Morgunblaðið - 07.06.1974, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNl 1974
Heildarinnlán Utvegs-
bankans jukust um 42,1%
Blómasalur og Vínlands-
bar taka stakkaskiptum
GERÐAR hafa verið veÍKamiklar
breytingar á Blómasalnum og
Vínlandsbarnum á Hótel Loft-
leióum og eru báóir sýnu hlýlegri
og vistlegri en áður. 1 báðum söl-
unum hafa veggir verið klæddir
hnotuviði, ný Álafossteppi verið
lögð á gólfin og nýjum húsgögn-
um frá Hfbýlaprýði komið þar
fyrir.
Vínlandsbarinn er nú þrefalt
staérri en áður og er þar jafnframt
notaieg setustofa í brúnum lita-
tórium með þægilegum hæginda-
stólum. Veggir eru skreyttir upp
lýstum ljósmyndum af gömlum
flugvélum Loftleiða og Flugfé-
lags íslands. Yfirþjónn í Vín-
landsbar er Bjarni Guðjónsson.
í Blómasalnum hefur verið
komið fyrir grilli, þar sem áður
var hljómsveitarpallur og bætir
það mjög þjónustuaðstöðu, að
sögn forráðamanna hótelsins, sem
sýndu blaðamönnum og fleiri
gestum þessar breytingar í vik-
unni. Tveir grillofnar eru nú í
salnum, — annar geislaofn, svo-
nefndur mínútugrillofn, sem
dregur nafn af því, að ekki tekur
meira en eina til tvær mínútur að
matbúa í honum. Rauður litur er
á gólfábreiðu og húsgögnum. Sal-
ur þessi tekur 120 mannsj sæti og
að venju er þar kalt borð í hádeg-
inu. Veitingastjóri er Hilmar
Jónsson.
Ferðaleikhús frú Kristínar
Magnús Guðbjartsdóttur verður í
sumar í ráðstefnusal hótelsins
eins og tvö undanfarin sumur.
Það hefst 15. júní nk. og stendur
til ágústloka. Sýníngar verða á
ensku þrjú kvöld í viku, mánu-
daga, þriðjudaga og miðvikudaga.
ar.
Tjónabætur og önnur útgjöld
fóru hraðvaxandi á árinu 1973
vegna verðbólgunnar. Aðalkostn-
aður bifreiðadeildar var eins og
áður vegna vaxandi tjóna, skoðun-
ar og uppgjörs tjóna. Hagnaður
varð á heildarrekstri félagsins, er
nam um 6,5 milljónum króna.
Tryggingasjóðir félagsins, þ.e. ið-
gjaldasjóður, bótasjóður og
áhættusjóður námu i árslok 1973
492 milljónum króna og höfðu
hækkað um 81 milljón króna frá
árinu áður. Sjóðir þessir eru fyrst
og fremst til að mæta óuppgerð-
um tjónum frá árinu 1973 og fyrri
ára.
Fastráðið starfsfólk á skrifstof-
um Sjóvá í Reykjavik er 68 manns
auk fólks við innheimtustörf og
fleira. Stjórn félagsins skipa nú:
Jóhanna
sýnir í Eyjum
UM ÞESSAR mundir stendur yfir
í Vestmannaeyjum sýning á verk-
um Jóhönnu Bogadóttur. Sýning-
in var opnuð sl. laugardag og
stendur til sunnudagsins 8. júni.
Sýningin er f félagsheimilinu og
er opin virka daga frá kl. 14—22.
Jóhanna hefur haldið tvær
einkasýningar í Reykjavík og
nýverið sýnt á Akureyri. Þetta er
jafnframt í þriðja sinn sém hún
sýnir í Eyjum. Seinustu árin hef-
ur Jóhanna aðallega unnið í gra-
fík og flest verka hennar á sýn-
ingunni í Eyjum eru grafíkmynd-
ir.
ÁRSSKYRSLA Utvegsbanka Is-
lands fyrir árið 1973 er komin út
og samkvæmt henni jókst velta
bankans veruiega á því ári. Heild-
arinnlán bankans jukust um
42.1% og er það meiri innlána-
aukning en nokkru sinni f.vrr i
sögu bankans. t árslok námu
heildarinnlán bankans 3.987
milljónum króna og höfðu aukizt
á árinu um 1.181 milljón króna.
Niðurstöður efnahagsreiknings
eru nú 6.959 milljónir króna og er
hér um 1.831 milljón króna hækk-
un að ræða á árinu.
Heiidarútlán Utvegsbankans
jukust á sama tíma um 1.259
millj. króna, eða um 35.3% og
námu 4.827 milljónum króna í
árslok. Mjög verulegur hluti út-
lána Utvegsbankans er bundinn í
sjávarútvegi og var skipting út-
lána um s.l. áramót til einstakra
atvinnugreina, sem hér segir:
Sjávarútvegur 42.4%, Verzlun
17.7%, Iðnaðar 12.5%, lán til ein-
staklinga 10.3%,Opinberir aðilar
6.8%, Byggingamannvirkjagerð
5.7% og Samgöngur 4.6%.
Staða Utvegsbankans gagnvart
Seðlabankanum batnaði nokkuð í
heild á árinu 1973. í árslok námu
innstæður Utvegsbankans á
bundnum reikningi í Seðlabank-
anum 815 milljónum króna og
höfðu hækkað á árinu um 261
milljón króna. Staða bankans
gagnvart erlendum bönkum batn-
aði um 145 milljónir króna á ár-
inu.
Rekstrarafkoma Utvegsbank-
ans á árinu batnaði til muna ann-
að árið i röð. Tekjuafgangur árs-
ins, án afskrifta og vaxta af eigin
fé, nam 44.3 milljónum króna. Af
hagnaði ársins var meðal annars
ráðstafað 16 milljónum króna til
Margar ráðstefn-
ur á Hótel Loft-
leiðum 1 sumar
BUAST má við góðri nýtingu á
gistirými Hótel Loftleiða í sumar,
að því er forráðamenn þess
skýrðu blaðamönnum frá í vik-
unni. Auk viðdvalargesta flug-
félaganna og annarra einstakl-
inga, sem þar gista í sumar, hefur
verið bókaður fjöldi norrænna og
alþjóðlegra þinga — allt fram til
ársins 1977.
I sumar og haust verða þing
flest á timabilinu frá byrjun
ágústmánaðar og fram í byrjun
nóvember. Má þar nefna norrænt
rithöfundaþing um mánaðamótin
júlí og ágúst, norrænt rafveitu-
þing, þing norrænna dýralækna,
þar sem þátttakendur verða allt
að 500, fræðsluþing NATO, nor-
rænt verkfræðingaþing, norrænt
veðurfræðingaþing, norrænt ljós-
myndaraþing, Evrópuráðstefnu
skáta, þing norrænna Musteris-
riddara (tilheyrandi Góð-
templarareglunni), þing norska
Skákklúbbsins, íþróttasambands-
þing stúdenta á Norðurlöndum,
tvö brezk tækniþing o.fl.
Arið 1975 hafa háls-, nef- og
eyrnalæknar frá Norðurlöndum
og víðar boðað komu sína til
ráðstefnuhalds á íslandi, sömu-
leiðis norrænir búfræðingar og
lögfræðingar. Á árinu 1976 verða
hér a.m.k. þrjú norræn lækna-
þing; kvensjúkdómalækna,hjarta-
sjúkdómalækna og gigtarlækna.
Og á árínu 1977 er þegar vitað um
norrænt brunavarnaþing og þing
Skákklúbba Norðurlanda.
Vínlandsbarinn í Hótel Loftleiðum eftir breytinguna.
Þar kom fram, að heildarið-
gjaldatekjur félagsins námu um
525 milljónum króna á árinu
1973, og höfðu aukizt um 88
miiljónir króna frá árinu 1972.
Heildartjón ársins 1973 nam 382
milljónum króna. Tap varð á bif-
reíðatryggingum, er nam um 7
milljónum króna, einnig varð tap
á tryggingum fiskiskipa og slysá-
tryggingum sjómanna vegna
hinna tiðu mannskaða, slysa og
skipsskaða, sem urðu sl. ár. Aðrar
greinar trygginga voru hagstæð-
Landsbankaútibú á Fáskrúðsfirði
S j ó vátryggingaf éf agið:
Tjónin 382 millj. 1973
varasjóðs, 15 millj. króna til af-
skriftasjóðs, 10.5 milljónum
króna til húsbyggingasjóðs og 3
milljónum króna til Eftirlauna-
sjóðs starfsrhanna Útvegsbank-
ans. Bankinn greiddi ríkissjóði á
árinu 35.5 milljónir króna í skatt
af gjaldeyrisverzlun og 1.3
milljónir króna í landsútsvar.
Þrfr af stofnendum Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar ásamt núverandi
útibússtjóra Landsbankans. Talið frá vinstri: Gunnar Pálsson Tungu,
Einar Sigurðsson Odda, Guðmundur G. Vestmann og Már Haligríms-
son, útibússtjóri.
stofnuðu sparisjóðinn eru enn á
lífi, þeir eru: Guðmundur G. Vest-
mann, Gunnar Pálsson, Einar
Sigurðsson og Helgi Þórðarson.
Þrír hinir fyrst töldu voru mættir.
Stjórn og ábyrgðamannafundur
Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar hafði
á fundi sínum 6. aprfl s.l. ákveðið
að verja hluta af varasjóði spari-
sjóðsins að fjárhæð 2,7 millj. til
íþróttavallabyggingar. Sveitar-
stjóri Jón Gauti Jónsson veitti fé
þessu viðtöku og þakkaði með
ræðu. Um hinn hluta varasjóðs-
ins, kr. 4,5 millj., skyldi gerð
skipulagsskrá, sem kvæði svo á
um, að 4/5 hluta árstekna hans
skyldi árlega varið til almennings
heilla á Fáskrúðsfirði.
Jón E. Guðmundsson flutti
ávarp og lýsti með fögrum orðum
hversu gott hefði ávallt verið að
ganga um hinar þröngu dyr spari-
sjóðsins og vonaði að slíkt mætti
segja um hið nýja útibú í framtíð-
inni. Auk hans tóku til máls Sig-
urbjörn Sigtryggsson aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans, Þor-
leifur Kristmundsson og Egill
Guðlaugsson.
Því næst bauð útibússtjóri, Már
Hallgrímsson, gestum að skoða
húsakynni útibúsins, sem er í
félagsheimilinu Skrúð.
AÐALFUNDUR Sjóvátrygginga-
félags Islands á 55. starfsári var
haldinn nýlega í hinum nýju
húsakynnum félagsins að Suður-
landsbraut 4. Fundarstjóri var
Benedikt Blöndal, hæstaréttar-
lögmaður, en á fundinum flutti
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri, skýrslu um starfsemi fé-
lagsins og skýrði reikninga þess
fyrir starfsárið 1973.
Sveinn Benediktsson, formaður,
Ágúst Fjeldsted, varaformaður,
Björn Hallgrímsson, Ingvar Vil-
hjálmsson og Teitur Finnboga-
son. Framkvæmdastjórar félags-
ins eru Sigurður Jónsson og Axel
Kaaber.
Fáskrúðsfirði 29. maí.
1 DAG opnaði Landsbanki Is-
lands útibú hér með formlegri
athöfn í félagsheimilinu Skrúð,
þar semmættir voru forustumenn
bankans ásamt forvígismönnum
hreppanna og ýmissa félagasam-
taka á Búðum. Björgvin Vilmund-
arson aðalbankastjóri Landsbank-
ans flutti ávarp og afhenti Sig-
rúnu Sigurðardóttur formanni
slysavarnardeildarinnar Hafdísar
á Fáskrúðsfirði bankabók með
250 þús. krónum sem verja skal
til slysavarnamála á staðnum.
1 ræðu, sem fráfarandi
sparisjóðsstjóri flutti, kom fram
að Sparisjóður Fáskrúðsfjarðar
var stofnaður 18. júní 1922 og
hafði því starfað í nær 52 ár
áfallalaust. Það kom fram að fjór-
ir af þeim 35 sem upphaflega
Björgvin Vilmundarson bankastjóri afhendir Sigrúnu Sigurðardótt-
urgjöf til slysavarnamála.