Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1974 t Konan mín, móðir okkar, dóttir og systir HEDDA LOUISE GANDIL Svalbarði 8, Hafnarfirði lést 5, júní í Borgarspítalanum Kristinn Sigurðsson Hjálmar, Helgi Gunnar, Jóhann Örn, Helga Gandil, Örn Helgason. t Eiginkona mín og móðir mín ESTHER SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Félagsheimilinu Borg lést á Borgarsjúkrahúsinu, föstudaginn 31 mal. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 10. júní kl. 1 3.30.' Gunnlaugur Þorsteinsson Aðalheiður Gunnlaugsdóttir. t Konan min, SIGRÍÐUR AÐALBJÖRNSDÓTTIR frá Siglufirði, Rjúpufell 25, lézt I Borgarspítalanum 4 júnl Fyrir hönd vandamanna Egill Jón Kristjánsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, PÉTUR SIGVALDASON, Urðarstíg 8, Hafnarfirði er lést af slysförum 2 júní, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 8. júni kl. 11. Anna Ólafsdóttir, Stefán Pétursson, Ásdis Erla Gunnarsdöttir, Sigvaldi Búi Bessason, systkini og vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför systur minnarog mágkonu KRISTÍNAR ARNGRIMSDÓTTUR, fyrrv. kennara, Vesturgötu 31. Guðjón Arngrímsson, Regfna Jónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, mágkonu, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR ÖGMUNDSDÓTTUR frá Njarðvfk. Helga Egilsdóttir, Jóhannes H. Snorrason, Ólafur H. Egilsson, Halla O. Jónsdóttir, Steinunn Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, • ÞÓRARINS GUNNLAUGSSONAR, stýrimanns. Ólaffa Sigurjónsdóttir, Gunnlaugur Þórarinsson, Hulda Thorarensen, Sigrún Þórarinsdóttir, Geir Þórðarson, Sigurjón Þórarinsson, Klara Benediktsdóttir, Þorlákur Þórarinsson, Stella Ragnheiður Sveinsdóttir og barnabörn. t Þökkum sýnda samúð vegna andláts föður okkar, LÁRUSAR HALLDÓRSSONAR, fyrrv. skólastjóra. Sérstakar þakkirfærum við Mosfellshreppi fyrir virðingu honum sýnda. Margrét, Þráinn Þórisson, Magnús, Hallfrfður Georgsdóttir, Halldór, Úlfhildur Hermannsdóttir, Valborg, Sighvatur Jónasson, Tómas, Hrafnhíldur Ágústsdóttir, Fríða, Stefán Teitsson Gerður, Tómas Sturlaugsson, Ragnar, Ólöf Jónsdóttir. Erna Ryel — Minningarorö 1 DAG kveðjum við með sárum söknuði Ernu Ryel, sem lézt að heimili sínu 24. maí s.l. Þessarar góðu konu langar mig að minnast örfáum orðum. Á slíkum stundum sækja minningar á hugann. Eg man vel eftir Ernu sem ungri stúlku heima á Akureyri. Hún var há vexti og gjörvileg, brosið sérlega hlýtt og fallegt. Eg kynntist henni ekki á þeim árum, en þá var bærinn svo lítill að allir þekktu alla í sjón. Svo man ég vel, að fréttin flaug um bæinn: ,,Erna Ryel ætlaði að gifta sig ungum sjarma frá Sauðárkróki". Hefði míg þá grunað, að ég ætti eftir að tengjast Ernu og Stefáni svo sterkum böndum sem raun varð á, hefði ég ef til vill verið forvitn- ari daginn þann og reynt að komast í sjónmál við brúðhjónin. Brúðkaupsdagurinn, 6. jan. 1940, var án efa hamingjudagur í hennar lífi. Ungu hjónin settust að í Reykjavík. Erna hvarf mér sjónum um hríð. Árin liðu ög fluttu bæði hamingju og sorg. Tvo litla syni misstu þau nýfædda. Slík reynsla skiiur eftir sár, sem aldrei gróa. En Erna var ekki kona, sem hafði hátt um hlutina, hún bar sinn harm í hljóði. Svo kom þriðji sonurinn, Stefán Örn, sannur sólargeisli, dökkur eins og pabbinn, en hafði fengið fallega brosið og hlýjuna mömmu sinnar í vöggugjöf. Þegar hann óx úr grasi reyndist hann góður sonur og vel gerður á allan hátt. Þegar mér seinna auðnaðist að kynnast Ernu var það sem tilvon- andi svilkona hennar. Það var erfitt að standa frammi fyrir til- vonandi tengdafólki sínu í fyrsta skipti. En mér er í fersku minni hve hlýjan í brosinu hennar Ernu og elskulegt viðmót var mér mikils virði þá, að öllu hinu fólkinu ólöstuðu, því allt er þetta sérstakt heiðursfólk. Síðan höfum við átt margar ánægjulegar samverustundir með tengdafóiki okkar beggja, því sá systkinahópur er samtengdur sér- lega sterkum böndum. Oft hefur allur hópurinn komið saman á heimili Ernu og Stefáns, notið þess að vera saman og rifja upp gamlar minningar. Var þá jafnan glatt á hjalla. Við erum öll inni- lega þakklát fyrir bjartar minn- ingar frá heimili, og um hús- móðurina, sem gekk um hljoðlát og hlý, vakandi yfir smáu og stóru, nærfærin og notaleg. Enga manneskju hef ég þekkt, sem betur kunni að taka á móti gestum, láta þeim líða vel og fínna, að þeir væru velkomnir. Það var ekki orðaflaumur, heldur hjartahlýja, sem þar kom til. Heimilið ber ljóst vitni hinni frá- bæru smekkvísi þeirra hjóna. Það er sama hvað Erna gerði, hvort hún setti blóm í vasa, lagði á veizluborð, allt varð fallegt, sem hún snerti á. Orðvör var hún með afbrigðum og samvizkusemin sýndi sig bezt í þeirri umhyggju, sem hún bar fyrir aldraðri móður sinni, jafnt þótt hún sjálf væri farin að heilsu. Aldrei heyrðist hún kvarta. Nú er höggvið stórt skarð í þessa fjölskyldu. Við tengdafólkið hennar þökkum af alhug fyrir að hafa fengið að kynnast henni og vera i svo nánum tengslum við hana. Við hjónin og dætur okkar þökkum henni alla hlýju og um- hyggju og ágleymanlegar sam- verustundir. „Væn kona, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni:'' Orðkv. 31.10. Þessi orð eiga vel við Ernu og Stefán. Þeir verða að missa sem eiga, hinir hafa ekkert að missa. Stefánarnir hafa nú misst mikið. Ég vildi geta sagt huggunarorð, en orð eru vanmáttug á slikum stundum. Eg bið Drottinn bera smyrsl á sárin. Jóhanna Jóhannsdóttir. í DAG er til moldar borin Erna Ryel vefnaðarkennari, sem andaðist að heimili sínu, Auðar- stræti 9, Reykjavík, 24. maí. Nánustu syrgjendur eru eigin- maður hennar, Stefán Jónsson arkitekt, einkasonur þeirra hjóna, Stefán Örn arkitekt, aldur- hnigin móðir og fjögur systkini. Með Ernu Ryel er horfin af sjónarsviðinu kona mikilla mann- kosta, kona hógvær og hávaða- laus, kona, sem gott er að minnast. Erna Ryel fæddist á Akureyri 8. ágúst 1914. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnhildur og Bald- vin Ryel, hann athafnasamur og vel virtur kaupsýslumaður, hún merkilegri. kona en svo, að hér verði í orðum lýst. Heimili þeirra hjóna var án efa eitt mesta 'myndarheimilið í höfuðstað Norðurlands um langan aldur. Erna útskrifaðist úr Kvenna- skólanum í Reykjavík 1930. Hún stundaði síðan vefnaðarnám i tvö ár í Danmörku hjá Mette Wester- gárd og í vefskóla í Stokkhólmi veturinn 1934. Vefnaður og vefn- aðarkennsla voru síðan löngum aðalstarf hennar hér heima utan húsmóðurstarfsins. Hún rak eigin vefstofu bæði á Akureyri (1933—1935) og í Reykjavík í all- mörg ái; kenndi vefnad á mörgum námskeiðum og var vefnaðar- kennari á Laugalandi 1939—'40 og við Húsmæðraskóla Reykja- víkur 1941. Eitt af hennar áhugamálum var vefnaðarkennsla fyrir blinda. Hún sótti vefnaðarnámskeið hjá Blindes Institut í Kaupmanna- höfn 1936 og vann þar einnig af og til á árunum 1956—'61. Voru það henni nokkur vonbrigði, að aðstæður voru slíkar hér heima, að þessi kunnátta hennar nýttist ekki sem skyldi. Árið 1940 giftist Erna Stefáni Jónssyni teiknara, síóar arkitekt, einum þeirra mörgu, sem búið höfðu á heimili foreldra hennar á náms- árum. Um konu sína lét hann eftirfarandi orð falla, er hann leit til baka eftir 30 ára sambúð: „Kona, gædd kærleika, ástúð, um- hyggju og fórnfýsi, þrátt fyrir þung áföll, er án efa dásamlegasta vera, sem hægt er að hugsa sér. Þannig konu hefi ég átt og sonur okkar slíka móður.‘‘ Þeir mega gerst um tala, sem bezt þekkja. Það eru þung áföll að sjá ekki aðeins frumburð sinn, heldur og einnig annan son til fæðast full- burða, en andvana og þyngra er það áfall því foreldrinu, sem ber þá undir belti. En því dýrmætari var þriðji sonurinn, og mesta gleðiefni móðurinni siðustu ára- tugina að sjá þennan efnilega dreng vaxa upp og feta i fótspor föður síns, verða arkitekt og kvænast ágætri stúlku, Ölöfu Eld- járn. Heilsuleysi þjakaði Ernu síðari árin og mun það hafa átt að nokkru rót að rekja til lömunar- veiki, sem hún fékk, er hún var 12 ára. En þolinmæði var einn af hennar góðu eiginleikum. Haustið 1926 kom ég fyrst á heimili Ryelshjónanna, fyrstur í langrí röð námsmanna, þeim vandalausra, sem þau tóku inn á heimili sitt og fóru með sem væru þeir þeirra eigin börn. Þessari góðvild þeirra átti ég, fátækur og föðurlaus sveita- drengur, það að þakka, að draumur minn um að ganga menntaveginn varð að veru- leika. Á þessu góða heimili dvaldi ég þá fimm vetur, sem ég var i skóla nyrðra. Börn þeirra hjóna voru fimm, er ég kom þangað fyrst, 3 synir og tvær dætur. Eldri dóttirin var Erna, þá á 13. ári og því á 18. ári, er ég fór utan til háskólanáms og lang- dvalar erlendis. Kærastar eru mér minningarnar um Ernu frá þessum áhyggjulitlu unglingsár- um. Hún var mér þá sem systir, í mínum huga nær jafnaldra mér, þessi bjarta, lífsglaða, listhneigða stúlka, sem cHlum vildi gott gera. Nú er hún gengin. Mild er birtan yfir minningu hennar. Sigurður Þórarinsson. t Útför sonar okkar, bróður og frænda. EINARS GUNNARSSONAR, flugnema Hlégarði, Mosfellssveit er lést I flugslysi 2. júni verður gerð frá Fossvogskírkju laugardaginn 8 júní kl. 10.30 Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Flugbjörg unarsveitina. Lilja Pálsdóttir, Gunnar Guðmundsson Hafdís Gunnarsdóttir, Marla Björg Gunnarsdóttir Arm Gunnarsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir Gunnar Austmann, Ingólfur Árnason Hafdís Sæmundsdóttir. t Faðir okkar FILIPPUS G. ÁRNASON Austurveg 2, Vestmannaeyjum, sem andaðist á Borgarsjúkrahúsinu aðfararnótt 1. júnl sl verður jarðsunginn frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugardaginn 7. júní kl. 2 e.h. Börn hins látna. Teiknistofan er lokuð eftir hádegi vegna jarðarfarar Ernu Ryel Teiknistofan Höfði, Bergstaðastræti 52.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.