Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 25

Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 25 „Hver maður dæmi sjáifur hvort grauturinn hans er nógu góður” Það er ekki oft, sem okkur blaðamönnum Mbl. gefst tækifæri til að rekja garnirnar hver úr öðrum og birta síðan niðurstöðurnar á sfðum blaðsins. Það var þvf ekki laust við að ég hugsaði gott til glóðarinnar, er ég fékk það verkefni, að taka viðtal við vinkonu mfna og starfsfé- laga Elfnu Pálmadóttur, sem skipar 5. sætið á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, með það fyrir augum að reyna að draga upp svolitla mynd af persón- unni og hugsjónum hennar. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir að það væri nokkur vandi að gera slíkum kjarnorkukvenmanni skil í stuttu blaðaviðtali, en hugg- aði mig við, að það yrði alténd af nógu að taka. Þegar Elín réð sig að Mbl. 1957 setti hún það sem skilyrði, að hún fengi að ganga i sömu verkefni og karlmennirnir á blaðinu og það hefur hún sannar- lega gert og líklega farið fleiri og erfiðari ferðir en flestir l)laða- menn af „sterkara" kyninu. Elín er liklega í hÓDÍ vfðförl- ustu Islendinga, hefur ferðazt um allar heimsálfurnar nema S- Ameríku, en hún hefur enn ekki komizt sunnar en til Mexíkó. Hún hefur dvalizt í öllum löndum V- Evrópu, Indlandi, Japan, Thai- landi, Malasíu, Ástraliu, Nígeríu, Bandaríkjunum og Dahomey, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hún var einnig aðstoðarframkvæmda- stjóri fslenzku deildarinnar á heimssýningunni í Montreal og sá einu sinni um skreiðarsýningu í Nigeríu, Sem blaðamaður hefur hún elzt við skipsströnd, klifrað eldfjöll og sitthvað fleira, sem ekki verður talið hér, því að hún gæti farið hjá sér við lesturinn. Eftir að hafa samið þennan inn- gang, brá ég mér yfir ganginn, settist niður á móti þessum kollega mínum. mundaði penn- ann grafalvarlegur og sagði: „Elín, það væri kannski ekki úr vegi að þú byrjaðir á því að segja okkur svolitið af sjálfri þér, upp- vaxtarárunum og þess háttar." Eftir að við höfðum bæði hlegið dátt kom svarið. — Eg er fædd og uppalin við miðbæinn, mest í hinu svokallaða Skuggahverfi. Foreldrar minir voru Tómasína Arnadóttir ættuð af Suðurnesjum og Pálmi Jónsson úr Skagafirði, sem var til skamms tíma skrifstofustjóri Kveldúlfs. Leiksvæði mitt var Kveidúlfs- bryggjan og portin, eins og krakk- anna sem þarna bjuggu. Ég var i barnaskóla Austurbæjar og siðan Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, en við fluttumst að Öldugötu 3. Siðan fór ég í Menntaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1947. — Þú byrjaðir þitt heimshorna- flakk fljótlega eftir stúdentspróf- ið, ekki rétt? — Eg innritaðist í Háskólann um haustið í ensku og frönsku, en fékk vinnu i utanríkisráðuneyt- inu um sumarið, sem varð til þess að ég lauk aldrei námi. Ég fór nefnilega til Sameinuðu þjóðanna um haustið 1948. Fyrst á stutt námskeið, og síðan til starfa þar í eitt ár, þar sem ég m.a. vann við Allsherjarþingið. Þegar ég svo kom heim, staldraði ég aðeins við í 3 mánuði, en ég var send til starfa við sendiráðið í París. Þar starfaði ég í 2 ár og tók ástfóstri við borgina og íbúana og uppfrá því hefur París verið mín höfuó- borg að heiman. Ég reyni að haga öllum mínum ferðalögum þannig að ég geti átt leið þar um. — Hvernig æxlaðist það að þú fórst í blaðamennsku? — Það er með blaðamennskuna eins og pólitíkina og raunar allt, sem ég hef gert, að það hefur verið tilviljunum háð. Þegar ég kom heim frá París, gat ég ekki unnið reglulegan vinnudag vegna veikinda móður minnar. Þá var það, að ég var beðin um að þýða sögur og greinar fyrir Vikuna og áður en ég vissi af, var ég komin á Við rekjum garnirnar úr Elínu Pálmadóttur, sem skipar 5. sœtið á lista sjálfstœðismanna í Reykjavík Ég leysti málið með því að geyma stða kjólinn minn í íbúð norskra vina minna á 4. hæð skammt frá og fara I snarheitum upp bruna- stiga þar og inn um gluggann, því að þau voru ekki heima. Eg klifr- aði síðan niður stigann í öllu skartinu og inn í leigubíl, sem beið mín, og komst á réttum tíma í boðið. Ég held að þetta séu helztu erfióleikarnir, sem kven- kvn mitt hefur valdið mér, fyrir utan það að mér hætti til að vera í vitlausu skótaui á röngunt stöóum i upphafi blaðamennskuferils mfns, i stígvélum i hátíðlegum móttökum og háum hælum ofan í fjöru við skipsstrand. En nú hef ég bíl og geymi þar alls konar varahluti og auk þess hefur tízk- an Og tiðarandinn þurrkað nokk- uð út slík vandamál. — Hefurðu tima til að anna öllu þvi, sem þú ert að stússa í? — Ég er alltaf i timahraki og finnst vanta nokkra klukkutima upp á sólarhringinn, en ég er ekk- ert að segja að nein eftirsjá sé i því, sem ég ekki kemst yfir að gera, ætli það sé ekki eins og með manninn, sem komst ekki í sumarfrí í 20 ár, vegna þess að það var svo mikið að gera hjá fyrirtækinu og svo þegar að hann datt niður dauður einn daginn, tók enginn eftir þvi. — Þú sagðir að þú hefðir lent i pólitíkinni af tilviljun. — Já, pólitíkinni eins og flestu öðru sem ég hef gert. Ég var ekki á landinu, þegar ég lenti í próf- kjörinu fyrir 4 árum og með þeitn afleiðingum aðég hefi verið vara- borgarfulltrúi sl. 4 ár. En ég hef gengið i þau verkefni, sem mér hafa verið falin, af lífi og sál, og ég hef haft mikla ánægju af þvi starfi. — Þú hefur mikið unnið að umhverfismálum i borgarstjórn. — Já, ég hef verið formaður náttúruverndarnefndar borg- arinnar, en umhverfisvernd hefur raunar verið mér rnikið áhugamál sl. tvo áratugi. Ég man kaf í blaðamennsku. Það er rétt, sem þú segir í upphafi, ég gerði það að skilyrði, er Sigurður Bjarnason bauð mér vinnu á Morgunblaðinu, að ég yrði ekki sett i hin hefðbundnu kvenna- verkefni, heldur fengi að ganga í störfin til jafns við karlblaða- mennina. Þvi gætti ég þess að sjálfsögðu að ekki hallaði á mig og fór auðvitað til jafns við strák- ana í skipsströnd, upp á fjöll og niður á bryggju. — Hvað er þér minnisstæðast úr þínum blaðamennskustörfum og öllum ferðalögum? „Mér er jafnan minnisstæðast það sem siðast gerðist. Ég einbeiti mér alltaf að því, sem ég er að gera hverju sinni, og gleymi þá gjarnan öðru í bili. Eg man ekki svona i snarheitum eftir neinu sérstöku. Mér finnst ég hafa verið ákaflega heppin almennt, ein- hvern veginn alltaf rambað á sér- kennilegt fólk og atburði. Og þó ég hafi t.d. lent í snjóbíl i sprungu upp að gluggum á Vatnajökli, þá hékk hann þó þar i stað þess að hverfa ofan i jökulinn. Og þó aó eldgos hafi spúið á mig, þá hefi ég aldrei fengið stein í höfuðið eða E.Pá. að störfum á hestamannamóti. „hul í hovedet", eins og Danskur- inn segir. — Hefurðu ekki lent í erfiðleik- um í öllu þessu bardúsi vegna þess að þú varst kona? — Ég man ekki eftir þvi að hafa lent í erfiðleikum af þvf að vera af þessu kyni, sem ,,á að vera veikbyggt og hjálparvana". Nú á dögum ráða kraftarnir einir ekki endilega úrslitum. Aftur á móti man ég atvik, þar sem aðrir höfðu af þvi erfiðleika að ég er kona. Það koma t.d. oft fram, þegar ég var eini kvenmaðurinn í fram- kvæmdastjórastöðu á heimssýn- ingunni í Montreal. Ferðamála- ráðherranum fannst hann ekki geta boðið mér i veiðiferð með hinum i einhvern fjallakofa, en hann vissi ekki blessaður, að ég hafði farið mörg ferðalög á fjöll með karlmönnum á íslandi, ef verkefnin kröfðust þess, og eng- um þótt það tiltökumál. Þegar svo Haraldur Noregsprins kom í opin- bera heimsókn til Montreal, varð mikið fjaðrafok út af mér, vegna þess að hann ætlaði að hafa herra- boð og Norðurlandaframkvæmda- stjórar þá sjálfsagðir. Eftir mikl- ar vangaveltur hjá sióameisturum í höfuðborginni ög sendiráðunum varð það niðurstaðan að bjóða mér vegna þess að „ég myndi vera þar af eigin verðleikum en ekki sérstaklega sem kona" eins og það var orðað. Eg stóð utan við þetta allt og hafði gaman af. Hins vegar varð ég að leysa annað hagnýtt vandamál, að vera í stuttum kjól í kokteilnum á undan, þar sem kon- urnar voru með, en skarta í síðum kjól 15 mínútum seinna í kvöld- verði með karlmönnunum í næsta hóteli. Þetta var ósköp auðvelt fyrir þá. þeir gátu bara labbað sig yfir götuna 1 smókingnum sínum. Elín Pálmadóttir á heimili sfnu í Re.vkjavík. Á veggnum hanga blævængir frá Malasfu og eiturörvabogi frá Nfgeríu. Ljósmynd Mbl. Öl.K.M. að i fyrstu vantaði mann sárlega orð eins og umhverfisvernd, vist- kerfi, mengun o.s.frv. þegar maður var að reyna að tjá sig um þessi efni í blöðum og útvarpi. Þau voru hreinlega ekki til — svo mjög hefur viðhorfið til þessara mála breytzt. Raunar eru breyt- ingar svo örar í heiminum nú á tímum og þar með viðhorf og lífs- venjur fólksins, að maður hefur ekki við að trúa. Það er þvt' ákaf- lega mikilvægt i skipulagi í þess- ari borg, sem annars staðar, að hafa sveigjanleika, svo að hlut- irnir geti brevtzt með viðhorfi fólksins, en þvingi ekki borgar- búa í eitthvert form. sem mötað er af nokkrum mönnútn á toppn- um, er segja: „Þetta er gott fyrir ykkur." Það er eins og að verða að borða hafragraut á morgnana af þvi að það sé hollt, sem ég er ekkert að efast um. en mér finnst að einstaklingurinn eigi að fá að dæma um hvort honum finnst grauturinn gömsætur eða ekki. Það er hér, sem sjálfstæðisstefn- una greinir nokkuð á við aðtar stjórnmálastefnur. Þar er gert ráð fvrir vilja einstaklingstns til að móta sitt líf hvort sem það er skynsamlegt eða ekki og hvort sem stjórnendúm líkar betur eða ver, þvi að það er hans æðsti réttur, þó að hans réttur hætti auðvitað, þar sem net'ið á næsta manni byrjar, eins og einhver góður maður sagði. En þetta var nú smá útúrdúr. Þú varst að spyrja um umhverfismálin. Við í náttúruverndarnefnd höf- um verið að keppast við að taka frá og trvggja næg svæði til úti- vistar. svo sem Elliðaársvæðið. Rauðhólana og Bláfjallasvæðið. sem fvrir forgöngu nefndarinnar náðist samstaöa um víð sveitarfé- lögin í kring og nú siðast stóra fólkvanginn yfir Réykjanesið. En þar eru þó ljón á veginum vegna hagsmuna annarra sveitarfélaga. sem ekki vilja vera með ennþá. Við höfum einnig látið gera líf- fræóilega rannsókn á fjörunni neðan Korpúlfsstaða. þar sem verður mjög skemmtilegt úli- vistarsvæði. og áfram upp með Korpu og upp í Ulfarsfell. Við höfum fengið skipulag á Öskju- hlíðina og lagt áherzlu á að hið náttúrulega umhverfi þar fái aö halda sér með því fjölbrevtta líf- ríki, sem þar er. en um 250 ísl. plöntur er þar að finna. Það er mitt álit að forsjálni hafi verið sýnd i að halda í ört stækkandi borg, auðum og ónotuðum svæð- um, sem nú eru áform um að ganga frá og gera nýtileg og aðlað- andi í hinni svokölluðu „grænu bvltingu". — Þú hefur einnig starfað i fræðsluráöi og félagsmálaráói. hvert er þitt mesta hugsjónamál á þeim vettvangi? — Ég bar t.d. nýlega fram til- lögu í borgarstjórn fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna. sem fel- ur í sér stóraukna fullorðinna fræðslu og aðstöðu fyrir hana i nokkurs konar menningarmiðstöð fyrir fullorðna í gamla Miöbæjar- skólanum. Mér er mjög annt um þetta mál. Sá timi er að hverfa frá okkur, þegar maðurinn aflar sér þekkingar i eitt skipti fyrir öll á uppvaxtarárunum. Hann þarf að geta bætt við sig menntun síðar á lífsleiðinni, ekki sizt nú þegar vinnustundum fækkar og tóm- stundir aukast að sama skapi, auk þess, sem hvers konar menntun úreldist með tfmanum. Því er beinlínis haldið fram sums staðar, aó þessi þróun muni leiða til um- myndunar menntakerfisins, þannig að í framtiðinni verði gert ráð fyrir stöðugri endurmenntun og tækifærum til lærdóms á kostnað langrar skólagöngu i upp- hafi. Þegar fólk viti, að það getur alltaf bætt við sig námi, þegar það kýs og er tilbúið, þá muni margir hætta fyrr, og fara út á vinnu- Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.