Morgunblaðið - 05.01.1974, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974
Haraldur Júlíusson
— Minningarorð
F. 14.2. 1885.
D. 27.12.1973.
Frá því að byggð tók að mótast á
Sauðárkróki hefur Aðalgatan
verið helzta verzlunargata stað-
arins. Við hana reistu kaupmenn
verzlunarhús sín, og þangað áttu
ótaldir Skagfirðingar erindi. Það
fer að líkum, að saga þeirra, sem
hafa lifað og starfað við Aðalgöt-
una á Sauðárkróki, sé mislöng.
Sá, sem átti öllum öðrum lengri
starfsferil þar — eða full 60 ár —
er nú fallinn í valinn 88 ára að
aldri. Hann hóf lífsstarf hér á
Sauðárkróki 27 ára gamall og
gegndí því óbugaður til hinztu
stundar. Það var mikil hamingja
þessum starfsglaða sæmdar-
manni.
Haraldur Júlíusson fæddist á
Akureyri 14. febrúar 1885. For-
eldrar hans voru Júlíus Kristjáns-
son daglaunamaður þar og kona
hans, María Flóventsdóttir. Hann
var einn átta systkina, er á legg
komust. Meðal systkina hans má
nefna Kristrúnu — Rúnu f Barði
—, sem um áratugabil var ræst-
ingakona við Menntaskólann á
Akureyri við frábæran orðstír og
raunar varð landskunn, og Olgeir
bakara, föður Einars alþingis-
manns. Foreldrar Haralds voru
lengstum sárafátæk, bjuggu í litl-
um og lélegum torfbæ á brekku-
brúninni neðan við Menntaskól-
ann, og hét þar Barð. Síðar reis
þar timburhús það, er enn stend-
ur, keypt um aldamót af dönskum
vísindamönnum, er verið höfðu á
Akureyri við rannsóknir, og var
það sett niður á Barðslóð, en
gamli bærinn gerður að fjárhúsi.
Haraldur var aldrei margmáll
um sjálfan sig, en auðfundið var,
að Akureyri og bernskuheimilið
þar áttu sterk ítök í huga hans.
Hann bar og djúpa virðingu fyrir
minningu foreldra sinna, þótti
gott að ylja sér við minningar um
fórnfýsi þeirra, iðjusemi og
heiðarleik.
Þegar Haraldur óx úr grasi, var
hann látinn hefja bakaranám, en
leiddist sá starfi svo mjög, að
hann hætti og gerðist verzlunar-
þjónn á Akureyri og vann upp frá
því við verzlun í sjö áratugi, og
mun það sjaldgæflega langur
starfsferill.
Þegar Kristinn P. Briem stofn-
aði verzlun á Sauðárkróki 1912,
varð Haraldur starfsmaður hans,
en á bernskuárum þeirra bundust
amtmannssonurinn og kotastrák-
urinn traustum vináttuböndum,
og var sá fyrrnefndi heimagangur
í Barði.
Hjá Kr. P. Briem starfaði Har-
aldur til ársins 1919, er hann festi
kaup á barnaskólahúsinu elzta
(Baldri) og opnaði þar verzlun
undir eigin nafni 28. júní þ.á.
Verzlunina hóf Haraldur svo að
segja með tvær hendur tómar.
Meðan hann vann hjá Briem,
hafði hann eignazt nokkrar ær, og
þær seldi hann, þegar allt var í
hæsta verði, fyrir 2000 krónur,
sem að vísu hrukku skammt til
vörukaupanna. Gamlir vildar-
vinir hans á Akureyri hlupu
undir bagga með honum, og
keypti hann inn vörur nær ein-
göngu fyrir lánsfé. Með spar-
neytni, hagsýni og dugnaði tókst
honum að sigrast á byrjunarerfið-
leikunum. 1 því sambandi leyfi ég
mér að vitna til orða Kristmundar
Bjarnasonar í Sögu Sauðárkróks,
þar sem fjallað er um verzlun og
viðskipti. Þar segir m.a.: „Sumir
spáðu því að Haraldur mundi
brátt gefá þetta verzlunarbrangs
upp á bátinn, svo harðsótt
þótti ýmsum grónum kaup-
mönnum að halda til horfs. En
hér fór á aðra leið: Har-
aldur Júlíusson réttir enn
(1973) vörur yfir búðarborðið og
hefur stundað verzlun á staðnum
lengur en nokkur annar einstakl-
ingur að Kristjáni Gíslasyni und-
anskildum, og aðeins eitt verzl-
unarfyrirtæki á þar lengri sögu,
Kaupfélag Skagfirðinga. Gengi
sitt á Haraldur Júlíusson trúlega
mjög að þakka lipurð í viðskipt-
um og greiðasemi við náungann.
Svo átti að heita í upphafi, að
verzlun hans væri staðgreiðslu-
verzlun, en hann var óragur við
að lána, er hann vissi, að við-
skiptavinum var féskylft. Þess má
geta, að á kreppuárunum reyndist
mörgum fjölskyldum einkar erfitt
að fata sig. Kvað svo rammt að
því, að dæmi eru þess, að ver-
menn sóttu um fatastyrk til sveit-
arstjórnar, svo að þeir kæmust
suður til róðra. Þótti þá mörgum
fatasnauðum gott að leita til Har-
alds. Hann dubbaði margan ver-
manninn upp, þótt greiðslu væri
vant...“
Arið 1928 kvæntist Haraldur
Guðrúnu dóttur Bjarna járnsmiðs
Magnússonar og Kristínar Jósefs-
dóttur konu hans. Guðrún hafði
starfað um árabil við verzlun í
Reykjavík, og nú kom þekking
hennar á því sviði að góðum not-
um. Vann hún mikið við verzlun
manns síns, sérstaklega fyrstu
hjónabandsárin. Lengi framan af
hafði Haraldur ekkert starfsfólk,
varð því vinnudagurinn oft ærið
langur. En verzlunin dafnaði í
höndum þeirra hjóna, og upp úr
1930 réð hann til sín mann, enda
hafði hann þá mörg járn í eldi.
Meginþunginn hvíldi þó ætíð á
herðum hans, allt fram á síðustu
ár, er Bjarni sonur hans fór að
vinna við verzlunina.
Haraidur kappkostaði að hafa
fjölbreyttar og vandaðar vörur á
boðstólum, og verzlaði jöfnum
höndum með matvörur, búsáhöld,
vefnaðarvörur og margs konar
annan varning. Með árunum varð
verzlun hans eitt stærsta fyrir-
tæki sinnar tegundar í Skagafirði.
Haraldur Júlíusson var í ríkum
mæli búinn þeim kostum, sem
prýða góðan verzlunarmann.
Hann var harðduglegur og sístarf-
andi frá morgni til kvölds, hygg-
inn í innkaupum, þó djarfur, ef
því var að skipta. Hann gerði sér
að meginreglu að standa í einu og
öllu við allar skuldbindingar
gagnvart þeim, sem hann skipti
við. Hann naut því óskoraðs
trausts þeirra, sem af honum
höfðu einhver kynni. Orð hans
jafngildu undirskrift. En það var
fleira en trúverðugleiki Haralds,
sem laðaði fólk að verzlun hans.
Lipurð hans og greiðvikni var við-
brugðið. Hann var einstakt prúð-
menni i framgöngu og háttum. 1
fari hans varð eigi „fordild fund-
in . . . og á slíkum verða eigi
auðveldlega höggstaðir fundnir,"
sagði Sigurður skólameistari í
ræðu um Rúnu í Barði, systur
hans, og á það eins við um Harald.
Hann vann „með gleði, en ekki
með andvarpan", var einstaklega
lipur og fumlaus við afgreiðslu,
viðmótið alltaf vinhlýtt og glatt og
gamanyrði á vör. Slík framkoma
aflaði og verzlun hans slíkra vin-
sælda, að eindæma mun hér um
slóðir. Þeir eru ótaldir, sem leit-
uðu ráða og aðstoðar Haralds,
þegar erfiðleikar steðjuðu að.
Hann rétti mörgum hjálparhönd,
en gerði það svo hljóðlega, að
jafnvel nánustu samstarfsmenn
hans vissu ekki fyrr en e.t.v.
löngu sfðar. Samúð hans með
þeim, sem minna máttu sín eða
áttu í stundar erfiðleikum, var
honum eðlislæg og því uppgerðar-
laus; allt hjal um hjálpfýsi hans
var honum ógeðfellt.
Þrátt fyrir umfangsmikil verzl-
unarstörf hafði Haraldur marg-
háttuð afskipti af atvinnu- og
menningarmálum á Sauðárkróki.
Arið 1921 stofnaði hann ásamt
fleirum Mótorfélagið Garðar, sem
gerði út um árabil samnefndan
bát og annaðist einnig fiskverkun
um skeið. í stríðslok var Út-
gerðarfélag Sauðárkróks stofnað,
og var Haraldur einn af forgöngu-
mönnum þess. Rekstur Útgerðar-
félagsins, sem var sameignarfélag
margra aðila á staðnum, gekk vel
framan af, en er frá leið tók að
halla undan fæti vegna óhappa og
aflatregðu. Þegar svo var komið,
dvínaði áhugi margra, en það var
ekki háttur Haralds að hlaupast
frá erfiðleikunum. Hann vann fé-
laginu, meðan stætt var, og það
urðu honum mikil vonbrigði, þeg-
ar bátarnir voru seldir burtu, og
verkalýð á staðnum varð sala sú
mikið áfall.
Haraldur gaf sig mikið að fé-
lagsmálum. Þegar hugað er
að sögu hans á því sviði, er
ljóst, að áhugamálin voru
mörg og margvísleg. Hann átti
meðal annars sæti í stjórn-
um svo ólfkra samtaka
hér i bænum sem Sjúkrasam-
lags Sauðárkróks — sem stofnað
var 1913 með frjálsum samskot-
um og starfaði sem eins konar
sjálfseignarstofnun fram á stríðs-
árin síðari — Talsímafélagsins,
Rauða kross deildarinnar, Heim-
ilisiðnaðarfélagsins, Verzlunar-
mannafélagsins, Slysavarnadeild-
arinnar, Náttúrulækningafélags-
ins og Lúðrasveitar Sauðárkróks.
Hann var stofnandi sumra þess-
ara félaga, sat i stjórnum þeirra
árum — og jafnvel áratugum
saman og skipaði oft formanns-
sæti. Haraldur vildi jafnan koma
því á góðan rekspöl, sem hann tók
að sér; var í senn framsýnn og
fyrirhyggjusamur. — Hann tók
þátt í störfum fleiri félaga s.s.
Taflfélags Sauðárkróks, og hann
var öflugur liðsmaður Sjálfstæð-
isfélags staðarins og heiðursfélagi
þess. Hann studdi með ýmsum
hætti leiklistarstarf í bænum; og
enn er ótalið, að hann sat i
hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps
óslitið frá 1922—1934. Umfangs-
mikill þáttur í verzlunarrekstri
Haralds var umboðssala fyrir
Föðursystir mín,
t
INGUNN NIELSEN fædd Tómasdóttir,
Molselgade 20, Kaupmannahöfn,
andaðist 1 4 des. sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
f.h. aðstandenda,
Inga Einarsdóttir.
Bróðir i
t
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON,
andaðist 2. janúar.
Fyrir hönd móðir og ættingja
Sigurlaug Sigurðardóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför fósturmóður okkar,
tengdamóður og systur,
GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Kornsá.
Sigrún Þormóðs.
Nanna Þormóðs, Hafsteinn Þorsteinsson,
Þráinn Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir.
Sigriður Björnsdóttir.
Innilegustu t þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför. BRYNJÓLFS VALDIMARSSONAR,
Skólavöllum 2, Selfossi.
Lilja Eiríksdóttir, börn og tengdabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát, og jarðarför systur minnar,
BJARNFRÍÐAR EINARSDÓTTUR,
fyrrverandi Ijósmóður
frá Norður-Gröf.
Fyrir hönd vandamanna
Einar Björnsson.
t
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför,
GÍSLA GÍSLASONAR,
verzlunarmanns.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Gísladóttir,
Gunnar Gíslason, Kristín B. Waage,
Aðalsteinn Th. Gíslason, Margrét Konráðsdóttir,
Petra Ósk Gísladóttir, Jón Stefánsson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
BIBLlAN segir, að kristinn maður eigi að vera „kænn eins og
höggormur og falslaus eins og dúfa“. Hvernig er þetta ger-
legt?
Það var Drottinn Jesús Kristur, sem mælti þessi
orð, þegar hann sendi lærisveina sína til að predika.
Orðin eiga vissulega erindi til okkar nú á dögum.
Við kristnir menn lifum í óskapfelldu og óvinveittu
andrúmslofti. Biblían kennir, að heimurinn sé í
beinni andstöðu við Guð. En Guð setur okkur hér,
svo að við séum eins og ljós í andlegu myrkri, eins
og salt í rotnandi samfélagi. Ef vitnisburður okkar á
að bera ávöxt, verður hann alltaf að vera grund-
vallaður á kærleika, háttvfsi og dómgreind. Guð
væntir þess, að við höfum skynsemi til að átta okkur
á umhverfi okkar og grípa tækifærin, sem okkur
gefast til aðvegsama hann. Hann væntir þess, aðvið
séum nærgætin í umgengni við aðra. Hann væntir
þess, að við hugsum okkur vel um, þegar við
ákveðum, hvort og hvenær við eigum að bera fram
vitnisburð. Til er kapp án forsjár. Þá tölum við á
stöðum og tímum, er við skyldum þegja. Á hinn
bóginn er til andleg athyglisgáfa, sem er okkur
hjálp til að nota tækifærin, þegar þau gefast. Krist-
inn maður, sem hefur þessa eiginleika f daglegu
samneyti við aöra, verður notaður af Guði honum til
dýrðar, ekki aðeina með því, sem hann segir og
gerir, heldur og með því, sem hann lætur vera að
segja eða gera. Það er heilagur andi í hjörtum
okkar, sem gefur okkur hina andlegu eiginleika,
kærleika, háttvísi, þolinmæði og dómgreind.