Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 23 Hannes Bjömsson fyrrv. póstfulltrúi - Minning F. 12. 4.1900 D. 26. 8. 1974 Kveðja frá Póstmannafélagi Islands. Hannes var fæddur á Beina- keldu á Ásum í Austur-Húna- vatnssýslu 12. 4. 1900. Foreldrar hans voru Guðrún Magnúsdóttir og Björn Jóhannsson á Kornsá I Vatnsdal. Hannes Björnsson hóf störf hjá póstþjónustunni árið 1928. Tvö fyrstu árin starfaði hann við póst-’ húsið á Blönduósi, en hóf svo störf hjá Póststofunni f Reykjavfk vorið 1930. Hannes var skipaður póstafgreiðslumaður 1931 og var lengstum í því starfi, en sfðustu árin gegndi hann störfum póst- fulltrúa við blaðadeild Póststof- unnar í Reykjavík. Hann iét af störfum 1958. Það var mikið lán fyrir póst- mannastéttina að fá mann eins og Hannes til starfa fyrir sig á þeim tfmum þegar ýmis vandamál steðjuðu að. Það má og telja lfk- legt, að fáir hafi unnið póstmönn- ‘um meira gagn en hann í störfum sfnum fyrir stéttina. Hannes Björnsson var einn aðal hvata- maðurinn að stofnun byggingar- samvinnufélags póstmanna árið 1946. Þetta var á þeim árum, þeg- ar varla þekktist, að opinberir starfsmenn ættu sínar eigin fbúð- ir og var því f mikið ráðist af hálfu Hannesar og félaga hans. Formaður Póstmannafélags tslands var hann 1941—45. Var á þeim árum undir forystu Hannes- ar mikil gróska í félagsmálum stéttarinnar og unnust þá margir sigrar í baráttumálum hennar. Að þessu búa póstmenn enn þann dag í dag. Hannes var prýðilega greindur maður og mikill félags- hyggjumaður. Hann var fylginn sér og ræðumaður með ágætum. Síðar þegar saga félagsins verður skráð, mun nafn Hannesar bera hátt. Megi þáttur hans f félagsmálum P.F.Í. verða hvatning og leiðarljós ölium þeim, er á þeim vettvangi vinna I nútíð og framtíð. Við færum ekkju Hannesar, frú Jónu B. Halldórsdóttur, börnum þeirra og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. F.h. P.F.I. Reynir Armannsson. Ráðskona óskast Stúlka óskast á heimili úti á landi. Má hafa með sér barn. Upplýs- ingasimi 95-4676, á kvöldin. Ferðaféiagsferðir. Föstudagskvöld 6/9. Kl. 20. 1. Þórsmörk, (vikudvalir enn mögulegar) 2. Landmannalaugar — Jökulgil. 3. Berjaferð á Snæfellsnes. Ferðafélag Islands, Öldugötu 3, símar: 19533 —1 1798. Kvennadeild Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra Hin árlega kaffisala deildarinnar verður nk. sunnudag 8. sept. í Sigtúni við Suðurlandsbraut 26. kl. 14. Þær konur sem vilja gefa kökur eða annað meðlæti, eru vin- samlegast beðnað að koma þvi i Sigtún fyrir hádegi sama dag. Stjórnin. Fró Guðspekifélaginu Fyrirlestur kl. 9 í kvöld: „Maður framtiðarinnar". Vinur minn Hannes Björnsson lézt hinn 26. ágúst s.l. eftir erfiða sjúkdómslegu. Ég vil, að kveðja frá mér fylgi með öðrum þeim, sem honum verða fluttar að leið- arlokum. Ég sá hann síðast 22. júlí, er ég heimsótti hann. Næsta dag fór ég í ferðalag og var ég fjarverandi f þrjár vikur, en er ég kom aftur heim, var mitt fyrsta verk að grennslast fyrir um líðan hans, en þá var mér tjáð, að hann væri það langt leiddur, að hann mundi ekk- ert hafa af heimsókn minni að segja, og vildi ég því heldur geyma þá mynd í huga mínum, er ég kvaddi hann áður. Ég, sem þessar lfnur rita, tel mig geta dæmt af þeirri samfylgd með Hannesi, öðrum fremur, á vettvangi starfs og félagsmála. Árin miili 1941 og 1946 voru ár mikilla átaka f félagsmálum póst- manna. Þá var stofnað byggingar- félag, sem færði póstmönnum mikla möguleika á að eignast sfn- ar eigin ibúðir. En það, sem hæst ber frá þess- um árum, var sú breyting á vinnu- tilhögun, þegar samþykkt var breyting á vinnutíma. og ný reglu- gerð samþykkt, sem meðal annars fól f sér vaktavinnu. Þar var allt þaulhugsað, og fast á málum haldið, af þeim, sem hafði forustuna. Eru það óefað þær mestu kjarabætur, sem póst- mannastéttin hefir nokkru sinni hlotið. Þetta tvennt, sem ég hefi nefnt, var verk Hannesar, hugsað af honum, og framfylgt af honum, enda lagði hann á þessum árum nótt við dag að þessi áform hans kæmust í höfn, til hagsbóta fyrir stéttina. Það er ekki á neinn hallað, þó að ég fullyrði, að hann hafi unnið póstmannastéttinni meira en, nokkur annar maður. Sömuleiðis var hann f stjórn póstmannasjóðs um margra ára skeið og stóð þar dyggan vörð um hagsmunamál póstmanna. I fljótu bragði virtist Hannes fáskiptinn og ekki allra. Rétt er, að hann rasaði ekki um ráð fram f neinu, í kynnum sínum við aðra, en þeim mun hlýrri og heilli varð hann, sem kynnin urðu meiri og hugðarefnin nánari. Hann var hreinn og beinn og kom ávallt beint framanað mönnum. Hann gat verið harður í samningum, en hverjum manni samvinnuþýðari, ef hann mætti einlægni og heil- indum til bættra kjara fyrir sam- ferðamenn sfna og félaga. Þegar ég lít yfir farinn veg, til þess tíma, er ég hóf störf undir stjórn hans, er margs að minnast. Það var mikið happ að njóta þeg- ar f upphafi leiðsagnar hans og stuðnings til dáða, bæði í starfi og félagsmálum. Það var gæfa min að njóta samfylgdar hans á ör- lagaríku skeiði framfara i sögu póstmannastéttarinnar. Jóna, þér, börnum þfnum og barnabörnum flyt ég mfnar inni- legustu samúðarkveðjur. Gunnar Jóhannesson. JdZZBQLL©tCSl<ÓLÍ BÚPU b Innritun hafin i „lokuðu vetrar- tímana" stendur út næstu viku í síma 83730 eða i skólanum. |\1 N ATHUGIÐ Q Aðeins fyrir þær sem verið hafa i ár eða lengur að staðaldri. Vinsamlegast hafið samband við skólann sem fyrst. Innritun i almenna hópa verður ýr* Q auglýst síðar. Felanslif JOZZBQLLettSKÓLÍ BÓPU Héraðsmót Siðustu héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins á þessu sumri verða haldin um næstu helgi á eftir- töldum stöðum: Vík í Mýrdal Föstudaginn 6. september kl. 21.00 í Vík i Mýrdal. Ávörp flytja Ingólfur Jónsson, alþm. og Guðmundur Sigurðsson, húsa- smiður. Höfn í Horna- firði Laugardaginn 7. september kl. 21.00 i Höfn í Hornafirði. Ávörp flytja Þorvaldur Garðar Kristjáns- son alþm. og Árni Stefánsson skólastj. Fjölbreytt skemmtiatriði á héraðsmótunum annast Hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svölu Nielsen, Svanhildi og Jörundi Guðmundssyni. Hljómsveitina skipa: Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atlason, Bene- dikt Pálsson og Carl Möller. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmsta hafa í um- ferðaróhöppum: Volkswagen 1300 árgerð 1973 Opel Record 1 700 árgerð 1972. Bifreiðarnar verða til sýnis á Bifreiðaverkstæði Bjarna Gunnarssonar, Ármúla 28, Reykjavík, í dag frá kl. 1 0—1 7. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, fyrir hádegi á mánudag 9. sept. 1 974. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK AUSTURBÆR Laufásvegur frá 58, Skipholt 1, Ingólfsstræti, Bergstaðastræti, Blönduhlíð, Þingholtsstræti, Skúlagata, Hátún. VESTURBÆR Tómasarhagi, Sólvallagata, SELTJARNARNES Nesvegur frá Vegamótum að Hæðarenda, Melabraut, Skóla- braut. ÚTHVERFI Selás og Rofabær, Laugarásveg- ur frá 1—37, Bugðulækur, Kleppsvegur frá 66—96, Heiðargerði, Hraunbær, raðhús, Austurbrún. KÓPAVOGUR Reynigrund. GARÐAHREPPUR Vantar útburðarbörn í Arnarnesi og á fleiri staði. Upplýsingar í síma 35408■ GRÆNMETIS- KYNNING FRÁ 6,- 15. SEPTEMBER AÐALBJORG HÓLMSTEINSDÓTTIR, húsmæðrakennari kynnir og leiðbeinir um meðferð grænmetis, daglega kl. 5—7 í gróðurhúsinu v/Sigtún. — HEIMSÆKIÐ GRÓÐURHÚSIÐ í DAG GRÆNA-TORGIÐ BIóiRamapkaðap Hlfpl Ú'xív._._ --.y.v..- lyiijnipmps^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.