Morgunblaðið - 05.01.1974, Side 32
1
smnRGFniDHR
I mRRRRfl VÐRR
DRGLEGR
LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974
Saltfiskframleiðslan 1973:
Útflutningsverðmæt-
ið 3,1 milljarður kr.
SALTFISKFRAMLEIÐSLAN á
sl. ári var samtals 37 þúsund
tonn, og nam saltfiskútflutningur
á árinu um 35.600 tonnum.
HeildarverSmæti útflutts salt-
fisks nam um 3.100 milljónum
króna, sem er 900 milljónum
hærra en árið áður. Verðþróun á
árinu var hagstæð þrátt fyrir
mjög ört hækkandi tilkostnað á
öllum sviðum, og söluhorfur á
þessu ári eru taldar góðar, eftir
því sem bezt verður séð.
Þessar upplýsingar komu fram
HREYFING KOMIN
Á ÞJÓNADEILUNA
NOKKUR hre.vfing er nú komin á
samningamál þjóna og veitinga-
manna eftir að hækkunin á
áfengi kom til. Helzta bitbeinið
— þjónustugjaldið — hefur nú
verið lagt til hliðar í bili og aðilar
hafa tekið til við að ræða sérkröf-
urnar.
Öskar Magnússon formaður Fé-
lags framreiðslumanna sagði, að
óneitanlega hefði áfengishækk-
Guðni Kjartansson kjör-
inn íþróttamaður ársins
I GÆR birtu Samtök íþrótta-
fréttamanna úrslit í hinni árlegu
kosningu sinni um „íþróttamann
ársins“. Að þessu sinni hlaut
Guðni Kjartansson knattspyrnu-
maður úr Keflavík flest stig í
atkvæðagreiðslunni og þar með
titilinn „íþróttamaður ársins
1973" og hinn veglega verðlauna
grip, sem sæmdarheitinu fylgir.
Er þetta í 18. Sinn, sem verðlauna-
grip þessum er úthlutað, en í
fyrsta sinn, sem knattspyrnumað-
ur hlýtur hann. I boði, sem Sam-
tök íþróttafréttamanna efndu til í
Sparisjóðs-
skírteinin
seldust upp
SPARISJÓÐSSKlRTEINI
ríkissjóðs, 2. flokkur 1973, sem
hafin var sala á í október,
seldust upp fyrir áramót. Alls
voru 210 milljónir gefnar út í
2. flokki.
Sighvatur Jónasson hjá
Seðlabanka íslands sagði í
samtali við blaðið í gær, að
þessi skírteini væru gefin út til
1-4 ára, og ekki væri hægt að
leysa þau út fyrstu 5 árin.
Grunnvísitala væri á þeim frá
1. nóvember sl. en síðan fylgdu
skírteinin hækkun bygginga-
visitölu. 5% meðaltalsvextir
eru á skírteinunum, en fyrstu
5 árin eru vextirnir ekki nema
3%.
gær. tók Guðni við bikarnum og
einnig boði Veltis h.f. og Volvo-
verksmiðjanna, til hátíöar þeirr-
ar í Svfþjóð, sem haldin er árlega,
er íþröttamáður Norðurlandanna
er krýndur, en Volvo-verksmiðj
urnar í Svíþjóð hafa gefið vegleg-
an verðlaunagrip, sem fvlgir því
sæmdarheiti.
I ræðu, sem Jón Asgeirsson for-
maður Samtaka íþróttafrétta-
manna flutti, er Guðna var af-
hentur bikarinn i gær, sagði hann
m.a.:
„Guðni Kjartansson er iþrótta
kennari að mennt, rösklega 27 ára
að aldri. Hann á glæsilegan
íþróttaferil að baki, sem óþarfi er
að kynna hér nema í fáum orðum.
Guðni hefur verið fyrirliði ís-
lenzka landslíðsins í knattspyrnu
undanfarin ár, og hann er fyrir-
liði 1. deildarliðs íþróttabanda-
lags Keflavíkur, en sigurganga
þess var nær óslitin í fyrra, eins
og allir muna. Guðni hefur hvað
eftir annað'sýnt ágæti sitt sem
knattspyrnumaður, bæði í leikj-
um deildarinnar hér heima, í
landsleikjum og leikjum í
Evrópumótum. En hann hefur
lika sýnt á sér aðra hlið. Hann er
góður félagi, hann hefur stjórn-
unarhæfileika, hann er áreiðan-
legur, hann virðir íþrótt sína, og
hann er reglusamur. Ef til vill er
Guðni líka mjög gott dæmi um
hinn eiginlega áhugamann í
íþróttum. Hann hefur stundað
æfingar af mikilli kostgæfni, og
hann hefur ekki látið sig vanta,
þegar til hans hefur verið leitað
til keppni. Þannig hefur Guðni til
að bera það, sem góðum íþrótta-
manni ber, og geta aðrir tekið sér
hann til fyrirmyndar, og ungir
knattspyrnumenn og aðrir
Framhald á bls. 31
unin haft áhrif í þá átt að liðka til
í deilunni. Hann benti á, að nú
væri svo komið, að þjónar sætu
uppi með illseljanlega vöru og þá
væri eðlilega spurningin, hvort
ekki ætti að reyna að hafa hana
eins ódýra og kostur væri. Þess
vegna hefðu menn nú tekið til við
að ræða sérkröfurnar.
Erling Aspelund hótelstjóri
sagði, að sú breyting hefði orðið á
samningafundi deiluaðila í fyrri-
nótt, að menn tóku að ræða sér-
kröfurnar óg lögðu prósentuna til
hliðar — í bili að minnsta kosti.
Við það hefði hreyfing komizt á
málin. Báðir voru þeir Óskar og
Erling hæfilega bjartsýnir um
lausn á næstu grösum.
Torfi Hjartarson sáttasemjari
sagði í gær, að hann hygðist halda
nýjan samníngafund með fram-
reiðslumönnum og veitingamönn-
um um kvöldið — eftir sáttafund-
inn með sjómönnum og útvegs-
mönnum.
í samtali, sem Morgunblaðið átti
við Tómas Þorvaldsson stjórnar-
formann Sölusambands isl. fisk-
framleiðenda um saltfiskfram-
leiðsluna á síðasta ári. Þar kom
fram, að saltfiskframleiðslan 1973
var um 700 tonnum minni en árið
áður, eða alls 37 þúsund tonn,
eins og áður segir. Af þeim fiski
voru 6 þúsund tonn tekin til
þurrkunar, sem verða að um 4
þúsund tonnum af þurrkuðum
fiski. Er það 2500 tonnum minna
en árið áður.
Saltfiskútflutningurinn á árinu
skiptist þannig: Blautfiskur nam
um 28.500 tonnum (25.800 árið
1972), þurrfiskur um 5.600 tonn-
um (6.100 árið 1972) og ufsaflök
Framhald á bls. 18
Rússneskar vélar
enn á Keflavíkurvelli
NU UM helgina eru væntanlegar
til Keflavíkurflugvallar þrjár
rússneskar flugvélar af gerðinni
AN-22, og eru þær allar á leið til
Kúbu.
Þessar vélar áttu upprunalega
að koma til Íslands siðast í desem-
ber, en einhverra hluta vegna
seinkaði þeim.
Pétur Guðmundsson flugvallar-
stjóri á Keflavikurflugvelli sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að gengið hefði sæmilega að af-
greiða rússnesku vélarnar fram
til þessa. Þá sagði hann, að í gær-
kvöldi hefði verið væntanleg til
Keflavíkurflugvallar rússnesk
skrúfuþota af gerðinni Illusyin
18, og var hún á Ieið til Kúbu.
30 brotnuðu og tognuðu
GÍFURLEG hálka var í Reykja-
vík í gærdag og voru þeir marg-
ir, sem fengu slæma byltu.
Meira en 30 manns voru flutt á
slysadeild Borgarspítalans, og
var þetta fólk annaðhvort
brotið eða hafði tognað illa.
Tryggvi Þorsteinsson læknir
á slysadeildinni sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi,
að læknar og starfsfólk slysa-
deildarinnar hefði ekki haft
undan að taka á móti fólki í
gær, sem hefði dottið og slasazt
í hálkunni. Komið var með
mann, sem hafði öklabrotnað,
og var það eina fótbrotið, en
aftur á móti voru handleggs-
brotin öllu algengari, því að
komið var með 10 manns, sem
höfðu handleggsbrotnað. Þá
var komið með fjöldann allan
af fólki, sem hafði tognað illa á
fæti.
Sagði Tryggvi að rík ástæða
væri til að hvetja fólk til að fara
varlega í hálkunni.
Á loðnan að greiða
niður olíuhækkunina?
FYRIRSJAANLEGIR eru miklir
erfiðleikar í öllum framleiðslu-
greinum sjávarútvegsins vegna
hinna gífurlegu hækkana á olíu.
Eftir því sem Morgunblaðið hefur
fregnað hefur Framkvæmda-
stofnunin látið gera yfirlit yfir
þessar hækkanir á olíu og áhrif
þeirra á rekstur sjávarútvegsins.
Samkvæmt þessu yfirliti nemur
olíuha'kkunin, miðað við desem-
berverð, kr. 322,7 milljónum f öll-
um framleiðslugreinum sjávarút-
vegsins og er það um 32,78%
meðaltalshækkun. Reiknað er
ineð verulegum hækkunum til
viðbótar, þegar kemur fram á
vetrarvertíð. Sú hækkun er að
vísu ennþá óþekkt stærð, en talið
er að hún geti jafnvel numið allt
að einum milljarði króna á árs-
grundvelli. Er þarna um að ræða
100% hækkun miðað viö það verð
á olfu, er gilti sl. vor.
Hefur nú heyrzt, að sjávarút-
vegsráðherra hafi í hyggju að láta
loönuna greiða þennan mun og
komast þannig hjá því að íþyngja
skuttogaraútgerðinni frekar, en
hún er sem kunnugt er sögð í
miklum krögguin um þessar
mundir. Hins vegar munu þessar
fyrirhuguðu ráðstafanir sjávarút-
vegsráðherra ekki mælast jafn
vel fyrir í öllum herbúðum
sjávarútvegsins.