundsson formaður íþróttabandalags Keflavíkur og til hægri Ellert Schram formaður KSÍ. Úrslit kosningarinnar — Guðni Kjartansson ALLS HLUTU 28 iþróttamenn og íþróttakonur atkvæði í kosningu Samtaka íþróttafréttamanna um íþróttamann ársins 1973, og eru það öllu fleiri en verið hefur. AUs höfðu 7 íþróttafréttamenn kjörgengi í kosningum þessum, og var sú regla viðhöfð, að þeir rituðu niður nöfn 10 íþróttamanna og kvenna, og hlaut efsti maður á lista 10 stig, næsti 9 stig o.s.frv. Hæsta hugsanleg stigagjöf var þvi 70 stig. Stigin féllu þannig: stig 1. Guðni Kjartansson, tBK (knattspyrna) 45 2. -3. Erlendur Valdimarsson, IR (frjálsar iþr.) 42 2.—3. Geir Hallsteinsson, FH (handknattleikur) 42 4. Gústaf Agnarsson, A (lyftingar) 38 5. Svavar Carlsen, JR (júdó) 23 6. Gunnsteinn Skúlason, Val (handknattleikur) 22 7. Stefán Hallgrímsson, KR, (frjálsar íþr.) 21 8. Vilborg Júlíusdóttir, Æ (sund) 17 9. —10. Axel Axelsson, Fram (handknattl.) 16 9.—10. Ólafur H. Jónsson, Val (handknattl.) 16 Ásgeir Sigurvinsson, IBV (knattspyrna) 11 Björgvin Þorsteinsson, GA (golf) 10 Hjálmar Aðalsteinsson, KR (borðtennis) 9 Friðrik Guðmundsson, KR (sund) 9 Janus Guðlaugsson, F’H (knattspyrna) 7 Einar Gunnarsson, ÍBK (knattspyrna) 6 Haraldur Kornelíusson, TBR (badminton) 6 Marteinn Geirsson, Fram (knattspyrna) 6 Guðmundur Sigurðsson, Á (lyftingar) 5 Kristinn Björnsson, Val (knattspyrna) 5 Haukur Jóhannsson, IBA (skíðaiþr.) 4 Kristinn Jörundsson, IR (körfuknattl.) 4 Ölafur Benediktsson, Val (handknattl.) 4 Sigurður Ölafsson, Æ (sund) 4 Guðjón Guðmundsson, IA (sund) 3 Ingunn Einarsdóttir, IR (frjálsar iþr.) 3 Björgvin Björgvinsson, Fram (handknatt.) 1 Stórleikir 1 körfunni FJÓRIR leikir verða leiknir í 1. deild Islandsmótsins í körfuknatt- leik um helgina. Kl. 16 í dag leika á Seltjarnarnesi IR og UMFS, og að þeim leik loknum leik svo KR og Valur. Á morgun fara fram tveir leikir í Njarðvík, og byrja kl. 14. Þá leika UMFS gegn HSK og siðan UMFN gegn tS. Sá leikur sem mun vekja mesta athygli verður tvímælalaust leik- ur KR og Vals. Valsmenn hafa forustu í mótinu, hafa fjögur stig Franihald á bls. 18 HM-liðið valið í gær LANDSLIÐSNEFND Hand- knattleikssambands íslands til- kynnti í gær val sitt á leik- mönnum til þátttöku í loka- keppni heimsmeistarakeppn- innar í Austur-Þýzkalandi. Verður liðið þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val, Gunnar Einarsson, Haukum, Aðrir leikmenn: Gunnsteinn Skúlason, Val, Gísli Blöndal, Val Viðar Simonarson, FH Einar Magnússon, Víkingi Björgvin Björgvinsson, Fram Sigurbergur Sigsteinss. Fram Ólafur H. Jónsson, Val Auðunn Óskarsson, FH Geir Hallsteinsson, FH Axel Axelsson, Fram Guðjón Magnússon, Vikingi Hörður Kristinsson, Á Gunnar Einarsson, FH Eftir er að velja á milli þriggja markvarða: Sigurgeirs Sigurðssonar, Vikingi, Ragnars Gunnarssonar, Á, og Hjalta Einarssonar, FH, og mun nefndin velja á milli þeirra bráðlega. Franihald af bls. 32 íþróttaáhugamenn geta af honum lært.“ Mjög mjótt var á mununum í kosningunni, þar sem aðeins 7 stig skildu fyrsta og fjórða mann. I öðru til þriðja sæti urðu þeir Erlendur Valdimarsson og Geir Hallsteinsson, en úrslit kosning- arinnar eru rakin á öðrum stað. I ræðu sinni þakkaði Jón As- geirsson, forsvarsmönnum Veltis h.f. fyrir stuðning fyrirtækisins við íþróttafréttamenn og þann áhuga, sem það sýndi. Gat hann þess, að fyrirtækið og Voivoverk- smiðjurnar hefðu boðið fþrótta- manni ársins 1972, Guðjóni Guð- mundssyni, til Svíþjóðar, þar sem hann var viðstaddur, er Lasse Vir- en frá Finnlandi var krýndur „íþróttamaður Norðurlanda 72". Þá sagði Jón m.a.: „Á síðustu árum hefur orðið sama þróun hér á landi og víðast annars staðar í hinum svonefnda siðmenntaða heimi. að íþrótta- hreyfingin lætur meira og meira að sér kveða, — virkum þátttak- endum fjölgar, og fleiri og fleiri taka þátt á einhvern hátt annan, — sem áhorfendur á íþróttaleik- vöngum, sem lesendur blaða, hlustendur og áhorfendur sjón- varps og útvarps, og óhætt er að’ fullyrða, að þeim fer fækkandi, sem láta sig íþróttir engu skipta. Því er það, að þeir íþróttamenn, sem fram úr skara, verða þekktir í heimalöndum sínum, og sumir hverjir um allan heim. Unga fólk- ið tekur sér þá til fyrirmyndar, og þeir verka sem hvati á viðkom- andi íþróttagrein. Það er því mikil áhyrgð, sem fylgir því að vera þekktur iþróttamaður, — það er ábyrgð, sem íslenzkir íþröttamenn hafa ef til vill ekki haft svo ýkja niiklar áhyggjur af hingað til, en það er vissulega þörf á þvf, að við höfum í huga, að hér í okkar fámenni, þar sem allir þekkja alla, eins og stundum er sagt, eru tæplega fimmtíu þúsund manns innan vébanda íþrótta- hreyfingarinnar, eða um fjórð- ungur þjóðarinnar, og það er því býsna stór hópur, sem vitað er með vissu að fylgist mjög náið með þvi, sem gerist á sviði iþrótt- anna. Að lokinni ræðu Jóns og úthlut- un verðlauna til þeirra 10, sem efst urðu í kosningunni, tók Gunnar Ásgeirsson til máls. Sagði hann Volvo-verksmiðjurnar eiga 45 ára afmæli á þessu ári og 25 ár væru liðin frá því, að fyrirtæki hans tók við umboðinu. Hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins þvf talið gott tækifæri til þess að minnast þessara afmæla með stuðningi við kjör „íþróttamanns ársins“. Gunnar Asgeirsson af- henti síðan Guðjóni Guðmunds- syni, er kjörinn var „íþróttamað- ur ársins 1972“ fallegan verð- launagrip til eignar, til minningar um sigur hans i kosningunni þá. Hermann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri ÍSI tók síðan til máls og beindi orðum sinum eink- um til íþróttafréttamanna. Sagði hann, að kosning þeirra á „íþróttamanni ársins ', hefði verið nokkuð umdeild, er hún var fyrst tekin upp, en reynslan hefði sýnt, að þetta framtak íþróttafrétta- mannanna hefði verið ómetanlegt fyrir íþróttahreyfinguna. Þrátt fyrir þá staðreynd, að starf íþróttahreyfingarinnar byggðist upp á fjöldanum, þá virkaði afrekstiþróttafólkið sem hvati — það væri lýsandi tákn þess, hvað unnt væri að ná langt með ástund- un og reglusemi. Hermann kvaðst vilja nota þetta tækifæri til þess að færa fþróttafréttamönnum þakkir. — íþróttafréttamenn eiga mikinn þátt í því, að íþróttir skipa nú æ meiri hlutdeild í þjóðlífi okkar. sagði Hermann, og ef íþróttahreyfingin hefði ekki notið d.vggilegs stuðnings þeirra, gæti hún ekki gumað af því, að fjórð- ungur þjóðarinnar tæki virkan þátt í starfi hennar. Ellert B. Schram formaður KSI tók einnig til máls i hófinu. Kvaðst hann bæði hafa orðið undrandi og glaður, er kjöri „íþróttamanns ársins" var lýst. Sagðist Ellert skoða úrslit þessar- ar atkvæðagreiðslu s.em heiður fyrir knattspvrnuiþróttina í heild, jafnframt því sem hún væri per- sónuleg viðurkenning fvrir Guðna Kjartansson og lið hans. ÍBK. Ellert sagðist hafa leikið knattspyrnu með Guðna og gæti hann borið um það, að betri fé- laga væ.ri tæpast að fá. — Guðni er sannur og góður fþróttamaður, sagði Ellert. Þá vék Ellert einnig að íþrótta- fréttamönnum, færði þeirn þakkir og sagði þá gegna mjög þýðingar- miklu hlutverki við uppbyggingu íþróttastarfsins hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.