Morgunblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974 Tónllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON Veitvet kammer- kórinn KAMMERKÓR Vcitvct tónlistar- skólans f Osló hefur verið á tón- leikafcrð um landið. Hann lauk ferðinni með söng f Háteigs- kirkju f Reykjavík á fimmtudags- kvöld. Stjórnandi kórsins var Tor Skaugc, og organisti Johann Warrcn Ugland, sem lék undir f nokkrum verkanna, og þar að auki einleik, Prelúdfu og fúgu f h-moll cftir J. S. Bach og fimm- þættar útsctningar á norsku þjóð- lagi eftir Bjarne Slögedahl. Ug- land sýndi sig að vcra vandvirkur organisti, beitti hóflega fjöl- breyttu litarcgistri og var annt um að draga fram skýrar myndir formsins f viðfangscfnum sfnum. Efnisskrá kórsins var skemmti- lega fjölbreytt. Fyrri hluta henn- ar söng kórinn af söngloftinu, verk eftir Britten (Festival Te Deum — að vfsu samið fyrir drengjaraddir í sópran og alt), Schiitz (Sclig sind die Toten og 100. Davfðssálmur), og Bach (Der Geist hilft unserer Schwacheit auf). Ekki var þetta allt jafn- hreint og áferðarfallega sungið, og má vera, að sjálf staðsetning kórsins hafi valdið þar einhverju, a.m.k. virtist sfðari hlutinn koma mun betur fram. Þá söng kórinn niðri f kór kirkjunnar. A þeim hluta efnisskrárinnar voru eingöngu norsk verk, frum- samdar mótettur eftir Slögedahl (Cantate Domino og Antiphona de Morte), Egil Hovland (Jeru- salem) og Knut Nystedt (Peace I leave with you og All the ways of men) og útsetningar á þjóðlög- um. Norðmenn eiga nokkra frá- bæra höfunda kórvcrka, og sumir þeirra, svo sem þeir Hovland og Nystedt, hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Styrkur þessara verka var, hve vel þau sameinuðu ýmsar nýjar tjárningarleiðir hefðbundnum söngstfl. Svo sem fyrr segir, naut söngurinn sín bet- ur f þessum hluta efnisskrárinnar — og 28 barkarnir náðu yfir furðu breitt styrkleikasvið — ein- staka sinnum hefði kórinn þó mátt vera betur samtaka. Söngnum lauk með þremur þjóðlögum frá Norður-, Suður- og Vestur-Noregi í útsetningum þeirra Öistein Sommerfeldt, Slögedahl og Nystedts. Hinn sfð- asttaldi náði sérlegum áhrifum f tign og einfaldleika f laginu „Jes- us, din söte forening a smala“. Vonandi skilur hingaðkoma þessa tónlistarskólakórs eftir þá löngun f landinu, að okkar tónlistarskól- ar — sem skipta nú orðið tugum — fari að sýna svipuð tilþrif f samsöngvum. Þá yrði þessi tón- leikaferð meira en skemmtileg minning fyrir þá, er á hlýddu. I KOTTURINN feux SMAFÚLK I 5AID."6ET OUT OF THE UJAYí" I HAVE A NEUJ IMPROVEP MOTTO..."5P£AK LOUPLY, AMD CARKV A BEA6LE/ g-'g ~ - - - • • Jæja, pjakkur, burt með þig! Eg og hann voffi ætlum að taka völdin á þessum lcikvclli! ÉG SAGÐI „BURT MEÐ ÞIG„! — Voff Ég er með nýendurbætt heilræði: „Hækkaðu róminn og hafðu hund í bagga“. JRovnuuIilaíiiíi margfaldnr markað vðar FEROIIMAIMO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.