Morgunblaðið - 05.01.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. JANUAR 1974
15
Símasamband á
milli Grænlands
r
og Islands
Sex fórust þar 1 eldsvoða um jólin
Arabar beita Fiat
viðskiptaþvingunum
Róm, 4. jan., AP.
MJÖG hefur verið fordæmd á
Italíu sú krafa Araba, að Fiat-
verksmiðjurnar, sem eiga dag-
blaðið „La Stampa“, reki úr starfi
aðalritstjóra þess, Arrigo Levi.
Hann er G.vðingur og einn vinsæl-
asti og virtasti blaðamaður ftalfu.
Hóta Arabar að taka fyrir starf-
semi Fiatverksmiðjanna f Araba-
rfkjunum, verði ritstjórinn ekki
rekinn.
Þessi krafa hefur mælzt afar
illa fyrir meðal alls þorra manna
og stjórnmálamenn og stjórn-
málafréttaritarar hægri- sem
vinstrisinnaðir hafa gagnrýnt
hana harðlega. Þykir mörgum
skörin nú vera að færast upp i
bekkinn, þegar Arabar láta sér
ekki nægja að beita olíuþvingun-
um heldur taka einnig upp við-
skiptakúgun til að skerða frelsi
dagblaða.
Stjórn Fiatverksmiðjanna hef-
ur visað kröfunni til ítölsku
stjórnarinnar og hún hafnar
henni — en mælst til þess að „mál
þetta verði leyst eftir réttum leið-
um í anda vináttu ítala og Araba“
eins og segir í yfirlýsingu utan-
ríkisráðuneytisins í Róm.
Mohamed Mahgoub, yfirmaður
skrifstofu þeirrar, sem Araba-
bandalagið setti á laggirnar í
Kairo, í því skyni að ákveða,
hverjum skyldi seld olía og hverj-
um ekki, bar þessa kröfu fram.
Mahgoub sagði, að hún hefði ver-
ið samþykkt á fundi allra ara-
bisku sendiherranna í Róm i des-
ember sl. Kröfuna um brottvikn-
ingu Levis kvað hann grundvall-
aða á því, að hann væri zionisti og
berðist gegn hagsmunum Araba-
ríkjanna.
Starfsfólk „La Stampa" hefur
lýst einróma stuðningi við Arrigo
Levi og samtök italskra blaða-
manna og fjöldi annarra áhrifa-
mikilla aðila hafa fordæmt kröfu
Araba harðlega.
Levi varð ritstjóri „La Stampa"
í byrjun sl. árs og í átökum ísraels
og Araba í október tók blaðið
mjög svo hlutlausa afstöðu.
í EINKASKEYTI til Mbl. í gær
fráHenrik Lund fréttaritarablaðs
ins á Grænlandi er frá því skýrt,
að nú hafi verið komið formlega á
simasamhandi milli tslands og
Grænlands gegnum Kaupmanna-
höfn. Er hægt að ná sambandi t.d.
við Julianehaab gegnum Icecan,
eða örbylgjulfnu. Mbl. hringdi til
Henriks Lund í gær og spjallaði
stuttlega við hann við prýðileg
skilyrði.
Henrik sagði, að jólin í Græn-
landi hefðu verið mjög friðsæl, en
veður hefði verið mjög slæmt
sjálfa hátíðisdagana. Það skyggði
á hátíðahöldin, að á Þorláksmessu
fórst 6 manna fjölskylda í elds-
voða i Jakobshaven, hjón og fjög-
ur ung börn þeirra.
Henrik sagði, að olíukreppunn-
ar væri nú farið að gæta á Græn-
landi og nú um áramótin hefði
verð á olíu til erlendra togara og
skipa verið þrefaldað. Sagði Hen-
rik, að Norðmenn hefðu vegna
þessa áKveðið að senda olíuskip
með togaraflota sínum, þar sem
það væri ódýrara en að kaupa olíu
í Grænlandi. Að öðru leyti sagði
Henrik, að fátt væri að frétta frá
Grænlandi, veður væri þar nú
mjög gott og menn bjartsýnir á‘
nýja árinu.
Þess má að lokum geta, að lág-
marksgjald á 3ja mínútna viðtals-
bili til Grænlands er um 1000 isl.
kr.
Miklar brey tingar
í stjórn Spánar
Bratteli sendir
Islendingum
áramóta-
kveðjur
1 ARAMÓTARÆÐU forsætis-
ráðherra Noregs, Trygve
Bratteli, sem útvarpað var og
sjónvarpað þar í landi, tók
hann sérstaklega fram, að
hann vildi nota tækifærið til
að senda sérstakar áramóta-
kveðjur til íslendinga, sem
hefðu átt erfitt ár 1973.
Bratteli lagði áherzlu á það i
ræðu sinni, að góð tengsl
þjóðanna við norðanvert
Atlantshaf væru öðru betur til
þess fallin að treysta frið og
samvinnu á því mikilvæga
svæði.
Fregnir um NATO-stöð
í Noregi tilhæfulausar
BREZKA blaðið „Daily Tele-
graph“ hefur skýrt frá því, að
hafnar séu samningaviðræður
milli stjórnar Noregs og Atlants-
hafsbandalagsins um, að settar
verði upp ein til tvær flugstöðvar
í Noregi til afnota fyrir bandalag-
ið í stað herstöðvarinnar í Kefla-
vík. Norðmenn hafa, sem kunn-
ugt er, ekki viljað hafa erlendar
herstöðvar eða erlendar hersveit-
ir 1 Noregi.
Morgunblaðið fór þess á leit við
Associated Press-fréttastofuna,
að hún léti kanna þetta mál hjá
viðkomandi aðilum. Barst það
svar, að talsmaður norska utan-
rikisráðuneytisins, Torliev Anda,
hefði sagt, að frétt þessi væri al-
gerlega tilhæfulaus og landvarn-
arráðherra Noregs, Jakob Foster-
voll, hefði sagt, að sér væri ekki
kunnugt um neinar slíkar samn-
ingaviðræður, enda væri alger-
lega óraunhæft að tala um erlend-
ar herstöðvar í Noregi.
Hins vegar hafði AP eftir
ónafngreindum heimildum í
Briissel, áð einhverjar viðræður
hefðu farið fram í Ósló milli
Bandaríkjamanna og Norðmanna
og þar komið til tals, að þessir
aðilar sæju i sameiningu um
hugsanlega NATO-stöð, vegna
ofangreindrar afstöðu norskra
stjórnvalda að leyfa ekki erlenda
herstöð. Kæmi þá til greina, að
Norðmenn sæju um hugsanlega
NATO-stöð ásamt fámennri sveit
bandarískra sérfræðinga, er um-
sjón hefði með einhvers konar
leynibúnaði. AP segir jafnframt,
að hugsanlegt sé talið, að frétt
þessi hafi verið birt í því skyni, að
hafa áhrif á fslendinga, er eigi
fyrir höndum samningaviðræður
við Bandarikjamenn um herstöð-
ina í Keflavík.
AP kannaði líka i Kaupmanna-
höfn, hvort nokkrar viðræður
Framhald á bls. 18
Madrid, 4. jan. AP
HIN nýja rlkisstjórn Spánar,
nítján gamlir og dyggir stuðn-
ingsmenn Francos hershöfðingja,
tók við völdum 1 dag undir for-
ystu Carlos Arias Navarro, sem
skipaður var forsætisráðherra eft-
ir morðið á Luis Carrero Blanco á
dögunum.
Stjórnin sat fyrsta ráðuneytis-
fund sinn undir stjórn Francos
hershöfðingja að lokinni eiðtöku,
sem fram fór við hátfðlega athöfn
og búizt var við stefnuyfirlýsingu
hennar í kvöld.
Navarro hefur gert umfangs-
meiri breytingar á stjórn landsins
en búizt var við. Hann iosaði sig
við 12 ráðherra, þar á meðal ýmsa
tæknisérfræðinga, sem Blanco
hafði tekið í stjórn sina og fá þar
nú sæti í þeirra stað gamalreyndir
stjórnmálamenn. Er talið vist, að
þessi nýja stjórn verði mun meira
til hægri en stjórn Blancos var —
og þar sem Navarro hefur sýnt
það á átta ára ferli sem yfirmaður
spænsku lögreglunnar, að hann
er eindreginn talsmaður laga og
reglu og þykir einsýnt, að harðar
verði tekið en áð'ur á hvers kyns
óróleika og andófi, verkföllum og
þess háttar. Talið er, að meðal
helztu viðfangsefna stjórnarinnar
verði auk efnahagsmála og orku-
mála, að finna leiðir til að virkja
landsmenn til þátttöku í stjórn-
málum innan þess þrönga ramma
sem stjórnmálastarfsemi í land-
inu er sett.
Varaforsætisráðherrar stjórn-
arinnar eru þrír en jafnframt
gegna þeir störfum fjármála-, inn-
anríkis- og verkalýðsmálaráð-
herra. Efnahagsmálin eru sögð
stjórninni þungur höfuðverkur,
einkum barátta við vaxandi verð-
bólgu, en hún varð 14% meiri á
árinu 1973 heldur en árið 1972.
Utanríkisráðherra Spánar verður
nú Pedro Cortina, fyrrum sendi
herra Spánar i Frakklandi.
Andrei Gretchko varnarmála-
ráðherra Sovétríkjanna og rit
stjóri verksins.
Innrás í Normandie hjálpaði
— segir í nýju sovézku verki um heimsstyrjöldina
Moskvu, 4. janúar, AP.
SOVÉTRIKIN hafa sakað
Breta, Frakka og Bandarfkja
menn um samsæri til að brjóta
Sovétríkin á bak aftur fyrir
upphaf heimsstyrjaldarinnar
síðari og sfðan að heyja
styrjöld gegn Japönum og Þjóð-
verjum af heimsvaldasinnuð-
um eiginhagsmunaástæðum.
Þetta kemur fram f ritstjórnar-
formála fyrsta bindis af 12, sem
Sovétstjórnin hefur látið rita
til að skýra afstöðu Sovétríkj-
anna til stríðsins. Þrátt fyrir
núverandi stefnu um minnk-
andi spennu 1 sambúð austurs
og vesturs er ekki að finna í
formálanum neinar tilslakanir
á strfðskenningum kommún-
ista. Ritstjóri þessa mikla
verks er Andrei Gretchko
varnarmálaráðherra Sovét-
ríkjanna.
Þó að fyrsta bindið nái aðeins
til ársins 1935 boðar hin langa
ritstjórnargrein í forrpálanum
það, sem koma skal í hinum 11
bindunum. T.d. verður í 11.
bindinu „flett ofan af endur-
skoðunarsinnuðum kjarna
kjarnorkuvopnastefnu Banda-
rikjanna". 1 innganginum seg-
ir: ,,.. . í byrjun ágúst frömdu
bandarískir ráðamenn hinn
hroðalegasta glæp, er þeir létu
varpa vetnissprengjum á
japönsku borgirnar Hirosima
og Nagasaki. Þessi glæpur
hafði þann tilgang að ógna
þjóðum heims, einkum Sovét-
ríkjunum, að opna Banda-
ríkjunum leið til heimsyfirráða
á grundvelli þess, að þeir einir
réðu yfir slíkum gereyðingar-
vopnum.“
Eins og í öðrum opinberum,
sovézkum sagnritum er Iögð á
það áherzla, að sovézkir ráða-
menn hafi ætíð tekið ákvarðan-
ir á skynsamlegan og jákvæðan
hátt, en slíkt sé ekki hægt að
segja um aðrar þjóðir, ekki
einu sinni bandamenn Rússa í
stríðinu.
í formálanum segir, að
ástæðan fyrir ritun þessa verks
hafi verið sfendurteknar og
grófar staðreyndafalsanir
endurskoðunarsinnaðra höf-
unda, sem hafi reynt að gera
lítið úr þátttöku og afrekum
sovézka hersins í heimsstyrjöld-
inni um leið og þeir hafi miklað
og gyllt þátt brezku og banda-
rísku herjanna. Tilgangurinn
með skrifum þessara höfunda
hafi verið að verja glæpi ráða-
manna i Bandaríkjunum og
Bretlandi.
Um upptök stríðsins segir i
formálanum: „Til styrjaldar
kom vegna myndunar tveggja
heimsvaldasinnaðara afla;
Þýzkaland, Ítalía og Japan á
móti Bandaríkjunum, Bret-
landi og Frakklandi. Þessi öfl
börðust einnig innbyrðis og
reyndu á sama tima að brjóta
Sovétríkin á bak aftur. Mark-
mið þessara kapitalísku afla
var einnig að mynda sameigin-
lega linu gegn sósialisma og
þess vegna vildu þau ekki leyfa
Sovétríkjunum að taka þátt í
tilraunum til að koma í veg
fyrir, að til styrjaldar kæmi.“
1 bókinni er Iögð áherzla á, að
það hafi verið Sovétríkin, sem
báru mestu byrðar stríðsins, og
að striðið hafi leitt i ljós, að
sósialisku öflin hafi verið
ósigrandi. Innrásin i Normandie
hafi þá aðeins verið gerð, er
ljóst var, að sovézkur sigur var
tryggður, en þó er viðurkennt,
að þessi innrás bandamanna
hafi haft jákvæð áhrif. Að lok-
um segir, að með innrásinni
hafi Bandaríkjamenn og Bretar
ekki aðeins verið að tryggja
þátttöku í sigri yfir Þjóðverj-
um, heldur einnig að tryggja
sér fótfestu i Evrópu, sem ekki
hafi verið í anda þess að frelsa
Evrópu úr höntíum Þjóðverja.