Morgunblaðið - 20.01.1974, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1974
_____Köttur úti í múri:
Börnunum boðiðl œrlegt œvinti/ri
Fyrsta leiksviðsverk Andrés-
ar Indriðasonar barnaleikritið
KÖTTUR ÚTI I MYRI, verður
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í'
dag, en framvegis verðurverkið
sýnt á laugardögum og sunnu-
dögum. Andrés vinnur i lista-
og skemmtideild Sjónvarpsins,
en áður var hann blaðamaður á
Morgunblaðinu. Við röbbuðum
við Andrés uin leikritið þegar
hann var rétt nýkominn af
einni lokaæfingunni.
„Hvernig gekk æfingin"?
„Hún gekk vel, við fengum
100 börn sem gesti á æfinguna
til þess að prófa undirtektir, og
þær voru slíkar, að ég hefði
aldrei trúað því að óreyndu.
Það er skemmtilegt að hafa
upplifað það."
„Hvernig byggir þú leikritið
upp?"
„Sögumaðurinn, sem Ævar
Kvaran leikur, byrjar á því að
bjóða börnin velkomin i leik-
húsið og síðan fer hann að |
benda þeim á eitt og annað, sem
þarf til þess að ein leiksýning
geti orðið að veruleika. Þannig
er leikritið öðrum þræði kynnig
á leikhúsinu sjálfu, ljósunum,
leikmyndunum, leikurunum og
því, sem þarf í þráðinn. Þannig
er stefnt aðþvf að gera leiksýn-
inguna að veruleika.
Leikhúsið er töfraspegill,
sem getur speglað lifið eins og
það er og það getur einnig
speglaðævintýrið i öliu hugsan-
legu hugmyndaflugi og KÖTT-
UR UTI I MÝRI er ævintýri.
Svo kemur að því að velja
persónurnar í leikritið og með
hjálp barnanna í salnum kallar
sögumaðurinn fram Ijón i leik-
ritið. Sögumaður gefur sig á tal
við einn dreng í salnum og býð-
ur honum upp á sviðið og að
vera þar og hjálpa sér og börn-
unum í salnum að búa til leik-
ritið, búa til ævintýrið. Strák-
urinn fær að velja sér persónu
og hann velur sér kóng og þar
með fer ævintýrið af stað og
það eru sögumaðurinn og strák-
urinn, sem heitir Einar Sveinn,
sem búa til leikritið með hjálp
barnanna i salnum.
En margt fer öðruvísi en ætl-
að er og persónur, sem ekkí
eiga að vera með í leikritinu,
stelast inn í ævintýrið og óvænt
atvik gerast. Sögumaðurinn og
Einar Sveinn vita ekki sitt rjúk-
andi ráð, en börnin i salnum
vita betur.“
„Hvert er nafnið sótt?“
„Nafnið KÖTTUR ÚTI 1
MÝRI helgast af því, að þegar
sýningin hefst er ekki vitað um
endinn að öðru leyti en því, að
hér á aðgerast ævintýri."
„Á hvað leggur þú mesta
áherzlu í leikritinu?"
„í ieikritinu gerast iðulega
óvænt atvik og börnunum
fínnst gaman að láta koma sér á
Andrés Indriðason.
óvart. Einmitt þetta ásamt
kímni vildi ég láta, vera ríkj-
andi í leikritinu.”
„En hvað um hræðsluna, sem
er svo sterkur þáttur í barna-
leikritunum?"
„Oft og iðulega hefur
grimmdin og ofbeldið verið
ríkjandi í ævintýrum fyrir börn
og til dæmis má nefna Gríms-
ævintýri, þar sem telft er sam-
an sakleysinu og skepnuskapn-
um á kostnað þess, að börnin,
sem eiga að njóta, eru dauð-
hrædd. En allt er þetta undir
yfirskini fagurra ævintýra.“
„Mér finnst tími til kominn
að víkja frá þessari stefnu og
bjóða börnunum í staðinn upp á
ærlega skemmtun, sem þau
geta lifað sig inn í og hlegið að
um leið og þau verða þátttak-
endur í rás óvæntra atvika, sem
byggjast á skemmtilegum til-
þrifum, en ekki hræðslu.”
„Sé um boðskap að ræða í
þessu leikriti þá er hann sá, að
það er gott að eiga vini og
hamingjan er ekki fólgin í því
að eiga allt af öllu og fá allt,
sem hugurinn girnist.
Prinsessan f ævintýrinu er
sannarlega i góðra vina hópi, en
það hefur líka verið ánægjulegt
fyrir mig að hugmyndir mínar
hafa alveg komið heim og sam-
an við leikstjórn Gísla Alfreðs-
sonar og leikmyndir Jóns Bene-
diktssonar, sem eru einfaldar
og yfirlætislausar, finnast mér
falla sérstaklega vel að efninu."
„Hvenær ritaðir þú KÖTT
ÚTI 1 MÝRI?-
„Fyrstu drögin setti ég á blað
fyrir tveimur árum og síðan hef
ég ritað verkið nokkrum sinn-
um upp, en síðastá gerðin varð
til sumarið 1973 og þá naut ég
góðrar samvinnu Gísla Alfreðs-
sonar.“
„Hvernig finnst þér að semja
fyrir börn?“
„Börnin segja manni strax
hvað þeim býr í brjósti og þau
segja það af heilum hug. Þau
eru glöð ef þeim líkar vel, en
þau byrja líka fljótt að geyspa
ef þeim leiðist. Ef vel tekst til,
eru þau eflaust þakklátustu
áhorfendur, sem hægt er að
hugsa sér.“
Um 20 leikarar leika i KETTI
ÚTI í MYRI, en auk þess er
hljómsveit í verkinu og Magnús
Ingimarsson hefur samið og út-
sett tónlistina, en hljómsveítin
er að sjálfsögðu með á sviðinu í
leikbúningum og öllu eins og
vera ber í ærlegu ævintýri.
Leikritið gerist í 15 atriðum og
það má geta þess að það er
fyrsta íslenzka leikhúsverkið á
Þjóðhátiðarárinu. Fer vel á því
að það sé fyrir börn.
— á.j.
Hvað skyldi vera á seyði þarna?
ii m
Prinsessan og Ijónið.
Yfir20 leikarar leika í Ketti úti f mýrr.
Rabbað við Andrés
Indriðason um nýtt
íslenzkt barnaleikrit
Tveir óvæntir gosar I ævintýrinu.