Morgunblaðið - 05.01.1974, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1974
Ófært í Reykjavík og Fokk-
eramir lentu í Keflavík
ALLT gengur enn á afturfótun-
um í innanlandsflugi f'lugfélags-
ins og var aðeins hægt að fljúga
til nokkurra staða á landinu í
gær. Veðurguðirnir sáu til þess,
að ekki var hægt að fljúga nema
til hádegis.
I gærmorgun fóru þrjár vélar
til Isafjarðar og þegar þær voru
að koma aftur um hádegisbilið,
var Reykjavíkurflugvöllur lokað-
ur vegna veðurs. Því var tekið til
bragðs að láta vélarnar lenda á
Keflavíkurflugvelli. í Reykjavík
biðu farþegar, sem áttu að fara til
— NATO-stöð
Framhald af bls. 15
hefðu farið fram þar um hugsan-
lega NATO stöð í Færeyjum. Var
því til svarað af hálfu danska
utanríkisráðuneytisins, að allt
umtal um slíkar viðræður væri Ur
lausu lofti gripið, herstöð kæmi
ekki til greina í Færeyjum, þó
ekki væri nema af þvi, að þar
væri einungis lítill flugvöllur,
sem heita mætti að lokaðist annan
hvorn dag, og þar væri ekkert
rými fyrir herstöð. Þar fyrir utan
væri stjórnmálastaðan í Færeyj-
um slík, að Færeyingar mundu
samstundis slíta tengslin við Dan-
mörku, ef þeim bærist staðfest
frétt um að slíkar viðræður hefðu
átt sér stað.
— Lækka ber
skatta
Framhald af bls. 17
og búizt er við frekari hækkun
olíuverðs, eða allt að 35% til
viðbótar. Verðhækkun á olíu
kemur illa við sjávarUtveginn
eins og víðar. Olíukostnaður
bátaflotans sl. ár var 7% af
heildarUtgjöIdum flotans . Hafa
margir haldið, að sá Utgjaldalíð-
ur væri hærri. Eigi að siður
munar það Utgerðina miklu ef
olíukostnaður hækkar um 70%
á þessu ári. Líklegt er, að
heildarinnflutningur til lands-
ins muni hækka um 1,5% á
þessu ári vegna hækkunar á
olíuverðinu. Margir munu ætla,
að þjóðarbUið þyldi það með
því verði, sem nU er á Ut-
flutningsafurðunum. Ef verð-
bólgan hefði ekki grafið undan
atvinnuvegunum væri ekki al-
varlegur vandi á höndum þótt
hækkun yrði á olíu. Ríkisstjórn-
in heldur að sér höndum. HUn
býst við því að geta flotið áfram
á góðærinu, án þess að hafst
nokkuð að gegn verðbólgu og
dýrtíð. Ríkisstjórnin ætlar sér
að sitja áfram án þess að
stjórna, eins og hUn hefur gert í
tvö og hálft ár. Til þess að það
megi verða dugar ekki hæsta
verð fyrir sjávarafla, sem dæmi
eru um, heldur verður hæsta
verð, sem um getur í sögunni að
halda áfram að stíga. Ekki dug-
ar ríkisstjórninni að komandi
vertíð verði góð, og sjávarafli
verðí ágætur á árinu. NUver-
andi ríkisstjórn verður að fá
toppafla, meiri en nokkru sinni
fyrr, til þess að fá fullnægt
eyðsluþörfinni. En hvað sem
valdadögum ríkisstjórnarinnar
Iíður, munu allir óska af alhug
eftir góðum sjávarafla og
hagstæðri afkomu atvinnuveg-
anna á því ári, sem nU er ný-
byrjað. En góður afli og hátt
framleiðsluverð nægja ekki
þjóðarbUinu nema breytt verði
um stjórnarstefnu. Nauðsyn
ber til þess að hefjast handa
sem allra fyrst og vinna gegn
verðbólgunni, þannig að verð-
lag hækki ekki meira hér á
landi en í aðalviðskiptalöndun-
um. Vinna verður gegn óþarfa
eyðslu og lækka skatta og álög-
ur á almenningi. Elf þannig
verður á málum haldið mun
þjóðin í heild njóta þess góð-
æris, sem yfir landið gengur.
Húsavíkur, og var þeim ekið suð-
ur eftir. Komust vélarnar allar í
loftið og norður, og gátu lent í
Reykjavík sfðari hluta dags, en þá
var veður orðið það slæmt, að
ekki var hægt að fljUga meira.
Sýning Alfreðs
framlengd
SYNING Alfreðs Schmidt að
Mokka hefur verið framlengd um
eina viku eða til 12. janUar.
Nokkrar myndir á sýningunni eru
seldar og m.a. nokkrar eftirprent-
anir af mynd sem listainaðurinn
selur til ágóða fyrir uppbygging-
una i Eyjum. Heitir sú mynd:
Sniiið heim.
— Súez
Framhald af bls. 1
ekki hefur neitt verið sagt um það
fyrr, hversu lengi viðræðurnar
kynnu að standa.
Haft er fyrir satt, að Egyptar
krefjist þess afdráttarlaust, að
hersveitirnar ísraelsku verði
fluttar austur fyrir fjallaskörðin
á miðjum Sinaiskaga. Vilja Egypt-
ar, að komið verði á 30 km breiðu
hlutlausu belti, þar sem sveitir
S.Þ. komi sér fyrír. Siilasvuo
hershöfðingi vinnur nU að áætlun
um það, hvernig eftirliti skuli
háttað á þessu svæði, fallist deilu-
aðilar á þessa skipan mála.
En þó að vel miði f (jenf má
merkja á blöðum deiluaðila, að
allra veðra er von við Suez, þrátt
fyrir allt. ísraelsk blöð hafa sagt,
að vel kunni svo að fara, að sveitir
þeirra taki fyrir vistaflutning til
3ja hersins egypzka ef Egyptar
hætta ekki þegar í stað að rjUfa
vopnahléð. Dayan sagði í Tel
Aviv, áður en hann lagði upp í
Bandaríkjaförina, að endurtekn-
ar skotárásir Egypta á ísraela við
Suez væru óþolandi með öllu.
Hins vegar er haft eftir friðar-
gæzlumönnum, að ísraelar hafi
þegar reynt að koma í veg fyrir
vistaflutningana og í egypzka
blaðið ,,AI Ahram'* hefur hinn
kunni stjórnmálaritstjóri, Hassan
Heikal, skrifað, að það sé undir
Aröbum komið, hvort átökin við
israela verði leyst með vopna-
valdi eða ekki. Sömuleiðis sagði
Heikal, að þar sem Kissinger
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
væri nU ölvaður af fyrri sigrum,
sem hann hefði unnið á alþjóða-
vettvangi og sem sáttasemjari
milli Israels og Araba, mundi
hann ekki hætta nUverandi að-
stöðu sinni með því að leyfa samn-
ingaviðræðunum að fara Ut um
þUfur. „A hinn bóginn,'1 bætti
Heikal við, ,,er ekki víst, að aðrir
kalli það sigur, sem Kissinger
nefnir svo.'‘
Svört Kómedía
Sýningar eru nU að hefjast aft-
ur hjá Leikfélagi Reykjavíkur á
Svartri kómedíu eftir Peter
Shaffer, en leikurinn var tekinn
af sýningaskránni um tíma, vegna
jólaanna og frumsýningar á Vol-
pone. Þetta er hinn líflegasti gam-
anleikur, þar sem persónurnar
þurfa að þreifa sig áfram í sót-
svörtu myrkri og skapar það ýms
spaugileg atvik. Hér eru þau Val-
gerður Dan, GuðrUn Stephensen,
Helgi SkUlason, Þorsteinn Gunn-
arsson, Halla Guðmundsdóttir og
Hjalti Rögnvaldsson í hlutverkum
sínum í myrkrinu í Svartri
kómedíu.
— Scheel
Framhald af bls. 1
liðið frá því v-þýzka ræðis-
manninum í Belfast, Thomas
Niedermeyer, var rænt Uti fyr-
irheimili hans í Utjaðri borgar-
innar. Er talið, að þar hafi ver-
ið að verki félagar Ur provisi-
onal armi irska lýðveldishers-
ins — IRA — og telja menn
ekki Utilokað, að undirskrift
hótunarbréfsins til v-þýzka
ráðuneytisins „IRA Rhöndorf"
tákni einmitt írska lýðveldis-
herinn. Rhöndorf er nafn á
smábæ skammt frá Bonn.
Niedermeyers hefur nU ver-
ið leitað í átta daga og ekkert
til hans spurzt. Frá ræningjun-
um hefur heldur ekkert heyrzt
og vekur það hina mestu
furðu.
— Samgöngur
við Fáskrúðsfj.
Framhald af bls. 2.
Fáskrúðsfirði á gamlársdag eftir
fólkinu.
Messað var á Fáskrúðsfirði á
nýársdag. Prestinn, sem bUsettur
er á Kolfreyjustað, varð að sækja
í báti. í gær brá til suðvestanáttar
og rigndi hér mikið. Einnig hefur
rignt hér í dag, en rigningin ekki
valdið neinum sköðum svo vitað
sé, vatn er þó komið í stöku kjall-
ara.
I dag stóð til að opna veginn á
milli Reyðarfjarðar og FáskrUðs-
fjarðar, en mjög lítið hefur verið
gert í því að opna veginn áfram
suður til Stöðvarfjarðar. Hlýtur
það að vera mjög bagalegt fyrir
Stöðfirðinga, sér í lagi þar sem
Stöðvarfjörður og FáskrUðsfjörð-
ur eru sama læknishérað.
Albert.
— Full ferð
Eitt verkanna á tékknesku barnasýningunni.
Tékknesk barnasýning
Framhald af bls. 19
hefst fyrri leikurinn kl. 20. Skaga-
menn verða aftur á ferðinni á
sunnudaginn og mæta þá Stjörn-
unni um klukkan 17.30 i Hafnar-
firðinum. Á mánudaginn leika
svo Afturelding og Víðir klukkan
17.00 íFirðinum.
í 1. deild kvenna leika FH og
Víkingur um kl. 20 í Hafnarfirði á
Laugardaginn og Valur — Þór
mætast í Höllinni klukkan 19.00 á
sunnudaginn.
Auk þess fara fram fjölmargir
leikir i yngri flokkunum.
Kreml biður
um meiri
afköst í ár
Moskvu, 4. janúar, AP.
LEIÐTOGAR sovézka
kommúnistaflokksins skoruðu í
dag á alla sovézka borgara að af-
kasta meira á nýja árinu til að
byggja upp efnahagsmátt Sovét-
ríkjanna.
Áskorunin var birt á forsíðu
Pravda og allra annarra helztu
dagblaða landsins. Til marks um,
hve mikil áherzla er lögð á málið,
er, að áskorunin náði yfir alla
forsíðu Pravda. í áskoruninni er
fólkinu hrósað fyrir góð afköst á
sl. ári, en áherzla lögð á, að ekki
megi slaka á 1974.
— Stórleikir
Framhald af bls. 31
eftir tvo leiki, og hafa örugglega
fullan hug á að bæta tveim við.
Fjórir af bestu leikmönnum
liðsins voru í USA ferðinni fyrir
áramót, og eru því örugglega í
góðu formi.
KR-ingarnir hafa æft sérstaklega
vel undanfarið, og ætla sér heldur
ekkert nema sigur í þessum leik
ef að líkum lætur. I leiknum á
undan ættu ÍR-ingar að vinna
UMFS nokkuð auðveldlega.
Á morgun getur orðið um
hörkuleiki að ræða, UMFN ætti
að geta unnið ÍS á heimavelli með
góðum leik, sérstaklega ef David
Devany leikur með liðinu eins og
heyrst hefur. HSK lítur óneitan-
lega sigurstranglegar út gegn
UMFS, en nái þeir síðarnefndu
góðum leik getur allt gerst. Sem-
sagt, fjórir spennandi leikir um
helgina, og nú er hvert stig dýr-
mætt.
— Saltfiskur
Framhald af bls. 32
1.500 tonnum (1.400 árið 1972).
Heildarverðmætið nam, eins og
áður segir, um 3.1 milljarð, eða
900 milljónum meira en árið 1972.
Saltfiskur var seldur til alls 17
viðskiptalanda, og voru helztu
viðskiptalöndin sem hér segir:
fiski hefði ekki hækkaðsvo neinu
næmi af framleiðslu ársins 1972,
enda þótt blautfiskur hækkaði
verulega í verði á þeim tveimur
árum.
Siðan ræddi Tómas um sölu-
horfur fyrir árið 1974 og sagði, að
þær mættu teljast góðar miðað við
óbreytt ástand á heimsmarkaði.
Birgðir eru litlar sem engar í
Blautfiskur:
Portúgal u.þ.b. 13.800 tonn (1972 13.400 tonn)
Spánn u.þ.b. 7.500 tonn (1972 5.300 tonn)
ítalía u.þ.b. 5.100 tonn (1972 4.700 tonn)
Grikkland u.þ.b. 1.900 tonn (1972 1.800 tonn)
V.Þýzkaland u.þ.b. 1.500 tonn (1972 1.400 tonn)
Þurrf iskur:
Brasilía u.þ.b. 2.900 tonn (1972 2.700 tonn)
Portúgal u.þ.b. 1.300 tonn (1972: 2.300 tonn)
SÝNING á myndlíst tékkneskra
barna verður opnuð í Bogasal
Þjóðminjasafnsins f dag kl. 4.
Sýningin er haldin á vegum
sendiráðs Tékkóslóvakíu en
menntamálaráðherra mun flytja
ávarp við opnun sýningarinnar.
Sýningin verður opin til 13.
janúar næstkomandi, en alls eiga
þar um 100 börn verk.
Minna magn af þurrfiski var
selt til Puerto Rico, Panama,
Zaire, Frakklands og víðar.
Tómas kvað verðþróunina á
árinu hafa verið hagstæða, þrátt
fyrir mjög ört hækkandi til-
kostnað á öllum sviðum. Út-
flutningur blautfisks af vertíðar-
framleiðslu árið 1973 nam um 24
þús. lestum, og var verð á þeim
fiski um 16% hærra en á haust-
fiski árið 1972. Sumarfram-
leiðslan, um 3 þúsund lestir,
seldist á um 17% hærra verði en
vertíðarframleiðslan og haust-
framleiðslan (1/10 — 31/12
1973) á um 11% hærra verði en
sumarfiskurinn. Frá hausti 1972
til hausts 1973 hækkaði því salt-
fisksverð um u.þ.b. 50%, þó að öll
sú hækkun kæmi reyndar aðeins
á tiltölulega lítið magn. Af verð-
mæti blautfisks á árinu voru þó
greiddar stórar upphæðir, eða
sem næst 100 milljónir króna, í
Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins.
Tómas gat þess, að samkvæmt
lauslegri áætlun sýndi það sig, að
hækkun framleiðslukostnaðar á
árinu hefði numið um 30%, t.d
hækkuðu útflutningsgjöld um
29,2%, en um útflutningsgjöld er
varla að ræða af sjávarafla hjá
keppinautum okkar á erlendum
mörkuðum. Þá sagði Tómas, að
frá fyrstu mánuðum ársins til
hausts hefði verð á þurrfiski
hækkað um 70—100%, en þess
væri þá að gæta, að verð á þurr-
helztu neyzlulöndum og sama má
segja um helztu framleiðslu-
löndin. Og enn sem komið er
a.m.k. er eftirspurnin mikil í
markaðslöndunum, bæði eftir
blautum fiski og þurrum.
Tómas sagði þó, að rétt væri að
hafa í huga, að veröhækkun á olíu
og sá orkuskortur, sem nú hrjáði
heimsbyggðina, gæti haft ófyrir-
sjáanleg áhrif á eftirspurn eftir
matvælum og þá saltfiski ekki síð-
ur en öðrum vörum. Eins hefðu
hinar miklu og öru hækkanir á
öllum tilkostnaði heima fyrir
mjög óhagstæðar afleiðingar.
„Það er því erfitt að sjá fyrir
með nokkurri vissu, hvað fram-
tiðin ber í skauti sér eins og svo
oft endranær, en þó má telja lík-
legt, að öll matvæli haldi áfram að
hækka, þar með talinn saltfiskur.
Þó er óvarlegt að ætla, að verð-
hækkanir verði eins örar eða
miklar og raun varð á á liðnu ári,“
sagði Tómas.
Þá sagði hann, að á árinu 1973
hefði pækilsöltun á fiski verið all
útbreidd, en staflasöltun lagzt
niður að sama skapi. Kvað hann
hér tvímælalaust um mikla fram-
för að' ræða, bæði hvað lyti að
nýtingu og afurðagæðum. Eins
kvað hann allmargar söltunar-
stöðvar hafa komið fyrír kælingu
í húsum sínum, sem einnig mætti
telja til mikilla bóta. Væri lögð
rík áherzla á, að sú þróun héldi
áfram.