Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 26

Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 26
26 MÓRGÚNBLÁbYÐ.'FÍMÍvífÚDAGU'á 23. MÁÍ 1974 Guðniundur Auúbjörnsson Gísli Einarsson Georg Halldórsson HjörvarO. Jensson Herdís Hermóðsdóttir FRAMBOÐSLISTINN Á ESKIFIRÐI Framboðslisti sjálfstæðis- manna við sveitarstjórnarkosn- ingar í Eskif jarðarhreppi er þannig skipaður: 1. Guðmundur Á. Auðbjörnsson, málameistari, Hólsvegi 2. 2. Gísli Einarsson, fulitrúi, Strandgötu 35 3. Georg Halldórsson, tollvörður Steinholtsvegi 11 4. Hjörvar Olsen Jensson, banka- maður, Bleiksárhlíð 34. 5. Herdís Hermóðsdóttir, húsmóð- ir, Strandgötu 41. 6. Ingvar Þ. Gunnarsson, útgerð- armaður, Hlíðarendavegi 4a 7. Sigurður Magnússon, skip- stjóri, Svínaskálahlfð 9. 8. Ragnar Björnsson, trésmiður, Strandgötu 81. 9. Guðmundur tsleifur Gíslason, skipstjóri, Lambeyrarbraut 3. 10. Ragnhildur Kristjánsdóttir, húsmóðir, Steinholtsvegi 7. 11. Kjartan Sigurgeirsson, raf- virki, Túngötu 6. 12. Jón Gíslason, sjómaður, Hóls- vegi 4b 13. Hrefna Björgvinsdóttir, hús- móðir, Sandbrekku. 14. Sigurþór Jónsson, kaupmaður, Túngötu 3. Framboð til sýslunefndar: Ingólfur Fr. Hallgrimsson, for- stjóri, Strandgötu 45. Til vara: Sigurlaug Magnús- dóttir, kennari, Strandgötu 35. Grundar- fjörður Vetrarvertíð er nú að ljúka hér áþekkur og hann var sl. ár og og eru flestir bátar búnir að taka sókn svipuð. Aflinn í vetur hefur upp net sín. Ef miðað er við 30. nýtzt mjög vel, oftast verið jafn ■’orfi si.t þá mun afli báta við og yfirleitt ekki meiri en svo, að eiðafjarðarhafnir vera mjög verkun hans hefur gengið ágæt- lega. — Hæsti bátur hér í Grund- arfirði varð m/b Grundfirðingur II, skipstjóri Elís Gíslason. Hér á staðnum eru þrjú fiskiðjufyrir- tæki og hafa þau öll verið í mikilli uppbyggingu síðustu misserin. Rækjuveiði hefur mjög farið í vöxt og hefur það skapað mjög mikla atvinnu í landi, svo að oft- ast verður að vinna mjög langan vinnudag, þrátt fyrir að allir vinni sem vettlingi geta valdið. Þessa dagana þreyta börn vor- próf sín hér í skólanum og verður senn lokið. Alls munu 183 börn hafa verið hér í skóla í vetur, en það er mikill fjöldi í byggðarlagi, sem telur um 700 íbúa. Sam- kvæmt upplýsingum skólastjór- ans, Arnar Forberg, jókst nem- endafjöldi hér á áratugnum 1960 til 1970 úr 62 nemendum í 162 nemendur. Aukning skólaskyldra barna er að miklum mun meiri hér en annars staðar á Snæfells- nesi, enda skólahúsnæði löngu orðið alltof lítið. — Þetta stendur þó til bóta, því að í byggingu er veglegt skólahús ásamt sundlaug og standa vonir til þess að hvoru tveggja komist í gagnið á þessu ári. Sjálfur þykist fréttaritari blaðsins sjá daglega mikinn fjölda barna undir skólaskyldu- aldri, svo að ekkert lát virðist á viðkomunni og sannar það, sem áður var vitað, að Grundfirðiflgar gefa sér tíma til þess að sinna ýmsu öðru en þorsk og rækju ein- göngu. Á síðastliðnu ári var verulegt átak gert í byggingu íbúðarhús- næðis -hér á staðnum, bæði á vegum einstakra manna svo og annarra. Byggingarfélagið Sæból s.f., sem stofnað var á miðju sl. ári, byggði sex raðhús, sem það seldi öll á föstu verði og er þegar flutt í sum þeirra, en önnur vei á veg komin. Kaupendur húsanna fengu þau afhent með ísettu tvö- földu gleri, útihurðum og múr- húðuð að utan. Mér þykir rétt að vekja á þvi athygli, að alveg eins hús, byggð eftir sömu teikn- ingum, voru boðin kaupendum á Suðurnesjum sl. haust fyrir ná- kvæmlega einnar milljón króna hærra verð, en við seldum Sæ- bólshúsin. Þó munu Suðurnesja- húsin ekki hafa verið jafn mikið frágengin og húsin hér, en auk fyrr talins frágangs á húsunum hér, fylgir bílskúr hverju þeirra. — Hvort framhald verður á frek- ari byggingum á vegum Sæbóls s.f., hefur ekki verið tekin ákvörð- un um, og er þar fyrst og fremst hinn gífurlega hækkaði bygg- ingarkostnaður og skortur á fram- kvæmdafé, sem þvi veldur. Ekki er þó þvi að neita, að enn er hér mikil þörf á íbúðarhúsnæði og fer vaxandi, m.a. vegna þess, að vænt- anlegur er síðar á árinu nýr skut- togari, sem nú er í smíðum hjá Stálvík h.f. Fyrir skömmu síðan varð sú breyting á hér, að mjólkursam- lagið sem starfað hefur hér und- anfarin ár, hefur verið lagt niður og öll starfsemi þess flutt inn í Búðardal og er mjólkinni ekið þaðan til kauptúnanna á Snæ- fellsnesi. Ekki er vitað, hvað um stöðvarhús mjólkursamlagsins hér verður, en það er eign Mjólk- ursamsölunnar i Reykjavik og hefur verið auglýst til sölu, svo og íbúðarhús, sem áður var heim- kynni framkvæmdastjóra stöðv- arinnar hér. Á nýliðnum vetri var keypt hingað ný hafnarvog og við hana byggt nýtt hús, en með tilkomu þess hverfa bárujárnsskúrar á brott af hafnarsvæðinu, en þeir hafa verið harla lítið augnayndi. Um næstu helgi ganga Grund- firðingar til kosninga eins og aðr- ir þéttbýlisstaðir á landinu. Þrír listar komu fram, það er sjálf stæðismenn, Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkur. Ekki verður fréttaritarinn var við mik- inn glímuskjálfta í mönnum, og virðist allt fara fram með mikilli ró og spekt. Sá maður, sem gegnt hefur sýslunefndarstarfi fyrir þetta sveitarfélag um margra áratuga skeið, Bjarni hreppstjóri Sigurðs- son á Berserkseyri, gefur nú ekki lengur kost á sér til sýslunefndar enda maður fullorðinn. — Það mun hins vegar vera allra manna mál, hvar í flokki sem þeir eru, að þeir þakka Bjarna frábær störf á þessum vettvangi sem öðrum, en hann hefur víða lagt góðum mál- um lið. E.M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.