Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 Fa JJ K//,l /,/ 7f. l > ’AFUR" LOFTLEIÐIR BILALEIGA 9 CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLE/Ð/R /7^ BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEEn ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI MARGAR HENDUR lll . vinnaIISssét1 VERK § SAMVINNUBANKINN , -Tilboð- AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI ■ SHODII IEICAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. !4 4-2600 Bílaleiga CAB BENTAL Sendum CJÞ 41660 — 42902 margfnldnr morkad vöar STAKSTEINAR Minnsti þingflokkur- inn í meirihluta? Utvarpsráð keppist við það um þessar mundir að koma fulltrúum flokkspölitfkurinnar f dagskrárþætti hljóðvarps og sjónvarps. Átökin standa nú m.a. um umsjónarmenn frétta- skýringaþátta f sjónvarpi, en þar gildir sú regla, að erindrek- ar stjórnmálaflokkanna hafa hönd f bagga ásamt með starfs- mönnum sjónvarpsins. Formað ur útvarpsráðs vili nú fá vænt- anlegan fréttastjóra Þjóðvilj- ans til þess að annast innlendar fréttaskýringar. Og þá mun út- varps ráðsformaðurinn hafa lagt áherziu á, að umsjónar- menn listkynningarþáttarins Vöku yrðu af sama sauðahúsi. Þessi starfsemi útvarpsráðs er ekki ný af nálinni, en er enn ein ábendingin um nauðsyn þess að endurskoða fyrirkomu- lag og valdsvið æðstu stjórnar útvarpsins. 1 útvarpsráði eiga nú sæti sjö menn, sem kjörnir eru af Alþingi til f jögurra ára f senn. Áður fyrr var jafnan kos- ið f útvarpsráð að afloknum alþingiskosningum, en nú er kjörtfmabil ráðsins ekki lengur bundið þeim. Mál hafa nú skipast á þann veg, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem eiga tvo þingmenn, hafa á að skipa a.m.k. þremur af sjö fulltrúum Álþingis f útvarpsráði. Fram- sóknarflokkurinn hefur einn fulltrúa og Sjálfstæðisflokkur- inn tvo. FuIItrúi Álþýðubanda- lagsins f ráðinu er ekki flokks- bundinn, og er það mál margra, að hann hafi f seinni tfð hallast nokkuð að menntamannafor- ystu Samtakanna. Láta mun þvf nærri, að tveggjamanna þing- flokkur ráði meirihluta út- varpsráðs. Launajöfnunarbætur Tfminn ræðir f gær um við- ræður rfkisstjórnarinnar við launþegasamtökin um skipan kjaramála. 1 þvf sambandi seg- ir blaðið m.a.: „1 samræmi við stjórnar- samninginn hefur forsætisráð- herra nú snúið sér til aðila vinnumarkaðarins og óskað eft- ir samráði við þá um skipan kjaramála. t fyrsta lagi er ósk- að eftir viðræðum um skipan kjaramála til nokkurrar fram- búðar og f öðru algi um launa jöfnunarbætur eða trygginga- bætur, sem tækju sem fyrst gildi til handa þvf fólki, sem skarðastan hlut ber frá borði.“ Sfðar segir blaðið: „Það ligg- ur f augum uppi, að hér er um augljóst réttlætismál að ræða. Það er réttlátt að jafna launin eftir þann ójöfnuð, sem átti sér stað við gerð kjarasamning- anna á sfðastliðnum vetri. Það er réttlátt að tryggja sérstak- lega hlut þeirra, sem lakast eru settir, þegar gera þarf meiri- háttar efnahagsráðstafanir. Þess ætti að mega vænta að tillögunni um launajöfnuð verði vel tekið af verkalýðssam- tökunum. Þau settu sér það mark, þegar viðræður hófust um kjaramálin f fyrra, að stefnt yrði sérstaklega að þvf að bæta kjör hinna láglaunuðu. Það varð þvf ekki vilji heildar samtakanna að útkoman varð önnur. Nú hafa verkalýðssam- tökin sérstakt tækifæri til að auka jöfnuðinn að nýju.“ Viðræður launþegasamtak- anna og rfkisstjórnarinnar hef jast f dag. Þess er að vænta, að flokkspólitfsk sjónarmið verði þar látin vfkja fyrir hags- munum þjóðarheildarinnar. Rfkisstjórnin hefur sérstaklega lýst þeirri stefnu sinni, að gera verði ráðstafanir til þess að efnahagsaðgerðirnar komi ekki með fullum þunga niður á þeim lægstlaunuðu. ÖUum er Ijóst, að almennar kauphækk- anir nú yrðu aðeins kveikja að meiriháttar verðbólgubáli og atvinnuleysi. Vfst er, að slfk þróun yrði launþcgum ekkl hagstæð. 1. Lagt fram bréf Harolds var samhljóða með öllum Franklín, þar sem B.S.Í. er greiddum atkvæðum að til- gefið tækifæri til að tilnefna nefna Stefán Guðjohnsen og par til hugsanlegrar þátt- Símon Símonarson. töku í Sunday Times keppn- 2. Lögð fram skýrsla frá Jakob inni í janúar 1975. Óskar Möller fyrirliða unglinga- Franklfn eftir, að málinu sé landsliðsins um ferð liðsins hraðað eftir mætti, en bréf og þátttöku í Evrópumeist- hans er dags. 2/8 ’74. Samþ. aramóti unglinga f Dan- TUP spurt ogsvarad Lesendaþjonustc MORGUNBLAÐSINS Fundur var haldinn í stjórn Bridgesambands Islands 22. ág- úst sl. f Domus Medica. Til fundarins mættu: Jón Ás- björnsson, Alfreð G. Alfreðs- son, Guðríður Guðmundsdóttir og Tryggvi Gíslason. Fimm mál lágu fyrir fundinum til af- greiðslu: □ Alparós eða alpafffill Ánna Hulda Sveinsdóttir, Fagrabæ 3, Reykjavík, spyr: „Nýlega var Vilmundur Gylfason með þátt í útvarpinu um „edelweiss”. Hann þýddi heiti þessa blóms sem alparós, en ég held að það eigi að vera alpafífill. Hvort er rétt?“ Ingólfur Davfðsson grasa- fræðingur svarar: „Það er rétt, að edelweiss er alpafffill, og þetta blóm er ræktað hérlendis í steinhæðum. Alparós heitir hins vegar á erlendum málum rhododend- ron.“ Q Endurvarpsstöð á Stöðvarfirði Hclgi Jóhannsson á Stöðvar- firði spyr: „Skömmu eftir að skilyrði sköpuðust til sjónvarpsmóttöku » á Austurlandi, settu áhuga- menn á Stöðvarfirði upp endur- varpsstöð í nágrenni kauptúns- ins á eigin kostnað. Þessi stöð er nú úr sér gengin og móttökuskilyrði á Stöðvar- firði mjög léleg. Hvenær telur yfirstjórn Sjón- varpsins tímabært að gefa Stöð- firðingum kost á sinni frábæru dagskrá óbrenglaðri?" Gunnar Vagnsson fram- kvæmdastjóri Rfkisútvarpsins svarar: „Ríkisútvarpið hefur á prjón- unum ráðagerðir um að afla fjármagns til að fullgera nokkr- ar fremur litlar endurvarps- stöðvar, þar á meðal endur- varpsstöðina á Stöðvarfirði. Vonazt er til þess, að mögulegt verði að sinna verulegum hluta nauðsynlegustu framkvæmda af þessu tagi á næsta ári.“ mörku 21.—27. júlí s.l. Liðið varð þar nr. 12 af 20 þátt- tökuþjóðum. Er skýrsla Jak- obs mjög ýtarleg og greinar- góð og færir stjórn B.S.Í. honum beztu þakkir fyrir mjög vel unnin störf. 3. í skýrslu Jakobs kom fram, að B.S.l. á að tilnefna 1 full- trúa í nýstofnað æskulýðs- samband Bridgesambands Norðurlanda (NBU). Samþ. var að tilnefna Jakob Möller sem fulltrúa B.S.l. 4. Vegna fjarveru gjaldkera B.S.I., Hannesar Jónssonar, af landinu, þá samþ. stjórnin að fresta ársþingi B.S.I. 1974 um eina viku og verður þing- ið því haldið laugardaginn 5. okt. n.k. kl. 14.00 f Domus Medica í Reykjavfk. 5. Jón Ásbjörnsson tilkynnti, að af persónulegum ástæð- um gæfi hann ekki kost á sér «1 endurkjörs sem forseti næsta kjörtímabil. Er þvf þeim tilmælum beint til allra aðildarfélaga B.S.I., að þeir kanni möguleika á að tilnefna góðan mann í stöðu forseta á næsta sambands- þingi. A.G.R. Þingeyri: Vantar vinnuafl og húsnæði Rætt við Jónas Ólafsson sveitarstjóra Þingeyri er einn þeirra þriggja þéttbýliskjarna á Vestf jörðum, þar sem varð umtalsverð fbúa- f jölgun á tfmabilinu 1950 til 1970, þegar fólksfækkun varð mest á Vestfjörðum. Hinir voru Bolungarvfk og Patreksfjörður. Þessi vaxtarþróttur einkennir staðinn enn. Eftirspurn vinnuafls hefur verið meiri en framboð undanfarin ár og kallað á nokkurt aðstreymi fólks, en húsnæðisekla hefur háð annars fyrirsjánlegri fbúafjölgun. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði nýverið samband við sveitarstjórann á Þingeyri, Jónas Ólafsson, og far hér á eftir örfáir frásagnarpunktar, sem hann lét blaðamanni f té. ÍJtgerð ogfiskvinnsla Á Þingeyri er ágætt hraðfrysti- hús, sem hefur verið stækkað og endurbætt, bæði að húsnæði og vélakosti, til samræmis viðgerðar kröfur til slíkra framleiðslu- stöðva í dag. Tvær vinnslustöðvar vinna fisk f salt og er önnur í tengslum við frystihúsið en hin sjálfstætt fyrirtæki. Frá Þingeyri er gerður út nýr skuttogari af minni gerð, tveir 150 tonna bátar, sem þó hefur gengið erfiðlega að manna, bæði vegna manneklu og tekjitmismunar á slíkum bátum og togurum, og nokkrir minni bátar á handfæri. Hafnarframkvæmdir Framkvæmdagetu sveitar- félagsins hefur einkum verið beint að hafnarframkvæmdum, enda útgerðin undirstaðan f at- vinnu og afkomu þorpsbúa. Má þar nefna gerð varnargarðs og dýpkunarframkvæmdir og fyrir- hugað er að lengja viðlegu- bryggju um helming á næsta ári. Aðrar framkvæmdir Lokið er gerð nýs knattspyrnu- vallar, sem er fyrsti áfangi fþróttasvæðis. Unnið hefur verið að vatnsveituframkvæmdum og hafa neytendur og fiskvinnslan nú bergvatn, sem nægir um 80% neyzluþarfar. Að öðru leyti er enn nýtt yfirborðsvatn. Verið er að vinna um 600 m gatnakafla undir varanlegt slitlag, þ.e. jarðvegs- skipti með tilheyrandi lagningu vatnsæða og holræsakerfis, sem er fyrsti áfangi f 4ra ára áætlun um varanlega gatnagerð. Aætlað er ennfremur að malbika hafnar- svæðið á næsta ári: Skólar, læknisbústaður, heilsugæzlustöð Byrjunarfjármagn hefur fengizt til byggingar barnaskóla. Þá er og á fjárlögum byrjunar- fjármagn til undirbúnings heilsu- gæzlustöðvar og byggingar læknisbústaðar. Sjúkraskýli hef- ur verið rekið hér um langt árabil og er ráðgert að tengja það væntanlegum læknisbústað og nýta sem heilsugæzlustöð fyrst um sinn. Loforð hefur fengizt fyrir byggingu 25 fbúða, sam- kvæmt leiguíbúðakerfi, þar af 25 íbúðir á þessu ári, en fram- kvæmdin veltur á því, að Hús- næðismálastofnunin standi við sína hlið málsins, teikningar o.fl. Vegagerð, raf- magn og afkoma Auk vegaframkvæmda á vegum sveitarfélagsins, sem fyrr greinir, er unnið að töluverðum vegafram- kvæmdum í Dýrafirði, á vegum Vegagerðar ríkisins. Þá hefur verið unnið að uppsetningu dfsil- rafstöðvar hér á Þingeyri, á veg- um RARIK, nú I sumar, sem er varastöð, og fullnægja á þörf þorpsins, sveitanna í kring og Núpsskóla. Mjög góð atvinna hefur verið hér og skortur vinnuafls á flest- um sviðum. Afkoma fólks er með ágætum og töluvert hefur borið á aðstreymi fólks, þó að húsnæðis- ekla hái þvf, að hægt sé að taka á móti öllum þeim, sem hingað vildu koma. sf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.