Morgunblaðið - 05.01.1974, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974
Nýr skóli fyrir yngri böm
i Breiðholti QI
Börnin i skóla Ásu eru 5 og 6 ára.
Úr skóla Ásu.
ÁSA Jónsdóttir uppeldisfræð-
ingur hefur hafið kennsiu fyrir
yngri börn, (5—6 ára) í nýju
raðhúsi að Unufelli 18 í Breið-
hoiti III.
Blaðamaður Morgunblaðsins
kom að máli við Ásu fyrir
skemmstu og átti við hana stutt
viðtal.
— Hvað kom þér einkum til
að byrja á þessum skóla?
— Ég hafði skóla fyrir 5 og 6
ára börn árin 1951 — 1965 í
eigin húsnæði að Heiðargerði
98, en á þeim tíma kenndi ég
uppeldisfræði við Kvennaskól-
ann í Reykjavík. Ég hef alltaf
haft mikinn áhuga á börnum og
veit af reynslu, að fyrstu spor
námsins eru mikilvægust fyrir
framtíðarnám einstaklingsins.
Breiðholt er barnflesta hverfi
Reykjavikur og þar er því þörf-
in brýnust og bezt tækifæri
fyrir þann, sem að uppeldi og
kennslu yngri barna vill vinna.
Hvenær hófst skólastarfið í
Breiðholti?
Þetta er alveg nýtilkomið. Ég
byrjaði 15. október I haust með
þetta sem eins konar tilraun og
án þess að vera með nokkra
kynningarstarfsemi. Þetta
barst aðeins út i hverfinu, en ég
fékk strax eins mörg börn og ég
gat haft, og viðtökur foreldra
voru með eindæmum vingjarn-
legar. Skömmu eftir að ég
byrjaði var farið að hreyfa því,
að ég fengi alla hugsanlega
aðstoð, og stjórnir tveggja
félaga, Éramfarafélags Breið-
holts III og Kvenfélagsins,
gerðu samþykktir skólanum til
stuðnings.
— Með hvaða hætti varð það?
— Ég var kölluð á sameigin-
legan fund stjórna þessara
tveggja félaga og ráðlagt að
skrifa borgarráði og sækja um
styrk fyrir skólann. Þessar
félagsstjórnir skrifuðu einnig
borgarráði í sama tilgangi.
Borgarstjóri og borgarráð
hafa tekið þessari málaleitan af
miklum skilningi og veitt
skólanum nokkurn styrk, svo
hægt er að halda áfram skóla-
starfinu.
— Hvað eru mörg börn hjá
þér?
— Þau eru um það bil 30 í
tveimur bekkjadeildum. Eg
kenni ein fyrri hópnum fyrir
hádegi, en hinum siðari eftir
hádegi. Nú ætla ég að ráða til
mín aðstoðarkennara, og þá get
ég aukið nemendaf jöldann um
helming eða meir, þar sem hús-
næði er nóg. En þess verður þó
að gæta að hafa ekki of mörg
börn saman i bekk.
— Finnst þér fimmtán hæfi-
legur f jöldi?
— 15—20 er hámark. Hvert
barn verður að geta notið eðli-
legrar leiðbeiningar fyrir sig
svo hæfileikar hvers sem ein-
staklings geti notið sín og
þroskazt á réttan hátt; því
meiri athugli, sem unnt er að
veita hverju barni, þeim mun
meiri verður starfsgleðin.
— Eru þetta einvörðungu
fimm ára börn?
— Þau eru flest fimm ára. En
mikill áhugi er á því meðal
hverfisbúa að þau séu hjá mér
að minnsta kosti til sjö ára
aldurs, enda að öllu leyti heppi-
legra að börn séu við sömu
stofnun að minnsta kosti tvö
fyrstu skólaárin.
— Þú ert uppeldisfræðingur,
Ása, hvar fékkstu þína mennt-
un?
— Eg tók BA-próf í Banda-
ríkjunum með barnasálarfræði
sem aðalfag og hélt siðan áfram
og tók meistarapróf I uppeldis-
fræði. Nokkrum árum síðar
kynnti ég mér lestrarkennslu
við Kaliforniuháskóla og
University og Minnisota
(1969). Lestrarkennsla ér sér-
stakt háskólafag á'Bandarikjun
um. Þess má einnig geta, að þar
er víðast hvar eingöngu valið
sérmenntað fólk í uppeldis- og
sálarfræði til að annast kennslu
yngri barna.
— Hversu mikils virði eru
þessi fræði f reyndinni?
— Ég held, að þau séu mjög
mikils virði. Að vísu er mér
ljóst, að fræðilegt skólanám
dugar ekki eitt, reynslan er
dýrmæt, en bezt er að hvort
tveggja sé fyrir hendi.
— Þú talaðir um starfsgleði
meðal barnanna.
— Já, ég gerði það, því ég
held, að mestu varði að fyrir-
byggja námsleiða, og til þess
eru ýmis ráð. Skólinn þarf að
vera eðlilegur. Það þarf með
lagni að gera börnin hæfari til
að lifa lífinu um leið og þau eru
uppfrædd. Ég hef einmitt
mestan áhuga að að auka starfs-
gleðina og fyrirbyggja náms-
leiða.
Hesturinn okkar
Tileinkað 23 stóðbændum
HESTURINN okkar er arfleifð.
Gagnvart honum berum við
ábyrgð og skyldur og stærsta
skyldan er að varðveita hann með
það leiðarljós í huga, að hér á
íslandi verði reisn hans ætíð
mest.
Hann fluttist hingað með land-
námsmönnunum. í 1100 ár hefur
hann því verið við hlið bóndans
og gengið með honum þyrnum
stráða ævibraut frá vöggu til graf-
ar, sem ferðafélagi og dyggur
þjónn. Þeir hafa átt saman góðar
stundir þegar stefnt var á vit
ævintýranna og allt lék í lyndi.
Þeim hljóp kapp í kinn, jörðin
dunaði af hófaslögum, það neist-
aði af grjóti og það brast í hjarni.
í annan stað gat ferðamaðurinn
átt líf sitt undir því, að hesturinn
hefði þrek til þess að vaða straum-
þungar jökulár og hefði ratvísi til
þess að halda götunni heim I ólg-
andi hríðarkófi.
Lífsbarátta hestsins sjálfs er
einnig litrík. Hann gekk í búrið.
— Hann stóð yfir töðustalli og
hann var útigangur, svo
aðþrengdur að aðeins endurminn-
ingin um dýrð liðins sumars veitti
honum þrek til þess að berja upp
klakaþúfuna í von um að finna
nokkur sinustrá.
Þessar svipmyndir — sem hér
að framan er reynt að breyta í orð
— liðu um huga minn þegar mér
barst Morgunblaðið og Tíminn
frá 13. nóv. sl. og las þar grein
undirritaða af presti og 22 bænd-
um og bændasonum og nefndist I
hún ,,Svo má brýna deigt járn að j
bíti“. Þótt greinin sé liðlega skrif-
uð, þá finnst mér andi hennar
ekki falla að þeirri mynd, sem
reynt er að laða fram hér að
framan, og hestinum sjálfum ekki I
ætlað það sæti, sem hann hefur
helgað sér. Líðandi stund og
buddan virðast einráð um ferð-
ina.
Þegar ég fór að íhuga málsmeð-
ferð tuttuguogþrímenninganna sá
ég að betri fyrirsögn hefðu þeir
tæpast getað valið sér, því að
þetta deiga járn þeirra hjó í
sundur veigamestu atriðin í grein
minni í Tímanum 6. nóv. sl. og
vék aðalatriðinu til hliðar án um-
ræðu.
Ég neyðist því til að endurtaka
það, að ástæðan fyrir því að ég vil
verðleggja útflutta kynbótagripi
hátt er einfaldlega sú, að þeir eru
notaðir til framræktunar. Það er
unnið markvisst að ræktun á
íslenzka hestinum erlendis og það
koma þar á markað sífellt fleiri |
„innfædd" hross af íslenzka stofn-
inum og þau keppa við útflutning-
inn héðan. Eg tel það því enga
goðgá þótt rætt sé um stofnvernd
og vakið máls á því, að það sé
óæskileg þróun, að kynbótagripir
séu fluttir úr landi fyrir liðlega
afsláttarverð.
Svo aftur sé vitnaðágrein tutt-
ugu og þrímenninganna, þá verð
ég að hryggja þá með því, að ég
tel mig ekki sjálfskipaðan mál-
svara neins afmarkaðs hagsmuna-
hóps þótt þeir vilji svo vera láta.
Ummæli þeirra um „ólíklegustu
menn“ og „óviðkomandi menn“
sýna þó að þar fylgir hugur ekki
máli, en látum gott heita, en
þegar þeir átelja mig fyrir það, að
hafa ekki byrjað greinina á því að
tíunda hrossaeign mína, þá varð
mér bilt við. Á ýmsu átti ég von,
en ekki þessu. Þann málflutning
tel ég ekki sæmandi bændum að
halda því fram, að til þess að vera
hlutgengur I umræðum í þessu til
viki, þurfi ég fyrst að sýna fram á
að ég eigi svo og svo mikla eign.
Þarna kveður við alveg nýjan tön
I umræðum um landbúnaðarmál
og þessi nýi tónn bergmálar svo
aftur í lokaþætti greinarinnar, er
rætt er um það að stofna hags-
munasamtök, þar sem aðeins þeir
stærri séu hlutgengir.
Þessi nýja stefna samrýmist
ekki þvi grundvallaratriði, sem er
einkennandi fyrir núverandi
skipan félagsmála bænda og
hefur reynst farsæl og það er að
gera ekki greinarmun á ríkum og
fátækum.
Eigi það hinsvegar að vera
framtíðin að skipa mönnum í fylk-
ingar eftir eignum, þá held ég, að
það sé mál til komið að fara að
biðja Guð að hjálpa sér.
Hellu, 19. nóvember 1973.
Steinþór Runólfsson.