Morgunblaðið - 06.09.1974, Qupperneq 1
32 SIÐUR
167. tbl. 61.árg. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Viðvörun frá
6. flotanum
Tyrkir f æra út
yfirráðasvæðið
Gaeta, Tel Aviv, 5. september.
AP. Reuter. NTB.
NÝSKIPAÐUR yfirmaður 6. flota
Bandarfkjanna varaði við þvf f
dag, að vaxandi hætta stafaði frá
Rússum á Miðjarðarhafi.
„Við getum varið okkur hvenær
sem er og gegn hvers konar árás
en ég veit ekki um framtfðina,"
sagði Frederick C. Turner aðmfr-
áll, þegar hann tók við starfi yfir-
mannsins af Daniel J. Murphy,
sem verður yfirmaður aðgerða
gegn kafbátum.
Means Johnston aðmfráll, yfir-
maður herliðs Bandamanna f
Suður-Evrópu, tók undir varnað-
arorð Turners og sagði: „Við verð-
um að ráða Miðjarðarhafi sem
hingað til... Rússneski björninn
hefur lært að synda.“
Hann lagði áherzlu á gifurlega
eflingu sovézka flotans, bæði
fjölgun herskipa og bættan út-
búnað og sagði, að erfitt væri að
fmynda sér, að hinum vaxandi
Miðjarðarhafsflota Rússa væri
einungis ætlað varnarhlutverk.
Johnston aðmfráll sagði, að
hvort sem mönnum líkaði betur
eða verr væri aðeins hægt að
draga þá ályktun, að helzta verk-
efni sovézka flotans væru
hindrunaraðgerðir.
Jafnframt er ísraelskt herlið á
landamærum Lfbanons enn við
öllu búið eftir að arabiskir
hryðjuverkamenn sóttu þrjá kíló-
metra inn f Israel í gær skammt
Þráskák í
Danmörku
Kaupmannahöfn, 5. september.
NTB
VIÐRÆÐUNUM um efnahags-
stefnuna f Danmörku var haldið
áfram f dag án þess að nokkuð
benti til þess, að samkomulag
næðist.
Anker Jörgensen, formaður
flokks sósfaldemókrata, kvaðst
ekki trúaður á samkomulag f nýj-
um viðræðum þegar sósfaldemó-
kratar drógu sig út úr viðræðun-
um f gærkvöldi.
Róttækir vinstri menn báru f
dag fram málamiðlunartillögu til
þess að fá sósfaldemókrata aftur
að samningaborði en fengu
dræmar undirtektir. Þeir vilja
ekki hækka virðisaukaskatt f 20%
fremur en sósíaldemókratar og
hafa svipaðar hugmyndir f skatta-
málum.
Róttækir vilja skera niður
rfkisútgjöld um 8 milljarða króna
danskra en Vinstri flokkurinn
um 7 milljarða og sósíaldemó-
kratar um 5 milljarða.
frá þorpinu Fassouta, að sögn her-
stjórnarinnar í Tel Aviv.
Tveir hryðjuverkamenn og
tveir fsraelskir hermenn féllu og
tveir aðrir ísraelsmenn særðust
í bardögunum, hinum hörðustu,
sem hafa geisað á þessum slóðum
í rúma tvo mánuði.
Israelska útvarpið segir, að
Golan-fótgönguliðsdeildin, ein
Framhald á bls. 18
r
Ovæntur
fundur um
verðbólgu
París, 5. september.
AP. Reuter. NTB.
fjármAlaraðiierrar
Bandarfkjanna, Frakklands,
Vestur-Þýzkalands Bretlands og
Japans koma til fundar f Parfs
um helgina, að sögn franska fjár-
málaráðherrans, Jean-Pierre
Fourcade, f dag.
Verðbólgan á Vesturlöndum
I verður Ifklega aðalumræðuefnið
á þessum óvænta fundi, sem verð-
I ur haldinn að beiðni Frakka.
Hættan á alvarlegri efnahags-
kreppu á Vesturlöndum er talin
ástæðan til þess, að fundurinn er
haldinn nú, samkvæmt heimild-
um f Parfs.
Erfiðleikar vestur-evrópskra
banka að undanförnu verða
sennilega til umræðu þar sem
fréttir frá Washington herma, að
bankastjórar seðlabanka sæki
einnig fundinn.
Franskur talsmaður sagði, að
tilgangur viðræðnanna væri að
skiptast á hugmyndum fyrir fund
A1 þj óðag jaldeyrissj óðsins.
Washington 5. september —
frá Geir H. Haarde,
blaðamanni Mbl.
UTANRlKISMALANEFND öld
ungadeildar Bandarfkjaþings
byrjaði f dag opnar umræður um
frumvarp öldungadeildarþing-
mannsins, Warren Magnuson frá
Washington-rfki og fleirum um
útfærslu fiskveiðilögsögu Banda-
rfkjanna f 200 mflur. Allir þeir
nefndarmenn, sem tóku til máls,
aðhylltust einhliða útfærslu hið
fyrsta og lögðu áherzlu á, að
Nikósíu, 5. september.
AP. Reuter. NTB.
TYRKIR hafa fært út yfirráða-
svæði sitt á Kýpur og ráða nú yf ir
öllu svæðinu við Morphou-flðann,
að þvf er foringi Kýpur-Tyrkja,
Rauf Denktash, sagði f dag.
Attila-lfnan hefur verið færð 16
ástand fiskstofna, sem bandarfsk-
ir sjómenn veiða, væri komið á
hættustig og ekki væri hægt að
bfða lengur eftir samkomulagi á
hafréttarráðstefnunni um
verndun þeirra.
Fyrir nefndinni töluðu einnig
John Stevenson, formaður banda-
rfsku sendinefndarinnar f
Caracas, og John Norton More,
varaformaður hennar, og gáfu
þeir nefndarmönnum skýrslu um
ráðstefnuna f Caracas. Voru þeir
báðir eindregið andvfgir einhliða
km lengra f vestur og Tyrkir hafa
nú á valdi sfnu allt svæðið þar
sem kopar eyjarskeggja er fluttur
úr landi.
Denktash skýrði jafnframt frá
því, að hann tæki aftur upp
viðræður við Glafkos Klerides
útfærslu fiskveiðilögsögunnar og
töldu, að slfk útfærsla kynni að
verða hættulegt fordæmi. More
nefndi sem dæmi máli sfnu til
stunðnings, að tsland hefði fært
einhliða út f 50 mflur og sú út-
færsla hefði valdið átökum við
Bretland. More sagði einnig, að
einhliða útfærsla bryti f bág við
núgildandi þjóðarrétt þessu við-
viðkjandi, eins og dómur alþjóða-
dómstólsins f Haag, f máli tslend-
inga og Breta, sýndi.
Framhald á bls. 18
forseta á morgun um vandamál
234.000 flóttamanna á eynni.
Gagnkvæmar ásakanir um
fjöldamorð héldu áfram í dag og
talsmaður Kýpur-Grikkja sagði,
að Klerides mundi biðja
Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða
rauöa krossinn að rannsaka
ásakanir beggja aðila.
Talsmaður Kýpur-stjórnar
sagði, að tyrkneskir hermenn
hefðu myrt að minnsta kosti 130
Kýpur-Grikki fram til 17. ágúst og
Kýpur-Tyrkir sögðu, að ný fjölda-
gröf hefði fundizt hjá þorpi
Kýpur-Tyrkja á suðvesturhluta
eyjunnar. Sagt er, að i gröfinni
séu 50 lík.
Denktash sagði f dag, að fjölda-
morðin spilltu fyrir horfum á
skjótri lausn Kýpur-deilunnar.
Hann var ekki viss um hvort her-
lið hefði tekið Kokkina og fært
þannig út yfirráðasvæðið við
Morphouflóa. Hann kvað svæðið á
valdi baráttumanna Kýpur-
Framhald á bls. 18
16 fórust
í eldsvoða
Barcelona, 5. september.
NTB. Reuter. AP.
AÐ MINNSTA kosti 16 manns
biðu bana f eldsvoða f morgun f
fjölbýlishúsi f verkamannahverfi
Barcelona.
Eldurinn kom upp f verkstæði f
kjallaranum skömmu eftir mið-
nætti og breiddist ört út. Flestir
þeir, sem fórust, bjuggu á efstu
hæð.
Ákveðið hafði verið að rffa
húsið og margar af 22 fbúðum
þess voru auðar.
3 yfirheyrðir um krýningarsteininn
London, 5. september.
AP—Reuter.
ÞRÍR menn voru yfirheyrðir f
dag vegna tilraunar, sem var
gerð til þess að stela hinum
forna krýningarsteini úr West-
minster Abbey f London.
Einn þeirra er sagður of-
stækisfullur skozkur þjóðernis-
sinni, fæddur f Englandi af
skozku foreldri, er hafi ætlað
að flytja steininn aftur til Skot-
lands þar sem hann er álitinn
þjóðarhelgidómur.
Fornir konungar Skotlands
voru krýndir á steininum þar
til Játvarður konungur I lagði
hald á hann og flutti til Eng-
lands 1296. Æ síðan hafa skozk-
ir þjóðernissinnar krafizt þess,
að honum verði skilað og hópi
stúdenta tókst að stela steinin-
um úr Westminster Abbey á
jólunum 1950. Hann fannst 109
dögum síðar í Arbroath Abbey í
Skotlandi.
„Að láta sér detta i hug að
stela steininum er ótrúlegt,“
sagði talsmaður lögreglunnar.
„En það munaði minnstu, að
það tækist. Það eitt kom í veg
fyrir að honum var stolið, að
hann var of þungur." Steinninn
er 224 kíló á þyngd.
Hann sagði, að steinninn
hefði verið losaður úr járnfest-
ingum, sem hann er reyrður
með undir krýningarstólnum,
sem enskir þjóðhöfðingjar hafa
verið krýndir í næstum því i
1.000 ár. Þjófarnir virðast hafa
notað stólinn til þess að mjaka
Framhald á bls. 18
Edmund Muskie í bingumræðum:
Einhliða útf ærsla í 200 mílur
hagsmunamál alls heimsins