Morgunblaðið - 07.06.1974, Side 20

Morgunblaðið - 07.06.1974, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1974 Frá skógræktarstöðinni að Mógilsá. Haukur Ragnarsson skóg- fræðingur sýnir Ölafi konungi og Knut Frydenlund utanrfkisráðherra Noregs stöðina. — Laxarnir ... Framhald af bls. 2 svölu, um kl. 16. Skátar mynduðu heiðursgöng með íslenzkum fán- um við landganginn og blandaður kór söng þjóðsöngva Noregs og Islands við undirleik lúðrasveitar Akure.vrar undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Ofeigur Eiriksson bæjarfógeti, Bjarni Einarsson bæjarstjóri og Jön G. Sólnes forseti bæjarstjórn- ar og frúr þeirra heilsuðu hinum tignu gestum og einnig voru þar staddir margir bæjaríulltrúar til þess að fagna komumönnum. All- mikill mannfjöldi hafði safnazt saman við flugstiiðvarbygginguna til þess að heilsa Noregskonungi og einkum bar þar mikið á börn- um, sem veiíuðu norskum og ís- lenzkum fánum. Að lokinni stuttri, en virðulegri móttökuathöfn á Akureyrarflug- velli óku gestir í f.vlgd heima- manna gegnum bæinn að Hótel KEA, þar sem gestirnir hvíldust litla stund. A torginu fyrir fram- an hótelið var fjöldi bæjarbúa saman kominn og yfirleitt var bærinn allur í hátíðarskapi og fáni á hverri stöng. Næst á dagskránni var ökuíerð um bæinn og óku gestir enn í fylgd heimamanna upp á brekkurnar bæði um gömul og ný hverfi og staðnæmdust á fögrum útsýnisstaö á klöppunum yzt við Asveg. Þar gekk Olafur Noregs- konungur upp á hákliippina og virti f.vrir sér mikinn hluta Akure.vrarbæjar, sem þaðan blasti við baðaður í sólskini. og skýrði Jón G. Sólnes forseti bæjarstjörnar fyrir konungi það, sem fyrir augu bar. Þaðan var svo haldið niður á Oddeyri. ekið um Tryggvabraut. Hjalte.vrargötu og Strandgötu. upp i miðbæinn og þaðan út Brekkugötu og stað- iiieinzt við Amtsbókasafnið. Þar tók á möti gestunum Lárus Zophaniasson amtsbókavörður. sýridi þeim safnið og kynnti það markverðasta. sem þar er að sjá. Erá Amtsbókasafninu var svo ekið að Hótel KEA. en þar hófst veizla bæjarstjórnar Akure.vrar kl. 19.30. Gert var ráð f.vrir. að konungur, forseti og forsetafrú og föruneyti þeirra héldu til Reykja- víkur aftur um iniðnætti. — Dvalarheimili Framhald af bls. 32 munu skipstjórar og vélstjórar leika saman knattspyrnu og stýri- menn og hásetar leiða saman hesta sína í belgjakappróðri. Þá verður og koddaslagur og kappi- róður og seglbátasýning verður í höfninni. Um kvöldið verður hóf í Skip- hóli og dansað í Alþýðuhúsinu til klukkan 2 aðfararnótt mánudags. Merki og blöð dagsins verða seld í Hafnarfirði frá klukkan 9.30 um morguninn. Dagskrá konungs í dag. I dag skoðar Olafur Noregskon- ungur Árnagarð og Norræna húsið, en að þvf búnu verður ekið til Þingvalla, þar sem hann snæð- ir hádegisverð í boði ríkis- stjórnarinnar. Að honum loknum verður ekið til Hveragerðis, þar sem skrúfað verður frá gufubor- un, en komið verður til Re.vkja- vikur um kl. 16.15. Móttaka verð- ur f.vrir Norðmenn búsetta á íslandi kl. 17 í frfmúrarahúsinu við Skúlagötu, en kl. 18 heldur konungur gestgjöfum sfnum veizlu um borð f konungs- snekkjunni NORGE í Re.vkja- víkurhöfn. Lagt verður úr höfn að veizlunni lokinni og haldið til Vestmannae.vja, þar sem konungur mun skoða sig um f.vrir hádegi. Hópferðir í áætlunar- flugibetrien í leiguflugi MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkvnning frá Flugleiðum, þar sem fjallað er um hópferða- flug með áætlunarflugvélum og leiguflugvéium frá lslandi til Norðurlandanna. Segir þar, að fslenzku flugfélögin Loftleiðir og Flugfélag Íslands bjóði hópferða- fargjöld í áætlunarfiugi og nemi fargjaldið frá Keflavfk til Kaup- mannahafnar fram og til baka kr. 11.165, — eða sem svarar 80% af fargjaldi annarrar leiðar. Þá er miðað við, að ekki færri en 70 manns ferðist saman í hópferð. Auk þess, sem þetta fargjald er svipað og algengt er að taka fyrir hvern farþega í leiguflugi. hefur það þann kost umfram leigu- flugið, að ekki þarf að halda hóp- inn, þegar farþegar ferðast aftur tíl Islands, og geta þeir því valið um ferðir með þotum Loftleiða og Flugfélagsins eftir því sem hverj- um og einum hentar. Ennfremur segir, að í sumar muni mikill fjöldi Islendinga sein og fólks frá öðrum Norðurlöndum notfæra sér þessi lágu hópferða- fargjöld með áætlunarflugi og þyki það heppilegra en að treysta á stopult leiguflug. Islenzku flug- félögin fljúgi 12 áætlunarferðir í hverri viku til Kaupmanna- hafnar. fjórar til Osló og þrjár til Stokkhólms. Það sé því auðvelt f.vrir viðskiptavini Flugfélagsins og Loftleiða að komast leiðar sinnar, hvort heldur þeir ferðast i hópferðum eða sem einstaklingar. Af framangreindu megi sjá. að ekki muni hótelherbergi í Reykja- vík standa auð í sumar, þótt tíma- bundið leiguflug innlendra og erlendra aðila yfir hásumarið, sem að sjálfsögðu grefur undan þvi. að hægt sé að halda uppi áætlunarflugi yfir hina mörgu vetrarmánuði. verði í minna lagi. - Olafur B. Thors Framhald af bls. 32 Þóra Þorleifsdóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Varamenn: Þórhallur Runólfs- son, Jóna Sveinsdóttir, Aslaug Friðriksdóttir, Bergljót Ingólfs- dóttir, Guðmunda Helgadóttir, Gerður Steinþórsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Iþróttaráö Aðalmenn: Sveinn Björnsson formaður, Árni Árnason, Sigur- geir Guðmannsson, Sigurður Magnússon og Jón Aðalsteinn Jónasson. Varamenn: Hllmar Guðlaugs- son, Júlíus Hafstein, Þórður Þor- kelsson, Eysteinn Þorvaldsson og Hilmar Svavarsson. Umferðarnefnd Aðalmenn: Valgarð Briem for- maður, Þór Sandholt, Davíð Odds- son, Örlygur Geirsson og Kári Jónasson. Varamenn: Sveinn Björnsson verkfr., Sveinn Björnsson kaupm., Ulfar Þórðarson, Jónas Jónsson og Garðar Sveinn Arna- son. Leikvallanefnd Aðalmenn: Ragnar Júlíusson formaður, Margrét Einarsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Gísli B. Björnsson og Guðrún Flosadóttir. Skipulagsnefnd Aðalmenn: Ólafur B. Thors for- maður, Magnús Jensson, Garðar Halldórsson, Sigurður Harðarson, Helgi Hjálmarsson. Varamenn: Sigríður Ásgeirs- dóttir, Valdimar Kristinsson, Þórður Þórðarson, Gunnar H. Gunnarsson og Skúli Skúiason. Stjórn S.V.R. Aðalmenn: Sveinn Björnsson verkfr., formaður, Sigriður Ás- geirsdóttir, Albert Guðmundsson, Einar Birnir og Guðrún Ágústs- dóttir. Varamenn: Magnús L. Sveins- son, Pétur Guðmundsson, Mar- grét Einarsdóttir, Þorbjörn Broddason og Leifur Karlsson. Stjórn veitustofnana Aðalmenn: Sveinn Björnsson verkfræðingur, formaður, Hilmar Guðlaugsson, Jón Magnússon cand. juris, Adda Bára Sigfúsdótt- ir og Emanúel Mortens. Varamenn: Olafur Jónsson, Valgarð Briem, Kjartan Gunnars- son stud. jur., Asmundur As- mundsson og Björgvin Guð- mundsson. Fræðsluráö Aðalmenn: Ragnar Júlíusson formaður, Davíð Oddsson, Elín Pálmadóttir, Aslaug Friðriksdótt- ir, Árni Þórðarson, Björgvin Guð- mundsson og Þorsteinn Sigurðs- son. Varamenn: Edgar Guðmunds- son. Bessí Jóhannsdóttir, Matthi- as Haraldsson, Sigríður Ásgeirs- dóttir, Þorbjörn Broddason, Þor- steinn Eiríksson og Sjöfn Sigur- björnsdóttir. Áfengisvarnanefnd Kristín Magnúsdóttir, Hregg- viður Jónsson, Jóhannes Proppé, Ragnar Fjalar Lárusson, Guð- mundur Alfreðsson, Grétar Þor- steinsson, Björgvin Jónsson og El- ín Gísladóttir. Umhverfismálaráð Aðalmenn: Elín Pálmadóttir formaður, Sturla Friðriksson, Sverrir Scheving Thorsteinsson, Gunnar Helgason, Guðmunda Helgadóttir, Einar Þorsteinn As- geirsson og örnólfur Thorlacius. Varamenn: Haukur Hjaltason, Kjartan Gunnar Kjartansson, Ulfar Þórðarson, Þorkell Jó- hannesson, Gísli B. Björnsson, Kristján Benediktsson, Sigurður Guðmundsson. Stjórn Kjarvalsstaða Aðalmenn: Olafur B. Thors for- maður, Davíð Oddsson, Elisabet Gunnarsdóttir. Varamenn: Elín Pálmadóttir, Bessi Jóhannsdóttir og Þorbjörn Broddason. Handavinnusýning Fáskúðsfirði, 29. maí. SUNNUDAGINN 26. maí 1974 var höfð handvinnusýning pilta og stúlkna á vegum barna og unglingaskólans á Búðum. Sýning þessi, sem var i félagsheimilinu Skrúð, var fjölsótt. Þar var um yfirgripsmikla sýningu að ræða á verkum jafnt yngri -sem eldri nemenda, og margir fallegir og eigulegir munir. Handavinnu- kennarar eru Jón Ingi Baldvins- son fyrir drengi og Guðrún Ein- arsdöttir fyrir stúlkur. — Olöglegur Framhald af bls. 32 bandi ungra framsóknarmanna, en að sjálfsögðu tekur SUF sem slíkt engan þátt í þessari kosningabaráttu og ég t.d. sæki ekki framkvæmdastjórnarfundi Framsóknarflokksins, þótt ég eigi sem formaður SUF rétt til setu þar. Eg lit i þessu efni á SUF sem nokkuð sjálfstæð samtök." Steingrímur Hermannsson ritari Framsóknarflokksins sagði um þetta: „Nokkrir af þessum mönnum, sem hafa kosið að fara þessa leið, hafa sagt sig úr mið- stjórn og öðrum trúnaðarstörfum, en ýmsir aðrir, þ.á m. Elías Snæ land Jónsson, hafa ekki sýnt þann manndóm að gera það. Um það má kannski deila, hvort fram- kvæmdastjórnin hefur vald til að visa mönnum úr flokknum. I flokkslögunum segir, að fram- kvæmdastjórn flokksins fari með stjórn hans í umboði miðstjórnar á milli miðstjórnarfunda og hygg ég, að margur myndi túlka það svo, að framkvæmdastjórnin hefði þá vald til að gera slíkt á milli miðstjórnarfunda." Steingrímur sagðist ekki efast um, að málið yrði tekið fyrir á næsta miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins. Hins vegar sagðist hann gera sér grein fyrir því, að ýmis flokksfélög myndu taka þessi mál fyrir og eflaust fylgja þeim eftir eins og þeim sýndist á hverjum stað. Sagðist honum vera kunnugt um, að þegar væri nokkur undir- búningur hafinn að því. Stein- grímur sagði, að það væri furðu- leg staðhæfing hjá formanni SUF, að það væri óháð flokknum. „SUF er samkvæmt lögum flokks- ins mjög ákveðinn hluti hans og fellur inn í hann. SUF er að Firmakeppni Hestamanna- félagsins Fáks fór fram á skeið- velli félagsins, Vfðivöllum, laugardaginn 12. maf sl. Þátt f keppninni tók 281 fyrirtæki. Keppnin sjálf fór fram f tveimur flokkum, þ.e. flokki fullorðinna og 16 ára og yngri. I flokki fullorðinna sigr- aði cmuuisKoðunarskrifstofa mörgu leyti sambærilegt við SUS í Sjálfstæðisflokknum, verulega sjálfstætt, en fellur inn í lög- flokksins. Þykir mér það einmitt hafa einkennt forystumenn SUF, að þeir hafa átt ákaflega erfitt með að sætta sig við ákvarðanir meirihlutans og ákaflega erfitt með að sýna þann félagsþroska, sem nauðsynlegur er. Þeir hafa stefnt leynt og ljóst að því að gera SUF að félagi utan við flokkinn, álíka og Æskulýðsfylkinguna. Ennþá er þó SUF ákveðin eining innan Framsóknarflokksins," sagði Steingrímur Hermannsson. — Geimferðir Framhald af bls. 17 ið 100 eða fleiri ferðir út í geim- inn og heim aftur. Starfsmenn geimvísindastofn- unarinnar NASA, sögðu í dag, að þeir þættust sjá fyrir, að stofnun- in yrði eins konar „strætófyrir- tæki", sem sendi fólk og varnig út í geiminn fyrir viðskiptafyrir- tæki, aðrar ríkisstofnanir og er- lendar ríkisstjórnir. — Fangaskipti Framhald af bls. 1 verði þar skv. vopnahléssam- komulaginu. Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti hét þvf í gær, er hann heim- sótti egypzkar hersveitir við Súez- skurð, að öll svæði Araba undir ísraelskum yfirráðum nú, yrðu frelsuð innan árs. Sagði Sadat, að hann teldi verki sínu ekki lokið fyrr en Israelar hefðu látið af hendi öll herteknu svæðin og réttur Palestinu-Araba tryggður á ný. Yasser Arafat leiðtogi skæru- liðasamtaka Palestinu-Araba lýsti þvi yfir, að hann væri reiðubúinn að fara til Genfar til að sitja þar friðarráðstefnuna ef þjóðarráð Palestínu-Araba samþykkti sig sem fulltrúa og ef sér yrði boðið. Arafat sagði, að Palestínu-Arabar gætu ekki lokað augunum fyrir „nýrri þróun á sviði alþjóða- mála". Orðum þessum var beint til þeirra Palestínu-Araba, sem eru andvfgir öllum samningum við ísraela. Klofningur er i þessu máli innan hreyfingarinnar og hafa róttækir undir forystu dr. Georges Habash hótað að segja sig úr hreyfingunni og berjast gegn Arafat, ef hann fer til Genfar. Ragnars A. Magnússonar. Keppandi var Sómi Þórdísar Jónsdóttur og sat hún hestinn. I flokki unglinga sigraði Glóbus h.f. Keppandi var Léttfeti örlygs V. Arnasonar og var örlygur knapi. Myndin var tekin áður en firmakeppnin hófst. 281 fyrirtæki í firmakeppni Fáks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.