Morgunblaðið - 01.09.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.09.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974 3 Verðhrun fiskmjöls: Um 33 þúsund tonn óseld af fiskmjöli SVEINN Benediktsson, formaður Félags ísl. fiskmjöls- framleiðenda, kom að máli við Morgunblaðið í gær. Kvað hann horfur á sölu fiskmjöls vera mjög ískyggi- legar. Enn þá væru óseld um 20.000 tonn af loðnumjöli af þeim 67.000 tonnum, sem framleidd voru á síðustu loðnuvertíð. Engar sölur á loðnumjöli frá íslandi hafa farið fram síðan í lok aprílmánaðar sl. og hverfandi lítið af öðru mjöli. Ennfremur eru óseld um 10.000 tonn af þorskmjöli og um 1.500 tonn af öðru fiskmjöli. Framleiðsla hvalmjöls er áætlað 2.000 tonn og er V* hluti seldur. Sojabaunamjöl er m.a. selt í samkeppni við fiskmjöl. Vegna úreltra frétta, sem birtar hafa verið í blöðum og í sjónvarpi hér á landi nýlega, bað Sveinn Morgun- blaðið fyrir eftirfarandi grein: I júlímánuði sl. voru miklir þurrkar f Bandaríkjunum og voru horfur á því, að af þeim sökum myndi uppskera á soja- baunum minnka verulega. Rætt var um að setja útflutnings- bann á sojabaunamjöl og soja- baunaolfu (jurtafeiti) í því skyni að tryggja notkunarþörf innanlands og skömmtun til þeirra landa, sem höfðu verið fastir kaupendur að þessum vörum, en þær eru notaðar sem fóður fyrir búpening og soja- baunaolfan í smjörlíki ásamt annarri jurtafeiti. 1 júlfmánuði fór því eftir- spurn á vörumarkaðnum í Chicago mjög vaxandi og leiddi það ásamt uppkaupum „speku- lanta“ á sojabaunum og soja- baunaafurðum til mikillar hækkunar á þessum vörum og ýmsum öðrum fóður- og mat- vörum. Náði hækkunin hámarki hinn 1. ágúst sl. Daginn eftir, sem var föstu- dagur, var vörumarkaðnum í Chicago lokað, vegna til- kynningar um, að sprengju hefði verið komið þar fyrir. Mánudaginn 5. ágúst, er markaðurinn var opnaður að nýju, hrapaði verðið á soja- baunum stórkostlega, svo og á annarri uppskeru, vegna þess að hinn 1. ágúst hafði tekið að rigna á þurrkasvæðunum á sléttunum miklu í Banda- rfkjunum, þar sem ræktaðar eru sojabaunir, maís, hveiti, hafrar og fleira fóður- og mat- vörur í stærri stfl en annars- staðar í veröldinni. I fréttum sem birtust í tfma- ritinu Oil World hinn 23. ágúst sl. segir svo m.a.: 1 þessum mánuði hefur veðrið á upp- skerusvæðunum verið mjög hagstætt, allt frá því að vera gott upp í það að vera ágætt.... I tilkynningu frá land- búnaðarráðuneytinu banda- ríska frá 20. ágúst segir, að uppskeruhorfur fyrir sojabaun- ir séu góðar og að eðlilegt hita- stig ásamt úrkomu hafi skapað þeim eðlileg vaxtarskilyrði. Baunirnar hafa tekið góðum þroska, en eru enn ekki eins þroskaðar í flestum fylkjum og 1973 (sem var óvenju hagstætt uppskeruár). 1 Suðurrfkjunum eru uppskeruhorfur víða betri en í fyrra. Landbúnaðarráðunautur frá Ulinois telur: „Ef áfram heldur að rigna eins og gert hefur frá 1. ágúst á meðan sojabaunirnar eru að blómgast og fylla fræ- belgi sína, þá mun uppskeran verða aðlileg. Það, sem bjargar málinu, er hinn ótrúlegi hæfi- leiki sojabaunajurtarinnar að ná sér aftur eftir áföll. Þá er þess getið i frásögn Oil World, að það kynni að hafa mjög slæm áhrif á uppskeruna, einkum maisinn, ef frost yrðu fyrr á ferðinni en í venjulegu ári, þar sem .þurrkarnir hafa tafið vöxtinn. Hinn 1. ágúst tilkynntu Perú- menn, að þeir hefðu hækkað verð á fiskmjöli úr US $ 250—300 tonnið upp í US $ 420—450 tonnið cost and freight, eða US $ 6,56 til 7,03 proteineininguna f tonni á Evrópuhafnir. Norðmenn til- kynntu svipaða hækkun. Hækkanir þessar voru gerðar með tilliti til þess háa verðs, sem þá var á sojabaunum. Svo fór, að Perúmenn og Norðmenn gátu ekki selt eitt einasta tonn á þessu verði. Hinn 27. ágúst sl. tilkynntu Perúmenn lækkun niður í US $ 320 tonnið eða í US $ 5,00 proteineininguna. Sama dag seldu Danir lftið magn af „Síldarmjöli" á US $ 4,38 proteineininguna. Að undanförnu hafa sölur á fiskmjöli að mestu stöðvast og þær litlu sölur, sem fram hafa farið, eru á sílækkandi verði. Kaupendur halda að sér hönd- um og vænta lægra verðs sfðar. Ansjovetuveiðarnar við Perú eiga að byrja aftur um mánaða- mótin september og október. Eru veiðihorfur taldar góðar og ráðgera Perúmenn að veiða 3 til 4 milljónir tonna fram til áramóta. Áætlað fiskmjöl úr Sveinn Benediktsson þeirri veiði er 650—860 þúsund tonn, til viðbótar um 547 þús- und tonnum, sem framleidd höfðu verið fyrr á þessu ári. Ef spár Perúmanna rætast, getur framleiðsla þeirra á fisk- mjöli á árinu 1974 numið allt að 1400 þúsund tonnum á móti 423 þúsund tonnum 1973. Horfur eru þvf á miklu meiri framleiðslu af fiskmjöli í Perú heldur en í fyrra. Jafnframt þvf er óvenjugóð uppskera á korn- vörum, jarðhnetum o.fl. í Sovét- rfkjunum og í Kfna. Einnig er metuppskera á kakaohnetum á Fillipseyjum og sojabaunum í Brasilíu. Hinn mikli skortur, sem varð á fiskmjöli á heimsmarkaðnum sfðari hluta ársins 1972 og á árinu 1973, samhliða skorti á fóður- og matvörum, er ekki lengur fyrir hendi. Af þeim ástæðum hefur verð á þessum Framhald á bls. 35 Alyktun NFS um Chile NORRÆNA Alþýðusambandið (NFS) ræddi ástandið f Chile á stjórnarfundi sfnum f Reykjavfk 13. ágúst 1974. NFS mótmælir þeim fjölda- handtökum, sem herforingjaklík- an hefur framkvæmt nýlega og fordæmir áframhaldandi árásar hennar á lýðræðisleg og fagleg réttindi fólksins. NFS er einhuga um að hrinda f framkvæmd aðgerðum til raun- hæfs stuðnings hinni lýðræðis- legu verkalýðshreyfingu Chile. Norræna Alþýðusambandið fer þess á leit við rfkisstjórnir Norð- urlanda að þær beiti sér í verki að því að mannréttindi og lýðræðis- reglur verði á ný hafin til vegs í Chile. A fundi sfnum í Reykjavfk verða utanríkisráðherrar Norður- landa að gefa Chile-vandamálinu sérstakan gaum með það fyrir augum að taka það upp í heild sinni og öllum atriðum fyrir Sam- einuðu þjóðunum. NFS biður norrænu ríkisstjórn- irnar, sem allar greiddu atkvæði með Chile-ályktuninni á þingi Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), að beita öllum áhrifum sfnum til að rannsóknarnefnd ILOs geti fljótt og óhindrað lokið störfum sínum. Frí fyrir rottur FANGl, sem dæmdur nafði verið f 100 ára fangelsi fyrir morð, hef- ur fengið að eyða einum degi með fjölskyldu sinni f verðlaun fyrir sigur f keppni f rottuveiðum f fangelsinu. Drap fanginn 30 rott- ur með önglum og gildrum. r ra Norræna hatnapinginu. Ljósm. Mbl. Sv.Þorm. Allir fara í ferð með Utsýn Nú eru síöustu sætin í Utsýnarferöum sumarsins á þrotum: Þægilegt þotuflug Kvöldflug lengirsumarleyfið. Útsýnarþjónusta tryggir ánægjulega ferð. Fyrsta flokks gæði — sama lága verðið. FEROASKRIFSTOFAN [ COSTADELSOL Itryggasti sólstaður I ÁLFUNNAR IBEZTU GISTISTAÐIRNIR AUSTURSTRÆTI 17 SÍMI 26611 — 20100 10 linur. Uppselt Uppselt Uppselt Uppselt Uppselt 2 sæti laus 4 sæti laus 2 sæti laus ■ sæti laus ■ sæti laus Einkaumboð á íslandi TJÆREBORG AMERICAN EXPRESS. STÆRSTA OG VANDAÐASTA FEROAÚRVALIO Kaupmannahöfn London Rlnarlönd Austurrlki Gardavatn Grikkland Rhodos Costa Brava Mallorca Verðhækk un I samræmi við gengisfellingu ís lenzku krónunnar hækka oll auglýst verð ferða frá og með 1. september 1974 .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.