Morgunblaðið - 20.01.1974, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974
39
Eðlileg þróun í
bættri heilbrigð-
isþjónustu
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi frá Reykjavíkurdeild Hjúkr-
unarfélags Islands:
AÐALFUNDUR Reykjavíkur-
deildar Hjúkrunarfélags íslands,
23. nóvember 1973, fagnar þeim
stuðningi, sem fram hefur komið
að undanförnu, á opinberum vett-
vangi, við málstað hjúkrunar-
stéttarinnar, s.s. frá hæstvirtum
menntamálaráðherra, alþingis-
mönnum og Stúdentaráði Háskóla
íslands. Er hér um að ræða áform
um að gera hrjúkrunarkonum og
mönnum kleift að hefja nám við
Háskóla íslands, jafnframt því að
koma á framhaldsmenntun hér á
landi í hinum ýmsu hjúkrunar-
gremum.
Fundurinn telur, að þar sé ekki
einungis verið að hugsa um hag
hjúkrunarstéttarinnar, heldur
eðlilega þróun í bættri heil-
brigðisþjónustu, í þágu þjóðar-
heildar.
Þar sem nú hefur verið stofnað
til hjúkrunargrunnmenntunar
við þrjár stofnanir á Reykjavíkur-
svæðinu, þ.e. við Hjúkrunarskóla
Islands, Nýja hjúkrunarskólann
og hina nýju námsbraut í hjúkrun
við Háskóla íslands, er augljóst,
að enn meiri nauðsyn er á að efna
til framhaldsmenntunar í landinu
fyrir þá, sem annast eiga verklega
og bóklega kennslu þessara
nemenda.
Þá telur fundurinn það rang-
túlkun á hlutverki hjúkrunar-
námsbrautar Háskólans, sem
frafn hefur komið m.a. í fjöl-
miðlum, og vanmat á íslenzku
hjúkrunarstéttinni, að þær hjúkr
unarkonur og menn, sem út-
skrifast frá hjúkrunarnámsbraut
Háskólans, eigi öðrum fremur að
taka við stjórnunarstörfum,
kennslu og heilsuvernd við heil-
brigðisstof nanir þjóðarinnar.
Fundurinn beinir þeirri ösk til
hæstvirts menntamálaráðherra,
að hann hlutist til um, að nefndir
þær, sem nú starfa og eru að hefja
störf á vegum ráðuneytisins að
endurskoðun hjúkrunarmennt-
unarinnar í landinu, flýti störfum
svo sem auðið er, og að fullt
samráð verði haft við hjúkrunar-
stéttina um skipulagningu og
framkvæmd þessara mála.
r
— Ur verinu
Framhald af bls. 3
fara út til Rússlands til samninga-
gerðar. Það varð því að áætla
verðhækkunina.
Steinbítur og ufsi hefur lækkað
í Bandaríkjunum siðan samið var,
hvort sem það felur í sér nokkra
bendingu um markaðinn eða
ekki.
NORÐMENN TRtJA A VERÐ-
H/EKKUN
Nýfiskverðið 1 Noregi verður
ákveðið 28. janúar. Islenska verð-
ið hlýtur alltaf að verða 20%
lægra en norska verið vegna út-
flutningsgjaldanna á Islandi, sem
ekki eru 1 Noregi, og 10% lægra
vegna stofnfjársjóðsgjaldsins, ef
miðað er við skiptaverðið. Þetta
eru samtals 30%.
Norðmenn segjast ,,verða“ að fá
hærra fiskverð vegna stóraukins
útgerðarkostnaðar, svo sem vegna
verðhækkunar á oliu. Kóngur vill
sigla, en byr hlýtur að ráða. Hér
veltur á verðlagsþróuninni, bæði
undanfarið og kannski eitthvað
útlitinu.
Norðmenn tala um, að þeir
verði að hafa öruggan rekstrar-
grundvöll eins og Islendingar. En
sannleikurinn er nú líklega sá, að
íslenska þorskfiskútgerðin hefur
verið skilin eftir á núlli, og fisk-
vinnslan fyrir neðan núllið.
Eins og Islendingar vona Norð-
menn, að hinn mikli fiskskortur,
og þá sérstaklega á þorski, segi til
sín í hækkandi verði. Þar kemur
einnig til með að hafa áhrif sam-
komulag Bretlands, Sovétríkj-
anna og Noregs um takmörkun á
veiði á þorskstofninum á norðlæg-
«ri stóflmi.*... »•.. *«>
Þjónustunúsnæði oskast
Óskum eftir að taka á leigu, húsnæði fyrir hreinlega viðgerðarþjón-
ustu um það bil 100 fm. Æskilegt er að hlut húsnæðisins megi
nota. sem verzlun.
Góð aðkeyrsla þarf að vera fyrir hendi.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 1. febrúar
merkt: „3250"
FASTEIGN TIL SÖLU
í miðbæ Kópavogs við Álfhólsveg er húseign 350 fm
gólfrými og góð lóð, hentugt sem verzlunar-, iðnaðar-
eða skólahús til sölu. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á
kaupum eru beðnir að leggja nafn sitt og heimilisfang inn
á afgr. Mbl. fyrir 1 . febr. merkt: Hús og lóð — 3093 '.
Prjonakonur Hafnartlrðl
Framvegis verður peysumóttakan Blómvangi 5, opin
mánudag og miðvikudag frá kl. 5 — 7 e.h.
Álafoss h.f.
Grenningar-
aðferðin
sem fer sigurför um alla
Evrópu. Já — nú gætir þú
einnig losnað við yfirvigtina.
D.l. grenningarfötin losa
þig fljótt við óþarfa kílóin.
Heimaval, box 39, Kópa-
vogi, sendir þér nánari upp-
lýsingar um hæl.
Skrifaðu nafn og heimilsfang
á spássíuna hér að neðan.
Lady Marlene
Brjóstahaldarar, stuttir og síoir.
Buxnabelti og corselett, stutt og sí
Frottesloppar, veloursloppar.
v Selliarnarneshreppur
Okkur vantar verkamenn í byggingavinnu og aðstoð-
armenn við járnalagnir.
Mikil vinna. Matur á staðnum. Uppl. gefur Benedikt
Jónsson. tæknifræðingur, í sima 18707 og Valdimar
Jóhannsson, verkstjóri, í síma 21180.
Ljöstæknlfélag íslands
hvetur félaga sína til þess að sækja ráðstefnuna um
„Gluggann" dagana 24., 25., 26. janúar 1 974.
Upplýsingar gefur B.A.Í., Grensásvegi 1 1.
Sími 86510 og 86553.
Stjórnin.
Bygglngamelstarar
Árshátíð meistarasambands byggingamanna, verður hald-
in föstudaginn 25. janúar n.k. í Glæsibæ og hefst með
borðhaldi kl. 1 9. Góð skemmtiatriði.
Dans. Félagarfjölmennið.
Skemmtinefndin.
Talæflngar l pýzku
Vegna mikils áhuga verða myndaðir nokkrir samtalsflokk-
ar i þýzku á tímanum kl. 5 og 7 e.h Námskeiðið stendur
til páska. Sérstaklega góðir kennarar og hentugt náms-
efni.
Málaskólinn Mímir
Brautarholti 4, sími 10004 kl. 1 —7 e.h.
Lán úr Llfeyrlssjöðl
A.S.B. og B.S.F.Í
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til
sjóðfélaga.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. febrúar 1974.
Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins,
Laugaveg 77, kl. 1—4. Sími 14477.
ÆSKULÝOSRÁO
REYKJAVÍKUR
SÍMI 15937
Tómstundastörf
i sknlum
VETDADSTADF 1974
Flokkar I tómstundavinnu eru aÓ hefja störf
I eftirtöldum framhaldsskólum:
Álftamýrarskóla
Austurbæjarskóla
Gagnfr sk. Austurbæjar
Hagaskóla
H vassaleitisskóla
Langholtsskóla
Réttarholtsskóla
Arbæjarskóla
Breiðholtsskóla
Fellaskóla
Hlíðaskóla
Kvennaskólanum
Laugalækjaskóla
Vogaskóla
í hverjum skóla er nánar auglýst um
innritun tómstundagreinar og tima. Þátt-
tökugjald er kr. 200.00
Allar nánari upplýsingar eru veittar í skrif-
stofu ÆskulýSsráðs Reykjavikur,
kirkjuvegi 11, simi 15937 kl. 8 20
16.15
Fri-
siglingar og
sjóvinna
1. BATASMÍÐI
í NAUTHÓLSVÍK
Nýir flokkar eru að hefja starf.
Aldur: Fædd 1 962 og eldri
Efnisgjald: 10.000 kr.
Þátttökugjald: 200 kr.
2. NAMSKEIB
í MEÐFERÐ
SEGLBÁTA
Hefst að Fríkirkjuvegi 11
fimmtudaginn 24. janúar kl.
18.00
Aldur: Fædd 1962 og eldri.
Námskeiðsgjald: 200 kr.
Innritun að Fríkirkjuvegi 11.