Morgunblaðið - 07.06.1974, Side 22
Enm
22
Frá
Verzlunarskóla
Islands
Auglýsing um lausa kennarastöðu við
skólann.
Verzlunarskóli íslands óskar að ráða einn
fastan kennara í hagfræði og bókfærslu á
hausti komandi.
Háskólapróf áskilið.
Laun samkvæmt kjarasamningi mennta-
skólakennara. Lífeyrissjóðsréttindi.
Umsóknir ber að stíla til skólanefndar
Verzlunarskóla íslands, Pósthólf 514,
Reykjavík. Umsókn fylgi greinargerð um
menntun og fyrri störf.
Umsóknarfrestur til 15. júní þ.á.
Reykjavík, 5. júní 1974
Skólastjóri.
Járnlagnir
Járnamenn geta bætt við sig verkum.
Uppl. í síma 17391.
Opinber stofnun óskar eftir að
ráða stulku
við símavörslu.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf, sendist auglýsingadeild
blaðsins fyrir 1 0. júní n.k. merkt X-1 001.
— 3415".
Lagerstarf
Starfsmaður óskast til vinnu á bifreiða- og
vélalager.
Umsókn ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf leggist inn á af-
greiðslu Mbl. fyrir 1 1. júní merkt „Lager-
störf — 341 4".
Framtíð —
ábyrgðarstarf
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða
ungan mann til fjölbreyttra skrifstofu-
starfa. Starfið felur m.a. í sér ábyrgðar-
mikla útreikninga o.fl. Góð starfsaðstaða.
Áhugasamir leggi inn nöfn sín, ásamt
helztu upplýsingum, á afgr. Mbl. merkt
FRAMTÍÐ 4615 fyrir 1 4. þessa mán.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1974
Bakari óskast
Einnig óskast maður til ýmissa starfa inni
í bakaríinu.
G. ÓLAFSSON & SANDHOLT,
Laugavegi 36.
Símar: 1-2868 og 1-3524
Sjávarútvegur
Þrítugur maður óskar eftir ábyrgðarstarfi
innan fiskiðnaðarins. Mikil reynsla á sviði
frystihúsa og fiskimjölsverksmiðja.
Tilboð merkt: Sjávarútvegur 1076 leggist
inn á afgr. Mbl. fyrir 14. þ.m.
Byggingameistari
og búfræðingur
óskar eftir starfi. Upplýsingar í síma
40425.
Rennismiður
óskast á verkstæði okkar í Borgartúni.
Góð vinnuaðstaða, góð kjör.
Hlutafélagið Hamar
Tryggvagötu/Borgartúni sími 22123.
Vanan stýrimann
vantar strax á stóran humarbát frá Reykja-
vík.
Sjófang h. f.
sími 24980
Trésmiðir
3—4 trésmiðir óskast í mótauppslátt.
Upplýsingar eftir kl. 7 á kvöldin í síma
33395. ‘
Hárgreiðslusveinn
Hárgreiðslusveinn óskast strax. Gott kaup
fyrir góðan starfskraft.
Hárhús Leo,
Bankastræti 14,
sími 10485.
Trésmiðir
— Trésmiðir
Viljum ráða nokkra trésmiði til vinnu í
Vestmannaeyjum. Mikil og löng vinna.
Uppl. í skrifstofu vorri. Sími 81 550.
Breiðho/t h.f.
Organleikari
Að Lágafells- og Mosfellskirkju í Mosfells-
sveit vantar organleikara. Uppl. gefa
sóknarprestur sr. Bjarni Sigurðsson, sími
66113 og formaður sóknarnefndar Sig-
ursteinn Pálsson, sími 66222.
Vélritun
Stúlka vön vélritun óskast til starfa allan
daginn á verkfræðistofu, auk vélritunar
þarf hún að hafa á hendi símavörzlu.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og
fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 12. þm.
merktar Vélritun 3416.
Sveitastjóri
óskast til Bíldudals. Suðurfjarðarhreppur
óskar að ráða sveitastjóra frá og með 1.
júlí n.k. Starf er áætlað hálft starf.
Umsókn ásamt upplýsingum um aldur,
menntun, kaupkröfur og fyrri störf, send-
ist oddvita Suðurfjarðarhrepps fyrir 20.
júní n.k.
Sölumaður óskast
til að selja þekktar snyrtivörur og heimilis-
vörur til snyrtivöru- og heimilisvöruverzl-
ana. Um fullt starf er að ræða. Föst laun
eða prósentur eftir samkomulagi.
Umsóknir berist afgr. Morgunblaðsins,
merktar: „Áhugavert starf — 1051", fyrir
1 1. júní.
Ungur maður
óskast til vöruútkeyrslu og sendistarfa.
Þarf að vera vanur bifreiðaakstri. Upp-
lýsingar ekki gefnar í síma.
Hans Petersen h/ f,
Skipho/ti 1 7, 3. hæð.
Bifvélavirkjar
Bifvélavirkjar, vélvirkjar eða menn vanir
bifreiðaviðgerðum óskast.
Upplýsingar á skrifstofu okkar að Reykja-
nesbraut 1 2, eða í síma 20720.
ísarnh.f.
Verksmiðjuútsala
Kven og karlmanna buxur. Efnisbútar og fleira og fleira. Hagstæð verð.
Opið föstudag frá kl. 14—22.
Dúkur h.f., Skeifan 13.
AÐSTOÐARLÆKNAR
í AFLEYSINGAR
GEÐDEILD: Aðstoðarlækni vantar nú þegar til afleysinga.
Upplýsingar gefur Karl Strand yfirlæknir.
SKURÐLÆKNINGADEILD: Aðstoðarlaekni vantar til afleysinga frá 1.
júli í 2 mánuði.
Upplýsingar gefur dr. Friðrik Einarsson, yfirlæknir.
REYKJAVÍK, 5. JÚNÍ 1S74.
BORGARSPÍTALINN