Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974
29
4
BRUÐURIN SEIv
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
46
Hún leit ekki upp. Hún fitlaði
við blðm í grasinu og dundaði við
að tína af því krónublöðin.
— En um kvöldið þegar þú
varðst fullur á hótelinu, varð ég
sjóðandi vond og mér fannst ég
hefði loksins losnað undan
þessum áhrifum og að mér væri
nákvæmlega sama, hvað þér
fyndist og hvernig þér liði. Ef ég
á að vera hreinskilin, var það |
sjálfsagt í tengslum við, að ég
naut nú á fyrsta skipti f langan
tíma athygli annars manns.
Christer horfði heillaöur á !
blómin í kjöltu hennar.
Elskar ... elskar ekki...
— Um nóttina, þegar ég var
orðin ein, gat ég ekki sofið. Ég
heyrði hróp neðan frá vatninu og
þá fékk ég þá hugmynd, að þú
værir í klípu og þyrftir á hjálp að
halda og þá afréð ég að fara
hingað og gá að þér. Klukkan var
þrjú og veðrið var unaðslegt, sólin
komin upp og fuglasöngurinn
fyllti loftið. Og svo kom ég hingað
og þá heyrði ég, ,að þú varst að
tala við einhvern inni f eldhúsinu.
Og ég þekkti röddina — þú varst
að tala við Anneli! Ég varð svo
hissa, að ég veit ekki, hvort varð
yfirsterkara, hryggðin eða reiðin.
Þið tvö, sem ég hafði talið beztu
vini mína, sátuð þarna á leyni-
fundi og höfðuð af einhverjum
ástæðum útilokað mig frá sam-
vistum við ykkur. Mér fannst þið
hafa brugðizt mér af fullkomnu
tillitsleysi ... — Æ, hamingjan
góða, þegiðu nú! Lars Ove sló í
grasið með krepptum hnefanum.
— Það var alls ekki eins og þú
útmálar það. Hjá þér hljómar eins
og . . . eins og við höfum gert eins
konar samsæri.
— Hvernig væri það nú, sagði
Christer sallarólegur — ef þú
hættir sjálfur öllu makkinu og
segðir okkur Dinu báðum allt,
sem er að segja um þennan við-
burðaríka sólarhring. Sem sagt,
ekki aðeins valda kafla heldur
ALLT.
Lars Ove andvarpaði.
— Ég héf sagt frá megninu af
þvf. Eg hef sagt frá öllu nema
heimsókn hennar til mín þessa
nótt. Og ég þorði alls ekki að anda
neinu út úr mér um það, ég var
alveg sannfærður um, að þá yrði
ég tafarlaust handtekinn og
ákærður fyrir morð.
Því næst sagði þann ásakandi
og beindi máli sínu til Dinu.
— Er þetta kannski ekki rétt?
Þú hafðir uppgötvað, að hún var
hjá mér — um það bil klukku-
stundu áður en hún var myrt. Og
hvað svo? Varstu kannski ekki
alveg viss um að ég væri morðing-
inn? Þú komst hingað út um
morguninn og reyndir strax að
vara mig við: Gættu þín, Lars
Ove: Hún fannst skammt héðan!
Vertu nú gætinn!
Dina þagði og var niðurlút og
Lars Ove hélt áfram og virtist sem
hann hefði róazt nokkuð:
— Frá byrjun hef ég flækzt inn
í þetta mál fyrir eintómar tilvilj-
anir. Það var tilviljun, að billinn
minn stóð á götunni, þegar Anneli
kom hlaupandi. Það var tilviljun,
að ég var á leið til Hammarby að
sækja hríslur. Og það var líka
tilviljun, að ég vaknaði aðfarar-
nótt sunnudagsins og gekk út...
og kom þá auga á Anneli. Eðg
reyndar... ég vaknaði af því ég
heyrði einhver hljóð, ég býst við
hún hafi staðið á tali við einhvern
niðri við vatnið. Þegar ég kom út,
þyrstur og þunnur, stóð hún úti á
stóru brúnni og veifaði til ein-
hvers, sem var í báti úti á vatn-
inu...
— Mats Norrgárd... sagði
Christer lágt.
— Já, það veit ég ekki. Ég sá
bara bátinn og einhverja veru í
honum. Og ég hafði meiri áhuga á
að tala við Anneli. Ég hrópaði til
hennar. Hún hrökk í kút, svo kom
hún hlaupandi hingað til mfn.
— Hvað var klukkan þá?
— Að verða þrjú, hygg ég.
— Hvernig leit hún út?
— Hún var í fallegum hvftum
kjól, en hann var krumpaður og
hún hafði fest liljublóm við belt-
ið, það eru sjálfsagt þau blóm,
sem hún hefur misst seinna. Hún
var ekki í yfirhöfn og ekki með
neina tösku.
— Og hárið? Var það greitt
upp?
— Já, já. Hún var ósköp lík
sjálfri sér. En þó... eins og full-
orðnari... eins og eitthvað hefði
gerzt.
— Og hvað svo?
— Ja, ég sagði náttúrlega: Hvar
í andskotanum hefur þú verið og
hvemig stendur á, að þú kemur
þessu öllu af stað. En hún hló
bara eins og ekkert væri og sagði:
Getum við ekki komið inn? Ef við
stöndum hér fyrir utan og rífumst
hljótum við að vekja móður mina.
Því næst varð hún þess áskynja,
hvað ég var timbraður og þá bjó
hún til kaffi og spurði mig spjör-
unum úr. .. hvernig allir hefðu
brugðizt við, þegar ekkert varð úr
brúðkaupinu. Stöku sinnum
meðan ég var að segja frá brosti
hún og einu sinni eða tvisvar
sagði hún „aumingja mamma“ og
„aumingja Kim“ og loks missti ég
þolinmæðina og krafðist þess, að
hún gæfi mér einhverja skýringu.
En þá starði hún á mig þessum
stóru, dökkbláu augum og sagði
mjög hægt...
Hann lokaði augunum og
reyndi augsýnilega að muna sem
nákvæmast hvað hún hafði sagt:
„Hefur þú einhvem tíma upp-
lifað, að manneskja hafi svikið
þig, Lars Ove? Ekki hvaða mann-
eskja sem er, heldur manneskja,
sem þér hefur þótt óskaplega
vænt um? Það gerðist lfka ýmis-
legt fleira, en það var, þegar ég
fékk að vita ÞAÐ, að allt hrundi f
rúst umhverfis mig. Mér þykir
ákaflega leitt, að svona skyldi
þurfa að fara, en þegar ég sá
heildarmyndina gat ég ekki gert
annað en það, sem ég gerði...“
— Sveik? hvfslaði Dina með
öndina í hálsinum. — Og hver...?
Sagði hún ekkert um það...?
VELVAKANDI
Velvakandi svarar I slma 10-100
kl. 10.30— 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
• Fjallapríl Eyja-
manna í f jarlæg-
um heimsálfum
Birgir Þórhallsson skrifar:
Kæri Velvakandi!
S. 1. laugardag var hópi ungra
Vestmannaeyinga send dálitið
sérstæð kveðja af nafnlausum
höfundi í dálkum þínum.
Það er engu líkara en höfund-
inum finnist sjálfsagt, að Vest-
mannaeyingar eigi að búa við
önnur kjör en aðrir landsmenn,
hvað viðvikur ferðalögum til út-
landa. Helzt er að skilja á grein-
inni, að fjallganga þeirra Eyja-
manna í Austur-Afriku sé með
einhverjum hætti fjármögnuð af
söfnunarfé, en í greininni eru
m.a. þessi orð: „Hvað skyldu þeir
nú halda, sem sendu jafnvel aura,
sem þeir gátu naumast af séð
vegna fátæktar, en lesa nú um
„Mont“-tindaferðalag þeirra alls-
lausu Eyjaskeggja, sem misstu
heimili sin i gosinu?“
% Eyjamennfái
að fara í friði
til útlanda eins og
aðrir landsmenn
Svo er guði fyrir að þakka, að
afleiðingar gossins á Heimaey
urðu ekki nærri eins alvarlegar
og ástæða var til að óttast á tíma-
bili. Samt eiga margir Vest-
mannaeyingar við erfiðleika að
etja sökum gossins, þótt verstu
hörmungarnar séu nú að baki.
Sem betur fer er þetta í fyrsta
og eina skiptið, sem ég hefi séð
ráðizt á sérstakan hóp fólks, sem
er að fara til útlanda, í ábyrgum
fjölmiðli hér á landi. Hvers eiga
þessir Eyjamenn að gjalda?
Ahugamenn um fjallgöngur eru
til með öllum þjóðum og einnig
hér. Málum er nú svo komið, að
það er algengt að hópur fólks fari
utan til þess að stunda þar íþrótt-
ir sfnar bæði f keppni og leik, án
þess að eiga það á hættu að verða
fyrir opinberu aðkasti af þeim
sökum. Væri ekki rétt að leyfa
Eyjamönnum að fara sína ferð f
friði eins og öðrum lands-
mönnum, sem aldrei hafa farið
fleiri utanlandsferðir en á því
Herrans ári 1974?
0 SAS stendur ekki
undir kostnaði
ferðarinnar
Fjármögnun þessarar ferðar er
auðvitað einkamál þeirra f Eyjum
eins og annarra, sem til útlanda
fara, en hitt verður að leiðrétta,
að SAS stendur ekki undir kostn-
aði þessarar ferðar, þótt rétt sé,
eins og fram hefir komið, að sér-
stakir samningar hafi verið gerðir
við SAS um þessa ferð, sem draga
nokkuð úr útgjöldunum. Hér er
ekki við hæfi og sjálfsagt ekki
leyfilegt heldur að ræða neitt
frekar um kostnaðarhlið þeirrar
ferðar, sem gerð er að umtalsefni
í dálkum þfnum s.l. laugardag.
öllum er í lófa lagið að afla upp-
lýsinga um verð AusturAfríku-
ferða og bera það saman við verð
annarra utanlandsferða, sem
landsmenn hafa verið að fara
undanfarin misseri.
Birgir Þórhallsson."
# Ósiður að gefa án
þess að tíma því
Þá er hér bréf um sama efni
frá konu úr Eyjum:
„Kæri Velvakandi.
Ég var að enda við að lesa Vel-
vakanda um fjallapril Eyjamanna
og utanlandsferðir, og get ég ekki
orða bundizt.
Ég er frá Eyjum, fædd þar og
uppalin, en á því miður ekki því
láni að fagna að komast þangað
aftur.
En ég tel ekki ástæðu til að
klæðast tötrum, ef ég á annað
betra til, og ekki lft ég á mig sem
betlara.
Ég veit, að mörgum finnst lífið
vera svo stutt, að þá langar til að
sjá eitthvað áður en þeir hrökkva
upp af, ekki sizt þeim, sem svo
nærri stóðu dauðanum.
Litfa trú hefi ég á því, að sá
maður, sem umrædda grein skrif-
aði, hafi gefið mikið, enda hefur
það alltaf verið talið ósiður hér á
landi að gefa en tfma þvi þó ekki.
Eyjamenn hafa alltaf unnið
mikið og gera það enn, — og hafa
fátt haft sér til skemmtunar.
Heyrt hefi ég, að þeir unglingar,
sem nú hafa lagt upp í umrætt
ferðalag, hafi neitað sér um flest
það, sem öðrum unglingum finnst
sjálfsagt til að komast í þessa
ferð.
Ég hefiekki farið f utanlands-
ferðir og klifið fjöll í Sviss eða
Afríku, enda enginn unglingur
lengur. En ég gæti vel hugsað mér
að taka þátt f samskotum til að
þessi maður kæmist með i ferðina
og gæti prflað svo lítið líka.
Ein , sem er reglulega sár
og undrandi."
# Átthasafjötrar?
Velvakandi er sammála báðum
þessum bréfriturum, eins og
raunar kom fram af athugasemd,
sem birtist með bréfinu um dag-
inn.
Ástæðan til þess, að bréfið var
birt, var raunar sú, að Velvakandi
hafði orðið var við það sjónarmið
áður, að sérstakt tiltökumál væri,
að Vestmannaeyingar fremur en
aðrir færu í „lystireisur" til út-
landa, auk þess sem sérstakt
öfundarefni virtist vera, að um
ferðir þeirra væri getið í fjöl-
miðlum.
Fleiri bréf um þetta efni hafa
borizt Velvakanda, og verður
a.m.k. eitt þeirra birt næstu daga.
Sá hugsunarháttur er auðvitað
mjög sérstæður svo ekki sé meira
sagt, að Vestmannaeyingareigi að
vera undir einhverri smásjá
varðandi gerðir sínar og ferðir,
vegna gossins. í Vestmannaeyjum
og þeirrar staðreyndar, að reynt
hefur verið að bæta þeim tjónið
eftir því sem hægt er.
Ennfremur má benda á það, að
átthagafjötrar hafa ekki verið
settir á Islendinga, hvorki Vest-
mannaeyinga né aðra.
Nýkomið
Mikiö úrval
af tréklossum
fyrir börn
og fulloröna
Póstsendum
V E R Z LU N I N
GZísiW