Morgunblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR OG LESBOK
163. tbl. 61. árg.
SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974
Prentsmiðja Morgunbiaðsins.
¥
Ottazt áð á annað
hundrað hafi farízt
Zagreb, Júgóslavíu
31. ágúst — AP
HRAÐLEST fór útaf spor-
inu og valt, þegar hún nálg-
aðist Zagreb járnbrautar-
stöðina á föstudagskvöld.
Að minnsta kosti 120 létu
lífið, aðallega júgóslav-
neskir verkamenn á leið til
vinnu i Vestur-Þýzkalandi
eftir sumarfrí heima.
400 dýr
í hættu
MEIR en 400 dýrategundir vfða
um heim eiga á hættu að vera
útdauð vegna mengunar og of-
veiði, segir f niðurstöðum könn-
unar, sem bandarfska innanrfkis-
ráðuneytið lét gera fyrir
skömmu.
Á meðal þeirra dýra, sem teljast
f hættu, eru górillan f Afrfku,
jagúarinn f Suður-Amerfku og
bláhvelið, stærsta dýr veraldar.
Meir en 100 dýrategundanna
búa f Bandarfkjunum, en villtum
dýrum er búin hætta f öllum
heimsálfum nema á Suðurheim-
skautinu.
Guy Degos, landbúnaðarráð-
herra Korsfku, handjáfnaður
og buxnalaus framan við skrif-
stofur sfnar f Ajaccio. Reiðir
bændur ruddust inn á skrif-
stofu hans, f-sfðustu viku, rifu
hann úr buxunum og settu
strigapoka yfir höfuðið á hon-
um og leiddu hann sfðan út á
götu. Þar dreifðu þeir um
hann skjölum hans og skildu
hann eftir til áréttingar
óánægju sinni.
.SrS
Talsmaður hjálparsveita
á slysstaðnum sagði, að um
hádegi á laugardag hefðu
fundizt 120 lfk, en líklegt
væri, að á milli 30 og 50 lík
gætu fundizt til viðbótar.
Ekki var vitað nákvæm-
lega um tölu særðra á laug-
ardag, en hún mun vera að
minnsta kosti hátt á annað
hundrað.
Þetta var aukalest, sem
átti að fara frá Belgrad til
Dortmund aðallega með
júgóslavneska verkamenn.
EBE
safnar
kjöti
UM ÞAÐ bil 4000 lestum af írsku
nautakjöti, sem er hluti af kjöt-
fjalli Efnahagsbandalagsins, hef-
ur verið komið fyrir í lestum
dansks frystiskips úti fyrir vest-
urströnd trlands, vegna þess að
allar frystigeymslur i landi voru
orðnar fullar.
Kjötið, sem nægir í 3 milljónir
máltfða, hefur verið keypt af
frska ríkinu, samkvæmt reglum
EBE , sem kveða á um, að ef
kjötverð sé lágt, skuli minnka
framboð vörunnar.
Nú þegar hefur ríkið keypt
meir en 38. lestir. Irskar hjálpar-
stofnanir, sem starfa á hungur-
svæðum í Bangladesh og Afrfku,
hafa krafizt þess, að kjötið verði
notað til að fæða hungraða ibúa
þriðja heimsins. En danska skip-
ið, Samoan Reefer, mun liggja við
akker með farminn, þar til verðið
hækkar eða EBE heimilar sölu á
kjötinu. Annað danskt skip er
væntanlegt f næsta mánuði til að
taka meira kjöt til geymslu.
'
'
Hátt, lágt — upp og niður. Ljósm. Mbl. Brynj. Helgas.
Svkurskortur hollur heilsunni
MIKILL sykurskortur er nú f í
heiminum og hafa lönd, sem ekki
framleiða sykur átt f nokkrum
erfiðleikum með að útvega sér
vöruna. Þetta hefur valdið stjórn-
völdum þeirra landa, sem nota
mikinn sykur nokkrum áhyggj-
um, ekkí sfzt þar sem þau hafa
séð fram á verðhækkun á sykri,
sem gæti haft áhrif á almenna
verðbólguþróun.
Ein er bó sú stétt manna, sem
fagnar þessumskortiásykri, en
það eru læknar. I brezka blaðinu
Observer er haft eftir læknum, að
minni sykurnotkun leiði ekki
aðeins til minni tannskemmda,
heldur einnig til minni mittis-
mála og um leið lengir hún lffið
um nokkur ár.
Það stafar af því, að feitt fólk er
veikara fyrir hjartasjúkdómum,
æðabólgu, erfiðum fæðingum,
sykursýki, gallblöðrubólgu, háum
blóðþrýstingi, lifrasjúkdómum og
fleira.
t Bretlandi og Bandaríkjunum
neytir hvert mannsbarn um það
bil 53 kg af sykri á ári, en fyrir
einni öld var notkunin aðeins 12
kg. á mann. Til samanburðar þá
neyttu tslendingar rétt um 50 kg
af sykri síðastliðið ár, og má gera
ráð fyrir, að þróun sykurnotkunar
hér sé svipuð og á Vesturlöndum.
Talið er, að tveir þriðju hlutar
Framhald á bls. 35
Versnandi sambúð Frakka
og USA vegna flugvélasölu
Hörð barátta um sölu á nýrri
orustuþotu til Vestur-Evrópu
rfkja er nú á lokastigi og er
sögð hafa gert sambúð Frakk-
lands og Bandaríkjanna
nokkuð stirða.
Löndin eru aðalkeppinautar
um samning um nýja þotu, sem
leyst getur af hólmi F-104 Star-
fighter orustuþotur belgíska,
hollenska, norska og danska
flughersins, en þær eru nú
orðnar úreltar. Af hagkvæmnis-
ástæðum hafa löndin fjögur
komið sér saman um að kaupa
sömu flugvélina. Fyrsta pöntun
verður á 400 vélum, að verð-
gildi um 1500 milljónir
sterlingspunda. En þetta er lág-
markstala, því að af þessum
kaupum mun leiða kaup ann-
arra landa á flugvél sömu teg-
undar.
Framhald á bls. 35