Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 Þing Sambands íslenzkra sveitarfélaga: Verðbólgan er orsök rekstrarerfiðleikanna Óska eftir hækkun útsvarsálagningar úr 10 í 11% LANDSÞING Sambands fs lenzkra sveitarfélaga lauk f gær. Samþykkt var áskorun til félags- málaráðherra að veita þeim sveitarfélögum, sem þess ðska, heimild til að innheimta útsvör með 10% álagi, ef fjárhagserfið- leikar þeirra gerðu það nauðsyn- legt. Páll Lfndal, borgarlög- maður, var cndurkjörinn for- maður samhandsins. Aðrir f stjórn voru kjörnir: Ólafur G. Einarsson, Alexander Stefánsson, Jón Ben. Asmundsson, Bjarni Einarsson, Logi Kristjánsson og Ölver Karlsson. Þá samþykkti þingið ályktun um landshluta- samtök sveitarfélaga, þar sem lögð er áherzla á, að þau eflist og réttarstaða þeirra verði viður- kennd. 3 hæstu vinning- arnir í SÍBS I gær var dregið i 9. flokki happdrættis SÍBS og kom hæsti vinningurinn 500 þús. kr. á miða nr. 63157 og er sá miði seldur í Neskaupstað. 200 þús. kr. komu á miða nr. 18134 á Patreksfirði og 100 þús. kr. komu á miða nr. 27376 og sá miði var seldur í um- boðinu á Suðurgötu 10. Ályktun landsþingsins vegna fjárhagserfiðleika sveitar- félaganna ' er svohljóðandi: „Landsþingið vekur athygli stjórnvalda á fjárhagserfiðleikum sveitarfélaganna einkum í þétt- býli, en orsakir þessara erfiðleika eru, að útgjöld sveitarfélaganna hafa vaxið í hlutfalli við verðbólg- una, en tekjur þeirra hafa ekki aukist að sama skapi, enda ekki fengist heimild stjórnvalda til hækkunar helstu tekjustofna, s.s. útsvara og fasteignaskatta. Landsþingið skorar á félags- málaráðherra að veita þeim sveitarfélögum, sem þess óska, heimild til að innheimta útsvör með 10% álagi nú í ár og fram- vegis, þar sem fjárhagserfiðleikar sveitarfélaganna gera það nauðsynlegt. Ennfremur skorar landsþingið á fjármálaráðherra, að hann hlut- ist til um, að fasteignamat verði. hækkað til samræmis við verð- lagsbreytingar frá því matið tók gildi og að þannig breytt fast- eignamat verði grundvöllur allra tekna sveitarsjóða, sem miðaðar eru við fasteignamat." Tillaga þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn tveim- ur atkvæðum núverandi og fyrr- verandi bæjarstjóra á Neskaup- stað. Samþykkt var að skora á rfkis- stjórn og Alþingi að kanna mögu- leika á að taka upp staðgreiðslu- kerfi opinberra gjalda f áföngum, þannig að byrjað yrði að taka upp staðgreiðslu útsvara. Þá var sam- þykkt að skora á ríkisstjórn og Alþingi að hlutast til um, að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái sömu hlutdeild í söluskattsauka Framhald á bls. 18 Haustþing Fél. ísl myndlistarmanna: ðánægjavegna sýningarreglna Slökkviliðsmenn flytja 5 ára dreng af slysstað f Bankastræti. Hann fótbrotnaði. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. 17 árekstrar og slys frá kl. 6 til kl. 19 NOKKURRAR óánægju mun gæta hjá sumum myndlistar- mönnum sem verk sendu til sýn- ingarnefndar Félags fslenzkra myndlistarmanna fyrir haustsýn- inguna f ár, er hefst á morgun á Kjarvalsstöðum. Er ástæðan sú, að f fyrsta sinn hefur nú verið tekið upp sérstakt móttökugjald fyrir þau verk, sem sýningar- nefnd tekur til mats, og var það 1000 krónur fyrir félagsmenn FtM, en 200 krónur fyrir utan- félagsmenn. Er þetta gjald óendurkræft, hvort sem verkin eru tekin til sýningar eða ekki. Munu sumir listamannanna jafn- vel hyggja á málshöfðun vegna þessa. □ „Jú það er rétt, að við höfum orðið varir við nokkra óánægju örfárra manna,“ sagði Einar Þor- láksson, formaður sýningarnefnd- arinnar, er Morgunblaðið bar þetta undir hann f gær. „Þannig er þetta alltaf þegar einhverjar nýjar reglur eru settar. Þetta eru sýningarreglur, sem samþykktar voru á framhaldsaðalfundi FtM í aprfl s.I., og þetta stendur skýrum stöfum f reglunum, sem menn gangast undir þegar þeir koma með verk til nefndarinnar. Þessir menn virðast ekki hafa lesið nógu vel það, sem þeir skrifuðu undir.“ Einar sagði, að ástæðan fyrir þessu móttökugjaldi væri hinn mikli kostnaður, sem samfara væri slíku sýningarhaldi vegna húsnæðis og annars. Félag ís- lenzkra myndlistarmanna væri fjárvana félag, hefði t.d. staðið mjög illa eftir síðustu haustsýn- ingu, og hefði því ekki verið talið annað fært en að reyna að dreifa þessum kostnaði með slíku gjaldi. Sagði Einar, að þó að þetta væri í fyrsta sinn, sem þetta móttöku- gjald væri tekið upp hér, væri þetta tíðkað alls staðar erlendis. „Það er fyrst og fremst þeir, sem ekki fengu þátttökurétt núna, sem óánægðir eru, og það er að vissu leyti mjög skiljanlegt. En þetta eru reglur, sem allir gengust undir“, sagði Einar Þor- láksson. Bárust sýningarnefndinni 366 verk, en rúmur helmingur þeirra var tekinn til sýningar, eða 197. FRÁ KLUKKAN 6 f gærmorgun til klukkan 19 urðu 17 slys og árekstrar f Reykjavfk, svo enn er ekkert lát á slysaöldunni, sem nú gengur yfir. Eru lögreglumenn og sjúkraliðar á þönum um borgina allan daginn, og hjá rannsóknar- lögreglunni hlaðast upp bunkar af skjölum. Dag hvern verður milljónatjón f umferðinni og margir hljóta meiðsli. Tvö alvarlegustu atvikin í gær áttu sér stað í Bankastræti og á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. 1 Bankastræti varð 5 ára drengur fyrir bíl, og hlaut hann af fótbrot. Mun bfllinn hafa ekið yfir fót drengsins. Hitt slysið vildi þannig til, að bílar biðu eftir grænu ljósi á Miklubrautinni. Volkswagenbfll kom á töluverðri ferð að bílaröðinni, en þegar öku- maðurinn ætlaði að hemla, virkuðu hemlarnir ekki og lenti bfllinn harkalega aftan á Range Rover jeppa. Kona ók bílnum og var sonur hennar með henni. Hann hlaut höfuðhögg og var fluttur á slysadeildina. Jeppinn skemmdist lítið, en Volkawagen- bfllinn er talinn ónýtur. Bæði þessi óhöpp gerðust sfðdegis. Umræður á Alþingi í gær: Söluskattur forsenda niður- greiðslu landbúnaðarafurða Matthfas Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, gerði eftirfarandi grein fyrir þeirri tekjuþörf rfkis- sjóðs, sem lægi til grundvallar ráðgerðri söluskattshækkun um 2 stig. Beinn f járhagsvandi rfkis- sjóðs væri tvfþættur. Miðað við áframhaldandi niðurgreiðslur á verði landbúnaðarafurða, sem fyrri rfkisstjórn hefði tekið upp, næmi vandinn 800 m. kr. Sjúkra- tryggingar eða halli rfkisspftala, umfram það, sem áður var ráð fyrir gert, næmi 130 m. kr. eða vandi rfkissjóðs samtals 930 m. kr. Auk þess þyrfti ríkisstjórnin að ráða fram úr vanda tveggja rfkisstofnana: Vegagerðar, að fjárhæð 1000 m. kr., og Raf- magnsveitna rfkisins, að fjárhæð 400 m.kr. Enn bættust við ýmis lánsfjáröflunarvandamál, sam- tals að f járhæð 355 m.kr. Heildar- fjárhagsvandinn væri þvf hátt f þrjá milljarða eða nánar til tekið 2.685 m. kr. Söluskattshækkunin væri ein af mörgum leiðum, sem fara þyrfti til fjáröflunar og héldist í hendur við hækkun bensíns og verðjöfn- unargjald af raforku. Söluskatts- hækkunin gæfi naumast nema um 300 m. kr. á þessu ári en hins Matthfas Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra. vegar 1800 m. kr. á ársgrundvelli. Þórarinn Þórarinsson tók tví- vegis til máls í umræðunni. Sagði hann þingmenn Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hafa verið sam- þykka söluskattshækkun, hækk- un bensíns og hækkun verðjöfn- unargjalds af rafmagni, er þessi mál vóru á umræðustigi í vinstri stjórninni. Þeir hefðu hinsvegar snúið við blaði, er í stjórnarand- stöðu var komið. Nú kæmu þeir fram í gervi raunverulegra íhaldsmanna, sem að vísu segðust ekki vera á móti framkvæmdum, heldur skattheimtu, sem væri þó forsenda þess, að hægt væri að fjármagna framkvæmdirnar. Hann gerði og grein fyrir fjár- magnsþörf rfkisins með sömu tölulegu rökum og fjármálaráð- herra. Þórarinn gat þess í ræðu sinni, að fjármagn væri til á ýmsum stöðum, sem nýta mætti f fjár- hagsvanda ríkisins. Nefndi hann í því sambandi fjármagn lffeyris- sjóða, bundið sparifé hjá Seðla- banka íslands og sjóð refsivaxta í sömu stofnun, sem nú næmi um 1200 m. kr. Karvel Pálmason sagði Þórarin Þórarinsson annan mann nú en í vinstri stjórn. Hann væri nú tals- maður í hverju skattamáli, sem skyti upp kolli á þingi. Hann krafðist skýrra upplýsinga um fyrirhugaðar láglaunabætur, hækkun bótagreiðslna trygginga- kerfisins, hækkun fiskverðs, raunverulega fjárþörf vegasióðs Framhald á bls. 18 Grenivík: Býlin tankvædd Grenivík 5. sept. HÉR hafa að undanförnu staðið yfir gatnagerðarfram- kvæmdir að þvf marki að endurnýja jarðveg f aðal- götunni hér og leggja skolp- leiðslur. Nú er unnið á um það bil 400 m kafla, en gatan er um 800 metrar að lengd. Jarð- vegurinn er tekinn á melum hér vfðs vegar um nágrennið. Kartöfluuppskeran er á næstu grösum. Það er ögn farið að taka upp f einn og einn poka og uppskeran er mjög góð. Fiskiríið hefur verið sæmi- legt hér sfðan þeir fóru að róa með línu, en snurvoðin í sumar gaf lítinn afla. 4 dekkbátar eru með línu hér, þrír þeirra um 30 tonn, en svo eru nokkrir trillubátar með línustúfa. Vinna er nóg í frystihúsinu. Farið er að keyra mjólkina héðan úr sveitinni í tankbflum og þvf loks búið að tankvæða býlin. Fer tankbíllinn þrjá daga f viku með mjólk í stað daglegra ferða þegar brúsarnir voru f notkun. Um þessar mundir er verið að leggja símann í jörð hér, en loftlínurnar fóru veg allrar veraldar á sínum tfma í vetur. Er línan lögð f jörð frá Fnjóská og út í Grenivík. — Björn. Stúlka lenti með handlegg í vél ÉAUST eftir hádegi f gær varð alvarlegt vinnuslys f hrað- frystihúsi Isfélags Vestmanna- eyja við Kirkjusand f Reykja- vfk. 16 ára stúlka lenti með handlegg f karfaflökunarvél og hlaut af brot og mikla áverka. Þótt meiðslin væru al- varleg, er talið víst, að hún muni halda handleggnum. Stúlkan var að vinna við karfaflökunarvélina á 2. hæð frystihússins. Við vélina er járnpallur, og á hann var sett trégrind svo að stúlkan gæti betur athafnað sig við vinn- una. Missti stúlkan jafnvægið og lenti peysa hennar f öxli karfaflökunarvélarinnar og vafðist vinstri handleggurinn nokkuð upp á öxulinn áður en tókst að stöðva vélina. Sjúkra- lið kom strax á staðinn og var stúlkan flutt á slysadeild Borg- arsjúkrahússins, þar sem gert var að meiðslum hennar. Stokkseyri: Aflinn mest ýsa SLARKFÆRT fiskirí hefur verið hér upp á síðkastið, 4— 10 tonn f trollið í róðri og má það heita sæmilegt. 9 bátar róa nú héðan og er aflinn mest ýsa, en samt einnig nokkuð af sól- kola. Vinna er mikil og allir eru f vinnu hér. Róið er dag- lega og örlar ekki við stein. — Steingrfmur. Grundarfjörður: Gloppur í fiskvinnslunni HÉR ER lítið við að vera um þessar mundir. Enginn afli venju fremur á haustin og dag- ar falla úr í fiskvinnslunni. Tfðin hefur verið rysjótt hér, norðangarri upp á síðkastið! Talsvert er þó við að vera í byggingum húsa og hjá bænd- um nýttist heyskapur vel. — Emil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.