Morgunblaðið - 01.09.1974, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974
Veizkm í búinu
Höf. Ármann
Kr. Einarsson
Rósa hellir vatni í pottinn og setur hann yfir
eldinn. Síðan tekur hún lítinn bréfpoka úr einni
hillunni, og kastar einum hnefa af haframjöli út í
vatnið. Loks hrærir hún í öllu saman. Ég er sann-
færð um að þetta verður fínasti grautur.
Þegar grauturinn er soðinn, setur Rósa pottinn út
fyrir dyrnar, til þess að hann kólni fyrr. En Rósa er
ekki aðgerðarlaus á meðan. Hún tekur dælduðu
blikkdiskana sína út úr skáp og raðar þeim snyrti-
lega á borðið.
En hvað það er gaman að eiga svona alvörubú,
hugsa ég og hef ekki augun af Rósu. Hún hefur
bundið gamla svuntu framan á sig og er svo dæma-
laust húsmóðurleg.
Þegar grauturinn er orðinn hæfilega kaldur, hellir
Rósa honum á diskana. Til bragðbætis hellir hún
mjólk út á.
Nú standa þrír diskar á litla borðkrílinu, svo það er
víst mál til komið að segja gestunum að gera svo vel.
Það er enginn diskur handa mér, segi ég grafal-
varleg.
Rósa lítur á mig stórum augum og veit ekki, hvort
hún á að taka þetta í gamni eða alvöru.
Heldurðu að ég fari að bjóða þér þetta sull, svarar
hún hlæjandi.
Það væri kannski ekkert á móti því, ef ég gæti
fyrst breytt mér í kálf eða kött, svara ég í sama tón.
Hver veit nema ég eigi eitthvað handa þér, þó þú
sért ekki kálfur eða köttur, segir Rósa.
Ja, sjáum til! Ég veitti því einmitt athygli, að Rósa
var áðan að pukrast með eitthvað inni í skáp, sem
hún vildi ekki láta mig sjá.
Við Rósa höfum nóg að gera, að koma gestunum að
borðinu. Þeir virðast ekkert sérstaklega matlystugir.
Beztur er Snati. Hann er ósköp kurteis og stilltur við
borðið og lepur hverja einustu ögn af diskinum
sínum. Brandur er verri. Hann lepur aðeins mjólk-
ina, en snertir ekki á grautnum. En ókurteisust er
ungfrú Mjallhvít. Hún fæst ekki til að bragða á
matnum, hvorki með illu né góðu. Að síðustu rekur
hún löppina í diskinn og dembir yfir sig öllum
grautnum. Sumar sletturnar lenda framan í Brandi
og Snata og hálfblinda þá um stund. Þeir reka upp
ýlfur mikið og angistarvein, gleyma allri kurteisi og
hlaupa yfir borð og bekki. Sem betur fór var graut-
urinn ekki heitur, svo gestirnir brenndust ekki. En
nú er allt komið í uppnám, gestirnir í eltingarleik í
stofunni, og sumir skella á rassinn í sleipum
grautnum á gólfinu.
Við verðum að reka alla gestina út og reyna að
þurrka upp grautinn, segir Rósa mædd á svipinn.
Já svona enda stundum fínu veizlurnar, svara ég
með hluttekningu.
Rósa tekur af sér svuntuna og þurrkar grautinn af
Brandi og Snata, áður en hún hleypir þeim út. Þeir
virðast frelsinu fegnir og hlaupa heim til bæjar.
Enn er svolítill leki eftir á mjólkurflöskunni, sem
amma hennar Rósu hafði gefið henni. Og Rósa er svo
góðhjörtuð, að hún gefur Mjallhvít litlu mjólkina,
svo hún fari ekki alveg þurrbrjósta úr veizlunni.
Ég hjálpa Rósu til að hreinsa grautinn af gólfinu
og taka til í búinu. Aö síöustu hlaupum við með
pottinn og diskana niður að læk og þvoum hvort
tveggja vel og vandlega. |
Þegar við Rósa komum aftur upp I litla kofann,
segi ég brosandi:
Talið er, að til séu í heiminum yfir 300 mismun-
andi afbrigði af erninum, sem eiga þó það sameigin- Jæja, nú er allt orðið hreint og fágað, og þá getur
legt, að eiga heima I f jalllendi. húsfreyjan á heimilinu fyrst andað svolítið léttar.
ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD
eftir
Jón
Trausta
og kólfi væri skotið fyrir hellismunnann. Hann og feður
hans höfðu átt þetta berg um óteljandi aldir. Nú virtist sá
grái, sem óðalið átti, hafa eitthvert veður af því, að einhver
þremillinn væri setztur að í berginu hans, sem honum var
ekki um. Þess vegna var gustur af honum.
Flokkur ferðamanna kom vestan grundirnar sunnan við
fljótið. Þeir riðu geyst, svo að stór moldarský ruku upp úr
götunum og liðu út í loftið, er þeir voru famir fram hjá.
Þeir riðu yfir fljótið beint niður af hellinum. Það var djúpt.
Hestamir hurfu í vatnið, svo að varla stóð upp úr nema makk-
inn. Þegar upp úr fljótinu kom, fóm mennirnir af baki og
áðu. Skyldi nokkur þeirra hafa minnsta gmn um, að nú væru
augu uppi í berginu, sem fylgdu hverri minnstu hreyfingu
þeirra? Nei, auðvitað ekki. Bergið var þögult, og enginn hugs-
iaði um, að bak við „augu“ þess byggi nokkurs staðar mannleg
sál. Mennimir stigu á bak og riðu á hvarf austur með fjöll-
unum.
En Hjalti var hættur að sjá ferðamenn og fénað. Hann
starði enn fram fyrir sig, en sá nú allt annað en hann hafði
áður séð. Flokkur manna kom utan með fjöllunum, — ekki
yfir fljótið fram undan hellinum, heldur í skjóli við brekk-
' .si/ Bb i r 11 i n> 4 >*l .
.4 .4 --
umar svo lengi sem þess var kostur. 1 brekkunni niður af
hellinum stigu menn af baki. Allir vom vopnaðir. Sverð
og kesjur blikuðu undir berginu. Flokkurinn stóð við um
stund undir bergskörinni, mæltist hljótt við og bar saman ráð
sin. Þeir, sem næstir stóðu berginu, hurfu inn undir það,
eins og kindumar áður. Svo var ráðið til uppgöngu. Fílefldir
fullhugar tóku að klifa upp bergið. Tveir hinir ömggustu
klifuðu samsíða, hinir fylgdu þeim fast í hæla. Hjalti stóð
búinn til varnar á hellisskörinni. Þegar þeir komu í návígi,
Iagði hann atgeirnum fyrir brjóst annars þeirra, sem fremstir
voru. Hann var í pansara undir klæðum, og rann lagið út
undir höndina. Hjalti kippti að sér atgeimum og lagði að
nýju, og nú á háls manninum fyrir ofan brynjuna. Maðurinn
reigðist aftur á bak. Blóðboginn stóð úr hálsinum á honum.
Hann greip báðum höndum mn atgeirinn dauðahaldi, en þá
missti hann fótfesti. Hjalti kippti af honum atgeirnmn. Hann
fótaði sig aftur sem snöggvast og fálmaði í ofboði um bergið
eftir handfesti, meðan blóðið bunaði úr honum og litaði berg-
ið. Svo tók hann bakfall og féll ofan á þá, sem fyrir neðan
hann vom. Enginn þeirra stóðst slíkt áfall. öll skriðan
hmndi ofan bergið, og í stórgrýtinu neðan undir hlóðst upp
lifandi dyngja af særðum mönnum og limlestum.
! LLi^CLMJ itLÁJ&um.
— Þú verður alltaf svo
rauður og sællegur í
andliti, þegar ég setzt
hjáþér.
— Þurftirðu endilega að
anda beint framan í
hana?
— Við erum alltaf of
sein vegna þess, hve þú
ert klaufskur við þetta.