Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1974 19 Norskt landslag I síðustu ljóðabók Ivars Org- lands: Nattstill fjord (Fonna for- lag 1973) er ljóð, sem nefnist Vi som diktar om fjell. Upphafið er þannig: Kva er det med fjell : som gjer at vi sá gjerne vil dikta om dei, dikta om fjell og blá vatn, jamvel om kritikarane sukkar og avisene stengjer spaltene sine Ljóðið er vörn skálds, sem sækir yrkisefni sín til norskrar náttúru, er bundið landinu sterk- um böndum. Þrátt fyrir kröfur um önnur yrkisefni, önnur við- horf, getur þetta skáld ekki breytt um stefnu. Framhald Ijóðsins er á þessa leið: Tru om det kan vera av di Noreg er f jell, og at vi som diktar om fjell og blá vatn, beintfram ikkje kan anna av di vi kjenner og vedkjenner oss at vi höyrer landet til. Ivar Orgland yrkir yfirleitt í hefðbundnu formi þótt hann bregði stundum út af því og þá með prýðilegum árangri. En ljóð- mál hans er ekki nýstáriegt. Hann temur sér ekki óvænt hugmynda- tengsl og djarflegar líkingar eins og módernista er háttur. Yfir ljóð- um Ivars Orglands er jafnvægi og ró. Ljóðin í Nattstill fjord eru mótaðs skálds. Norsk náttúra, bernskuminn- ingar og söguleg minning eru mest áberandi I bókinni. Bókin hefst á ljóði um hinn friðsæla fjörð bernskunnar. Skáldið sakn- ar kyrrðarinnar og hins óbrotna lífs. I lokaljóðinu samnefndu bók- inni eru fjörðurinn og farkost- urinn aftur á móti táknrænnar Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON merkingar. Róið er út á fjörðinn í hinsta sinn í átt til landsins, sem enginn á afturkvæmt frá. Nattstill fjord minnti mig á Fljótið helga eftir Tómas Guð- mundsson. Hjá Orgland gegnir fjörðurinn sama hlutverki og fljótið hjá Tómasi. Ljóðin eru jafnvel skyld að hljómi og hrynj- andi. í lokaerindinu er ort um land dauðans og fallvaltleik lífs- ins: Vi berre veit det ligg ein stad der borte dit báten nár, nár ferdi hans er all, og alt ditt liv med eitt sá stutt har verte som ein sekund, ein blenk, eit stjernefall .. . Men ljos er kveikt for bát pa svarte sjöen, for einsam sjel, som stemmer fram i döden. Nútíminn með alla sína ringul- reiö og yfirborðsmennsku er Ivar Orgland ekki að skapi. Hann deil- ir á hina tæknivæddu veröld, en vegsamar unað náttúrunnar. í ljóðunum er uggur náttúrubarns- ins. I dag sel dei vatn — nefnist eitt ljóðið: Snart er det slutt pá elvesongar. I dag sel dei vatn i pappkartongar. I hagen er enno roseduft... I dag sel dei vatn, i morgon luft. I ljóðum þar sem náttúran per- sönugerist, verður tákn mannlegs lífs, þykir mér Ivar Orgland ná lengst. Til dæmis í Eiki sprett, sem fjallar um hið volduga t'ré eikina, sem vex hægt, liggur ekk- Ivar Orgland ert á. En þegar hennar tími kemur vex hún. Eiki sprett, Teina, Morgon, Gras og fleiri ljóð minntu mig á Ijóð Þorgeirs Svein- bjarnarsonar, en honum var lagið áð gæða yrkisefni úr náttúrunni margræðu lífi. Ég er ekki að halda því fram að Ivar Orgland hermi ljóð islenskra skálda eins og Tómasar og Þorgeirs til dæmis. Hér er miklu fremur um eðlileg- an skyldleika að ræða, frændsemi er kannski betra orð. Ljóð Ivars Orglands eiga erindi til islenskra lesenda. Viðhorf skáldsins hljóta að falla í góðan jarðveg á Islandi. Ljóðin eru IVAR OHGL.AND Nattstill fjord. Kápumynd Jardar Lunde. einnig auðveld aflestrar fyrir Is- lendinga. Það mál, sem Ivar Org- land yrkir á, er náskylt íslensku eins og tilvitnanir sýna. Nattstill fjord er ellefta Ijóða- bók Ivars Orglands. Sú fyrsta: Lilje og sverd kom út 1950. Atta bækur með þýðingum Ivars Org- lands úr íslensku hafa komið út i Noregi. Þessar bækur hafa stuðl- að að kynningu íslenskra- Ijóða í Noregi, enda vel úr garði gerðar bæði af hálfu þýðanda og Fonna forlags. Síðasta bókin i flokki fs- lenskra ljóða í þýðingu Orglands er Stilt vaker ljoset, úrval úr ljóð- um Jóns úr Vör. Árni Egilsson kemur haim frá Los Angeles til að leika ð listahátlðinni. John Dankworth og Cleo Laine eru meSal vinsælustu jassflytjenda heimsins um þessar mundir. André Previn mun bregSa sér yfir i jassleik meS góSum listamönnum, þegar sinfóníuhljómsveit hans er farin. Hér er hann meS Miu Farrow konu sinni. sem kemur nú eins og á listahátiðina 1972. Þá var þessi mynd tekin. KVÖLDSTUND MEÐ FRÆGUM JASSLEIKURUM Dagskráin ( Háskólabíói fimmtu- daginn 13. júní heitir því látlausa nafni „Kvöldstund með Cleo Laine, John Dankworth, André Previn, Árna Egilssyni o.fl." Eru þarna komnir frægir listamenn, sem ætla að slá saman í jasshljómleika á lista- hátið André Previn er þekktari hér á landi fyrir hljómsveitarstjórn, en i upphafi ferils síns var hann kunnur jassleikari og hefur enn gaman af að taka í píanóið með góðum jass- leikurum Og það eru hjónin Cleo Laine og Jonny Dankworth sannar- lega, svo ekki sé nefndur Árni Egils- son, sem kemur frá Los Angeles til að leika með þeim. André Previn kemur frá Bretlandi með Sinfóníuhljómsveit Lundúna, sem hann stjórnar i Laugardalshöll- inni. Með honum kemur eins og 1972 kona hans, leikkonan fræga Mia Farrow, og taka þau með sér barn sitt. Eftir að sinfóníuhljómsveit- in er farin bregður André Previn sér i hlutverk jasspíanista, en það var einmitt píanó, sem hann lærði á eftir að hann kom með foreldrum sínum frá Berlin til Bandaríkjanna árið 1939 Og sem pianóleikari byrjaði hann að leika á skólaárunum, en var strax 1 6 ára gamall ráðinn til Metro Goldvin Mayer kvikmyndaversins sem stjórnandi og tónskáld, svo góður þótti hann. Hann tók sér iðu- lega fri frá þeim störfum til að leika með jasstriói sinu inn á hljómplötur og i næturklúbbum Á þeim árum hlaut hinn ungi Previn fjórum sinn- um Oskarsverðlaun. 1961 yfirgaf hann Hollywood til að helga sig sígildri tónlist, en hann hafði numið tónsmiðar og hljómsveitarstjórn. Áður en langt um leið var hann farinn að stjórna beztu sinfóniu- hljómsveitum og er ráðinn aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Lundúna Þó að aðalstarfið sé á sviði slgildr- ar tónlistar hefur Previn, sem að tækni er á borð við Oscar Petersson, haldið sér við í jassleik. Hann hlust- ar mikið á Tatum, Peterson Bud Powell og Horace Silver og „leikur með elektriskum stil, sem alltaf svingar", eins og það er orðað. Brezki jassleikarinn Jonny Dank- worth leikur á altsaxofón Hann lék i upphafi ferils síns á stóru Cunnard skipunum, sem sigldu yfir Atlants- hafið, og var þá tiður gestur hjá jasshljómsveitunum í New York Hann stofnaði sina eigin hljómsveit 1 953 og sló i gegn í Bandarlkjunum 1959. Hann þykir einn bezti jassút- setjari í Bretlandi og þykir hljóm- sveit hans einstök i sinni röð. Kona Dankworths er Cleo Laine, sem er fræg söngkona Hún er fædd i Vestur-lndium, byrjaði söngferil sinn ung og hefur sungið með hljómsveit Jonny Dankworths siðan 1952. Ýmislegt fleira hefur hún gert m.a leikið og sungið i kvikmyndum og sjónvarpi Á Edinborgarhátíðinni söng hún t.d. aðalhlutverk i Sjö dauðasyndum eftir Brecht og Weill. Hún hefur sungið á mörgum lista- hátiðum i Vestur- og Austur-Evrópu og hefur ferðazt um og komið fram i sjónvarpi i Ástraliu og Ameríku, auk Evrópu 1973 fór hún mikla sigur- göngu á hljómleikaför um Ástraliu og strax á eftir ferðuðust þau hjónin um Bandaríkin í 46 daga við frábær- ar undirtektir. Tvisvar sungu þau i Carnegie Hall i New York og í Kannedy Center í Washington fyrir fullu húsi. Mun óhætt að fullyrða, að þau eru meðal vinsælustu hljóm- listarmanna nú Með þeim hér leikur Árni Egilsson á bassa sinn, en hann er íslending- um kunnur. Hann kemur hingað frá Los Angeles þar sem hann hefur leikið með studio-hljómsveit og ver- ið í nánu samstarfi við Burt Bacharach Árni er sonur Ástu Norman og Egils Árnasonar, en hef- ur dvalið lengi erlendis og leikið við góðan orðstír. Nú býðst okkur að heyra þessa listamenn leika saman jass i Háskólabiói á listahátið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.