Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 — Verðbólgan Framhald af bls. 2 og söluskatti. Ennfremur voru samþykktar ályktanir um laun oddvita og eflingu lánasjóðs sveitarfélaga, framkvæmda- áætlanir um hafnargerð og stjórn hafnamálastofnunar. I ályktun um landshlutasam- tökin er lögð áherzla á, að réttar- staða sveitarfélaganna verði hin sama. I ályktuninni er ennfremur lögð áhersla á, að réttarstaða landshlutasamtakanna verði viðurkennd, og tryggt verði, að þau geti staðið við fjárhagslegar skuldbindingar og verkefni, sem löggjafinn leggur þeim á herðar. Þá er talið nauðsynlegt, að opin- berar þjónustugreinar verði í auknum mæli fluttar til sveitar- félaganna og landshlutasamtak- anna og á þann hátt verði raun- verulega aukið sjálfsforræði byggðarlaga og aukið jafnvægi i byggð landsins. t þessu sambandi var felld með 54 atkvæðum gegn 15 tillaga frá Arna Grétari Finns- syni og fleirum, þar sem lagt var til, að landshlutasamtökin ættu fyrst og fremst að vera frjáls sam- tök sveitarfélaga og verksvið þeirra ætti að ákvarðast af sveitarfélögunum. — Tyrkir Framhald af bls. 1 Tyrkja og þeir væru hluti af tyrkneska hernum. Fréttamönnum f Lefka, vestast við gömlu línuna, var sagt, að skip hefðu sett tyrkneskt herlið á land í Kokkina. Lið Kýpur-Grikkja hefði hörfað frá því 16 km svæði, sem er milli Lefka og Kokkina, og tyrkneskir hermenn væru nú að f jarlægja jarðsprengjur á vegum. Diplómatar í Nikósfu segja, að Tyrkir herði jafnt og þétt tök sín á Kýpur og jafnvel geti verið, að tyrkneskir yfirmenn hafi ekki bein fyrirmæli frá Ankara f þvf, sem þeir hafist að. Margir Kýpur- Grikkir óttast, að Tyrkir hefji nýja stórsókn. Talsmaður SÞ sagði, að tyrkneskt herlið hefði sótt um 30 metra frá vopnahléslfnunni f höfuðborginni Nikósíu. — Bensínið Framhald af bls. 32 milljónir króna og vegna fuel-olíu 60 milljónir, þannig að innkaupa- jöfnunarreikningur stóð með tæp- lega 340 neikvæðum milljónum króna. Hefur þetta að sjálfsögðu minnkað rekstrarfjármagn olíu- félaganna gffurlega. Vilhjálmur Jónsson sagði: „I rauninni hefur það gerzt, að t.d. bílaeigendum hefur verið afhent bensfn þessa síðustu mánuði á verði sem er um 100 milljónum króna lægra en raunverulegt kostnaðarverð. Það þýðir að sjálf- sögðu að þessar upphæðir verða olíufélögin að taka að láni á refsi- vöxtum, sem nú eru 2% á mánuði af hæstu skuld. Er augljóst mál, að svona búskapur getur ekki gengið." Vilhjálmur sagði að enginn gæti sagt til um þróun bensín- verðs í framtíðinni, en allar lfkur bentu þó til þess — ef ekkert sérstakt kæmi fyrir — að ekki yrði miklar sveiflur á innkaups- verði olfuvara á næstu mánuðum. Talið væri að nokkuð stöðugt verð væri nú á þessum vörum. — Þingslit Framhald af bls. 32 formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, þakkaði forseta og varaforseta störf þeirra í þágu þings og þjóðar og risu þingmenn úr sætum til að taka undir þakk- arorðin. ÞINGLAUSNIR Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, las sfðan forsetabréf um Electrolux f ry sti ki stu r 4 stærðir: 2101., 3101., 4101. og 5101. Vöruniarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A, SÍIV1I 8 6112, REYKJAVÍK. M þinglausnir. Lýsti hann þvf síðan yfir, að þingi þessu, sem nú hefði lokið störfum væri slitið. Bað hann þjóðinni allra heilla og þingmenn tóku undir orð hans með húrra, sem þingvenja er. FJÖGUR FRUMVÖRP SEM LÖG FRA ALÞINGI Fjögur frumvörp voru í gær af- greidd til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi: Lög um verðjöfn- unargjald af raforku, Iög um sölu- skatt (hækkun um 2 söluskatts- stig), lög um fjáröflun til vega- gerðar (hækkun bensínskatts) og lög um samkomudag reglulegs Al- þingis, þriðjudaginn 29. október nk. — Viðvörun Framhald af bls. 1 færasta bardagasveit Israels- manna, hafi Iokið þriggja daga æfingum f Sinai-eyðimörkinni þar sem beitt hafi verið nýjum vopn- um er herinn hafi fengið sfðan í októberstríðinu. í Kaíró hermdu blaðafréttir, að egypzka stjórnin hefði veitt rúm- lega 75 milljónum dollara til endurbóta á Súez-skurði, járn- brautum og til húsnæðismála, byggingu skólahúsa og raforku- vera og lagningar holræsa. Þessar f járveitingar eru veittar til undir- búnings opnun skurðarins á næsta ári. — Yfirheyrslur Framhald af bls. 1 steininum á vagn, sem þoldi ekki þungann og brotnaði. Steinninn er óskemmdur en stóllinn bognaði og rispaðist. Sumir gizka á, að þjófarnir hafi farið inn f Westminster Abbey með vagninn falinn f poka skömmu fyrir lokun kl. 6 f gær og falið sig inni f bygging- unni. Lögreglan umkringdi West- menster Abbey snemma í morg- un þegar hringing heyrðist frá neyðarbjöllu, sem var tengd við steininn. Scotland Yard sagði, að einn mannanna hefði fund- izt inni í byggingunni. Steinninn er kenndur við höllina f Scone í Skotlandi, 160 km norður af Edinborg, þótt hann hafi verið undir krýn- ingarstólnum sfðan 1296 þegar hann varð herfang JátVarðs I, herkonungsins, sem reyndi að innlima Skotland. Þegar hon- um var stolið 1950 fannst hann um 45 km frá Scone. Margir Skota telja að þegar Ian Hamilton, stúdent í stjórn- vísindum, og þrír aðrir þjóð- ernissinnar rændu steininum 1950 hafi hinum rétta steini aldrei verið skilað. Járnsmiður f Edinborg segist hafa smíðað eftirlíkingu í staðinn fyrir krýningarsteininn áður en hann fannst í Arbroath þar sem sjálfstæðisyfirlýsing Skota var undirrituð 1320. — 200 mílur Framhald af bls. I Úmræðum verður haldið áfram næstu daga en þegar er komið fram, sem marga hefur grunað, að einhliða útfærslu vex nú mjög fiskur um hrygg í bandarfska þinginu og jafnframt er augljóst, að andstaða við slíka útfærslu er mjög öflug innan utanrfkisráðu- neytisins hér og annarra stofn- ana, sem fara með framkvæmda- valdið í þessum efnum. I umræðunum fyrir nefndinni f dag kom glöggt fram hve mikla áherzlu þingmenn Nýja-Englands og ríkjanna á vesturströndinni leggja á, að Bandarfkin færi ein- hliða út fiskveiðilögsögu sfna. Einn ákafasti talsmaður slíkrar útfærslu í dag var þingmaðurinn Edmund Muskie, sem talið er, að muni á ný sækjast eftir útnefn- ingu demókrata til forsetafram- boðs 1976. Muskie var um hrið í sendinefnd Bandarfkjanna á haf- réttarráðstefnunni í Caracas og hann sagði í dag í áheyrn frétta- manns Mbl., að hann hefði sann- færzt um tvennt á hafréttarráð- stefnunni. Annars vegar, að unnt væri að ná allsherjar samkomu- lagi um réttarreglur á hafinu en hins vegar, að það muni taka mun meiri tíma en þátttakendur í ráð- stefnunni vilja viðurkenna. Af þeim sökum, sagði Muskie, væri nauðsynlegt að grípa þegar til ein- hliða aðgerða til verndar fisk- stofnunum, fiskiðnaðinum og til að koma í veg fyrir skemmdar- verk á veiðiútbúnaði, sem Muskie sagði, að fiskimenn yrðu stöðugt fyrir af völdum fiskiskipa annarra þjóða á miðunum undan Nýja-Englandi. „Það er kominn tími til að taka afstöðu f þessu máli,“ sagði Muskie, „til að ná fram raunverulegri verndun fyrir fiskstofnana. Hér er ekki ein- ungis um að ræða hagsmunamál bandarfsku þjóðarinnar heldur alls heimsins." Þingmennirnir Pell, frá Rhode Island, og Alaska þingmennirnir Gravel og Stevens tóku f sama streng og sama gerði Warren Magnuson, sem lagði áherzlu á, að hér væri um að ræða bráðabirgða- ráðstafanir vegna raunverulegs neyðarástands, sem væri að skapast. Sagði hann, að lög þessi þessi, ef samþykkt yrðu, mundu falla úr gildi jafnskjótt og sam- komulag hefur náðst á hafréttar- ráðstefnunni og það tekið gildi. Magnuson sagði ennfremur, að semja mætti við aðrar þjóðir um veiðiheimildir innan 200 míln- anna ef þurfa þætti. John Norton More tilkynnti nefndinni, að f dag hefði Banda- rfkjastjórn sett nýjar reglur um skoðun veiðarfæra yfir öllu land- grunni Bandarfkjanna innan jafnt sem utan 200 mflna, sem gengi í gildi eftir 90 daga. — Söluskattur Framhald af bls. 2 og Rafmagnsveitna, en slfkar upp- lýsingar væru forsenda þess, að hægt væri að taka afstöðu til frumvarpsins. Sighvatur Björgvinsson sagði Framsóknarflokk og Sjálfstæðis- flokk skárri aðskilda en undir sama feldi. Þar mættust öfl pen- inga og fjármagnshyggju. Þjóð- sagan um afkvæmi kattar og tófu væri dæmigerð fyrir ríkisstjórn- ina, en hún væri afkvæmi þess- ara tveggja flokka og sannkallað- ur skuggabaldur f fslenzkum stjórnmálum. Skuggabaldur þjóð- sögunnar lagðist á fé en ríkis- stjórnin á buddur almennings í aukinni skattheimtu. Gils Guðmundsson sagði rök- semdir stjórnarliða fyrir sölu- skattshækkun þókukenndar. Hann taldi, að upplýsingar skorti um: 1) áætlaða stöðu ríkissjóðs, að óbreyttum lögum og ákvörðun- um, 2) áætlun um útgjöld ríkis- sjóðs vegna væntanlegra ráðstaf- ana f efnahagsmálum og 3) hvað söluskattshækkunin og gengis- lækkunin raunverulega gæfi rík- issjóði f auknar tekjur. Magnús Kjartansson sagði, að röksemdir með og móti söluskatts- hækkun hefðu komið það skýrt í ljós f umræðunum, að hann myndi þar litlu við bæta. Hinsveg- ar spurðist hann fyrir um það, hvort í ráði væri að fresta fram- kvæmdum við byggðalfnu raf- ínagns, sem ráðgerðar vóru af ráðuneyti hans á þessu ári, og koma myndu mjög illa út fyrir Norðurland vestra og valda mikl- um kostnaði í dfsilframleiðslu raf- magns. Ennfremur sagði hann, að ráðgert hefði verið að mæta vænt- anlegum tollalækkunum með söluskattshækkun, en nú væri boginn það hátt spenntur í þvf efni, að rétt væri, að ráðherra gerði grein fyrir stefnu sinni í því máli. Þóarinn Þóarinsson sagði f sfð- ari ræðu sinni, að söluskatts- hækkunin væri forsenda þess, að hægt væri að halda áfram niður- greiðslu á verði landbúnaðaraf- urða. Þeir, sem greiddu atkvæði gegn söluskattshækkuninni, greiddu því jafnframt atkvæði gegn niðurgreiðslu þessarar nauð- synjavöru almennings. Hér væri f raun og veru ekki um skatt- heimtu að ræða, heldur tilfærslu fjármagns, sem kæmi til góða þeim, sem helzt þyrftu fyrir- greiðslu með, barnmörgum fjöl- skyldum og raunar launafólki al- mennt. Að loknum umræðum var sölu- skattsfrumvarpið samþykkt með atkvæðum stjórnarliðsins gegn at- kvæðum stjórnarandstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.