Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNl 1974
Vilborg kjör-
in formaður
AÐALFUNDUR Rithöfundafé-
lags Islands sem haldinn var í
Norræna húsinu 23. maí sl. lýsti
ánægju sinni yfir nýstofnuðu
stéttarfélagi rithöfunda, Rithöf-
undasambandi Islands, og sam-
þykkti einróma tillögu rithöf-
undaþings um Rithöfundaráð.
Stjórn Rithöfundafélags is-
lands skiþa nú þessir menn:
Vilborg Dagbjartsdóttir formað-
ur, Elías Mar varaformaður, Ing-
ólfur Jónsson frá Prestsbakka rit-
ari, Einar Ólafsson gjaldkeri og
Ölafur Haukur Simonarson vara-
ritari.
—---♦ ♦ ♦•--
Mótmæla
ákvörðun
útvarpsráðs
FRAMBJOÐENDUR Lýðræðis-
flokksins í Reykjavík, Jörmundur
Ingi Hansen og Einar G. Harðar-
son, hafa ritað menntamálaráð-
herra opið bréf, þar sem þeir lýsa
yfir því, að þeir geti ekki sætt sig
við meginhluta ákvarðana út-
varpsráðs um tilhögun útvarps-
og sjónvarpsefnis vegna alþingis-
kosninganna 30. júní.
Þeir félagar gagnrýna í bréfi
sínu mjög, að framboöslistum við
alþingiskosningarnar sé mismun-
að og þeir flokkar, sem bjóða ekki
fram í öilum kjördæmum, skuli fá
skemmri tíma til þess að kynna
stefnu sína en aðrir flokkar. Þá
gagnrýna þeir og, að í þáttum. þar
sem írambjóðendur sitja fyrir
svörum. þar sem hringborðsum-
ræður fara fram og í „eldhúsdags-
umræðum" í hljóðvarpi, sé alls
ekki gert ráð fyrir þátttöku þeirra
flokka, sem ekki bjóða fram í
öllum kjördæmum, og segjast
þeir ekki skílja þá niðurstöðu út-
varpsráðs, að þessir flokkar eigi
ekki erindi til kjósenda eins og
hinir.
Þetta opna bréf barst Mbl. í gær
og sér það ekki ástæðu til að birta
það i heild. enda stendur það
þeim fréttamiðlum nær, sem bréf-
ið fjallar um.
LAXARNIR LEKU LISTIR SIN-
AR FYRIR NOREGSKONUNG
Frá laxeldisstöðinni f Kollafirði. eru forseti Islands, herra
Laxarnir stökkva til heiðurs Kristján Eldjárn, og Þór
konungi. Með honum á myndinni Guðjónsson veiðimálastjóri.
F jölmenni við komuna til Akureyrar
peninga um 75 ára afmæli skóg-
ræktar á isiandi. Voru peningarn-
ir úr silfri og bronsi og sagði
Hákon Bjarnason i gamni, að þeir
skógræktarmenn hefðu því miður
ekki haft efni á að láta steypa þá í
gull. Vakti gamansemi Hákons
hlátur viðstaddra og tók konung-
ur við gjöfinni með þökkum.
Var Ölafi konungi siðan sýnd
skógræktarstöðin og fór Haukur
Ragnarsson skógfræðingur með
honum. Sýndi konungurinn, sem
er þekktur áhugamaður um skóg-
rækt og landvernd, stöðinni mik-
inn áhuga og spurði margs, þegar
gengið var um gróðurhús staðar-
ins.
Að lokinni heimsókninni að
Mógilsá var haldíð í laxeldisstöð-
ina í Kollafirði, sem er kippkorn
frá skógræktarstöðinni. Þar tóku
á mðti þjóðhöfðingjunum Þór
Guðjónsson veiðimálastjóri, Svan-
björn Frímannsson fyrrverandi
seðlabankastjóri, Sigurður Þórð-
arson stöðvarstjóri og fleiri. Var
gengió um stöðina og tók Noregs-
konungur sér góðan tima til að
virða fyrir sér það, sem þar var að
sjá, og var greinilega hrifinn.
Gengu gestirnir einnig niður að
útitjörnunum við stöðina, þar sem
verið var að fóðra fisk á ýmsum
aldri. Lék laxinn listir sínar i
þakklætisskyni.
Ur Kollafirði var á ný ekið til
Reykjavíkur, en á hádegi sat kon-
ungur ásamt islenzku forseta-
hjónunum hádegisverðarboð
Reykjavíkurborgar á Kjarvals-
stöðum, þar sem voru meðal
annarra nýkjörnir borgarfulltrú-
ar og margir fleiri gestir.
Vel heppnuð heimsókn
á Akureyri
Um miðjan dag héldu konungur
og föruneyti hans i flugvél til
Akureyrar. Var lent á Akureyrar-
flugvelli f björtu veðri, en heldur
Framhald á bls. 20.
ÓLAFUR Noregskonungur hélt í
gærmorgun f fylgd forséta ís-
lands og landbúnaðarráðherra í
skógræktarstöðina að Mógiisá f
Kollafirði. Með I förinni voru
einnig norskir f.vlgdarmenn kon-
ungs og íslenzkir embættismenn.
Við skógræktarstöðina tóku á
móti gestunum Hákon Bjarnason
skógræktarst jóri, Hákon Guð-
mundsson formaður Skógræktar-
félags tslands og aðrir stjórnar-
menn í Skógræktarfélaginu. Var
konungi f.vrst sýndur áletraður
steinn á hlaðinu, þar sem segir,
að stöðin sé b.vggð f.vrir gjafafé
norsku þjóðarinnar. Eins og
kunnugt er færði Óiafur Noregs-
konungur islenzku þjóðinni eina
milljón norskra króna frá Norð-
mönnum við komu sfna hingað
1961 og skvldi fénu varið til skóg-
ræktarmála. Var þremur fjórðu
hlutum fjárins varið til að reisa
stöðina að Mógilsá, en afgangnum
til að stofna sjóð til eflingar sam-
starfi þjóðanna á þessu sviði.
Stöðin var formlega vfgð 1967 I
ferð Haralds rfkisarfa til
landsins.
I skógræktarstöðinni flutti
Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri skemmtilega ræðu, sem
konungur kunni vel að meta. Við
lok ræðu sinnar færði skógrækt-
arstjóri konungi tvo nýja minnis-
6 fundir sjálfstæðismanna á Austurlandi
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN á
Austurlandi efnir til 6 funda með
stuðningsmönnum flokksins f
þingkosningunum 30. júnf n.k. nú
um helgina og mæta á fundunum
þeir Geir Hallgrfmsson formaður
Sjálfstæðisflokksins, Sverrir Her-
mannsson, sem skipar efsta sæti á
framboðslista flokksins f kjör-
dæminu, og Pétur Blöndal fram-
kvæmdastjóri, sem skipar 2. sæti
framboðslistans.
Fyrsti fundurinn er í Neskaup-
stað í kvöld, föstudagskvöld, kl.
20.30. Á laugardagsmorgun kl.
10.00 verður fundur á Eskifirði, á
laugardag kl. 14.00 verður fundur
á Reyðarfirði og kl. 17.00 á Egils-
stöðum og á Seyðisfirði veróur
fundur á laugardagskvöld kl.
20.30. Sfðasti fundurinn verður
svo á Fáskrúðsfirði kl. 10.00 á
sunnudagsmorgun.
Sem fyrr segir er allt stuðnings-
fólk Sjálfstæðisflokksins f þing-
kosningunum velkomið á þessa
fundi.
Ekki
mistök
lögregl-
unnar
- segir lög-
reglustjóri
VEGNA fréttar i Morgunblað-
inu í gær þess efnis, að lög-
reglumenn hafi vísað blaða-
ljósmyndurum úr anddyri Hót-
el Sögu, hefur lögreglustjóri
haft samband við blaðið, og
skýrt frá því, að lögreglumenn
hafi farið nákvæmlega eftir
þeim reglum, sem settar voru
af hálfu utanríkisráðuneytis-
ins, og voru þær f samræmi við
þær reglur, sem áður hafa gilt.
Hafi mistök orðið, eru þau
ekki lögreglumönnum að
kenna.
Morgunblaðinu er ljúft að-
birta þessa athugasemd lög-
reglustjóra, en umsögn blaða-
manns þess var einungis til
þess ætluð að skýra lesendum
frá því, hvers vegna engar ijós-
myndir birtust úr forseta-
veizlu að venju, en ekki að
beina neinuin spjótum sérstak-
lega að lögreglunni í Reykja-
vík.
D-lista skemmt-
un í Kópavogi
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 1 Kópavogi efnir til skemmtunar
fyrir starfsfólk og stuðningsmenn f nýafstöðnum bæjarstjórnar-
kosningum í kvöld kl. 21.00 f Félagsheimili Kópavogs, efri sal.
Ómar Ragnarssom skemmtir. Rómantrfó leikur fyrir dansi.
Miðar verða afhentir f Sjálfstæðishúsinu, Borgarholtsbraut f
dag kl. 9—6.