Morgunblaðið - 23.05.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 23.05.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 3 Varizt vinstri slysin! o o ' Framsókn- arflokkur Undir forystu Ólafs Jóhannes- sonar hefur Fram- sóknarflokkurinn endanlega klofnað. Vinstri armurinn hefur sagt skilið við flokkinn, en Ólafur og Einar eru fangar kommúnista í vinstri stjórn, sem þeir hafa lýst yfir, að þeir vilji endur- nýja eftir kosning- ar. Einar. N jörður Samtök jafn- aðarmanna Samtök jafnaðarmanna eru tíunda flokksbrotið, sem skýtur upp kollinum á vinstri væng íslenzkra stjórnmála. Njörð- ur var sjálfstæðismaður í háskóla, gerðist handgenginn Gylfa meðan hann var ráðherra, yfirgaf hann, þegar hann hafði ekki lengur yfir bitlingum að ráða, hallaði sér að Magnúsi Torfa, fer nú úr Alþýðuflokknum og hyggst verða þriðja hjólið undir vagni Magnúsar Torfa og Ólafs Ragnars. Magnús Torfi — Ólafur Ragnar — Njörður, hvað getum við fengið betra? Frjálslyndi flokkur Fyrst gekk Bjarni Guðna til samstarfs við Hannibal í SFV, gafst upp á því og stofnaði ..Frjáls- lynda“-flokkinn. Mao. Kommúnista- í Á samtökin Marxistar-Leninistar Bjóða fram í þingkosningum. Vföðruvalla- hreyfing (Samband ungra framsóknarmanna, Samtök vinstri framsóknarmanna) Möðruvellingar hafa barizt heiftarlega gegn forystu Ólafs Jóhannessonar í Framsóknarflokknum og ríkisstjórn hans. Nú hafa þeir sagt skilið við Fram- sóknarflokkinn og hyggjast bjóða fram með Magnúsi Torfa — sem sat eftir i ríkisstjórninni, sem þeir eru á móti — með því yfirlýsta markmiði að ganga til samstarfs við Ólaf Jóhannesson í nýrri ríkisstjórn! Hannibals- armur SFV Fyrst var Hanni- bal formaður Alþýðuflokks, svo gerðist hann hand- genginn kommúnist- um og varð formað- ur Alþýðubanda- lags, síðan yfirgaf hann Alþýðubanda- lag og varð formað- ur SFV, þá missti hann Bjarna og loks hefur Magnús Torfi ýtt honum til hliðar í SFV. Kemst hann til sinnar heima- byggðar á ný — í Alþýðuflokkinn? Björn. Fyrst hét það Kommúnistaflokkur Is- lands, síðan nefndist það Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Nú heitir það Alþýðubandalag, hvað heit- ir það næst? Gylfi. Alþýðu- flokkur Alþýðuflokkurinn hefur stefnt að sam- runa við SFV. I samræmi við það er um kosningabandalag að ræða milli flokk- anna í fjölmörgum stærstu kaupstöðum landsins. Nú stendur Alþýðuflokkurinn frammi fyrir því, að einungis hluti SFV vill sameinast honum, en um leið kvarnast utan úr vinstri armi hans með stofnun Samtaka jafnaðarmanna.. Magnús Torfi. Magnúsar Torfa-arm- ur SFV Magnús Torfi var ritstjóri Þjóðviljans, síðan formaður Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur, gekk i SFV, þegar honum bauðst þingsæti, neitaði að yfirgefa ráð- herrastólinn, þegar Björn hætti. Gengur nú til kosninga með hörðustu and- stæðingum ríkisstjórnarinnar, sem hann situr í! Jarðskjálfta* fræðingurinn. Fylkingi in ÓVÍST UM FRAMBOÐ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.