Morgunblaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974
7
Kvikmsmdir! m u 7
Eftír Bjortt Vtgní Sígurpálsson ™ 6 V ■ ■
SÍÐLA í október á liðnu ári settist
hinn virti brezki kvikmyndagagn-
rýnandi Richard Roud niður —
nýkominn heim frá Bandaríkjun-
um — og reit ofurlitla grein í blað
sitt — The Guardian. ,,Það er
hættulegt að nota orðið endur-
reisn," hóf hann grein sína. „Fyrir
fáeinum árum greip ég til þessa
orðs heldur fljótfærnislega í grein
sem ég ritaði um Nýju þýzku kvik-
myndina, og að þvi búnu — með
aðeins þremur undantekningum
— kollsteyptist hún og dó drottni
sínum. Þetta hefur verið frjóasta
ár í bandarískum kvikmyndaheimi
i herrans mörg ár, með hálfa tylft
nýrra kvikmynda eftir unga leik-
stjóra, sem mætti — að minnsta
kosti — kalla efnilega. Svo það er
bezt að herða upp hugann og kalla
þetta endurreisn."
Hér sannaðist sem oftar, að
glöggt er;gests augað, því að það
var ekki fyrr en hálfum öðrum
mánuði síðar, að ofangreind stað-
reynd rann upp fyrir gagnrýnend-
um bandariskra fjölmiðla. Að vísu
má deila um það fram og aftur,
hversu mikil endurreisn er á ferð-
inni þar vestra, en hitt er eins vist,
að árið 1973 var árið sem ungir
kraftar innan bandarísks kvik-
myndaiðnaðar fengu tækifæri í
rikari mæli en áður.
j grein sinni tiltók Roud þrjár
myndir ungra leikstjóra, sem eink-
um vöktu athygli hans — Mean
Street, mafiumynd eftir Martm
Scorsese, American Graffiti eftir
George Lucas og Electra Glide in
Blue eftir James William Guercio.
Telur hann þær allar hafa eitthvað
það til brunns að bera, er veki
með mönnum vonir um, að
höfundarnir eigi eftir að láta meira
til sin taka á næstu árum.
Af þremenningunum hefur hinn
síðastnefndi orðið minnstur spá-
maður i heimalandi sinu, og liggur
nú nokkurn veginn fyrir að óvæg-
in gagnrýni hefur kálað þessu
erfiði hans i kvikmyndahúsum
vestra. New York Times kallaði
hana til dæmis „samsull" ársins
og í nýlegri forsiðugrein News-
week um þessa upprennandi kvik-
myndagerðarmenn er hans ekki
getið einu orði. Roud telur þessa
gagnrýni alltof ómilda, þar sem
gagnrýnendur einblíni aðeins á
neikvæða parta myndarinnar og
sjáist þar yfir það sem vel er gert.
Myndin er dálitið í ætt við Easy
Rider og Roud getur sérstaklega
útfærslu og skynjun leikstjórans á
sögusviðinu — landslaginu i
Arizona, sem gæði myndina
óvenjulegum eiginleikum. Má
ætla að þessi aðför gagnrýnenda
að Guerico stafi af heldur óheppi-
legri auglýsingastarfsemi, þar eð
dreifingarfélag myndarinnar aug-
lýsti leikstjórann á heilsiðu í NYT
án þess að gera myndinni sjálfri
þar nokkur skil. Hefur þetta senni-
lega þótt ótimabær persónudýrk-
un.
Öllum ber saman um, að
American Graffiti sé öllu inntaks-
meiri kvikmynd, enda hefur hún
hlotið einróma lof. Lucas leikstjóri
sækir efnið i eigin uppvaxtarár og
segir þar frá fjórum ungum piltum,
sem nýlokið hafa stúdentsprófum,
áhugamálum þeirra og hvernig
leiðir skilja vegna mismunandi
lifsköllunar. Lucas þessi vakti þó
nokkra athygli á sér fyrir þremur
árum með myndinni THX 1138,
þar sem hann tók fyrir vísinda-
skáldsögulegt efni í Godardstíl.
Þegar hann birtist svo með hand-
ritið að American Graffiti, vildi
ekkert kvikmyndafélag líta við
þvi, unz Universal líknaði sig yfir
það, eftir að hafa gefið sér góðan
tfma til umhugsunar. Félagið á
sennilega ekki eftir að sýta þá
fjárfestingu, þar eð talið er að
myndin muni sópa inn allt að 15
milljónum dala. „Bara það að við
erum ungir, táknar ekki, að við
séum fffl," segir Lucas, „en það
tók kvikmyndafélögin langan tfma
að átta sig á því."
Þriðja myndin sem Roud
minntist á i grein sinni — Mean
Street hefur einnig fengið skin-
Endur-
reisn
amerísku
arinnar
Martin Scorsese
andi viðtökur heima fyrir; Vincent
Canby hjá New York Times kallar
hana „óviðjafnanlega fyrsta
flokks kvikmynd" og Pauline
Kael, sú mikla valkyrja gagn-
rýnenda vestan hafs helgaði henni
næstum eins mikið rúm í New
Yorker og Last Tango in Paris,
sem þótti þó með eindæmum.
Mean Street gerist f ítalska
hverfinu i Eystri-Manhattan, þar
sem Scorsese ólst upp og hann
segir einfaldlega: „Mean Street er
ævisaga min." Scorsese er ekki
algjör nýgræðingur á sviði kvik-
myndagerðar, því að fyrir fáeinum
árum gerði hann mynd á vegum
Roger Corman sem nefndist Box
Car Bertha, og ku hafa farið fram
hjá öllum i Bandaríkjunum, en var
hins vegar siðar sýnd við skínandi
aðsókn f London.
Leikstjórarnir, er Roud tiltekur
ekki f grein sinni, eru væntanlega
John Milius með mynd sfna
'billinger, Ralph Bakshi með
Heavy Traffic og Brian De Palma
með myndina Sisters. Þessir leik-
stjórar eru allir um þrftugt.
Hinn fyrstnefndi — John Milius
hefur þegar að baki töluverða
reynslu innan kvikmyndanna sem
handritahöfundur og meðal fram-
laga hans á þvi sviði má nefna
Dirty Harry, Jeremiah Johnson og
The Life and Times of Judge Roy
Bean. Efnið í Dillinger sækir
Milius í ævi og feril eða öllu
heldur misferil samnefnds stór-
glæpamanns, og þykir meðferð
hans á þessum annars dálftið út-
vatnaða efnivið um margt
athyglisverð.
Bakshi er sennilega kunnastur
þessara ungu leikstjóra — eftir að
hann sendi frá sér Felix the Cat,
fyrstu teiknimynd sögunnar, sem
bönnuð var börnum innan 1 6 ára.
Engu að síður hefur hann stundum
verið kallaður arftaki Disney, og
mynd hans Heavy Traffic hefur
yfirleitt fengið mjög lofsamlega
dóma. Þar lýsir hann með heldur
óhugnanlegum hætti stórborgar-
lífinu og bílismanum, sem allt
ætlar þar að drepa.
Loks er að geta Brian De Palma
og hrollvekju hans The Sisters.
Palma á að baki töluverðan
frægðarferil sem höfundur til-
raunakvikmynda eða „under-
ground"-mynda, eins og þær eru
nefndar í heimalandi hans. Ein
þeirra, pólitfsk satíra undir titlin
um Greetings hlaut til dæmis
Silfurbjörninn f Berlfn 1969.
Annálaðasta myndin er samt vafa-
laust Be Black Baby, en þar gefur
að líta undarlegt leikhúsverk, sem
einungis svartir leikarar standa
að. Þeir eru allir með hvítfarðað
andlit til að fá hvíts manns yfir-
bragð, og lokaþátturinn í þessu
merkilega leikhúsverki, sem
Palma byggir mynd sfna á, er að
leikendur demba sér skyndilega út
í áhorfendasalinn og taka til við
að berja og nauðga hinum hvíta
frjálslynda áhorfendahópi. The
Sisters er af dálftið öðrum toga
spunnin — hrollvekja í nokkuð
hefðbundnum stíl nema hvað þar
koma aðallega morðóðir Síamství-
burar við sögu.
Rétt er að geta þess, að ekki eru
allir bandarfskir gagnrfnendur
sáttir við þessa ungu leikstjóra. Á
dögunum birtist til að mynda
grein f NYT eftir Foster nokkurn
Hirch, þar sem hann leiðir að því
rök, að þessir ungu menn stundi
lítið annað en skipulegan stuld úr
gömlum og góðum kvikmyndum
og varla örli á frumsamdri hug-
mynd í verkum þeirra. Þannig sé
Dillinger ekkert annað en endur-
tekning á Bonny and Clyde —
atriði fyrir atriði, Electra Glide in
Blue á að vera stæling á Easy
Rider, nama hvað þemanu er
snúið við, því að þar verði góða
löggan fórnarlamb byssuóðra
landshornaflakkara, og loks segir
Hirsch, að Sisters sé ekkert annað
en Hitchcock á villigötum, þar
sem boðið sé upp á barrósk til-
brigði við Psycho og Rear
Window.
TAPAST HEFUR rauður hestur 5 vetra frá Sjávar- hólum, Kjalarnesi Mark Vaglskora framan hægra. Þeir sem geta gefið upplýsingar, vinsamlegast láti vita i sima 1 7259 TIL LEIGU 3ja herb góð íbúð á 3 hæð við Háaleitisbr. leigist með hita. Tilb leggist á Mbl f 31 |an er til- greini fjölsk.st., leigugetu og fyrir- framgr. merkt: Háaleitisbraut — 3098
TRÉSMÍÐI Uppsetning á milliveggjum og viðarþiljum Smíða einnig fata- skápa og margskonar hillur í barnaherbergi, geymslur og bíl- skúra Upp í síma 53536 TILSÖLU VOLGAÁRG. '73 ekinn 30 000 km Talstöð og gjaldmælir gætu fylgt. ef um leigubifreiðastjóra væri að ræða Uppl i sima 43336 eftir kl 7 i kvöld og næstu kvöld
DÖMUR stytti og þrengi kápur og draktir Tekið á móti fötum og svarað i sima 37683 frá kl 7 — 9 á kvöldin mánud og fimmtud FATABREYTINGAR fyrir herra Tekið á móti fötum og svarað i sima 37683 frá kl 7 — 9 á kvöldm, mánud og fimmtud
SKATTAFRAMTÖL Tökum að okkur skattaframtöl Sigurður Helgason, hrl Þorleifur Jónsson, Þingholtsbraut 53, simi 42390 Upplýsingar kl. 3—6 alla daga HESTHÚS TIL SÖLU afbragðsgott Fjórir stallar Einnig efnileg ung hryssa og 3'/2 tonn af heyi Simi 37981
DOMUR Snið síð pils og kjóla Þræði saman og máta Sigrún Á. Sigurðardóttir, Drápuhlíð 48 2. hæð, simi 19178 HANDAVINNUNÁMSKEID Taumálun. myndvefnaður. flos (bæði fina og grófa nálin). embrodery o.fl , byrjar i næstu viku. 22 janúar Upplýsingar i sima 41955
VW 1 300 árgerð 68, mjög vel með farinn, til sýnis og sölu strax Uppl i sima 81488 VIL KAUPA IBUÐ! Óska eftir 2ja herb ibúð fyrir eldri konu íbúðin greiðist að fullu á e«nu ári. Uppl i sima 71 875
EIGNIZT VINI UM ALLAN HEIM Gangið i stærsta pennavinaklúbb i Evrópu Sendum ókeypis bækling HERMES, Box 1 7 Berlin 1 1, Germany. IBÚD ÓSKAST Ung barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. ibúð i Reykjavík. Uppl. i sima 3841 9
FRANSKA C.D. BÓMULLAR- GARNIÐ í öllum litum. Fjölbreytt úrval af gobelinteppum frá Gunnari Peter- sen Hannyrðaverzlunin Grímsbæ við Bústaðaveg. Sími 86922. NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL af hannyrðavörum Dúkaefni fjöl- breyttir litir og mynstur Flosnálar og teppi Höldur á klukkustrengi i öllum stærðum Hannyrðaverzlunin Grímsbæ við Bústaðaveg Simi 86922.
KEFLAVÍK — SUÐURNES Til sölu einbýlishús á góðum stað i Keflavik. Til greina kemur skipti á 3ja herb. ibúð i Reykjavik. Bila- og fasteignaþj Suðurn simi 92-1535, eftir lokun 92- 2341 ÞORRAMATUR — VEIZLUMATUR Matarbúðin, Hafnarfirði sér um þorramatinn i þorrablótin, 1 6 teg- undir mmfaldar Einnig köld borð og annan veizlumat Matarbúðin Hafnarfirði. S. 51186.
SKATTFRAMTÖL Veitum aðstoð við skattframtöl. Pantið tima sem fyrst Simar 41095 og 85789 Framtalsþjónustan MagnúsA. Bjarnason. Þórólfur Kristján Beck. TILSÖLU er Toyota Corona station árg 66. litið ekinn og i sérflokki hvað gæði snertir Greiðsluskilmálar. Upþl i sima 1 7888
TILSÖLU 2ja hásinga MAN '65 model með 7 metra löngum palli, yfirbyggð- um. Upplýsingar í sima 23308. SEM NÝR PLYMOUTH DUSTER, árgerð 1962 til sýnis og sölu mánudag hjá Stillingu. Skeifunni 11— Keyrður 7 500 milur
TRÉSMIÐUR ÓSKAST strax á verkstæði. Upplýsingar i sima 1 5686. Vinnustofa Eyvindar Árnasonar. STOFA OG LÍTID SVEFNH. TIL LEIGU með aðg að eldh þvottah og sima. Fyrir reglusöm barnl. hjón eða einstakling. Tilboð merkt: ..Reglusöm 3143 sendist atgr. Mbl ásamt heimilsf og siman SKATTFRAMTÖL Veiti aðstoð við skattframtöl og reikningsskil einstaklinga og fyrir- tækja. Jón Ó. Hjorleifsson. viðskiptafræðingur, sími 33313
iesið DHGLEGD
T résmlðavélar
til sölu
Kantpússivél, bandpússivél, radialsög, (bútsög),
hulsubor, blokkþvingur, (Úlmía), loftpressa og
sprauta fyrir lakk, rekkar fyrir timbur og spón.
Húsgagnavinnustofa Helga Einarssonar,
Brautarholti 26.