Morgunblaðið - 01.09.1974, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulitrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr eintakið
Ríkisstjórnin hefur
þegar hafizt handa við
fyrstu aðgerðir í efnahags-
málum. Þessar fyrstu ráð-
stafanir miða að því að
rétta við hallarekstur
framleiðsluatvinnuveg-
anna, bæta viðskiptajöfn-
uðinn við útlönd, draga úr
halla ríkissjóðs og treysta
stöðu opinberra sjóða og
fyrirtækja. Þess er þannig
að vænta, að smám saman
fari áhrifa endurreisnar-
stefnunnar að gæta í þjóð-
lífinu.
Þegar nýja ríkisstjórnin
tók við völdum, höfðu
gjaldeyrisviðskipti verið
stöðvuð í nokkurn tíma.
Gengi krónunnar var í
raun réttri fallið löngu
áður en hún komst til
valda. Fráfarandi ríkis-
stjórn var bráðabirgða-
stjórn, sem fyrir löngu
hafði misst þingmeirihluta
sinn, og gat því ekki tekizt
á við þau vandamál, sem
við hefur verið að glíma.
Því hefur stöðugt sígið á
ógæfuhliðina. Á ferli
vinstri stjórnarinnar lækk-
aði gengi krónunnar um
rúm 34%, og hækkun er-
lends gjaldeyris nemur því
51,7%.
Ljóst var, að ný ríkis-
stjórn varö að gera þá
breytingu á gengi krón-
unnar, sem raunverulega
var orðin. Gengisbreyting-
in er því eitt fyrsta skrefið
í þeim fjölþættu efnahags-
ráðstöfunum, sem á döf-
inni eru. Gengisbreytingin
nú á að treysta rekstrar-
grundvöll atvinnuveganna
og bæta greiðslustöðu þjóð-
arinnar gagnvart útlönd-
um. Að óbreyttum aðstæð-
um hefði halli í rekstri
sjávarútvegsins getað
numið allt að 3.500 milljón-
um króna. Gert er ráð fyr-
ir, að jákvæð áhrif gengis-
breytingarinnar nemi
3.200 milljónum króna í
auknum tekjum í sjávarút-
vegi. Þessu er hins vegar
afar misjafnt skipt milli
einstakra greina, en for-
sætisráðherra hefur lýst
yfir, að ríkisstjórnin muni
á næstunni beita sér fyrir
sérstökum ráðstöfunum til
þess að leysa þau vanda-
mál.
Gengisbreytingin á
einnig að bæta viðskipta-
jöfnuðinn við útlönd mjög
verulega, en gjaldeyris-
varasjóðurinn hrekkur nú
tæpast fyrir þriggja vikna
innflutningi, og er það
langt fyrir neðan öryggis-
mörk. Þá er nú úr sögunni
sú óvissa, sem ríkt hefur í
marga mánuði um fram-
tíðargildi krónunnar. Það
ástand hefur leitt af sér
spákaupmennsku og óeðli-
lega eftirspurn eftir gjald-
eyri. Af gengishagnaðar-
sjóði, sem myndast vegna
þessarar breytingar, á m.a.
að auðvelda skuttogaraút-
gerðinni að standa í skilum
með greiðslur afborgana
og vaxta af stofnlánum,
greiða hluta af gengistapi
vegna erlendra skulda, er
hvíla á fiskiskipum og
greiða úr greiðsluerfiðleik-
um fiskvinnslufyrirtækja.
Jafnframt því, sem geng-
isbreytingin eykur tekjur
útflutningsstarfseminnar,
kemur hún til með að
draga úr þeim gegndar-
lausa innflutningi, sem
verið hefur á þessu ári. Þá
hefur ríkisstjórnin þegar
beitt sér fyrir ráðstöfunum
til þess að draga úr halla
ríkissjóðs, en skuldir hans
við Seðlabankann nema nú
um 2000 til 3000 milljón-
um króna. Fyrirhuguð
hækkun söluskatts á að
bæta hér úr. Nokkur hluti
söluskattshækkunarinnar
rennur hins vegar í Jöfn-
unarsjóð sveitarfélaga og
bætir að einhverju leyti úr
þeim gífurlegu erfiðleik-
um, sem stærstu sveitar-
félögin eiga nú við að etja
vegna verðbólguþróunar-
innar að undanförnu.
Þá er f ráði að hækka
bensíngjald til þess að afla
f jár til vegasjóðs. Einnig er
fyrirhugað að heimila
hækkun rafmagnsverðs til
þess að greiða úr gífur-
legum f járhagsvandræðum
Rafmagnsveitna ríkisins,
en talið er, að hallarekstur
þeirra nemi einni milljón
króna á degi hverjum.
Þessar óhjákvæmilegu
aðgerðir lýsa glöggt því
hrikalega ástandi, sem nú
ríkir, eftir óstjórn undan-
farinna ára. Fráfarandi
vinstri stjórn hafði þegar á
sl. vori ráðgert hækkun
bensíngjalds og rafmagns-
verðs, og í viðræðum flokk-
anna fjögurra um myndun
nýrrar vinstri stjórnar
höfðu þeir allir samþykkt
a.m.k. 15% gengislækkun,
þó að Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið snúist
gegn henni nú tveimur vik-
um síðar. Af þessu má
glöggt ráða, að fyrstu að-
gerðir nýju stjórnarinnar
eru afleiðing efnahags-
ringulreiðar undanfarinna
missera.
Óhjákvæmilegt er að
hefja endurreisnarstarfið
með þessum aðgerðum til
þess að koma í veg fyrir
samdrátt og atvinnuleysi.
Hitt er þó mikilvægast, að
nýja ríkisstjórnin hefur
heitið því að halda þannig á
málum, að efnahagsaðgerð-
irnar komi ekki með full-
um þunga á þá, er við lök-
ust kjör búa. Með því móti
á að hefja hið raunveru-
lega endurreisnarstarf, og
í samræmi við það hefur
forsætisráðherra lýst yfir
því, að fyrirkomulag lág-
launauppbótar verði ekki
ákveðið fyrr en að höfðu
samráði við samtök laun-
þega.
VIÐSKILNAÐURINN
19
Elns og mér sýnlst
EHIp Glsla J. Ásmörsson
1
Ætli svaramenn Chilestjórnar
hér á landi sem eru að vísu ekki
margir hafi ekki orðiS svoUtiS
kjánalegir á svipinn þegar þeir
ágætu stjórnarherrar þarna suSur
f koparlandinu tóku sig til um
daginn og bönnuSu flutning
FiSlarans á þakinu á þeirri for-
sendu aS verkiS væri hætiulegt
fyrir sálarheill fólksins? MaSur
hlýtur aS spyrja aSdáendur her-
foringjanna hérlendis f beinu
framhaldi af þessum fréttum: En
af hverju beittu þeir sér ekki fyrir
þvf aS FiSlarinn yrSi bannaSur
hérna Ifka, þegar Róbert var aS
syngja sig inn f hjörtu okkar
Reykvfkinga og gerSi okkur
kvöldiS ógleymanlegt meS frá-
bærum leik sínum?
Fáeinir fslendingar virSast
alltaf reiSubúnir til þess aS stfga
fram og verja allt bjástur „hægri-
sinnaSra" byssumanna þegar
þeir eru aS iSka valdarán sitt f
einhverju landinu. Ég hef iykil-
orSiS f gæsalöppum af þvf þaS er
svo misnotaS. Þessir menn eru
jafn illa „sinnaSir" hvort sem
sett er á þá brennimarkiS
„hægri" eSa „vinstri". Þeir eru
ekki til „hægri" fremur en Fylk-
ingin. Hugur þeirra stendur allur
til valdsins, og er raunar alræmt
hve fimlega þeir kunna aS vippa
sér frá „hægri" til „vinstri" þeg-
ar þaS fellur F kram þeirra.
f fyrra var sýnd f fslenska sjón-
varpinu fréttamynd frá Chile þar
sem fréttamennirnir og mynda-
tökumennirnir eins og læddust á
tánum um landið og maður sá
næstum á myndskerminum
hvernig lögregla einræðisstjórn-
arinnar fylgdist meS þeim viS
hvert fótmál. MaSur sá að sjálf-
sögðu ekkert Ijótt f þessari sjón-
varpsmynd, eSa réttara sagt sá
Heda Margolius: Tvisvar f gegn-
um hreinsunareldinn.
Hinir
hjarta-
góðu
maSur ekkert sem aS mati lög-
regluspæjaranna kynni aS þykja
heldur ófrýnilegt í útlandinu. ÞaS
voru ekki teknar myndir á ber-
angurseyjunni þar sem framá-
menn fyrrverandi stjórnar áttu
helst að veslast upp og deyja;
ekki sýndar myndir úr námunum
sem pólitfsku föngunum var
hrúgaS ofan f þegar fangelsin
tóku ekki meira. ekki myndir af
hinum hlálega fþróttaleikvangi !
höfuSborginni þar sem hinir
handteknu voru látnir hírast und-
ir berum himni; það var ekki held-
ur sýnd ein einasta mynd úr
„skóla" þeim sem ábyrgir erlend-
ir fréttamenn fullyrtu að sérfræS-
ingar frá Brasilfu hefSu veriS
fengnir til þess að stofna og
stjórna — sérfræðingar f pynd-
ingum. ÞaS var bara sýnt „hvem-
ig atvinnulffiS er smámsaman að
færast f eSlilegt horf", „hvernig
allt er nú með kyrrum kjörum F
landinu", „hvernig IffiS f höfuS-
borginni er aftur aS fá á sig sinn
gamla svip" — og þar fram eftir
götunum.
Samt skrapp ein hryllimynd á
borS við þaS Ijótasta frá Vietnam
F gegnum þéttriðið net eftirlits-
mannanna, sjálfsagt hinna sömu
og nú eiga að Ifta eftir þvf aS
FiSlarinn spilli ekki siðferSi Chile-
búa, né eftir á aS hyggja sfvax-
andi listi bóka og annarra hug-
verka sem mega ekki heldur
koma fyrir augu fólksins. Sjón-
varpsmennirnir höfðu tekiS
nokkrar konur tali, virðulegar
sællegar maddömur, sem áttu
það Ifka sameiginlegt aS hafa
meStekiS hina lögboSnu skoðun
á valdaráni herforingjanna, nefni-
lega að þaS væri aldeilis prýSi-
legt.
Segir þá ekki ein frúin við ein-
hverri spurningu fréttamannsins
og eins og hún væri aS fræSa
hann um veSrið og sem næst
orðrétt það sem nú skal haft eftir
henni:
„Þetta unga fólk vildi ekki láta
segjast. ÞaS verður aS taka af-
leiðingum gerSa sinna. Það verð-
ur skotið."
MuniS að þetta voru bara hús-
mæður og svoleiSis frúr og aS því
fór fjarri aS þær væru ! neinu
uppnámi. Hættan var liðin hjá og
andstæðingarnir komnir undir lás
og slá og mennirnir sem þær
treystu best teknir viS valda-
taumunum. Og þær sátu þarna f
sólskininu og sögSu sjónvarps-
mönnunum að þaS þyrfti aS taka
böm annarra kvenna — og
skjóta þau!
Ég minnist varla hrúðalegra
augnabliks f fslenska sjónvarp-
inu. Og eins og ég sagSi: ég
undanskil ekki einu sinni Viet-
nam.
11
ÞaS er jafnan viSkvæSið þegar
byssumenn stela þjóSum að þeir
séu aS forSa fólkinu frá bráSum
voSa. Þetta er alltaf gert af ein-
tómri manngæsku. Þeir eru hinir
hjartagóSu. Þeir segja nánast:
„ViS ætlum aS skjóta alla vondu
mennina fyrir ykkur svo aS þeir
skjóti ekki ykkur."
Mér barst nýlega bók eftir
tékkneska konu sem nú er búsett
f Bandarfkjunum og sem hefur
orSiS fyrir þeirri ótrúlegu Iffs-
reynslu að fara tvisvar f gegnum
hreinsunareld hinna hjartagóSu.
Hún heitir Heda Margolius.
Hún féll fyrst f hendur nasist-
anna sem eins og menn muna
tóku að sér að bjarga Tékkum frá
sjálfum sár. Hún sat um árabil í
fangabúSunum Lods og Ausch-
witz, lifSi þetta einhvernveginn
af, komst aftur heim til Prag undir
lok strfðsins og fann meira aS
segja manninn sinn heilan á húfi
fyrir annað sjaldgæft kraftaverk.
f bók sinni segir hún frá hinum
venjulegu fjöldamorSum og mis-
þyrmingum, hinum venjulegu
gasklefum og gaddavir, og svo er
að auki lýst hinu yfirvegaSa sál-
armorSi á ungri konu þegar hún
er mörkuS meS fanganúmeri og
er til sýnis snoðklippt og f tukt-
húsbúningi f opnum góssvagni
sem flytur hana daglega til þrælk-
unarvinnu f múrsteinaverksmiðj
unni sem bauð hæst f vinnuafl
hennar.
En martröð Hedu Margolius
lauk ekki með falli nasistanna.
Nýir menn tóku við og hétu nú
kommúnistar og voru Ifka boSnir
og búnir aS bjarga Tékkum frá
sjálfum sér. Maðurinn hennar var
handtekinn árið 1952. sakaður
um landráð og tekinn af Iffi f
sömu hreinsuninni sem tortimdi
Ifka Slansky og öðrum þjóðkunn-
um „afturhaldssinnum". Næst-
um tuttugu árum seinna, eftir
„endurreisn" eiginmannsins, hið
örstutta „vor" Dubcektfmabils-
ins og loks innrás Sovétmanna f
Tékkóslóvakfu 1968, yfirgaf hún
svo ættjörS sfna öSru sinni og f
þetta skiptiS sem flóttamaður.
Hún komst undan og til Banda-
rfkjanna sem fyrr er sagt.
111
Ef einhver sér mikinn mun á
þvf sem Heda Margolius mátti
þola undir jámhæl þeirra „hægri-
sinnuSu" og sfSan örfáum árum
seinna undir ógnarstjórn „vinstri-
manna" þá yrSi ég þakklátur ef
hann vildi láta mig vita. Ég sé
engan mun. Sá hinn sami gæti þá
væntanlega Ifka útskýrt fyrir mér
hver sé munurinn þegar valda-
ránsmenn drepa og pynda fólk f
Chile eða þegar þeir haga sér
nákvæmlega eins f Tékkóslóvak-
fu. Ég sé enn engan mun.
Þö segjast sumir sjá hann og
það glögglega, og það alla leið
hér uppi á íslandi þar sem allir
eru svo gæfir og friSsamir. Ég er
til dæmis handviss um, aS sumir
eru harla ánægðir meS þaS sem
hér hefur verið sagt um atburSina
! Tékkóslóvakfu en að sama skapi
óánægðir meS þaS sem sagt er
um Chile. Af þvf dreg ég þá álykt-
un aS þeir meti mannslffin eftir
þvf hver heldur á byssunni. Þeir
segja eiginlega: RéttlætiS er f
byssunni. Þeir eru allir af sama
sauSahúsi hvort sem þeir kenna
sig viS „hægri" eða „vinstri".
Rey kj aví kurbréf
•Laugardagur 31. ágúst
Ný ríkisstjórn
Tveggja mánaða stjórnar-
kreppu lauk sl. fimmtudag, þegar
samsteypustjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins tók við völdum undir forsæti
Geirs Hallgrfmssonar. Landinu
hefur nú verið tryggð þingbundin
meirihlutastjórn. Hér hafa orðið
nokkur þáttaskil í íslenzkri
stjórnmálasögu. Liðin eru 18 ár
frá því að samstarf Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins rofnaði 1956, og sfðan hafa
þessir flokkar verið í harðri and-
stöðu hvor við annan. Þessi rfkis-
stjórn er eigi að síður rökrétt af-
leiðing af úrslitum alþingiskosn-
inganna. Þar kom fram skýr ósk
um trausta ríkisstjórn og ný
vinnubrögð við stjórn landsmál-
efna.
Stjórnarmyndunarviðræðurnar
gengu vonum framar. Báðum
flokkunum var Ijóst, að brýna
nauðsyn bar til að mynda ríkis-
stjórn til þess að fást við þá erfið-
leika, sem nú steðja að. Stjórn-
in er mynduð á jafnræðis-
grundvelli, og hvorugur flokk-
urinn setti hinum úrslitakosti.
Þess er að vænta, að stjórn-
arsamstarfið verði traust og
heilsteypt, enda er það forsenda
þess, að ríkisstjórninni takist að
koma þjóðinni f gegnum þá hrika-
legu erfiðleika, er framundan
eru.
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra lýsir stjórnarmyndunarvið-
ræðunum með þessum orðum í
viðtali við Morgunblaðið sl.
fimmtudag; „Málsvarar Sjálf-
stæðisflokksins töldu það eðlilegt
miðað við kosningaúrslitin, að
honum væri falin stjórnarmynd-
un. Og þótt sú stjórnarmyndun
tækist ekki f fyrstu umferð, býzt
ég við, að það sé ekki nein einka-
skoðun sjálfstæðismanna, heldur
eðlilegra frá sjónarmiði þing-
ræðisins og stærð flokkanna, að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi foryst-
una á höndum. Aftur á móti gerði
Sjálfstæðisflokkurinn aldrei
stjórnarforystu að skilyrði í þess-
um viðræðum, en vildi þó eiga
þess kost eins og hinn viðræðu-
aðilinn. Því var eðlilegt, að fyrir
lægi að lokum tveir kostir, sem
menn gætu valið um og báðir aðil-
ar sætt sig við, þegar upp væri
staðið. Óhætt er að segja, að innan
Sjálfstæðisflokksins voru skiptar
skoðanir, hvorn kostinn velja
skyldi, þótt greinilegur meirihluti
veldi þann kost, sem ofan á varð,
þ.e. að við tækjum að okkur
stjórnarforystuna. Á sama hátt
hygg ég, að skiptar skoðanir hafi
verið innan Framsóknarflokks-
ins, hvorn kostinn þeir teldu
betri, og þvf leyfi ég mér að vona,
að við höfum i lok viðræðnanna
komizt að valkostum, sem eru
sanngjarnir að mati beggja við-
ræðuaðila, en það er forsenda
góðs stjórnarsamstarfs þeirra á
milli.“
Endurreisn
efnahagslífsins
Brýnasta verkefni þessarar
ríkisstjórnar er að vinna að
endurreisn efnahagslffsins. Þegar
ríkisstjórnin tekur við, hafa gjald-
eyrisviðskipti verið stöðvuð f
rúma viku. Gengi islenzku krón-
unnar var því fallið, áður en
stjórnin tók til starfa. Fyrir utan
þá gengislækkun, sein nú er
óhjákvæmileg, verður að hafa í
huga, að frá áramótum hefur
gengi krónunnar sigið um a.m.k.
18—19%. Gjaldeyrisvarasjóður-
inn er á þrotum og gífurlegur
hallarekstur er á helztu atvinnu-
greinum landsmanna.
Ljóst er, að mikið átak þarf til
að snúa við blaðinu. Það er verk-
efni þessarar stjórnar, og með
samstilltu átaki á það að vera
unnt. I stefnuyfirlýsingu hinnar
nýju ríkisstjórnar var lögð
áherzla á, að samráð verði haft við
aðila vinnumarkaðarins í því
skyni að tryggja sem beztan
árangur af þeim efnahagsaðgerð-
um, sem óhjákvæmilegar eru.
Geir Hallgrfmsson forsætisráð-
herra hefur sagt, að markmið
þessarar stjórnar sé að tryggja
hinum lakar settu betri framtíð
og almenna velmegun. Mikilvægt
er að hafa þessi sjónarmið f huga,
þegar ríkisstjórnin mótar fram-
tfðarstefnu sína. Óbreytt ástand í
efnahagsmálum þjóðarinnar get-
ur aðeins leitt til atvinnuleysis.
Þess vegna er öllum aðilum hagur
að þvf, að gerðar verði sérstakar
ráðstafanir til þess að skjóta
traustum stoðum undir atvinnu-
starfsemina í landinu.
Varnarsamstarfi
við Bandaríkin
verður
haldið áfram
Alþingiskosningarnar 30. júní
sl. voru staðfesting á þeim skýra
þjóðarvilja, sem fram kom í
undirskriftasöfnun „Varins
lands", þar sem skorað var á rfkis-
stjórnina og Alþingi að hverfa frá
ótfmabærri uppsögn varnarsamn-
ingsins við Bandaríkin. I stefnu-
yfirlýsingu hinnar nýju ríkis-
stjórnar er þvf afdráttarlaust lýst
yfir, að öryggi landsins skuli
tryggt með aðild að Atlantshafs-
bandalaginu og hafa skuli sér-
stakt samstarf við Bandaríkin,
meðan starfrækt er hér varnar- og
eftirlitsstöð á vegum Atlantshafs-
bandalagsins. Með þessari yfirlýs-
ingu hefur fengizt farsæl lausn f
þeirri miklu og alvarlegu þrætu,
sem staðið hefur um fyrirkomu-
lag á vörnum landsins og varnar-
samstarfi við vestrænar lýðræðis-
þjóðir.
Ríkisstjórnin mun halda áfram
viðræðum um fyrirkomulag
varnarmálanna með það fyrir
augum, að Keflavíkurstöðin geti
gegnt hlutverki sínu í samræmi
við öryggishagsmuni íslands á
hverjum tfma. Jafnframt er því
lýst yfir, að greina skuli á milli
starfsemi varnarliðsins á flug-
vellinum og almennrar flugvallar-
starfsemi. Þó að flestum sé ljóst,
að mikilvægt er að halda áfram
þvf varnarsamstarfi við Bandarfk-
in, sem varað hefur í rúma tvo
áratugi, er nauðsynlegt á hverjum
tfma að stuðla að breytingum á
fyrirkomulagi varnanna með hlið-
sjón af breyttum aðstæðum.
Þetta er kjarninn f varnarmála-
stefnu hinnar nýju rfkisstjórnar.
Þvf ber að fagna, að nú hefur
verið mörkuð ábyrg stefna í
varnar- og öryggismálum lands-
ins. Sú stefna, sem fylgja á, er f
fullu samræmi viðþau sjónarmið,
sem Sjálfstæðisflokkurinn setti
fram fyrir síðustu kosningar og
hefur raunar haldið fram alla tíð.
Með þessu móti hefur á ný verið
lagður grundvöllur að samstarfi
lýðræðisflokkanna í varnarmál-
um. En það hefur tvívegis rofnað,
þegar kommúnistar hafa fengið
aðild að vinstri stjórn.
200 mílna
fiskveiðilögsaga
Eitt af stærstu verkefnum
þessarar rfkisstjórnar verður að
færa fiskveiðilandhelgina út í 200
sjómflur. Sjálfstæðisflokkurinn
markaði þá stefnu fyrir ári síðan,
að Islendingar skyldu ótrauðir
stefna að útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar f 200 sjómílur fyrir árs-
lok 1974. Þessi stefna mætti fyrst
f stað harðari andstöðu, og
einkanlega voru kommúnistar
tregir til að fallast á þessi sjónar-
mið. Sjálfstæðisflokkurinn hafði
það á stefnuskrá sinni fyrir
sfðustu kosningar, að landhelgin
yrði færð út fyrir lok þessa árs.
Fram til þessa hafa aðrir flokkar
ekki viljað fallast á að ákveða
útfærsluna fyrir tiltekinn tíma.
Nú hefur það hins vegar gerzt, að
stjórnarflokkarnir hafa ákveðið
að færa landhelgina út f 200 sjó-
mílur á árinu 1975 og hefja þegar
í stað undirbúning að þeirri út-
færslu. Jafnframt verður áherzla
lögð á nauðsynlega friðun fiski-
miða og fiskistofna með skynsam-
legri nýtingu veiðisvæða fyrir
augum. Vonandi er, að ekki verði
margir mánuðir liðnir af næsta
ári, þegar útfærslan tekur gildi,
enda heppilegast, að við helgum
okkur 200 mflurnar meðan sam-
komulagið við Breta er í gildi.
Þessi yfirlýsing markar vissu-
lega tímamót f baráttu þjóðarinn-
ar til yfirráða yfir fiskimiðunum
umhverfis landið. Yfirlýsingin er
einnig f fullu samræmi við þróun
alþjóðlegra réttarreglna, en ljóst
er, að traustari grundvöllur er nú
fyrir útfærslu landhelginnar í 200
sjómílur en var fyrir aðeins 3
árum fyrir útfærslu f 50 sjómílur,
svo ör hefur þróunin orðið í þess-
um efnum. Eigi að síður er hér
um vandasamt verkefni að ræða
og á miklu veltur, að samstaða
náist í þessum efnum.
Stórhuga
byggðastefna og
nýting orku-
linda landsins
Sjálfstæðisflokkurinn er lang-
stærsti stjórnmálaflokkurinn f
þéttbýlinu, en auk þess standa
báðir stjórnarflokkarnir mjög
traustum fótum meðal þess fólks,
sem býr í hinum dreifðu byggðum
landsins. I eðlilegu og rökréttu
samræmi við þetta hefur ríkis-
stjórnin í stefnuyfirlýsingu sinni
gefið fyrirheit um stór átök í
byggðamálum. Akveðið er, að
framlag rfkisins til byggðasjóðs
nemi tveimur af hundraði ríkisút-
gjalda á ári hverju. Hér er f fyrsta
skipti gefið fyrirheit um, að
ákveðnum hluta rfkisútgjalda
verði varið til byggðaþróunar.
Þetta þýðingarmikla spor getur
þvf valdið straumhvörfum í upp-
byggingu landsbyggðarinnar, í at-
vinnulífi, þjónustustarfsemi og
menningarlífi. Akveðið er að
endurskoða sveitarstjónarlög og
mark9 landshlutasamtökum
skýrari réttarstöðu. Stefnt er að
þvf, að sveitarfélögunum verði
falin aukin verkefni og fjárhags-
legur grundvöllur þeirra verði
endurskoðaður til þess að tryggja
sjálfstæði þeirra og aukna fram-
kvæmdagetu.
I þessum efnum hefur náðst
samkomulag um nýja stefnu, sem
tryggja á verulegar þjóðfélagsleg-
ar umbætur. En samhliða þessu
stóra verkefni verður lögð áherzla
á aukinn hraða f virkjun íslenzkra
orkugjafa bæði til iðnvæðingar og
í því skyni að gera Islendinga
óháðari innfluttri orku. Meðal
brýnustu verkefna verður að
hraða stjórvirkjunum, sem sem
þegar er byrjað á og tryggja sem
fyrst með nýjum virkjunum næga
raforku á Norðurlandi og öðrum
landshlutum, sem eiga við orku-
skort að búa. Þá segir f stefnuyfir-
lýsingu stjórnarinnar, að brýnt sé
að koma upp hitaveitum, þar sem
aðstæður leyfa, en tryggja öðrum
fyrst raforku til húshitunar.
Engum dylst, að í fallvötnum og
jarðhita er fólginn gífurlega
mikil óbeizluð orka, sem hlýtur að
verða ein af megin undirstöðum
efnalegra framfara landsins á
næstu árum. A sviði orkunýtingar
og iðnaðaruppbyggingar eru
mörg verkefni óunnin, og einmitt
á þvf sviði eru mestir möguleikar
á nýbreytni í atvinnulífi og stór-
stígum framförum.
Umbætur í
efnahagsmálum
til frambúðar
Þegar rfkisstjórnin hefur gert
brýnustu aðgerðir í efnahagsmál-
um til þess að rétta við hallarekst-
ur þjóðarbúsins og tryggja fulla
atvinnu, er óhjákvæmilegt að
hefja undirbúning að umbótum í
efnahagsmálum til þess að
tryggja jafnvægi f þjóðar-
búskapnum til frambúðar og al-
menna hagsæld f þjóðfélaginu. Að
þessu mun hin nýja rfkisstjórn
stefna, samfara réttlæti í tekju-
skiptingu og aðstöðu manna, eins
og segir í stefnuyfirlýsingunni.
I kjaramálum verður stefnt að
endurskoðun vfsitölukerfisins og
vinnuaðferða við gerð kjarasamn-
inga. Stefnt verður að sameiningu
algengustu bóta almannatrygg-
inga eg tekjuskattsins, er tryggi
þjóðfélagsþegnunum lágmarks-
tekjur og horfi til skýrari áhrifa á
tekjuskiptinguna í réttlætisátt og
til aukinnar hagkvæmni. Þá er
lögð áherzla á í stefnuyfirlýsingu
stjórnarinnar, að jöfnun hús-
næðiskostnaðar og aðstöðu við öfl-
un húsnæðis verði þáttur í slíkri
frambúðarstefnu, og um leið er
áréttað, að nauðsynlegt sé að hafa
samráð við aðila vinnumarkaðar-
ins og komið verði á fastri skipan
um samráð ríkisstjórnarinnar við
þá. Stefnt verður að því að setja
þak á ríkisjútgjöld, þannig að
þeim verði sett takmark miðað við
þjóðartekjur. Undirbúa á nýja
löggjöf um verðmyndun, við-
skiptahætti og verðgæzlu, og
stefnt verður í átt til almenns
eftirlits neytenda með viðskipta-
háttum til að tryggja heilbrigða
samkeppni og eðlilega verðmynd-
un verzlunar- og iðnaðarfyrir-
tækja til bættrar þjónustu fyrir
neytendur.
Ferskur blær
og nauðsyn
samstöðu
Yfir ríkisstjórninni ríkir fersk-
ur blær. Fjórir menn taka nú í
fyrsta sinn við ráðherraembætt-
um, en aðrir fjórir hafa áður átt
sæti í ríkisstjórn landsins. Allir
hafa ráðherrarnir langan stjórn-
málaferil að baki, mikla reynslu
og þekkingu á stjórnmálum og
þeim viðfangsefnum, sem stjórn-
in þarf nú að fást við. Þessi stjórn
nýtur trausts til að takast á við
þau miklu vandamál, sem fram-
undan eru. Astæða er til þess að
ætla, að í þessari ríkisstjórn geti
tekizt heilsteypt samstarf með
þeim aðilum, sem að henni
standa, gagnstætt þvl, sem átti sér
stað f fráfarandi rfkisstjórn. An
þess, að unnt verði að fella ein-
stakar stjórnarathafnir að
heildarstefnunni, bregst stjórnin
trúnaði almennings og því trausti,
sem hún getur ekki án verið, segir
Geir Hallgrímsson í viðtali við
Morgunblaðið sl. fimmtudag.
I lok áðurnefnds viðtals segir
hinn nýi forsætisráðherra:
„Vissulega er eðlilegt, að skoðan-
ir okkar Islendinga séu skiptar og
ágreiningur sé um skiptingu
þjóðartekna. En meira verður
ekki skipt ef aflað er, og ágrein-
ingnum um tekjuskiptinguna eða
skoðanamun manna á öðrum svið-
um verður að halda innan þeirra
marka, að þjóðareining haldist og
við hættum ekki að afla verðmæta
f þjóðarbúið heildinni til hags-
bóta. Með þeim eina hætti að
halda frið í frjálsu samfélagi og
afla meira og nýta verðmætin bet-
ur getum við tryggt hinum lakar
settu í þjóðfélaginu betri fram-
tíð.“