Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974
17
14,5 milljónir
sK^ta
í heiminum
Evrópusamband skáta er þessa dagana með
mikla ráðstefnu á Hótel Loftleiðum. Ráðstefn-
una, sem hófst á sunnudag og lýkur á laugardag,
sækja 209 skátar frá flestum Evrópulöndunum.
Hafa skátarnir lagt undir sig fiesta fundarsali
Loftleiðahðtelsins og þar starfa þeir af fullum
krafti. Morgunblaðsmenn áttu leið á ráðstefnuna
í gær og hittu nokkra þátttakendurna að máli:
Skátar vilja,
að drengja-
og stúlkna-
félögin verði
sameinuð
Lazlo Nagy frá Sviss er fram-
kvæmdastjóri Alheimsskáta-
hreyfingarinnar, en höfuö-
aðsetur framkvæmdastjórnar-
innar er í Genf og á skrifstof-
unni þar vinna nú 40 manns.
Þetta fólk hefur ærið að starfa
því 107 lönd eru meðlimir
heimsráðsins.
Nagy sagði, að innan skáta-
hreyfingarinnar væru nú 14
milljónir manna og færi þeim
sífellt fjölgandi, flestir væru
skátar í Bandaríkjunum. Þá
væru „frumherjarnir“ 1 A-
Evrópu fjölmennir, en þeir
væru ekki meðlimir Heimsráðs-
ins. Skátahreyfingin hefur
verið í mikilli sókn um allan
heim að undanförnu, en mesta
athygli hefur vakið hvað starfið
gengur vel 1 hinum nýfrjálsu
rikjum 1 Afríku. Þar hefur
verið komið upp svæðisskrif-
stofu og er hún í Lagos, enn-
fremur eru svæðisskrifstofur 1
Manilla á Filipseyjum, 1 Costa
Rica og 1 Sýrlandi.
Sagði Nagy, að mikill hluti
starfsins færi í að skipuleggja
ráðstefnur og fundi. Þá fer
fram allmikil útgáfustarfsemi á
vegum skrifstofunnar 1 Genf.
— Ég vona, að niðurstöður
fundarins hér 1 Reykjavík
verði, að heppilegast sé að
sameina skátastúlkur og drengi
hvar sem er í heiminum, sagði
hann að lokum.
kvenskáta eru 6,5 millj.
meðlimir og eru þeir frá 90
löndum. I Finnlandi aftur á
móti eru skátar um 45 þúsund,
þar af 22 þús. kvenkyns.
Finnsku skátarnir starfa nú
undir einni yfirstjórn, en unnið
var 1 5 ár að sameiningu
drengja- og kvenskáta 1 Finn-
landi og sameiningin tókst 1
fyrra, — öllum til mikillar
ánægju, sagði Jouhki.
Um ráðstefnuna í Reykjavík
sagði hún, að engin niðurstaða
hefði enn fengizt. Umræður
hefðu hafizt á sunnudag, en síð-
an hefðu mál verið rædd í
nefndum og niðurstöður nefnda
yrðu vart á dagskrá fyrr en á
föstudag. Þegar færi gæfist
reyndu ráðstefnufulltrúar að
skoða landið, því ísland væri
mjög spennandi land 1 augum
erlendra skáta. Þeir kæmu
vafalaust hingað oftar, ef fjar-
lægðin væri ekki svona mikil og
ferðir dýrar. Sjálf kom Jouhki
hingað fyrir 12 árum og á þeim
tíma finnast henni hér hafa
orðið miklar breytingar.
Johan Froman er danskur að
uppruna, en situr ráðstefnuna
fyrir Evrópusamband drengja-
skáta, en hann hefur verið for-
maður sambandsins sl. tvö ár.
Kata Jouhki býr í höfuðborg
Finnlands, Helsinki, en hún
situr ráðstefnuna fyrir Alþjóða-
samband kvenskáta. Hún er
formaður fjáröflunarnefndar
kvenskáta og er önnur tveggja
kvenna, sem sitja ráðstefnuna 1
Reykjavík fyrir Alþjóðasam-
bandið. — Þvf miður stóð svo á,
að árlegur fundur Alþjóðasam-
bandsins er nú og því gátu ekki
fleiri setið ráðstefnuna 1
Reykjavík, sagði hún þegar við
ræddum við hana.
Innan Alþjóðasambands
Með honum í förinni hingað er
kona hans, Inge, en hún er
íslenzk í aðra ættina, faðir
hennar var Þorsteinn Þor-
steinsson hæstaréttarlögmaður
1 Kaupmannahöfn.
Johan, sem sjálfur er starf-
andi lögfræðingur 1 Kaup-
mannahöfn, segir, að hann
verji mest öllum sínum fritíma
til að starfa fyrir skátafélögin. I
Evrópusambandinu eru nú 1.5
millj. meðlimir og skiptast kyn-
in til helminga, en því miður
eru enn tvö sambönd, sitt fyrir
hvort kynið.
— Starfandi skátar I
Danmörku eru nú um 80 þús.
Þar af eru drengir um 40 þús.
Má segja, að starfandi skáta-
félag sé í hverju þorpi og hverri
borg í Danmörku og er það
blómstrandi víðast hvar, sagði
Froman.
Hann sagði, að þessi ráð-
stefna skáta á Islandi væri
mjög vel skipulögð og landið
væri ekki síður spennandi fyrir
útlendingana, en 99% þeirra,
sem sætu ráðstefnuna, hefðu
aldrei komið hingað áður. Rætt
væri um útbreiðslu skátahreyf-
ingarinnar um allan heim, en
aðalverkefnið væri að ræða um
hvernig bezt væri hægt að
vinna að því að sameina
stúlkna- og drengjasamböndin.
Á íslandi hefðu stúlkur og
drengir starfað saman alla tíð
og félögin væru komin undir
einn hatt í Hollandi, Danmörku
og Finnlandi. Sennilega yrði
verst að sameina félögin í Bret-
landi. Þá hafa skátarnir rætt
um vandamál erlends vinnu-
fólks í hinum ýmsu iðnaðar-
löndum Evrópu. Víða hafa
skapazt mikil vandamál meðal
þessa útlenda fólks og sú spurn-
ing hefur vaknað hvort ekki
megi bjarga mörgum ungling-
um úr þessum fjölskyldum frá
því að lenda á glpastigum með
því að virkja þá 1 skátahreyf-
ingunni.
Þá sagði Froman, að í Pól-
landi og Júgóslavfu væru starf-
andi skátahreyfingar, en sam-
böndin þar væru ekki í Evrópu-
sambandinu heldur 1 sérstöku
sambandi Austur-Evrópurfkja.
önnur A-Evrópuríki hafa félög,
sem svipar mjög til skátahreyf-
ingarinnar, en þau kallast yfir-
leitt „frumherjar“.
Lady Baden-Powell frá
Englandi er ein þeirra, sem
situr ráðstefnuna. Hún er gift
sonarsyni Lady Baden-Powells,
stofnanda hreyfingarinnar, og
sagðist hafa gerzt skáti, er hún
giftist inn í f jölskylduna.
— Skátastarf í Englandi er
með miklum blóma, sagði hún
— þar er nokkuð á aðra milljón
starfandi skátar á ýmsum aldri.
Það eina, sem háir okkur, er, að
við höfum ekki nógu marga
foringja, ekki er vafi á að við
gætum eflt félagsstarfið til
muna, ef fleira fullorðið fólk
kæmi til liðs við okkur.
— Mín skoðun er sú, að skáta-
hreyfingin sé síung og höfði til
hverrar kynslóðar. Það sýnir
bezt sá mikli áhugi á Englandi
hjá börnum og unglingum að
starfa með skátum. í hinum
ýmsu löndum er auðvitað unnið
eftir sama kjarnanum, en á
hverjum stað verður að laga sig
eftir aðstæðum og ástæðum. En
við vinnum eftir meginreglum
Lady Baden-Powells, sem hún
lagði 1 upphafi.
— Islandsferðin hefur verið
skínandi góð og skemmtileg.
Bæði hefur 'ráðstefnan tekizt
með miklum ágætum, okkur
hefur gefizt kostur á að skoða
okkur um, og förum á morgun,
miðvikudag, í ferð til Geysis og
Gullfoss og á Þingvelli. Okkur
hefur verið boðið til borgar-
stjóra og menntamálaráðherra,
skoðað Þjóðminjasafnið og
fleira mætti telja. Sjálft starfið
á ráðstefnunni hefur gengið
vel, hún hefur bæði verið hald-
in í fyrirlestrum og svo hafa
umræðuhópar starfað og skilað
sfðan áliti, sem allir hafa getað
sagt slna skoðun á.
— Það skemmtilegasta við
skátahreyfinguna og starfið
innan hennar er, að hún er al-
þjóðleg. Við eigum þetta áhuga-
mál sameiginlegt með mörgum
öðrum af ólíkum þjóðum og er
það til gagns og gamans að bera
saman bækur sínar, sagði frúin
að lokum.
Marta Norrman er sænsk að
uppruna, en situr ráðstefnuna
hér sem fulltrúi 1 alþjóðastjórn
kvenskáta og hefur setið í
þeirri stjórn síðan árið 1966.
Alþjóðastjórnin skiptir heim-
inum i umráðasvæði, sem hvert
er undir ákveðnum reglum. I
Evrópu eru skátafélög í öllum
Iöndum nema AustuÆvrópu-
löndum.
Marta Norrman sagðist telja
það einhvern mesta ávinning
við skátastarfið, að það gæfi
barni og unglingi gott veganesti
og gerði ungt fólk að sfnum
dómi færara að takast á við
ýmis vandamál og bregðast við
á farsælan hátt. Reynt væri að
ná til einstaklingsins og laða
fram hæfileikana, sem f honum
byggju og margir létu síðar
meir í ljós, að þeir hefðu haft
mikið gagn og ánægju af skáta-
starfinu og vildu ekki án þeirr-
ar reynslu vera.
Frá Tyrklandi eru fimm þátt-
takendur á mótinu, fjórir karl-
ar og ein kona. Þrjá karlanna
hitti blaðam. Mbl. að máli ör-
stutta stund í fundarhléi. Þeir
eru Kemal Ataman, þingmaður
úr liði núverandi forsætisráð-
herra, Seahttin Soysal og Ahm-
et Tantanis og eru þeir allir
mjög virkir f skátastarfinu f
Tyrklandi. Þar eru um 47 þús-
und manns innan vébanda
hreyfingarinnar og töldu þeir
félagar, að mikil framtíð væri
fyrir eflingu skátastarfs í Tyrk-
landi.
— Slíkar ráðstefnur eru
gagnlegar, við hittumst og
skiptumst á skoðunum, sagði
Soysal, — berum saman bækur
okkar, sjáum lönd og álfur. Síð-
asta slík ráðstefna var í Istan-
bul fyrir 2 árum og verður sú
næsta að líkindum á Irlandi.
Ataman hefur setið á tyrk-
neska þinginu rúmlega kjör-
tfmabil og hefur fyrir skömmu
verið endurkjörinn. Talið barst
eins og eðlilegt er að ástandinu
á Kýpur og sögðu þeir allir, að
fráleitt væri að telja aðgerðir
Tyrkja striðsaðgerðir, heldur
ráðstafanir í þágu friðar. Gætu
allir gengið úr skugga um
þetta, sem kynntu sér málin af
raunsæi. Þeir sögðu, að tyrk-
neska þjóðin stæði öll einhuga
að baki ráðamönnum sfnum.
Þeir sögðust binda vonir við, að
stjórnarskiptin í Grikklandi
hefðu f för með sér, að deiluað-
ilar gætu setzt niður og rætt
málin og komizt að niðurstöðu.
Hinar hryllilegu fjöldagrafir,
sem fundizt hafa nú síðustu
daga, væru þó ekki beinlínis
jákvæður þáttur í væntanleg-
um friðarviðræðum.
Soysal sagði, að félagslegar
framfarir væru miklar í Tyrk-
landi, en ekki væri rétt að
leggja sama mælikvarða á þær
og á vestrænum löndum. En
unnið væri eftir þeim hug-
myndum og áætlunum, sem
Kemal Atatíirk hefði mótað og
Tyrklandi miðaði í rétta átt.
Þeir létu sfðan í ljós hina
mestu gleði yfir Islandsferð-
inni. Þeir kváðust ekkert hafa
vitað um tsland, en nafnið gefið
þeim ákveðna og heldur kulda-
lega vísbendingu um við hverju
væri að búast. Þvf hefðu þeir
ákveðið að lesa sér til um land-
ið og fræðzt mikið en engu að
síður kæmi þeim á óvart,
hversu fegurð væri hér stór-
brotin, veðrið hlýtt og fólkið
elskulegt.
Kemal Ataman, Seahttin Soysal og Ahmet Tantanis