Morgunblaðið - 20.01.1974, Page 1
16. tbl. 61. árg.
SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stjórn Belgíu
segir af sér
Vegna deilu um olíuhreinsunarstöð
Nú er u.þ.b. mánuður frá því að sól fór að hækka á Iofti og þó að hænufetið sé
stutt, safnast þegar saman kemur og lundin léttist með aukinni dagsbirtu.
Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson.
Briissel, 19. jan.,NTB.
FORSÆTISRÁÐHERRA Belgíu,
Edmond Leburton, afhenti í dag
Baudouin konungi lausnarbeidni
fyrir sig og stjórn sína og er búizt
viS, að kosningar fari fram í land-
inu áður en langt um líður.
Leburton baðst lausnar vegna
þess, að stjórnarflokkarnir þrír
gátu ekki komið sér saman um
tilhögum bvggingar olíuhreins-
unarstöðvar í landinu, í samvinnu
við íran og stjórn trans hefur
tilkynnt að hún hafi hætt við þátt-
töku.
Stjórn Leburtons mun sitja
áfram sem viðskiptaráðuneytis-
stjórn til bráðabirgða en hún
hafði verið við völd i þrjú ár.
Sósíalistaflokkurinn í ríkisstjórn-
inni var mjög hlynntur byggingu
oliuhreinsunarstöðvarinnar þar
sem hún myndi veita ríkisstjórn-
inni bein yfirráð yfir nokkrum
hluta olíukaupanna til landsins.
Hinir flokkarnir tveir voru and-
vigir samkomulaginu eins og það
lá fyrir.
Siðastliðinn miðvikudag bað
Erfiðir samningar við
Sýrlendinga eru framundan
Kairó og Tel-Aviv, 19. jan. AP
— NTB.
ÍSRAELAR og Egyptar
hafa þegar hafið undirbún-
ing að gerð áætlunar um
aðskilnað herja sinna við
Súezskurð í samræmi við
samkomulagið, sem gert
var í gær, en í samkomu-
laginu er kveðið á um, að
lokið skuli við að fram-
kvæma aðskilnaðinn innan
45 daga.
Sadat Egyptalandsforseti kom i
gærkvöldi til Saudi-Arabíu, sem
er fyrsti viðkomustaður hans á
ferð um 6 Arabaríki til að skýra
samkomulagið fyrir leiðtogum
þeirra. Sadat fer næst til Kuwait,
Gatar, Bahrain, Abu Dhabi og
Sýrlands. Sadat mun einnig ræða
við leiðtogana um möguleikana á
því, að gert verði svipað sam-
komulag milli ísraela og Sýrlend-
inga. Er gert ráð fyrir, að Sadat
komi til Damaskus á morgun.
Mjög óljósar fréttir hafa borist
af viðbrögðum ráðamanna í Sýr-
landi, en fregnir herma, að þeir
séu margir mjög bitrir og að til
tals hafi komið að slita stjórn-
málasambandinu við Egypta.
Stjórnarandstaðan í ísrael hef-
ur hafið mikla áróðursherferð
gegn samkomulaginu og hershöifð
inginn Ariel Sharon, sem leiddi
ísraelsher yfir Súezskurðinn i
október hefur sagt af sér i hern-
um í mótmælaskyni við samkomu-
lagið. Einn af talsmönnum stjórn-
arandstöðuflokksins Likud sagði:
„Við erum ekki á móti aðskilnaði
herjanna, en hér er um að ræða
hreina uppgjöf.'*
Moshe Dayan, varnarmálaráð-
herra ísraels, sagði i sjónvarps-
ávarpi til þjóðarinnar í gær: „Eft-
ir 25 ára stöðugar deilur og átök
við Egypta tel ég, að undirritun
samkomulagsins hafi verið ein
mikilvægasta stund í sögu þjóðar
okkar og að Egyptar og leiðtogar
þeirra vilji nú frið. Ég vona, að
við séum nú að losna úr styrjald-
arástandinu."
Samkomulagið við Egypta verð-
ur tekið til umræðu i ísraelska
þinginu eftir helgina og er búist
við hörðum deilum þar, en enginn
vafi er talinn á því, að stjórn
Goldu Meir takist að fá samkomu-
lagið samþykkt. Hins vegar gætu
harðar deilur gert forsætisráð-
herranum erfitt fyrir um stjórn-
armyndum, sem hún vinnur að
nú, eftir kosningarnar um ára-
mótin. Flokkur hennar, Verka-
mannaflokkurinn, fékk 51 þing-
sæti, missti 6, en stjórnarandstað-
an, Likudflokkurinn, fékk 39,
bætti við sig 7. Stuðningsflokkur
Verkamannaflokksins, Þjóðlegi
trúarflokkurinn hefur nú 10 þing-
sæti.
Augu manna beinast nú að því,
sem gerist í viðræðum Kissingers
og Sadats við sýrlenzka ráðamenn
um svipað samkomulag milli ísra-
Sirica vill rannsókn
á segulböndunum
Washington, 19. jan. NTB
JOHN Sirica dóinari hefur farið
þess á leit við rannsóknardömara
ríkisstjórnarinnar f Watergate-
málinu, Leon Jaworski, að hann
láti rannsóknarkviðdóm kanna,
hvort fram hafi farið ólöglegeyði-
legging sönnunargagna í málinu.
Er þessi ósk fram kornin vegna
þagna þeirra, sem reynzt hafa á
segulböndum Hvfta hússins með
samtölum Nixons forseta við
ýmsa samstarfsmenn sfna.
Vegna þessara tilmæla Sirica
hefur verið tilkynnt frá Hvfta
húsinu, þar sem segir, að engir af
starfsmönnum þess hafi gert sig
seka um ólöglegt athæfi í þessu
sambandi. Einn af lögfræðingum
forsetans, Fred Buzhardt, sagði
að tilmæli Sirica dórnara væri
með engu móti hægt að túlka sem
sönnun fyrir misferli af hálfu
starfsliðs forsetans. Dómarinn
hefur hins vegar sagt, að hann
hafi rökstuddan grun um, að
„einn eða fleiri" menn hafi með-
höndlað bönd þessi með ólögleg-
um hætti. Hann bætti því þó við,
að á þessu stigi málsins vildi hann
ekki ákæra neinn sérstakan fyrir
slíkt.
belgiska stjórnin um nýja
samningafundi við Iran til að fá
nánari skýringar á ýmsum atrið-
um, meðal annars tryggingum til
langs tima á afhendingu olíu frá
íran og á verðlagi. Stjórn Irans
tilkynnti svo i gær, að hún hefði
hætt við þátttöku í byggingu
stöðvarinnar vegna þess, að Belg-
ar hefðu lagt fram nýjar kröfur,
sem ekki væri aðgengilegar.
Fréttir frá Belgiu herma. að
sósialistar vilji ekki taka þátt í
myndun nýrrar samsteypustjórn-
ar og þvi verði að efna til
kosninga bráðlega.
ela og Sýrlendinga og gætti nokk-
urrar bjartsýni í gær. er fréttist
að Assad forseti hefði heimilað
Sadat að hefja viðræður fyrir
hönd Sýrlendinga um aðskilnað
herja Sýrlands og ísraels i Golan-
hæðum. Hins vegar er vitað, að
miklu meira ber í milli hjá þess-
um aðilum, en Sýrlendingar
krefjast algers brottflutnings
herja ísraels frá hernumdu svæð-
unum úr striðinu 1967, þannig að
120 þúsund sýrlenzkir bændur,
sem þá hröktust í burtu, geti snú-
ið aftur heim. Hafa Sýrlendingar
fram til þessa sagt, að ekkert þýði
að hefja friðarviðræður, fyrr en
þessum skilyrðum hafi verið full-
nægt. ísraelar segja hins vegar,
að ekki komi til greina að þeir láti
Golanhæðir af hendi, þar sem þær
séu lífsnauðsynlegar fyrir varnir
landsins. Isráelar hafa einnig
neitað að ræða við Sýrlendinga
þar til þeir hafi afhent lista yfir
ísraelska stríðsfanga og leyft eft-
irlitsmönnum Alþjóða Rauða
krossins að kanna fangabúðirnar
og aðbúnað fanganna, sem sagður
er mjög slæmur.
5 Rússar
reknir
frá Peking
Pekins, 19. jan. AP.
FRÉTTASTOFAN Nýja
Kína skýrði frá því í dag,
að Pekingstjórnin hefði
vísað 5 sovézkum sendi-
ráðsstarfsmönnuin úr
landi fvrir njósnir.
Fréttir þessar voru mjög
óljósar og hafði ekki
komið nánari skýringar,
eða viðhrögð, er Mhl. fór
í prentun í gær.
Noregskonungur
í sjúkrahús
ÓLAFUR Noregskonungur, sem
stendur nú á sjötugu, hefur verið
lagður á sjúkrahús í Ósló vegna
lugnabólgu, að því er talsmaður
hans skýrði frá í dag. Hann sagði,
að líðan konungs væri eftir atvik-
um góð en hann yrði i sjúkrahús-
inu i nokkra daga.
Skyndifundur
FRANSKA stjórnin var kvödd
saman til óvænts skyndifundar í
dag (laugardag) til að fjalla um
„efnahagsráðstafanir", en Valery
Giscard d'Estaing skýrt fram, að
ekki stæði til að lækka gengi
franska írankans. Pompidou for-
seti boðaði til fundarins eftir að
hafa rætt við d'Estaing á föstu-
dagskvöld, en þá kom ráðherrann
af fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins í Róm.
Kínverjar og S-Vietnam-
ar berjast á S-Kínahafi
Saigon 19. janúar AP.
HERSTJORNIN í Saigon skýrði
frá því í dag, að s-vietnamskur
tundurspillir hefði í inorgun skot-
ið kínverskan fallbvssubát nteð
60 manna áhöfn f kaf eftir
sjóorrustu undan Paraceleyja-
klasanum á S-Kínahafi, en deilur
hafa lengi staðið milli Kína og
S-Vietnam um yfirráð vfir eyjun-
um og magnaðist sú deila í vik-
unni, er kínverskir fiskimenn
gengu á land á eyjunum og drógu
kínverska fánann þar að húni.
Eyjarnar eru uin 400 kin fyrir
austan s-vietnömsku hafnar-
borgina Danang og um 350 km
undan kfnversku eyjunni Hainan.
í fréttum frá herstjórninni i
Saigon segir, að hugsanlegt sé, að
s-vietnömskum fallbyssubáti. með
100 manna áhöfn hafi verið sökkt
af fjarstýrðri kinverskri eldflaug.
Sagði herstjórnin, að 11 kinversk
skip væru á þessum slóðum. 600
s-vietnamskir landgönguliðar eru
á Duncaneyju, sem er ein stærsta
eyjan i klasanum.
Engar fréttir hafá borizt af at-
burði þessum frá Kína og fremur
óljóst hversu alvarlegt ástandið
er á þessuin slóðum.