Morgunblaðið - 07.06.1974, Page 1
36 SIÐUR
Ólafur V Noregskonungur heimsótti Akureyri í gær-
dag og var þá þessi mynd tekin. í fylgd með konungi
eru frá vinstri: herra Kristján Eldjárn, Frydenlund,
utanríkisráðherra, frú Halldóra Eldjárn, Bjarni
Einarsson, bæjarstjóri og Jón G. Sólnes, forseti bæjar-
stjórnar Akureyrar. Aftast gengur Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra.
— Sjá fréttir á bls. 2.
Stríðsfangaskiptiim lokið
Gleðigrátur og dans í Damaskus og Tel-Aviv
Arafat vill fara til Genfar
Damaskus og Tel-Aviv,
6. júní, AP — NTB.
ÍSRAELAR og Sýrlend-
ingar dönsuðu og grétu af
30 ár frá
innrásinni
Normandie
Ste.Mere Eglise, Frakklandi,
6. júní, AP — NTB.
BANDAMENN úr heims-
styrjöldinni sfðari minntust f
dag 30 ára afmælis innrásar-
innar f Normandie, D-dags, en
þann dag hófst hin mikla og
mannskæða innrás, sem leiddi
ioks til þess, að Evrópa var
frelsuð undan oki nasismans.
Dagsins var minnzt með
guðsþjónustum í kirkjum í
þorpum og bæjum á
Normandie, þar sem hermenn
frá Bandaríkjunum, Bretlandi,
Belgíu, Kanada, Hollandi,
Noregi og Frakklandi börðust
upp á lif og dauða við að ná
fótfestu á meginlandinu.
Fjöldi fyrrverandi her-
manna heimsótti Normandie i
dag til að minnast afmælisins.
Margir hermenn úr 82. og 101.
fallhlífarsveit Bandaríkjahers,
sem fyrstir lentu i grennd við
Ste. Mere Eglise innrásarnótt-
ina, sátu veizlu þar i dag, þar
sem þeir rifjuðu upp hina
örlagaríku nótt.
gleði í dag, er síðustu
stríðsfangarnir úr október-
stríðinu komu til heima-
lands síns með flugvélum
frá Tel-Aviv og Damaskus.
Alls slepptu ísraelar 367
sýrlenzkum föngum, 10
írakbúum, 5 Marokkó-
mönnum og þremur
Palestínu-Aröbum. Sýr-
lendingar slepptu 56
Israelum.
Hundruðir Israela þyrptust út
að Rauða kross flugvélinni, sem
lenti með striðsfangana á Lod-
flugveili, og lyftu mönnunum upp
á axlir sér meðan viðstaddir
dönsuðu af gleði. Einn stríðsfang-
anna ruddi sér braut að Goldu
Meir fyrrverandi forsætisráð-
herra ísraels og kyssti hönd henn-
ar. Yitzhak Rabin forsætisráð-
herra og aðrir ráðherrar hurfu
hreinlega í mannfjöldann án þess
að öryggisverðir fengju að gert.
Striðsfangarnir vissu ekki, að
Meir hefði látið af embætti for-
sætisráðherra. Engar ræður voru
haldnar, því að Rabin hafði lýst
því yfir, að engin orð næðu yfir
þessa merku stund.
Ástandið á flugvellinum í
Damaskus var ennþá verra. Þar
ruddust þúsundir æstra Sýrlend-
inga gegnum gaddavírshindranir
og sveit fallhlífahermanna, er
risaþotan, sem flutti fangana frá
lsrael, lenti. Varð flugmaðurinn
að snarhemla á miðri flugbraut-
inni vegna mannfjöldans, sem
hljóp yfir flugbrautina á móti vél-
inni. Slökkvibifreiðar reyndu að
hafa hemil á mannfjöldanum með
því að dæla á hann úr háþrýsti-
slöngum, en allt kom fyrir ekki,
fólkið, sem hafði beðið i 4 hlukku-
stundir í steikjandi hita eftir flug-
vélinni, var bara þakklátt fyrir
kalt vatnið.
Hálfa klukkustund tók að koma
landganginum að þotunni. Eftir
langa mæðu tókst að koma föng-
unum uin borð i bifreiðar, sem
fluttu þá á sjúkrahús i læknis-
rannsókn. Einn striðsfanganna
sakaði Israela um misþyrmingar,
en talsmaður Israela neitaði ásök-
unum og benti á, að fulltrúar
Rauöa krossins hefðu heimsótt
fangana reglulega án þess að bera
fram kvartanir.
Friðargæzlusveitir S.Þ. hófu í
dag störf við vopnahléslinuna i
Golanhæðum og eru þegar komn-
ir þangað 1000 hermenn af þeim
1250, sem gert er ráð fyrir að
Framhald á bls. 20.
Yfirlýsingin i dag var iesin upp
af Kaunda forseta Zambíu í
stjórnarráðinu i Lusaka. að við-
stöddum fulltrúum beggja aðila,
en strax á eftir hélt portúgalska
sendinefndin undir forsæti dr.
Marios Soares utanrikisráðherra
áleiðis heim til Lissabon. I vfir-
lýsingunni sagði. að viðræðurnar
hefðu verið opinskáar og vinsam-
legar.
Antonio Spinola forseti
Portúgals sagði í ræðu i borginni
Evora í dag, að hann hefði fengið
mörg hótunarbréf frá öfgahre.vf-
ingum í landinu um. að hann vrði
tekinn af lífi. Spinola sagðist ekki
óttast þessi bréf, því að ..getur
nokkur Portúgali farið fram á
meiri heiður en fá að láta lifið
fyrir. frelsi fólksins?" Var Spinola
ákaft fagnað. er hann sagöi þetta.
Rannsóknarkviðdómur:
Nixon þátttakandi í
W atergatesamsærinu
Washington, 6. júní,
AP — NTB.
JAMES St. Clair lögfræðingur
Nixons Bandarfkjaforseta stað-
festi í dag fregnir bandarfsku
stórblaðanna Washington Post og
Los Angeles Times, um, að rann-
sóknarkviðdómurinn, sem rann-
sakaði Watergate-innbrotið hefði
nefnt Nixon forseta sem þátttak-
anda í samsæri um að hvlma yfir
innhrotið, án þess að ákæra hann.
Blöðin sögðu, að kviðdóinendur
hefðu í f.vrstu viljað ákæra forset-
ann, en fallið frá því, er Leon
Jaworski ákærandi í Watergate-
málinu skýrði þeim frá því, að
lagaleg vandamál gætu komið
upp ef forseti yrði ákærður í
sakamáli.
Þetta gerðist i febrúar sl., en
ekki hefur verið frá því skýrt fyrr
en nú. St. Clair sagði, að Jaworski
hefði skýrt sér frá niðurstöðu
kviðdómsins fyrir þremur vikum.
Aðspurður um viðbrögð forsetans
sagði St. Clair, að forsetinn hefði
sagt, að kviðdómendur vissu auð-
sýnilega ekki allan sannleikann.
Forsetinn væri einnig viss um, að
hann yrði algerlega hreinsaður af
öllum grun, er allar staðreyndir
lægju fyrir.
Hinn kunni bandariski dálka-
höfundur Jaek Anderson sagði í
dag í Washington Post, að tilgang-
urinn með Watergate-innbrotinu
hefði verið að komast að fyrirætl
unum Edwards Kennedys i sam-
bandi við forsetakosningarnar
1972. Segir Anderson, að Nixon
hafi ætíð talið Kennedy helzta
keppinaut sinn og hann hafi ótt-
azt, að George McGovern myndi á
síðustu stundu draga sig i hlé til
þess að opna leiðina fyrir útnefn-
ingu Kennedys.
Stjórnmálafréttaritarar velta nú
mjög fyrir sér, hvaða áhrif ferðir
Nixons forseta til Miðausturlanda
og Moskvu í þessum mánuði
kunni að hafa á Watergatemálið
og rannsókn dómsmálanefndar
þingsins á hugsanlegri málshöfð-
un á hendur forsetanum. Benda
fréttaritararnir á, að gagnrýnend-
ur Nixons hafi alltaf farið mildari
höndum um hann i sambandi við
utanrfkismál en innanríkismál.
Eru flestir sammála um, að ferðir
Nixons muni bæta hag hans
heima fyrir, en á engan hátt hafa
áhrif á væntanlegar niðurstöður
fyrrnefndra rannsókna.
Portúgal:
Friðarvið-
ræðunum
frestað
Lusaka, Zambíu,
6. júni, AP—NTB.
VIÐRÆÐUM fulltrúa stjórnar
Portúgals og fulltrúa frelsis-
hrevfingarinnar í Mosambique
lauk í Lusaka, höfuðborg Zambíu,
í dag án þess að samkoinulag um
vopnahlé næðist, en ákveðið var
að halda viðræðuin áfram í næsta
mánuði.
I sameiginlegri yfirlýsingu, sem
gefin var út að íundinum loknum,
sagði, að samning um vopnahlé
yrði að byggja á stjórnmálalegum
grundvallarreglum. Ennfremur
sagði, að portúgalska sendinefnd-
in teldi nauðsynlegt að svo komnu
máli að fara heim til að ráðgast
við stjórnina um þau mál. sem
rædd hefðu verið á fundum sendi-
nefndanna. Þá kemur fram í yfir-
lýsingunni, að framhald viðræðn-
anna muni fara mjög eftir niður-
stöðum viðræðna fulltrúa
Portúgalsstjórnar við sendinefnd
þjóðernissinna frá Portúgölsku
Gineu, en þær viðræður hefjast i
London innan skamms.