Morgunblaðið - 05.01.1974, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1974 13
Elín Pálmadóttir, borgarfulltrúi:
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti í desember ályktunartil-
lögu frá Sjálfstæðismönnum um
náttúruvernd og umhverfismál.
Samkvæmt þeirri tillögu er
ákveðiS að hraða svo sem unnt er
frágangi á frárennsliskerfi borg-
arinnar með það fyrir augum að
tryggja mengunarlausa strönd í
borgarlandinu og nágrenni
hennar. Einnig var samþykkt að
auka nýtingarmöguleika útivist-
arsvæðanna í Heiðmörk, við Ell-
iðaár og í Rauðhólum og Bláfjöll-
um með tengingu þessara svæða
með greiðfærum gönguleiðum.
Þá var og ákveðið að auka kynn-
ingu og merkingu á merkilegum
náttúrufyrirbrigðum í borginni
og ákveðið að reyna að auka nýt-
ingu grasgarðsins í Laugardal til
kennslu. 1 lok tillögunnar var lagt
til að kannað yrði með skipuleg-
um hætti hvað og hvernig væri
æskilegt að vernda, sérstaklega
strandlengju borgarinnar og
eyjar í nágrenni hennar. Og sam-
þykkt að stefna að því, að strönd-
in frá Geldinganesi að Blikastaða-
kró verði friðuð með hliðsjón af
niðurstöðum líffræðirannsóknar,
sem nú fer þar fram í samvinnu
við náttúruverndarnefnd. Elín
Pálmadóttir mælti fyrir þessari
tillögu og verður hér á eftir getið
nokkurra atriða úr ræðu hennar.
Greiðfærar gönguleiðir
um útivistarsvæði
FRA
BORGAR-
STJÓRN
fólkið. Má minna á, að Rauðhól-
arnir hafa nú verið gerðir að fólk-
vangi fyrir almenning ogfólkvang
ur er kominn í gagnið í Bláfjöll-
um í samvinnu við nærliggjandi
sveitarfélög. Og unnið er að þvi að
ná samvinnu um áframhaldandi
fólkvang þvert yfir Reykjanesið.
En áformað er að tengja alla
þessa fólkvanga með leiðum fyrir
útivistarfólk í beinu framhaldi af
útivistarsvæðinu við Elliðaárnar,
þar sem nú er unnið að skipulagn-
ingu, sem er langt komin.
Unnið er að því að tryggja á
útivistarsvæðum sem mesta fjöl-
breytni í landslagi og gróðurlendi
tii fróðleiks fyrir fullorðna og
skólabörn. Má þar nefna óspilltu
fjöruna neðan Korpúlfsstaða og
mýrlendi og vatnsvík innan hins
nýja fólkvangs i Rauðhólum, auk
bergmyndana í stálinu í hólunum
sjálfum.
Byrjað er að merkja slíka staði
eins og t.d. Háubakka við Elliða-
árvog með jarðlögunum undir
Reykjavík og Fossvogslögin og
gera þá aðgengilegri til skoðunar.
Þá vil ég vikja aðeins að hinum
ágæta grasgarði borgarinnar i
Laugardal en í honum er að finna
200 af 550 ísl. jurtum. Hann er
aðgengilegur mjög og náttúru-
fræðikennurum vel kunnur.
Einkum hentar vel að fara þangað
með skólanemendur vor og haust.
Garðyrkjustjóri hefur boðist til
þess að úthluta hverjum náttúru-
fræðikennara bás i gróðurhúsum
garðsins ef þeir vildu láta nem-
endur sína stunda tilraunastarf-
semi á þessum sviðum — en ekki
fengið undirtektir. En auðvitað
gæti þessi garður verið stærri og
fullkomnari. En er virkilega
ástæða til að byggja risagarð með
margs konar landslags- og gróður-
gerðum þegar ekki þarf einu
sinni að fara út úr borgarlandinu
til þess að fi'nna allar gerðir af
landslagi og gróðurlendi?
Að lokum vil ég gera að um-
ræðuefni hættuna, sem okkur
stafar af olíugeymum í borgar-
iandinu. Öllum er i fersku minni
það slæma atvik, er olía fór í
sjóinn við Skúlagötuna. Náttúru-
verndarnefnd fylgdist með því
máli og hreinsunaraðgerðum. Á
fundum nefndarinnar voru upp-
lýsingar kannaðar og rætt um til-
lögur til úrbóta og hefur borgar-
ráð nú falið borgarverkfræðingí
að gera nákvæma könnun á bún-
aði oliugeyma í borgarlandinu.
Að siðustu vil ég svo þakka
borgarfulltrúum skilníng á störf-
um náttúruverndarnefndar og
vænti þess, að tillögur þær, er ég
rakti í upphafi máls míns, verði
samþykktar og stuðli að bættu
ástandi í náttúruverndar- og um-
hverfismálum.
Elín Pálmadóttir (S): Að und-
anförnu hefur Reykjavíkurborg
unnið mikið að náttúruverndar-
og umhverfismálum i samræmi
við sivaxandi áhuga á þeim mál-
um.
í mengunarmálum hefur verið
unnið mikið undirbúningsstarf til
hreinsunar á allri strönd borgar-
landsins. Hefur þar verið beitt
rannsóknum erlendra sérfræð-
inga, og hafa starfsmenn borg-
arinnar unnið úr tillögum þeirra,
þannig að fyrir borgarstjórn ligg-
ur nú að ákveða með hvað'a hætti
skuli staðið að framkvæmdum og
hvernig þær skuli fjármagnaðar.
Grænum blettum og gróðurbelt-
um hefur fjölgað og þau stækkað
mjög, t.d. um 54.6 ha á sl. ári, og
eru grænu blettirnir í borginni nú
um 230 ha að stærð.
Unnið hefur verið ötullega að
því að tryggja útivistarsvæði með
óspilltri náttúru fyrir þéttbýlis- !
Þá fer á vegum náttúruverndar-
nefndar borgarinnar fram athug-
un á fleiri hugsanlegum útivistar-
stöðum og stöðum, sem kynni að
þurfa að vernda, og má þar nefna,
að líffræðileg rannsókn á fjör-
unni frá Geldinganesi að Biika-
staðakró fer fram um þessar
mundir í þeim tilgangi að átta sig
á því, hvernig bezt skuli staðið að
verndun til útivistar og á hve
breiðu svæði. Nefndin hefur byrj-
að könnun á slíku við Grafarvog.
Fjölmarga staði innan borgar-
landsins, sem áður var búið að
setja á kort og skrá til verndunar,
er nú verið að færa á náttúru-
minjaskrá fyrir náttúruverndar-
ráð, svo sem jökulnúnar klappir i
Laugarásnum, við Arbæ o.fl. Þá
hefur verið samþykkt skipulag að
Öskjuhlíð til útivistar að tilhlutan
náttúruverndarnefndar og unnið
er að því að gera hana aðgengi-
legri og færari fótgangendum, en
þar og í Heiðmörk og víðar starfa
unglingar Vinnuskólans, allt að
270 að fegra og prýða.
Tillögur sjálfstæðis-
manna um náttúruvernd
og umhverfismál
I RÆÐU Elínar Pálmadóttur á fundi Borgarstjórn-
ar Reykjavíkur, sem hér segir frá er gerð grein
fyrir ályktunartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins um náttúruvernd og umhverfismál.
Helztu atriði tillögunnar eru þessi:
□ Hraðað verði frágangi frárennsliskerfis borgar-
innar og með því tryggð mengunarlaus strönd í
borgarlandinu og nágrenni.
□ Greiðfærar gönguleiðir verði gerðar í Heið-
mörk, við Elliðaár, f Rauðhólum og Bláfjöllum
og svæðin tengd saman.
□ Aukin verði kynning og merking náttúrufyrir-
brigða í borginni.
□ Nýting grasagarðsins í Laugardal til kennslu
verði aukin.
□ Kannað verði sérstaklega hvernig bezt er að
vernda strandlengjuna í borgarlandinu og
eyjar í nágrenni hennar.
□ Ströndin frá Geldinganesi að Blikastaðakró
verði friðuð.
Bárður Jóhannesson slær nýjan minnispening
leiða minnispening á íslandi i
stóru upplagi og því brautryðj-
andi á því sviði. í öðru lagi varð-
veitti hann á sinn hátt sögulegan
atburð, og loks fékk Skáksam-
band Islands í sinn hlut um 20
milljónir króna, sem þýddi það,
að Skáksambandið gat staðið fjár-
hagslega á eigin fótum og kom
með rúman tveggja milljón króna
hagnað út úr einvígishaldinu. Að
öðrum kosti hefði bær og þó held-
ur ríkið orðið að tína þessar krón-
ur upp úr kössum sínum til lítillar
ánægju fyrir skattgreiðendur.
Þessi nýi peningur er listrænn í
myndauðgi sinni, þar sem fletir
hans túlka gamla og nýja tímann.
A annarri hliðinni eru merki
sýslna landsins og tákn nútímans:
flugvél, skip, kirkjuturn, háhýsi
og ártalið 1974. A hinri hiiðinni
er ártalið 874, á skildi umkringd-
um landvættum innsigli bókfells,
sem á eru letruð orð Ingólfs; að
þar skyldi hann byggja, ersúlurn-
ar kæmi á land. A þessari hlið
peningsins gefur einnig að líta
súlur við fjörusteina og skip með
þöndum seglum við hafsbrún.
Fallegur peningur, sem eigu-
legur verður.
Þá er hugmyndin, sem að baki
býr, stórmannleg. Hugsjón lista-
mannsins er að styrkja þá sem
höllum fæti standa með því að
láta ágóða peningaútgáfunnar —
um tvær milljónir króna renna tíl
líknarmála. Þetta ætti að verða
öðrum til eftirbreytni. Allír
landsmenn ættu, hver eftír sínni
getu, að leggja eitthvað af mörk-
um þjóðhátíðarárið til þess að
fegra og bæta mannlífið. Landinu
okkar Islandi þarf lika að sýna
skilning og nákvæmni og græða
þau sár, sem það hefur hlotið i
mynd gróðureyðingar í gegnum
aldirnar.
Mætti ekki út frá þessu t.d. reisa
öldu huga og handa, sem krefur
ekki launa að kveldi, en spyr:
„Hvað get ég gert fyrir landið
mitt?“
Guðlaugur Guðmundsson.
Þráinn Guðmundsson.
„ENN er Bárður kominn af stað“
hugsuðum við, er við lásum í blöð-
um þ. 29. f.m. fréttatilkynningu
þess efnis, að Bárður ætlaði að
gera og framleiða minnispening i
gulli, silfri og bronsi í tilefni þjóð-
hátíðarársins.
Bárður Jóhannesson er þjóð-
kunnur fyrir skákeinvígispening-
ana. Þar greypti hann listilega í
málm sögulegan viðburð, er á
svipstundu gerði Island að mið-
punkti frétta um alla heimsbyggð.
Með kunnáttu og framtakssemi,
en það eru góðir eiginleikar hvers
manns, gerði Bárður þrennt i
senn: Varð fyrstur til að fram-