Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1974
31
Skuggamynd i fjarska
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MARIU LANG,
PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR.
var glæsimenni, hávær og skap-
bráður. Inginar Granstadt var aft-
ur á móti litlaus, feiminn,
þegjandalegur. Hann sat og fitl-
aói óstyrkur við þráð sem hafði
losnað í snjáðri peysunni hans og
úfið svart hárið lafði niður á gler-
augun. En Christer þagði líka ein-
hverra hluta vegna, og allt í einu
leit Ingmar upp og sagði upp úr
þurru:
— Ég hef sem sagt ekki f
hyggju að segja, hver það var sem
ég sá.
Ég greip andann á lofti, en rödd
Christers var áhugalaus að heyra,
þegar hann spurði:
— Af hverju ekki? Viljið þér
ekki, að sá sem myrti Evu verði
tekinn fastur?
— Jú . . . . auðvitað. En ég er
ekki viss um þetta. Ég stóð nú
þannig ... að það er ekki víst það
sé að marka ... . og ég sé ekkert
sérstaklega vel. Og svo var
eitthvað, sem mér fannst ekki
koma heim og saman. Kannski
mér hafi skjátlast?
— Hvar stóðuð þér?
Hann svaraði að bragði:
— Á tröppunum á móti húsinu,
sem Bureshjónin búa í. En ég
þorði ekki að vera of nálægt.
— En þér sáuð sem sagt að
einhver hringdi hjá Bure og Eva
Claeson opnaði.
Ingmar kinkaði kolli alvarlegur
á svip.
— Hvað var klukkan þá?
— Hún var að vera átta.
— Þér hafið áður sagt, að þegar
þér komuð niður hafi klukkan
verið hálf átta. Hvernig ber að
skilja það. .. það kemur ekki
alveg heim við síðustu orð
yðar....
— Ég stóð fyrst dálitla stund á
götunni, sagði hann afsakandi.
Kannski í kortér eða svo. En svo
fannst mér betra að fara þarna
upp á tröppurnar, því að ég sæi
betur þaðan ....
— Ég býst við, sagði Christer
næstum mildilega — að þér hafið
njósnað um gestakomur til Evu
Claeson, vegna þess að þér
bjuggust við að hún ætti von á
karlmanni ....
Og sársaukasvipurinn sem leið
yfir andlit Ingmars staðfesti þetta
og hann hélt áfram.
— Getum við gengið út frá því,
að grunur yðar hafi reynzt réttur?
En Ingmar Granstedt svaraði
með því einu að kreista saman
varirnar, svo að engu var líkara
en að hann ætlaði aldrei framar
að mæla orð af vörum. Christer
andvarpaði, en hann vissi alltaf
þegar ekki þýddi að reyna meira,
svo að hann þagði.
Snöggir piltar bætið einum sjúss á reikninginn.
Það var augljóst að þessi föli
maður sem sat þarna hjá okkur og
hafði að öllum líkindum séð
morðingjann ganga á vit fórnar-
lambs síns, en það var næstum því
jafn augljóst, að hann hafði i
hyggju aó sitja einn að þeirri
vitneskju, sem hann bjó yfir.
Tfundi kafli
Ingmar var eftir þetta svo orð-
fár, að það hafði lítið upp á sig að
spyrja hann frekar.
Hann hafði hálft í hvoru hugsað
sér að þau færu i bíó á sunnudeg-
inum, en þegar hann hringdi til
hennar, sagðist hún þurfa að vera
heima um kvöldið, en hann gæti
komið og borðað kvöldmat hjá
sér. Hann hafði ekki aðeins séð
svörtu töskuna í íbúðinni, heldur
hafði hann einnig séð ýmis skjöl
Pelles liggja á skrifborðinu og
þau höfðu rætt uppsetninguna á
skránni sem hún var að gera.
Hann gat þar með staðfest áð
bæði taskan og skjölin höfðu ver-
ið i íbúðinni, þegar hann fór það-
an klukkan hálf átta. Þegar hann
hafði séð Evu opna fyrir gestin-
um, sem hún átti von á rétt fyrir
átta, hafði hann lagt af staó heim
á leið, en hann sagðist hafa verið
þungum þönkum og ekki komið
heim til sin fyrr en yukkan var
farin að halla í tíu. Hann neitaði
að segja nokkuð um vinfengi sitt
og Evu og hann vildi heldur ekki
lýsa neinum eiginleikum hennar.
Og það varð á honum skilið, að
hann sæi i aðrar röndina eftir að
hafa sagt það, sem hann sagði í
upphafi.
Eg held að Christer hafi létt,
þegar við gátum með góðri sam-
vizku þakkað honum fyrir og sá
næsti kom og settist I stólinn,
enda var sú manneskja ekki eins
erfið í viðræðu.
LILLEMOR OLIN hafði notað
tímann til að snyrta á sér hárið og
púðra sig i andliti. Hún settist
með ósviknum þokka á stólinn og
deplaði augunum glettnislega til
Christers. Eg fann á mér, að helzt
hefði hún viljað að þau fengju að
vera þarna tvö ein. Christer, sem
tók eftir þeim augnagotum, sem
fóru á milli okkar, brosti ánægð-
ur.
— Jæja, sagði Lillemor blíðlega
og hallaði undir flatt. — Og hvað
viljið þér svo vita?
Það var kaldhæðni í brosi
Christers, en ég skynjaði einnig,
að hann var hreint ekki ónæmur
fyrir kvenlegum þokka Lillmors.
Og ég leiddi hugann að því, að ég
var alls ókunnug smekk hans á
kvenfólki. Kannski vildi hann
eignast konu eins og Lillemor,
grútheimska en eggjandi og blíð-
lega?
Eg ræskti mig hressilega og
Christer virtist vakna af dvalan-
um.
— Segið mér, ungfrú Olin,
hversu vel þér þekktuð Evu
Claeson?
— Hvað við þekktumst vel? Já,
við vorum náttúrulega vinkon-
ur .. . ágætar vinkonur.
— Líkaði yður vel við hana?
Lillemor virtist nú hafa gleymt
öllu misjöfnu, sem hún hafði gef-
ið í skyn um Evu og hrósaði henni
upp til skýja.
'—, Ö, hún var svo afskaplega
elskuleg, hjálpfús og vingjarnleg.
Hún lánaði til dæmis Ingmar
alltaf peninga, þegar enginn
fékkst til að gera það.
— Var það svo? Og voru það
stórar upphæðir?
— Nei, ég segi það nú ekki.
Svona hundrað kall kannski fimm
hundruð stöku sinnum ... Ég
efast um hann hafi borgað henni
aftur... .En annars var hún frek-
ar sparsöm.
— Haldið þér hún hafi verið
hrifin af Granstedt!
— Nei! Nei! Svar Lillemors var
miskunnarlaust en hreinskilið.
— Það gæti engin stúlka orðin
skotin í HONUM!
Christer, sem fann á sér, að nú
gafst honum kostur á að heyra
hinar ýmsu kjaftasögur, færði sér
tækifærið í nyt og sagði:
— En ég býst við, að það hafi nú
verið EINHVER sem hún hafði
áhuga á?
—■ Hún hafði víst ábyggilega
áhuga fyrir fleiri en einum og
fleiri en tveimur, sagði Lillemor
leyndardómsfull. — Þér hefðuó
átt að sjá, hvernig hún næstum
því gleypti Jan með augunum . ..
það var næstum viðbjóðslegt . . .
og upp á síðkastið var hún á hæl-
unum á Pelle hvert sem hann
sneri sér. En ég held nú ekki að
henni hafi orðið neitt ágengt.
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 0 30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags
# Tveimur hjólum
stolið frá
Hæðargarði
Lydfa Thejll, Hæðargarði
14, skrifar á þessa leið:
„Mig langar til að spyrja for-
eldra barna, hvað þeir geri, þegar
börn þeirra koma heim einn dag-
inn með reiðhjól, sem þeir vita
engin deili á.
Ég spyr vegna þess, að kvöldið
22. maí (kl. 11.45 nánar til tekið)
voru tekin tvö hjól frá húsinu
heima hjá mér. sonur minn sá til
þeirra, sem hjólin tóku, en þeir
náðust ekki.
Þessi stuldur er mjög bagalegur
þar sem ég á sex börn og það er
ekki hægt að hlaupa út I búð og
kaupa ný hjól.
Lydfa ThejII.“
Þetta er dæmi um eilífðar-
vandamál reiðhjólaeigenda — en
betri lýsing á reiðhjólum þessum
hefði þurft að fylgja með, svo og
lýsing á hinum óráðvöndu
drengjum.
• Glöggt er
gests augað
Klfa Björk Gunnarsdóttir,
Þverholti 7, Reykjavík, skrifar, og
hefur sjálf sett sér fyrirsögnina:
I s.l. mánuði fluttist ég heim til
Reykjavíkur eftir margra ára bú-
setu í öðru landi.
Brá mér heldur í brún við að sjá
umgengnina á götum borgarinn-
ar.
Sums staðar gat að líta þau
ódæmi af pappírsrusli og gler-
brotum, að halda mætti, að dreift
hefði verið úr ruslatunnum á
gangstéttir og í göturæsi. Á ég hér
við hinar þröngu götur í gamla
bænum þar sem bilum er lagt
þétt, og erfitt er að komast að til
að hreinsa.
Undrun mln var mikil kvöld
eitt er ég ók inn Skúlagötu. I
bílnum, sem ók á undan mér, sátu
miðaldra hjón. Ct um glugga bíls-
ins komu skyndilega fljúgandi
stóreflis pappirsílát undan is og
svo komu skeiðarnar á eftir!
Verst eru þó glerbrotin.
Tómum flöskum er grýtt í
næsta vegg, og alltof oft eru
gluggarúður brotnar.
Væri ekki hægt að skora á fólk
að hlífa samborgurum sínum við
þessu? Hver og einn ákveður
sjálfur hve mikið sælgæti,
sígarettur og drykkjarföng hann
kaupir, en mér finnst ekki til
of mikils ætlazt, að fólk mölvi
flöskurnar annars staðar, en þar
sem brotin hljóta að lenda undir
bíldekkjum, ef á annað borð er
nauðsynlegt að brjóta glerin.
Að þessu er hrein og bein
skömm og ekkert tilhlökkunar-
efni að sýna erlendum vinum sín-
um þessar „siðvenjur“.
Hvers vegna ekki að hjálpast að
og koma ruslinu á sinn stað?
Elfa Björk Gunnarsdóttir."
Velvakandi tekur undir hvert
orð Elfu Bjarkar. Sums staðar er-
lendis liggja þungar fjársektir við
þessum ósóma, og minnir okkur
fastlega, að i New York sé sóð-
um, sem fleygja frá sér rusli á
almannafæri, gert að greiða eitt
hundrað dali i sekt.
Fólki er svo gerð grein fyrir
þessum afleiðingum af druslu-
ganginum á stórum skiltum, sem
hanga viða á götum úti, enda fá-
títt að sjá drasli fleygt á götur
þar.
Hins vegar skal það tekið fram
sérstaklega, að sú ónáttúra að
stúta flöskum á hverju, sem fyrir
verður, virðist vera einhvers kon-
ar þjóðarsport tslendinga. Vel-
vakandi minnist þess að visu að
hafa séð glerbrot annars staðar en
á íslandi, en alls ekki í svo rikum
mæli sem hér.
Það er ekki nóg með það, að
úrgangur, sem liggur eins og hrá-
viði hvert sem litið er, sé til leið-
inda og spilli umhverfinu, heldur
stafar beinlínis hætta af glerbrot-
um. Bildekkin má að visu bæta,
en öllu verra er þegar einhver
slasar sig á brotunum.
# Lélegar merk-
ingar á vegum
og við bændabýli
Velvakandi brá fyrir sig
betri fætinum um helgina, sem
reyndar er ekki i frásögur fær-
andi út af fyrir sig. Var förinni
heitið austur i Árnesþing.
Veðrið var reyndar ekki neitt
til að hrópa húrra fyrir, en það
sem einkum vakti fögnuð og gleði
ferðalanganna var það, að fá-
menni var hvar sem komið var.
Kort og leiðarvísar voru i far-
angrinum, en einn meiri háttar
annmarki var þó á notkun þeirra,
þannig að ferðalangarnir gætu
áttað sig á þvi hvar þeir væru
staddir.
Merkingar eru nefnilega svo
sparsamlega notaðar i þessu
ágæta héraði, að ókunnugir
villast þar auðveldlega. Til und-
antekninga telst ef leiðamerk-
ingar eru á vegamótum, og næsta
fátítt, að búendur hafi nöfn bæja
sinna við afleggjarana.
Nú má vel vera, að þeim, sem
stjórna kennileitamerkingum í
héraðinu þyki duttlungar ótindra
ferðamanna ekki skipta miklu
máli, en trúlega þætti aðkomu-
mönnum í Reykjavík súrt i broti
ef ekki væru nema einstaka götur
í borginni merktar.
Nú má enginn skilja þessi orð
svo, að hér sé verið að sneiða að
Árnesingum sérstaklega, því að
viðast hvar á landinu er sömu
sögu að segja.
Og af því að nú er þjóðhátíðar-
ár, sem allt á að gerast á, væri þá
ekki tilvalið að hefja nú i sumar
eina alls herjar merkingaherferð
um allt land, þannig að öll vegmót
yrðu kyrfilega merkt og heiti
bæja sett við hvern afleggjara?
Skilti munu ekki vera úr hófi
dýr, þannig að mikill stofn-
kostnaður getur ekki verið það,
sem kemur i veg fyrir, að merk-
ingar séu i lagi. ÖIlu fremur hlýt-
ur ástæðan að vera framtaksleysi,
sem auðvelt ætti að vera að ráða
bót á.
STUDENTA-
SKEIÐIN
1974
er komin.
Halldór
Skólavörðustíg.
LJOS &
ORKA
CORONELL
LAMPARNIR
EINNIG
RORÐLAMPAR
ÚR MARMARA
LANDSINS
MESTA
LAMPAÚRVAL
Sendum í póstkröfu.
LJÓS &
ORKA
Suðurlandsbrautl2
simi S4488
MIR ER EITTHVM
FVRIR RUR
ÍWor0unblaÍ>it>