Morgunblaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐÍÐ, SUNNUDÁGUR 20. JANÍjÁR 1974 Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi: Engin framlög á fjárlögum til heUsugœztu stöðvar í Breiðholti Helztu punktar Helztu atriði í ræðu Markúsar Arnar Antons- sonar eru þessi: Q Mæðravernd og barnavernd opna starfsstöð að Asparfelli 12 í Breiðholti í lok janúar. l] Heilsugæzlustöð mun rísa við Stekkjarbakka í Breiðholtshverfi. □ Megináherzla verður lögð á uppbyggingu heilsugæzlustöðva í Breiðholti og Arbæjar- hverfi. □ Lögum skv. ber ríkissjóði að greiða 85% af kostnaði við heilsugæzlustöð, en engin fjár- framlög eru á f járlögum í ár. □ Ríkisvaldið og Magnús Kjartansson heil- brigðisráðherra hafa gersamlega brugðizt Revkvíkingum. I stækkandi borj; er heilbrijiðis- yfirvöldum Reykjavíkur ljóst. að breytinga er þörf á heilbrigðis- þjúnustunni frá þ\ í. sem veriö hefur á liðnum tímum. Þjónusta Heiisuverndarstöðvar Reykjavík- ur hefur af þessum sökum verið aukin. með því að vissir þættir hennar. eins og barnavernd. hafa verið færð út í hverfin og er hún nú rekin á þremum stiiðum í borg- inni utan Heilsuverndarstöðvar- itinar sjálfrar. 1 lok janúar mun mæðravernd og barnaverndín opna starfsstöð að Asparfelli 12 í Breiðholtshverfi og segja má. að það verði fyrsti vt'sir heilsugæzlu- stiidvar í úthverfi Reykjavfkur en eins og borgarfulltrúum er kunn- ugt. er undirbúningur þeirrar stöðvar með margþættri þjónustu. nú langt á veg kontin og teikning- ar að húsnæðinu hafa verið til umfjöllunur hjá heilbrigðismála- ráði. A fundi heilbrigðismálaráðs hinn 30. nóvember voru Iagðar fram tillögur fulltrúaráðsins og Ólafs Mixa læknis um forsögn um rekstur og byggingu þessarar stöðvar og voru þær samþykktar á fundinum, en jafnframt vísað til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins til staðíestingar. Tildrög málsins voru þau, að seínt á árinu 1971 var að tilhlut- an Heilbrígðismáaráðs Reykja- víkurborgar stofnuð nefnd, er í áttu sæti fulltrúar frá heil- brigðismálaráði, Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur og Lækna- félagi Reykjavíkur. Formaður nefdarinnar var Birgir maður heilbrigðismálaráðs. Nefnd þessi átti að taka til athugunar og gera tillögur til heilbrigðismálaráðs um tilhögun læknisþjónustu f Arbæjar- og Breiðholts- hverfum. Niðurstaða nefnd- arinnar var samþykkt í heilbrigð- ismálaráði 11.2. 1972 og í borgar- stjórn 17. sama mánaðar. Samþykkt var. að Reykjavíkur- borg hefði frumkvæði að undir- búningi og frantkvændum við að reisa heilsugæzlustöð í Breið- holtshverfi. og samin voru drög að fyrstu forsögn slíkrar bygging- ar. Skyldi Reykjavíkurborg taka upp samningaviðræður víð ríkið og sjúkrasamlag um þátttöku í stofnkostnaði. í apríl 1973 voru samþykkt á Alþingi lög um heiibrigðisþjón- ustu, sem kveða á um m.a. heilsu- gæzlustöðvar og skilgreina verk- svið þeirra, ásamt ýmsum ákvæð- um um byggingar- og reksturs- kostnað stöðvanna, svo og um stjórnunarfyrirkomulag. Akvæði hinna nýju laga um heilsugæzlu- stöðvar falla að verulegu leyti saman við fyrirætlanir borgarinn- ar í þessu efni. Haustið 1972 réð Sjúkrasamlag Reyjavíkur Ólaf Mixa lækni til að gera tillögur um rekstur og bygg- ingu heilsugæzlustöðvar og sam- þykkti heilbrigðismálaráð, að Jón Haraldsson arkitekt yrði ráðinn til aðstoðar Ólafi. Tillögur þessara aðila hafa svo verið samræmdar þeim tillögum, er borgarstjórn htifði áður sam- þykkt, og auk þess var höfð hlið- sjón.af Iögum um heilbrigðisþjón- ustu frá apríl 1973. Heilsugæzlustöð í Breiðholti 1 tillögunum. sem heilbrigðis- málaráð hefur sent frá sér, ergert ráð fyrir. að reist verði 1100 fer- metra húsnæði á einni hæð við Stekkjarbakka í Breiðholtshverfi til að hýsa starfsemi heilsugæzlu- stöðvarinnar. í forsögninni segir, að um skipulagningu heilsugæzlu- stöðva í Reykjavík gíldi nokkur sérsjónarmið miðað við heilsu- gæzlustöðvar annars staðar. sér- staklega vegna þess að ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar í Reykjavík eru þegar í föstum far vegi. sem ekki er ástæða til að breyta að svo stöddu. Má þar FRÁ BORGAR- STJÓRN nefna ýrnsa þætti heilsuverndar- starfs. í þessu efni er því f nokkr- ■um atriðum vikið frá lögunum um heilbrigðisþjónustu. Helztu þætt- irnir í starfsemi stöðvarinnar yrðu þessir: Almenn læknisþjönusta, vakt- þjónusta, vitjanir til sjúklinga og slysaþjónusta (minni slys). Læk ni nga ra n nsók ni r, Sérf ræði - leg læknisþjónusta, heilsuvernd, þar með talin: mæðravernd, ung- barna- og smábarnavernd, hóp- skoðanir og skipulögð sjúkdóma- leit, endurhæfing, félagsráðgjöf og heimahjúkrun. í þessum áformum felst meðal annars áætlun um, að starfslið umræddrar stöðvar verði 6 heim- ilislæknar í fullu starfi, ráð- gefandi sérfræðingar í hluta, 3 hjúkrunarkonur, 1 ljósmóðir, 3 sjúkraliðar og 10—12 aðrir starfsmenn. Samkvæmt nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu ber rfkissjóði að greiða 85% af kostnaði við byggingu og búnað heilsugæzlu- stöðva, en viðkomandi sveitarfé- lagí 15%. Þrátt fyrir þessi ákvæði hefur ekki verið gert ráð fyrir því, að ríkissjóður fjármagni framkvæmdir við heilsugæzlustöð í Breiðholti á árinu 1974 þvf að í fjárlögum hafa alls engir pening- ar verið ætlaðir til þeirra. Ríkisvaldið hefur gjörsamlega brugðizt Reykvíkingum í þessu efni, þó að þarfirnar séu auðsjá- anlegar og brýnar. Því hefur áður verið haldið fram í umræðum unt þessi mál hér í borgarstjórn, af fulltrúum minnihlutans að þing- menn, þar á meðal þingmenn Reykvíkinga, hafi samþykkt, að fjármagni til bygginga heilsu- gæzlustöðva skyldi beint út á landsbyggðina. Ég vil ekki trú því, að fulltrúar okkar borgarbúa á Alþingi hafi vísvitandi verið að koma í veg fyrir, að áforrn um heilsugæzlustöðvar Reykjavík og þá mikilvægu þjónustu, sem þar yrði rekin, kæmust í framkvæmd. Bætt heimilislækna- þjónusta Ólafur Mixa læknir hefur í greinargerðum með tillögum um heilsugæzlustöð f Breiðholti lagt þunga áherzlu á þá miklu nauð- syn fyrir heilsugæzlustöðvar, sem er til staðar í Reykjavík, og alveg sérstaklega þá með bætta heimil- islæknaþjónustu i huga. Ólafur Mixa segir m.a. með leyfi forseta: ..Mikið hefur verið talað unt hinn geigvænlega skort á læknis- þjónustu í dreifbýlinu, og hefur komið í ljós, að hér sé ekki um skort á tekjumöguleikum að ræða, heldur um skort á starfsað- stöðu og fullnægingu í starfi til htmda heilbrigðisstéttum. Er heilsugæzlustöðvum ætlað að vinna bug á því vandamáli. í ofan- greindum nýjum lögum um heilsugæziu er einnig kveðið á um, að strjálhýlið eigi að eiga forgangsrétt á byggingu slíkra stöðva. Mun hljóðar hefur farið um hið algjöra ófremdarástand, sem ríkt hefur á sjálfu höfuðborgarsvæð- inu í heimilislækningum. Eru t.d. á þvi sviði mun færri heimils- læknar miðað við fbúafjölda held- ur en utan þess svæðis. Er yfir- leitt aðstaða heimilislækna á höf- uðborgarsvæðinu til að stunda fag sitt mun lakari heldur en ann- ars staðar á landinu. Auðvitað er öllum ljóst það ó- fremdarástand, sem af því hlýzt að hafa engan lækni i héruðum, og sízt skal draga úr nauðs.vn þess að úr verði bætt hið fyrsta. Á Reykjavíkursvæðinu eru altént læknar á kreiki, sem hlaupa oft undir bagga til aðstoðar heimilis- læknunt. Það breytir þó ekki, að sú þjónusta, sem veitt er á höfuð- borgarsvæðinu er ákaflega glopp- og glöppótt og rekin við næsta frumstæðar aðstæður og fer versnandi eftir þvi sem æ færri iaðast að heimilislæknastarfinu, svo sem raun ber vitni nú. Nægir að kynna sér hug neytenda um þetta mál, sem eru ákaflega ó- ánægðir með þá þjónustu sem þeir njóta, og er þó óhætt að segja, að ekki sé við læknana að sakast, sem eru yfirhlaðnir störfum. Það1 'er því ekki síður brýn þörf að bæta aðstöðu til heimilislækninga á höfuðborgarsvæðinu, og ber sízt að draga áherzlu úr þvf, þrátt fyrir ofangreind ákvæði i lögum um heilsugæzlu, einkum þegaf vitað er, að annars muni heimilis- læknastéttin skreppa algjörlega saman á næstunni. Með tilliti til þessa hefur m.a. verið stefnt að byggingu heilsugæzlustöðva í heilbrígðisskipulagningu höfuð- borgarsvæðisins." Afstaða heilbrigðis- ráðherra Nú vill svo til, að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem fer með forsjá þessara mála fyrir hönd rfkisins og á að geta haft mikil áhrif á ákvarðanir um heilsugæzlustöðvar, er einmitt þingmaður Reykvíkinga. Það má því spyrja, af hverju í ósköpunum uniræddur ráðherra skuli ekki hafa beitt áhrifum sínum til að þessi vandamál umbjóðenda hans yrðu leyst. Það nýmæli hefur gerzt i tið þessa ráðherra, að annað slagið heyrast opinberar tilkynningar, sem hefjast á orðalaginu: ,,Heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, Magnús Kjartansson, hefur ákveðið" o.s.frv. --- Persónulegt lítillæti hæstvirzt ráðherra er einkanlega kynnt opinberlega með þessum hætti, þegar bætur almannatrygginga eru hækkaðar, svo sem alltítt er orðið nú í óða- verðbölgunni, og lög gera ráð fyr- ir. Sé ráðherrann raunverulega sá áhrifaaðili i fjármálastjörn ríkis- ins, sem hann vill vera láta, eins og þetta auglýsingaskrum hans ber með sér er það ekki nema sjálfsögð og eðlileg krafa Reyk- víkinga, að hann beiti persónuleg- um áhrifamætti sínum í ríkis- stjórninni til að leiða til lykta þessi stórkostlegu hagsmunamál Reykvíkinga í heilbrigðisþjónust- unni. Megináherzla á Breið- holt og Arbæ Endanlegt skipulag heilsugæzlu- þjónustu í Reykjavík liggur ekki fyrir umfram það, að megin- áherzla verður lögð á uppbygg- inguna í Breiðholtshverfi og Ar- bæjarhverfi. Uppi eru hugmyndir um að nýta þær heilbrigðisstofn- anir, sem fyrir eru i borginni, fyrir heilsugæzlustarfsemi, eftir því sem við verður komið. Er í því sambandi fjallað um húsrými í Borgarspítalanum og ég skýt þ'vf fram, hvortiekki væri hugsanlegt að leita samninga um aðstöðu við Landakotsspítala. Um það, hvort miða skuli við, að hver heilsugæzlustöð þjóni ákveðrrum fjöld samlagsmanna fremur en fastákveðnu svæði, eru sérfróðir menn ekki á eitt sáttir. Hugmyndin um svæðisbundna þjónustu verður studd með gild- um rökum eins og þeirn, að bæði sé hún til hagræðis fyrir almenn- ing; sem þarf á þjónustu heimilis- lækna að halda, og líka fyrir læknana sjálfa, þegar þeir að loknum starfsdegi á stöðinni þurfa að fara í vitjanir heim til sjúklinga. Er í hvoru tveggja til- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.