Morgunblaðið - 01.09.1974, Side 14
14
Aætlun um 5 ára beitarrannsóknir:
Komið upp 11
beitarhólfum
á 1000 hektara landsvæðum
Nfu tvflembur verða á hverju til-
raunasvæði
Tilraunirnar verða á ýmiss konar landi á háiendi og láglendi.
Fimm ára áætlun um rannsókn-
ir á beitarþofi vfðs vegar á land-
inu og á margs konar landi er
hafin með styrk frá FAO og þró-
unarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, UNDR, en það er mikilvæg-
nr liður f landgræðsluáætluninni
1974—’78, afmælisgjöf þjóðarinn-
ar á 1100 ára landnámshátfð. Er
þegar búið að velja tilraunasvæði,
11 talsins, á f jöllum og f byggð og
farið að girða. En þarna er um að
ræða yfir þúsund hektara lands
og um 100 km af girðingum Er
ætlunin, að eftir fimm ár verði
fyrir hendi undirstöðuþekking á
beitarþoli, sem hægt er að byggja
á tilhögun beitar og nýtingu á
hálendi jafnt sem láglendi.
Fréttamaður Mbl. leitaði fregna
af þessu mikla verkefni í Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins og
fékk upplýsingar hjá Birni Sigur-
björnssyni forstjóra, Stefáni
Aðalsteinssyni, deildarstjóra bú-
fjárræktardeildar og Ingva Þor-
steinssyni, gróðursérfræðingi, en
þeir starfa í stórum hópi manna,
sem vinnur að þessu verkefni
undir yfirstjórn þar til skipaðrar
nefndar, sem í eru forstjóri Rala,
sem er formaður, landgræðslu-
stjóri og búnaðarmálastjóri.
Þróunarstofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur lagt til þessa
verkefnis 150 þúsund dala tækni-
aðstoð. sem hefur þegar hækkað
vegna aukins kostnaðar, en hún
er veitt í formi tækja, efnis- og
sérfræðiaðstoðar. Kom bandarísk-
ur sérfræðingur um beitarrann-
sóknir, dr. Bement, hingað fyrst
fyrir einu ári, ferðaðist um landið
ásamt sérfræðingum frá Rala, B.t
og Landgræðslunni og gerði
frumtillögur að tilraunasvæðum
víðs vegar um landið. Hefur í
suiuar verið unnið að undirbún-
ingi tílraunanna á 10 stöðum. Is-
lendingar veita til verkefnisins af
afmælisgjöfinni 40 millj. kr. á 5
árum, auk framlags vegna fram-
kvæmda á þessu ári.
1 rannsóknunum er lögð áherzla
á þrennt:
1) Beítarþol afrétta á hálend-
ínu, þ.e. að kanna áhrif búfjár á
landið og landsins á búfé. Til-
raunir eru gerðar með ákveðinn
hóp fjár, venjulega 9 tvílembur
eða samsvarandi af nautgripum,
og beítarhölfin höfð misstór til að
finna áhrif mismunandi álags.
2) Könnun á beitilandi í heima-
höfum, sem bætt hefur verið m.a.
með áburðargjöf, og nýtingu á því
grasi, sem upp kemur. Það er gert
í þeim tilgangi m.a. að geta tekið
við fé í heimahögum, þar sem
kann að þurfa að fækka á afrétti
vegna hagþrengsla. Auk þess í
þeim tilgangi að kanna möguleika
á að taka við aukningu á bústofni
landsmanna.
3) Könnun á því, hvernig hægt
sé að nota fullræktað land
tU beitar. Allmiklar tilraun-
ir hafa verið gerðar með
nautgripi, en mjög skort á tilraun-
ir með sauðfé. Féð þrífst ekki
nægilega vel á fullræktuðu landi
til að borgi sig að leggja í
kostnaðinn.
Öll áætlunin byggir að sjálf-
sögðu á margra ára gróðurrann-
sóknum og gróðurkortagerð, sem
unniðhefur verið að hér á landi.
En nú hafa búfjártilraunir verið
teknar inn í myndina. Mikil
undirbúningsvinna hafði verið af
hendi leyst til að samræma allar
viðkomandi stofnanir um þetta
átak og annaðist Jónas Jónsson,
aðstoðarráðherra, það á vegum
ráðuneytisins. En tilgangurinn
með þessari rannsóknaáætlun er
ekki aðeins að fá vísindalegar
niðurstöður, heldur niðurstöður
sem fljótlega megi taka til hag-
nýtrar notkunar.
Sérfræðingar Sameinuðu þjóð-
anna hafa komið hingað tvívegis í
sumar til að ákveða tilraunasvæð-
in og mæla fyrir þeim. Þau eru á
eftirtölum stöðum:
1) Sölvaholti í Flóa, þar sem er
60 ha. tilraun á þurrkaðri mýri.
Mun Rannsóknastofnunin hafa
þar sauðfé og nautgripi I sam-
starfi við Laugadælabúið.
2) Kálfholti í Ásahreppi, Rang.,
þar er 60 ha. tilraun á sams konar
landi með sauðfé og nautgripi.
3) í Álftaveri verður sauðfé í
Í00 ha. tilraunagirðingu á rýru
vallendi. Þess má geta, að girðing-
in er þar 14 km löng.
4) Á Breiðamerkusandi, þar
sem hefur farið fram áburðar-
dreifing í tilraunaskyni undanfar-
in 2 ár, er nú áætlað að hafa
sauðfé í girðingarhólfum.
5) A Eyvindardal, upp af
Jökuldal, er í 600 m hæð 115 ha.
tilraunagirðing fyrir sauðfé í
landi Tilraunastöðvarinnar á
Skriðuklaustri.
6) Sunnan við Ásbyrgi 1 Keldu-
hverfi er um 70 ha. land fyrir
tilraunir á lyngheiði.
7) Á afrétti Svínvetninga á
Auðkúluheiði er önnur hálendis-
tilraunin á nærri 300 ha. landi.
8) Á tilraunastöð Rala á Hesti 1
Borgarfirði verður 40 ha. til-
raunasvæði á ræktuðu landi og
uppþurrkuðu.
9) Á Hvanneyri verða tilraunir
á ræktuðu landi með sauðfé og
nautgripi á um 15 ha. landi. En
fleiri þættir í beitarþolstilraunun-
um eru unnir 1 samvinnu við
Bændaskólann á Hvanneyri.
10) Við Sandá, ofan GuIIfoss,
verður 20 ha. tilraunasvæði á upp-
græddu landi
11) Loks er líklegt, að byrjað
verði á áburðartilraun 1 Þverholt-
um á Mýrum. Og liklega verða þar
beitartilraunir seinna.
Þegar „hornahælanefndin" svo-
kölluð, sem í eru Ingvi Þorsteins-
son, sérfræðingur 1 gróðurrann-
sóknum, Gunnar Ölafsson, fóður-
fræðingur, Stefán Scheving Thor-
steinsson, búfjárfræðingur, Óttar
Geirsson, jarðræktarráðunautur
og Árni Pétursson, sauðfjár-
ræktarráðunautur, hafði valið til-
raunasvæðin og mælt úr reitina,
var farið að koma upp girðingum
á vegum Landgræðslunnar, sem
einnig sér um alla áburðardreif-
ingu. Var 1 sumar byrjað að girða
1 Sölvaholti, Kálfaholti, Keldu-
hverfi, Eyvindardal, Auðkúlu-
heiði og víðar, en síðan verður
haldið áfram að vori, þegar girð-
ingarefni kemur frá Sameinuðu
þjóðunum.
Það þykir tiðindum sæta, að
FAO og Sameinuðu þjóðirnar
hafa ekki getað fundið neinar
birgðir af gaddavíri í veröldinni,
líklega allur kominn í víggiðingar
í ísrael eða á Kýpur. Hinsvegar
tókst Landgræðslunni að fá svolít-
inn vír hjá Mjólkurfélagi Reykja-
víkur.
í vetur og fram á vor verður
valið sauðfé og nautgripir fyrir
tilraunirnar og búféð sett í hólfin
næsta sumar, ef girðingarefnið
verður komið.
Á hverju sumri næstu 5 ár fara
sérfræðingar Rannsóknastofnun-
ar landbúnaðarins og Búnaðar-
félags íslands þrisvar sinnum á
hvern stað, ásamt ráðuneytum
búnaðarsambanda, tilraunastjór-
um og bændum. Þá verður búféð
viktað og gróður mældur. Verður
það fyrst gert um leið og fénu er
hleypt i girðingarnar, síðan um
mitt sumar og loks þegar það er
tekið úr girðingunum. Verða þess-
ar mælingar undirstaða til að
ákvarða beitarþol tilraunasvæð-
anna.
Og hvað svo? Eftir fimm ára
rannsóknir vonumst við til að
hafa undirstöðuþekkingu til að
geta ráðlagt bændum um tilhögun
beitar jafnt á hálendi sem á lág-
lendi og við ýmiss konar gróður-
farslegar aðstæður, var svarið.
Er vonazt til, að þannig verði
hægt að stuðla að bættum gróðri,
samfara bættri nýtingu gróður-
lendis, því að með þessu er stefnt
að betri gróðri, betri nýtingu hans
og betri afurðum af búfénu.
Þannig er stefnt að því, að þjóðar-
gjöfin verði notuð til að sameina
búskapar- og landverndarsjónar-
mið. — E.Pá.