Morgunblaðið - 01.09.1974, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974
27
Vinarkveðja:
Thor Emanuel Cortes
THOR Emanuel Cortes var fædd-
ur í Reykjavík 27. dag marzmán-
aðar 1910. Voru foreldrar hans
Emanuel R.H. Cortes yfirprentari
f Gutenberg prentsmiðjunni,
sænskrar ættar, og eiginkona
hans, Björg Vilborg Jóhannes-
dóttir Zoega trésmiðs 1 Reykjavík
Þeim hjónum varð 7 barna
auðið og var Thor elztur þeirra.
Urðu þau öll kunn fyrir myndar-
skap og margvfslegan hæfileika
til nytsemdar og blessunar. En
svo hefir ljár dauðans leikið hart
um þennan systkinahóp, að ein-
ungis tvær systranna lifa.
Unguraðárumlagði Thor prent
listina fyrir sig. Hafði hann margt
til að bera, sem skapaði honum
frama á þeirri braut. Islenzku
maður var hann í fremstu röð,
samvizkusamur, árrisull og
stundvís, svo af bar alla tíð.
Ungur að árum giftist Thor
Arnýju Árnadóttur og eignuðust
þau tvö börn, Sigrúnu, er lifir
föðursinn.og Reyni Thor, sem dó
langt um aldur fram árið 1970 og
stóð þá við lok langskólanáms,
öllum harmdauði er til hans
þekktu. Þau ArnýogThor skildu
Eftir það fóru löng og erfið ár inn
í líf Thors.sem hann þó aðlokum
gekk sigrandi frá og til bjartari
tíma.
8. marz 1959erThorkominn til
Vestmannaeyja og giftist þann
dag Elísabetu Guðjónsdóttur frá
Skaftafelli. Elísabet er lærð
hjúkrunarkona og mesta atgerfis-
og dugnaðarkona, eins og hún á
ættir til. Elísabet var Thor til
F. 27. ágúst 1893
D. 25. ágúst 1974.
Mánudaginn 2. sept. verður til
moldar borinn frá ísafjarðar-
kirkju Georg Jónasson. Hann and-
aðist aðfararnótt 25. ágúst að Víf-
ilsstöðum, en þar hafði hann dval-
ið síðustu árin sem sjúklingur.
Georg var fæddur á ísafirði
þann 27. ágúst 1893. Foreldrar
hans voru Hildur Sigurðardóttir
og Jónas Sigurðsson sjómaður.
Amma Georgs var Sæunn Þor-
leifsdóttir Jónssonar prófasts í
Hvammi í Pölum. Þeir, sem
þekktu Hildí og Sæunni, voru
ekki hissa á stórlund og sérkenni-
legum persónuleika Georgs, en
persónuleiki hans er ábyggilega
ógleymanlegur öllum þeim, sem
honum kynntust. Ungur að árum
fór Georg tJl sjós, eins og títt var
þá uir. unga menn, fyrst á ára-
báta, en síðar varð hann kyndari á
kolakynntum togurum, t.d. á
Skutli frá Isafirði.
Eins og allir vita, sem til
þekkja, var kyndarastarfið ekki
fyrir neina amlóða (þannig orðaði
Georg það sjálfur), enda var Ge-
org þrekmaður hinn mesti á sín-
um yngri árum.
Eftir að Georg hætti sjó-
mennsku stundaði hann almenna
verkamannavinnu, aðallega þó
hafnarvinnu á ísafirði.
En er hann fluttist til Reykja-
víkur, vann hann á Keflavíkur-
flugvelli, eða þar til hann varð að
hætta allri vinnu af heilsufars-
átæðum, þá rúmlega sjötugur.
Það varð hlutskipti Georgs að
vinna fyrir sjúkri systur sinni,
Petrínu, öll sín beztu ár eða allt
þar til Petrína lézt árið 1958. Ge-
org var bundinn móður sinni og
síðar Petrínu systur sinni óvenju-
sterkum böndum, en til þess
munu hafa legið sérstakar orsak-
ir, sem eigi verða raktar hér.
Þessi sterku bönd voru orsök
þess, að Georg sleit búskap sínum
með heitmey sinni, Guðbjörgu
Pétursdóttur, eftir fárra mánaða
sambúð.
En þessi stutta sambúð var
mesta gæfa lífs hans, því að með
mikillar hjálpar og uppbyggingar,
enda sannaðist það af góðum
högum þeirra til húss og heimilis,
er fram liðu stundir. Þeim Thor
auðið: Halla Björg, Elísabet Éir
og Sif. Þar að auki misstu þau 2
börn í frumbernsku.
börn I frumbernsku.
Tileífni þessarar kveðju liggur f
því, að vorið 1959, í maímánuði,
réðist Thor til okkar bræðra,
Öskars og mín, á vélbát okkar,
Gæfu VE 9, til humarveiða. Fjórði
maður með okkur var Stanley
Aðalsteinsson. Það var engum
blöðum um það að fletta, að skips-
höfnin var samhent, lagði mikið á
sig og hlutur var góður. Skipti
voru jöfn milli okkar fjögurra og
setti það kapp f áhöfnina að duga
sem bezt. Thor tók lítið sem ekk-
ert út allt sumarið. Við Iok vertíð-
ar um haustið átti hann álitlega
fúlgu ósnerta inni. Er mér
ógleymanlegt sigurbrosið hjá
Thor, er hann handlék laun erfið-
is síns og gat beint þvf til heilla
fyrir konu sína og heimili. Thor
hafði sigrað og stóð vonglaður á
sjónarhóli framtíðar, sem boðaði
honum birtu og betri daga.
Frá þessum tíma var órofa
virðing og vinátta milli okkar sem
hélzt til enda. Oft var minnzt á
sumarið góða 1959. FyrirThor var
það meira umtalsvert, en jafnvel
10 önnur sumur, er hurfu út í
buskann án þess að marka nein
spor.
Snemma dags 15. ágúst s.l. hitti
ég Thorf sfðasta sinn. Hann var þá
að kveðja konu sína og dóttur og
Guðbjörgu eignaðist hann eina
dóttur, Petrfnu Sigrúnu. Petrína
Sigrún er nú húsmóðir á Isafirði,
gift Salomon Sigurðssyni sjó-
manni, sérstökum ágætismanni,
og eiga þau tvo uppkomna syni,
Ágúst Sigurð og Ásgeir Jónas.
Georg lifði það af að fá að sjá
langafabarn sitt, Salomon Ag-
ústsson, mesta efnisbarn, sér til
mikillar ánægju og gleði. Þeim,
sem þetta ritar, er kunnugt um,
fleiri vini, er þá lögðu upp til
Norðurlanda með söngkór Ffla-
delfíusafnaðarins f Reykjavík.
Við skiftumst á vinarorðum og lét
hann í ljósi við mig mikla ánægju
yfir að kona sín og dóttir gætu
farið þessa ferð.
Þessi svo mjög góða ferð var þó
ekki skuggalaus. 23. ágúst bárust
þær fréttir, að Thor væri allur,
hefði andast á heimili sfnu fyrr í
vikunni. Mig setti hljóðan. Góðar
minningar hlóðust upp. En lífið
er svona, líf forgengisleikans.
Láttu mig, Drottinn, sjá hversu
skammær ég er. Hvað mér er út-
mælt af dögum, bað Davíð kon-
ungur forðum f Israel. Sú bæn
kom fram á varir mínar við andlát
Tfor Cortes.
Ég flyt Elisabetu og börnum
hans öllum og systrum og ætt-
ingjum mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið Drottinn
að styrkja þau öll í náð sinni.
Einar J. Gfslason
að í banalegunni dvaldi hugur
Georgs allur hjá Petrfnu Sigrúnu
dóttur sinni og f jölskyldu. Og þeg-
ar Petrína Sigrún frétti, að faðir
hennar væri að spyrja eftir henni,
brást hún honum ekki nú frekar
en fyrri daginn. En þau hjónin
höfðu gert sér margar ferðir til
Reykjavíkur til fundar við hann.
Það er óhætt að segja, að Petrfna
Sigrún reyndist föður sínum góð
og eftirlát dóttir.
Sú kynslóð, sem Georg til-
heyrði, er nú að hverfa af sjónar-
sviðinu, en það var einmitt hans
kynslóð, sem með vinnusemi og
áræði lagði grundvöllinn að þeirri
velmegun, sem við nú búum við.
Ég þori að fullyrða, að Georg lét
sitt þar ekki eftir liggja, hann á
örugglega sinn skerf i þeim
grundvelli, enda var maðurinn
ósérhlffinn að eðlisfari.
Því gladdist hjarta mitt, þegar
ég heimsótti Georg að Vifilsstöð-
um og sá, að velmegunin náði
einnig til .hans. Á Vífilsstöðum
naut hann þeirrar beztu hjúkrun-
ar, sem ég hefi kynnzt. Kröfum
hans var sinnt og þær uppfylltar
eins og hægt var, en það hefur
ábyggilega ekki alltaf verið auð-
velt fyrir starfsfólkið. Fyrir allt
þetta ber að þakka af einlægni.
Eg votta Petrínu Sigrúnu, eigin-
manni hennar og börnum inni-
lega samúð og kveð Georg frænda
minn f þessari minningargrein
með orðum Frelsarans: (Jóh.
Kap. 11—26 vers) Ég er upprisan
og lífið; sá sem trúir á mig mun
lifa, þótt hann deyi.
Frændi.
Vélar til sölu
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eftirtald-
ar vélar:
1. JCB-4 traktorgrafa.
2. Ford Major traktor með tengivagni fyrir
efnisflutninga (grjótskúffa).
Með báðum vélunum fylgir nokkurt magn
notaðra varahluta. Vélarnar eru til sýnis í
Áhaldahúsi Hafnarfjarðarbæjar mánudaginn 2.
september n.k., en tilboðum skal skilað á
skrifstofu bæjarverkfræðings fyrir kl. 11, 3.
september og verða þau þá opnuð þar að
viðstöddum bjóðendum.
Bæjarverkfræð ingur.
Georg Jónasson
—Minningarorð
Minning:
Óli P. Hjaltesteð
Vinur minn dr. med Öli P.
Hjaltesteð er ■ látinn. Enda þótt
þessi sorgarfrjett kæmi ekki
alveg á óvart setti mig hljóðan er
mjer barst hún. Otal endurminn-
ingar um ljúfan og góðan æskuvin
komu upp í huga minn, þvf margs
er að minnast frá langri lífsleið.
Kynni okkar hófust áður en við
vissum af þvf, ef svo má að orði
komast, því þau byrjuðu á þvf, að
barnavögnum okkar var ekið hlið
við hlið í kringum Austurvöll og
aðrar götur í miðbænum þar sem
við vorum fæddir og ólumst upp.
I barnæsku Ijekum við okkur
saman og þegar alvara lffsins
hófst og skólagangan byrjaði,
vorum við í bekk saman. Öll sex
árin i Menntaskólanum lásum við
saman og vorum sessunautar.
Kynni mín af hinu ágæta
heimili að Suðurgötu 7 hófust þvf
snemma og voru mikil og góð.
Foreldrar Óla, þau Pjetur og
Sophia Hjaltesteð voru merkis-
hjón og góð heim að sækja. Syn-
irnir voru fjórir og Óli var þeirra
yngstur. Allir áttu þeir sína vini,
sem komu á heimilið, en aldrei
var amazt við slfkum heimsókn-
um. Vinunum var alltaf tekið opn-
um örmum. Frá heimilinu í Suð-
urgötu 7 á jeg margar af mfnum
beztu endurminningum frá æsku-
árunum og jeg minnist hinna
ágætu hjóna, Pjeturs stjórnar-
ráðsfulltrúa og Sophiu, með mik-
illi virðingu og þakklæti fyrir
allar þær ánægjustundir, sem jeg
átti þar. Stofurnar voru ekki stór-
ar. Þar var ekki vítt til veggja eða
hátt til lofts, en þar var hjarta-
hlýja og elskulegt viðmót, sem
átti sjer engin takmörk. Allt var
fínt og fágað á heimilinu enda
húsmóðirin mikill skörungur. Jeg
undraðist oft hve vel hún gat
hugsað um heimilið og haldið þar
öllu f röð og reglu með allan þann
fjölmenna drengja- og unglinga-
hóp, sem þar gekk um daglega,
því auk þess, sem hún hugsaði um
heimilið, starfaði hún mikið utan
þess að mannúðarmálum, bæði f
Thorvaldsensfjelaginu, Hringn-
um og fleiri fjelögum.
Snemma beygist krókur að þvf
sem verða vill, segir gamalt mál-
tæki. Að námi í Menntaskólanum
loknu ákvað Óli að leggja stund á
læknisfræði. A heimilinu var oft
minnzt á hinn fræga frænda hans,
Niels R. Finsen Ijóslækni, og leit
Óli mjög upp til hans og hefur
vafalítið hugsað til þess á skólaár-
unum, að gaman gæti verið að
reyna að feta í fótspor hans og
læra læknisfræði, en hvernig svo
sem því var varið, þá lagði Óli út á
þessa námsbraut. Hann hafði far-
sælar gáfur og sóttist þvf námið
vel og öllum sfnum prófum lauk
hann með I. einkunn. Að prófi
loknu hjelt Óli til Danmerkur til
frekara náms og lagði stund á
berklasjúkdóma, sem varð sjer-
grein hans. Hann skrifaði ritgerð
um rannsóknir sfnar á þessum
sjúkdómum og fjekk fyrir hana
doktorsnafnbót við Kaupmanna-
hafnarháskóla. A þeim árum var
jeg líka búsettur í Danmörku og
lágu þvf leiðir okkar saman þar
aftur, að jeg held, okkur báðum
til mikillar ánægju.
Dr. Óli var mjög ljettur f skapi
og gamansamur. Hann var hrókur
alls fagnaðar, hvar f hópi sem
hann var staddur, fjörugur og
kátur. Hann kunni mikið af
sögum, sem hann sagði vel og
skemmtilega. Það var þvf alla-
jafnan mikil glaðværð f kringum
hann, enda sóttust vinir hans
eftir fjelagsskap við hann.
Um læknisstörf dr. Óla kann
jeg ekki að fjalla, þvf til þeirra
þekki jeg ekki og get að sjálf-
sögðu heldur ekki um dæmt, en
það hygg jeg hafið yfir allan vafa,
að hann hafi verið mjög vel að
sjer í fræðigrein sinni, og sam-
vizkusamur var hann og fann rfkt
til þeirrar ábyrgðar, sem læknis-
starfinu fylgir. Jeg er viss um að
hinir fjölmörgu sjúklingar hans
hafi fundið, að honum gátu þeir
treyst, og bæði sjúklingar og sam-
starfsfólk á Heilsuverndarstöö-
inni hafa ekki farið varhluta af
glaðværð og ljúfmennsku dr. Óla.
Hann var mannlegur og skilnings-
góður í garð þeirra, sem leituðu
hans sem læknis.
Oft þegar við hittumst voru rif j-
aðar upp endurminningar frá
æskuárunum, m.a. af leikjum og
fþróttum, en knattspyrna var þá
ein aðalskemmtun okkar ungling-
anna. Knattspyrnufjelagið Vík-
ingur átti sínar aðalstöðvar neðst
i Suðurgötu og við Vonarstræti og
Tjarnargötu og í þvi fjelagi voru
flestir æskumenn í þessu hverfi
Reykjavikur. Það leið varla sá
dagur, að ekki væri sparkað bolta.
Óli var mjög duglegur knatt-
spyrnumaður og keppti oft í þess-
ari ágætu íþrótt, við góðan orð-
stír.
Á síðari árum hittumst við vin-
irnir því miður sjaldan, þar sem
jeg hefi orðið að dvelja langdvöl-
um erlendis við störf, en alltaf
var það fagnaðarfundur þegar við
hittumst. Þegar jeg kom heim til
Islands í maimánuði siðastliðnum
var óli kominn á spftala og var þá
skorinn upp fyrir þeim sjúkdómi,
sem nú hefur dregið hann til
dauða. Hann gerði sjer ljóst að
hverju stefndi, en tók forlög-
unum með ró og æðruleysi, þakk-
látur fyrir þau 65 ár, sem honum
auðnaðist að lifa.
Dr. Óli var drengur góður,
hreinn og beinn. Integer vitae
scelerisque purus mátti með
sanni segja um hann. Hann var
vinfastur og vinir hans munu
sakna hans.
Fyrri lconu sína, Helgu Davíðs-
dóttur bakarameistara Ólafs-
sonar, missti Óli eftir langvarandi
veikindi hennar og áttu þau tvö
börn, Ragnhildi, sem nú er gift
vestanhafs, og var augasteinn föð-
ur sfns, og Pjetur, sem dó á fyrsta
ári. Síðari kona hans er Katrín
Ólafsdóttir ritstjóra Isafoldar
Björnssonar, sem hefur reynzt
manni sfnum hinn bezti lffsföru-
nautur. Þær Ragnhildur og
Katrín syrgja nú ástríkan föður
og eiginmann. Hughreystingarorð
mega sín lítils þegar sorgin ber að
dyrum, en við hjónin sendum
þeim báðum og bræðrum Óla
þremur Svavari, Kjartani og
Birni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Agnar Kl. Jónsson.
Notið fristundirnar
Vélritunar- og
hraðritunarskólinn
Vélritun — blindskrift, uppsetning og
frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl.
Úrvals rafmagnsritvélar.
Dag- og kvöldtimar. Upplýsingar og inn-
ritun í sima 21 768.
Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27 — sími
21768.
Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Asso-
ciatiort of Canada.