Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.06.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNI 1974 25 Gyða Arnadóttir frá Brekku — Kveðja TU moldar oss vígði hið mikla vald hvert mannsbarn sem jörðin elur. E.B. Þannig kemst Einar Benedikts- son að orði í eftirmálum sem hann yrkir eftir merkiskonu á sínum tíma. Það er víst að þetta er lög- mál sem við verðum öll að hlýða. að vígjast dauðanum og moldinni fyrr eða síðar. Hitt er svo kannski annað mál, þegar við, sem eftír lifum, verðum að horfa á eftir vinum yfir landamæri lífs og dauða, geti okkur fundist sem þeir séu stundum kallaðir fyrir tímann, en það er víst nokkuð sem við erum ekki dómbær um. Mig langar til þess að minnast með nokkrum orðum mætrar vin- konu okkar hjóna sem lést hér í Reykjavík fyrir nokkru síðan, Gyðu Árnadóttur frá Brekku í Býrafirði. Það er fyrir löngu síðan að kynni konu minnar og Gyðu hófust eða þegar báðar voru enn á ungum aldri, enda kannski ekki að furða þar sem þær voru bræðradætur. Þær unnu saman sumar eftir sumar í síldarvinnu á Norðurlandi og eftir það slitnaði aldrei þeirra góða vinátta, enda held ég að Gyða hafi verið mjög trygg og vinföst. Á þessum árum fluttist Gyða til Reykjavíkur og lærði hér kjóla- saurrf og saumaði hjá fólki hér í borginni og að ég held oftast hjá sama fólkinu. Svo minnir mig að hún hafi unnið í Markaðinum þangað til þær stofnuðu Parísar- tískuna frú Rúna Guðmundsdótt- ir og Gyða og hef ég aldrei heyrt annað en sú samvinna hafi verið með ágætum og víst er það, að mikinn dugnað og fórnfýsi sýndi Rúna þegar Gyða var komin á spítala til þessarar stóru aðgerðar og þangað til yfir lauk. Nokkur síðustu árin átti Gyða fallegt heimili á Vesturgötu 50A. Þannig lá leið hennar framhjá heimili okkar, bæði þegar hún fór í vinnu og úr, svo það gafst oft tækifæri til að hittast. Stöku sinn- um leit hún inn, annars notuðu þær símann mikið til þess að tala saman. Svo skeður það, að degi áður enn hún er flutt á spftalann kemur hún til okkar um kvöldið svo glöð og kát og þegar hún leggur á stað heim kveður hún okkur svo innilega og þakkar sam- veruna, það var næstum eins og hún væri að fara úr bænum. Við hjónin vottum öllum henn- ar aðstandendum okkar innileg- ustu samúð, og ekki síst hennar háöldruðu foreldrum, sem verða nú að sjá af þessari dóttur sinni. En það er kannskí þeirra styrkur i þessari raun, að aldurinn er orð- inn svo hár hjá þeim, að þau gera sér ekki fylliiega grein fyrir þvi, hvað gerst hefur. Gyða var jarðsett að Þingeyri í Dýrafirði 17. maf í nálægð bræðra sinna Gunnars og Steinþórs, sem létust um borð í línuveiðaranum Fróða á leið til Englands fyrir rúmum 30 árum. Blessuð sé minning þeirra. I.L. Olafur Torfason vélstjóri—Kveöja Ölafur Torfason vinur minn og skólabróðir er dáinn. Ég stóð sem lamaður eftir að síminn hafði hringt síðla dags 30. maí sl. og tengdasonur Ölafs tilkynnti mér lát hans. Andlát hans bar mjög brátt að, það var svo stutt síðan ég fylgdi honum og konu hans, Huldu Sigurðardóttur, til skips. Skip hans, bv Snorri Sturluson, var að fara í flokkunarviðgerð til Þýzkalands. Ekki átti ég von á því, að þær kveðjur yrðu þær síðustu til hans í lifandi lífi. Kynni okkar Öla hófust haustið 1946. er hann settist við hlið mér í byrjun skólaárs í Vélstjóraskóla íslands. Allt frá þeim tíma þróaðist með okkur gagnkvæm vinátta og traust. Á meðan á námi okkar stóð var Oli daglegur gestur og heimilisvinur. Það er því allt annað en auðvelt að lýsa fjöl- skylduvinum Öla Torfa með fáum orðum. í hvert skipti sem hann kom í heimsókn hreif hann alla, jafnt börnin sem eldra fólkið með einlægri glaðværð sinni og kímni. Það var sama, hvað rætt var í eldhússkotinu, Öli var þar hrókur alls fagnaðar. Það var mikið áfall að heyra, að Öli væri horfinn okkur fyrir fullt + Þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, KRISTJÖNU SIGURBORGAR MAGNÚSDÓTTUR, Innri Kóngsbakka. Björn Jónsson. og allt. Eg og fjölskylda min kveðjum hann með miklum söknuði. Ég votta konu hans og aðstandendum mina dýpstu sam- úð. Mun lengi lifa minning um góðan dreng. Helgi Loftsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvl, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast I sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Grein- arnar verða að vera vélritað- ar ineð góðu Hnubili. ÞVÍ NÚ ER SUMAR — sumar og sól eða (rigning) — Tökum upp í dag úrval af: □ GEYSILEGT ÚRVAL AF GALLABUXUM GÓÐ SNIÐ — GÓÐ EFNI □ BOLIR í GEYSIFJÖLBREYTTU ÚRVALI, ÞAR Á MEÐAL EKTA VELOUR BOLI í FALLEGUM LITUM □ FLAUELSBUXUR □ STUTTERMA JERSEY SKYRTUR Á DÖMUR OG HERRA Q LÉTTAR OG FALLEGAR MYNSTRAÐAR HERRASKYRTUR □ BLÚSSUR □ KVENSPORTJAKK- AR □ HERRASPORTJAKKAR □ DÖMUFÖT □ HERRAFÖT MEÐ VESTI O.M.FL: Póstsendum um land allt TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS ijjl KARNABÆR LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.