Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7, JUNI 1974
' ''cefandi
Frarr*'v~'>n»f»
Ritstjórar
R itstjórna rf u II trúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sími 10 100.
Aðalstræti 6. simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Samkvæmt tölvuút-
reikningi hlaut Sjálf-
stæðisflokkurinn rúmlega
50% allra greiddra at-
kvæða í sveitarstjórna-
kosningum 26. maí s.l. Sú
fylgisaukning, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hlaut í
þeim kosningum var að
sjálfsögðu mikil trausts-
yfirlýsing kjósenda, en
jafnframt fólst í þessu
mikla atkvæðamagni óum-
deilanlegt vantraust kjós-
enda á vinstri stjórn. Þrátt
fyrir það er augljóst, að
vinstri flokkarnir stefna
markvisst að því að endur-
nýja stjórnarsamstarf sitt
að kosningum loknum.
Morgunblaðið hefur að
undanförnu vakið athygli
á, að eina örugga leiðin til
þess að koma í veg fyrir, að
vinstri stjórn haldi áfram í
landinu aö kosningum
loknum er sú, að kjósendur
efli Sjálfstæðisflokkinn
með sama hætti og þeir
gerðu í sveitarstjórnakosn-
ingunum um daginn. En
eðiilegt er að kjósendur
spyrji hver verði höfuðmál
Sjálfstæðisflokksins að
kosningum loknum, sýni
kjósendur honum það
traust að fela honum
stjórnarforystu á ný.
Ætla má, að Sjálfstæðis-
flokkurinn muni í þessari
koaningabaráttu leggja
höfuðáherzlu á þrjú mál-
efni, auk þess að koma
vinstri stjórninni frá völd-
um. í fyrsta lagi mun Sjálf-
stæðisflokkurinn leita eftir
trausti kjósenda til þess að
fylgja fram þeirri stefnu í
rikisstjórn og á Alþingi, að
varnir landsins verði
tryggðar með áframhald-
andi dvöl varnarliðsins enn
um sinn. Við varnarmálin
hefur vinstri stjórnin
skilið á þann veg, að þeir
flokkar, sem að stjórninni
stóðu i upphafi, komust að
samkomulagi um svonefnd-
an umræðugrundvöll, sem
nú hefur verið lagður fyrir
Bandaríkjastjórn og er það
til meðferðar. Samkvæmt
þessum sameiginlegu til-
lögum vinstri flokkanna á
bandaríska varnarliðið að
vera horfið af landi brott
að mestu fyrir árslok 1976
og Atlantshafsbandalagið
aðeins að hafa minniháttar
og ófullnægjandi aðstöðu á
Keflavíkurflugvelli. Fyrir-
sjáanlegt er, að komist
vinstri flokkarnir til valda
á ný, munu þeir fylgja
fram þeirri stefnu að vísa
varnarliðinu úr landi.
Sjálfstæðisflokkurinn er
algjörlega andvígur þess-
ari stefnu í öryggismálum
þjóðarinnar. Sjálfstæðis-
flokkurinn er fylgjandi
þeirri stefnu, sem fram
kom í áskorun tæplega
56.000 íslenzkra kjósenda
til þings og ríkisstjórnar
um að varnir landsins
verði áfram tryggðar með
dvöl bandaríska varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli.
Sjálfstæðisflokkurinn mun
í þessum kosningum leita
eftir trausti kjósenda til
þess að fylgja fram þeirri
stefnu. En menn verða að
gera sér grein fyrir því, að
úrslitaorrustan um varnir
Islands stendur í þessum
þingkosningum. Takist
vinstri flokkunum að
merja 32ja þingsæta meiri-
hluta munu þeir reka varn-
arliðið úr landi. Þess vegna
þarf Sjálfstæðisflokkurinn
að vinna nægilega stóran
sigur í þingkosningunum
til þess að koma í veg fyrir,
að slíkur vinstri meirihluti
verði til staðar á Alþingi.
Og til þess að svo megi
verða þurfa fjölmargir
kjósendur, sem ekki hafa
áður komið til liðs við
flokkinn að veita honum
stuðning í þessum kosn-
ingum.
1 öðru lagi mun Sjálf-
stæðisflokkurinn leggja
áherzlu á það í þessari
kosningabaráttu og í ríkis-
stjórn, fái hann til þess
traust, að ráða fram úr því
öngþveiti í efnahags- og at-
vinnumálum þjóðarinnar,
sem vinstri stjórnin hefur
kallað yfir okkur með
stjórnleysi. Það er athygl-
isverð staðreynd, að þrátt
fyrir gott bú, sem vinstri
stjórnin settist í og gífur-
lega hækkun afurðaverðs á
erlendum mörkuðum og
metafla ár eftir ár, er nú
svo komið, að vinstri
stjórnin hefur rýrt kjör
launþega stórlega með því
að taka af þeim þúsund
Baráttumál Sjálfstæðisflokksins
milljónir, sem þeir áttu að
fá í hækkuðum launum um
síðustu mánaðamót og at-
vinnuvegir þjóðarinnar
eru á heljarþröm, gífurleg-
ur taprekstur hvert sem
litið er. Það verður ekki
öfundsvert hlutskipti að
ráða fram úr því öngþveiti
í efnahagsmálum, sem við
blasir. En sjálfstæðismenn
hafa nokkra reynslu af því.
Þegar vinstri stjórnin
hrökklaðist frá völdum í
desember 1958 kom það í
hlut Sjálfstæðisflokksins
að moka þann flór, sem
hún skildi eftir sig — og
allt viðreisnartímabilið
hélzt mjög viðunandi jafn-
vægi í efnahagsmálum.
Ljóst er að það þarf sterka
stjórn til þess að ráða við
vandann nú og einungis
Sjálfstæðisflokkurinn get-
ur veitt þá sterku forystu
sem þarf.
I þriðja lagi mun Sjálf-
stæðisflokkurinn í þessum
kosningum leita eftir fylgi
kjósenda til þess að fylgja
fram þeirri stefnu í land-
helgismálinu sem þing-
flokkur sjálfstæðismanna
markaði s.l. haust, er flutt
var tillaga um útfærslu ís-
lenzku fiskveiðilögsög-
unnar í 200 sjómílur fyrir
næstkomandi áramót. Þró-
unin á alþjóðavettvangi
síðan hefur sýnt, að þessi
stefna Sjálfstæðisflokksins
er rétt. Um þessi höfuðmál
verður barizt í kosning-
unum nú og um þau verður
kosið.
Fórna
Rússar o
Nixon í
Ford
GETUR verirt að Rússar hug-
leiði að kasta Nixon fyrir róða
og koma sér í mjúkinn hjá Ger-
ald Ford varaforseta?
í athyglisverðu viðtali við
John Oshorne. í New Republic
sem Ford segist ekki hafa ætl-
azt til að birtist á prenti. hefur
varaforsetinn lýst þeirri ríkis-
stjórn, sem vera má að hann
m.vndi, ef Nixon hverfur af
sjónarsviðinu. Ef Ford verður
forseti getur verið að hann losi
sig við James Schlesinger land-
varnaráðherra — þann mann
sem Rússar álíta illan anda
Nixon-stjórnarinnar, þann
mann sem standi í vegi fyrir
því að friðsamleg samhúð kom-
ist á betri rekspöl.
Rússar eru greinilega að
endurskoða afstöðu sína til
Nixonst jórnarinnar. Topp-
fundur er ennþá ráðgerður í
Moskvu I júní, en afstaða
Gromykos utanrfkisráðherra í
Washington á dögunum leiddi I
Ijós að ekkert raunverulegt
samkomulag um takmörkun
kjarnorkuvfghúnaðar er á
næstu grösum.
Athugun sem væri gerð í
Kreml á þeim möguleikum,
sem eru f.vrir hendi, mundi
sennilega b.vrja á þvf að spurt
væri hvort Rússum væri akkur
í þvf að Nixon héldi áfram
störfum. Jafnvel þótt hann
héldi velli mundi staða hans
veikjast til mikilla muna. Hann
gæti ekki lengur gert meiri-
háttar samninga um takmörk-
un vopnabúnaðar, viðskipti og
því um líkt, sem hefur gert
stjórn hans svo vinsæla f
Moskvu. En ef Ford yrði forseti
gæti hann byrjað upp á nýtt —
og Ford hefur sagt að hann
mundi halda Kissinger. Það
yrði Rússum mikils virði.
Nixon hefur orðið að fresta
greiðslum á pólitískum skuld-
um, en Ford gæti greitt Rúss-
um nokkrar þeirra. I.angmestu
máli skiptir að Ford yrði eðli-
legur forsetaframbjóðandi
1976 og þess vegna ginnke.vpt-
ari fyrir ísmeygilegum þrýst-
ingi og hrossakaupsboðum
Rússa, sem nú orðið kunna þá
list að nota sér kosningaslaginn
f Bandarfkjunum.
Sá sem kenndi Rússum list-
ina var Nixon sem gerði topp-
fundaleiksýningar að innleggi f
baráttuna fyrir sfðustu forseta-
kosningar. Rússum er nú Ijóst
hve mikils virði toppfundir eru
forseta, sem er einnig f fram-
boði: sjónvarpsfréttirnar, lof-
orðið um friðarmannsaldur,
samkomulag um takmörkun
vopnabúnaðar. Hið nýja friðar-
skipulag kom auðvitað einnig
við sögu. En Nixon fékk nokkur
atkvæði og Rússar fengu
bandarfska kornið. sem af-
stýrði hugsanlegum matvæla-
óeirðum og getur hafa bjargað
Brezhnev.
Þetta eitt veldur því að Rúss-
um væri greinilega hagur í þvf
að maðurinn f Hvfta húsinu
1976 gæfi kost á sér til endur-
kjörs. En þeim mun meir yrði
þeim hagur í því að Henry
Jackson öldungadeildarmaður
yrði ekki tilnefndur forseta-
frambjóðandi demókrata.
eftir
Victor Zorza
Sovézk blöð eru að gefa í skyn
að Jackson og Schlesinger hafi
nú þegar nógu mikil völd til
þess f sameiningu að endur-
vekja kalda strfðið, jafnvel þótt
Nixon verði um k.vrrt f Hvfta
húsinu. Skrif Moskvublaðanna
um Jackson gefa til kynna að
Rússar telji hann líklegasta —
og hættulegasta — forsetafram-
bjóðanda demókrata f næstu
kosningum. Þau láta að þvf
liggja að — ef Jackson verði
forseti muni hann ekki aðeins
endurvekja kalda stríðið
heldur heita strfðið einnig.
Kremlverjar telja hann svo
mikla ógnun að þeir geta ekki
haldið að sér höndum í þeirri
von að kannski muni Edward
Kennedy öldungadeildarmaður
— sem þeir buðu nýlega til
Moskvu og léku þar með annan
leik í skák sinni gegn Jackson
— hljóta tilnefninguna.
Ein leiðin til þess að útiloka
Jackson væri að stuðla að þvf
að Ford kæmist til valda nú og
efla hann f.vrir kosningabarátt-
una með þegjandi kosninga-
hrossakaupum, sams konar
þeim sem Rússar og Nixon
gerðu 1972. Þvf lengur sem
Nixon verður við völd þeim
mun Ifklegra er að Jackson
komist til valda síðar.
Jafnvel þótt annar demókrati
hljóti tilnefninguna má vera að
Rússar vilji helzt að repú-
blikani sé f Hvfta húsinu. Eins
og sovézk blöð útskýrðu í síð-
ustu kosningum á repúblikani f
Hvíta húsinu auðveldara með
að slaka til gagnvart Sovét-
rfkjunum en demókrati. Þann-
ig mundu Rússar halda með
Ford á sama hátt og þeir héldu
með Nixon en ekki McGovern
öldungadeildarmanni.
En getur verið að Rússar trúi
þvf í alvöru að þeir geti haft
áhrif á gang kosninga í Banda-
rfkjunum, eins duttlungafullar
og þær eru? Við vitum það eitt
að þeir hafa revnt að gera það
áður. Þeir þurfa ekki að fara f
smiðju hjá öðrum til þess að fá
hugmyndir.
Nixon hefur sjálfur látið svo
um mælt að vinsældir Johnsons
forseta hafi stóraukizt sam-
kvæmt skoðanakönnunum eftir
fundinn f Glassboro með
Kos.vgin þótt ekkert markvert
gerðist á fundinum — og
Kremlverjar tóku áreiðanlega
eftir ummælum Nixons. Á
sfðari árum hafa Kremlverjar
tekið þátt í kosningum á
Vesturlöndum með þvf að
bjóða til sín vestrænum
stjórnmálamönnum — eða
neita að bjóða þeim á réttum
tfma.
Löngu áður en Nixon fór til
Moskvu til þess að berjast fyrir
endurkjöri fór Harold Macmill-
an, forsætisráðherra Breta,
þangað f sama skyni — og
Pompidou forseti fór að dæmi
þeirra f.vrir kosningarnar f
Frakklandi í fyrra. Nú er Har-
old Wilson, forsætisráðherra
Breta, að búa sig undir hugsan-
legar kosningar og Rússar hafa
gefið varlega í skyn að þeir
muni ef til vill bjóða honum f
heimsókn — ef hann hegðar
sér vel og lofar einhverju í
staðinn.
Krúsjeff hreykti sér af því á
sínum tfma að hann hefði stutt
John F. Kennedy f forsetastól-
inn í afar tvfsýnum kosningum
með þvf að ákveða að sleppa
bandarískum flugmönnum sem
þá voru f haldi í Sovétríkjun-
um, þegar hann taldi sig velja
til þess þann tfma sem bezt
gæti stuðlað að sigri Kennedys.
Brezhnev hjálpaði Nixon. Hann
mun gera allt sem í hans valdi
stendur tii þess að bægja Jack-
son burtu.
Meðan Rússar héldu að
Nixon gæti greitt skuldir sfnar
miðaðist framkoma þeirra við
það að styðja hann gegn and-
stæðingum hans. Breytt fram-
koma krefðist ekki breyttrar
grundvallarafstöðu, að eins
breytingar á mati þeirra á þvf
hvort Nixon geti greitt skuldir
sfnar — og nú er Ijóst að það
getur hann ekki.
Rússar vita að með þvf að
neita samstarfi við Nixon f Mið-
austurlöndum og um takmörk-
un kjarnorkuvfghúnaðar,
svipta þeir hann sfðustu
varnarlfnunni — þeirri rök-
semd að hann eigi að fá að
halda áfram f embætti til þess
að ljúka við friðargerð sfna.
Rússar geta ekki einir kastað
Nixon fyrir róða, en þeir geta
aukið á þrýstinginn á varnar-
vegg sem veikist stöðugt.
Ýmsar ástæður geta ráðið þvf
að Rússar neita samvinnu
við Nixon, en ef þeir halda upp-
teknum hætti og verða ósam-
vinnuþýðir verður ljóst að
Rússar hafa ákveðið að kasta
Nixon fyrir róða og stuðla að
því að Ford verði settur í emb-
ætti f þeirri von að þeir græði
mest á þvf.