Morgunblaðið - 06.09.1974, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974
Vigfús Andrésson kennari:
í Morgunblaðinu þann 9. júlí sl.
er birt grein eftir sr. Halldór
Gunnarsson, Holti. Nefnist grein-
in „Kirkjan og samtfðin“.
Það er of mikið af rangtúlkun-
um á málefnum samtíðarinnar og
þjóðfélaginu, og einnig aðdróttan-
ir að vissum stéttum og hópum
þjóðfélagsins I greininni, til að
láta henni ósvarað. Lélega
fslensku og ambögur allar eftir-
læt ég færari mönnum f þeim
fræðum að f jalla um.
— Framarlega í greininni segir
sr. Halldór m.a.: „Samtíðin fjar-
lægist kristna kirkju samfara
gegndarlausu lífsgæðakapp-
hlaupi. Trúarþörfin er þó hin
sama og áður, jafnvel sterkari að
mínu mati.“
Það má deilá um það hvort
samtfðin fjarlægist kirkjuna eða
öfugt. En hvað veldur? Hann seg-
ir að heimilið sé að breytast, og:
„heimilið hlýtur einnig að vera
undirstaða kristinnar uppeldis-
mótunar", segir hann. Aftar segir
hann m.a.: „Það er uppreisn
vegna þess að skólinn getur aldrei
komið f stað heimilis, skólinn
verður eðlis sfns vegna að skipa
fyrir og krefjast og getur ekki
nema að mjög takmörkuðu leyti
veitt persónulega leiðsögn, hvað
þá að hann geti veitt hjartahlýju,
öryggi og kristna trú.“ — Þetta
eru alvarlegar ásakanir á hendur
skólamönnum landsins, þeim
mönnum, sem standa I eldlfnu
uppeldis framar öllum öðrum
stéttum þjóðfélagsins, einnig
prestum. Það fer vissulega eftir
manngerð kennaranna hversu
mikla hjartahlýju þeir sýna f
starfi, en eitt veit ég: Margir
kennarar eiga nóg af henni og
nota hana til heilla í dagsins önn.
Það öryggi, sem skólinn veitir
nemendum sínum, hlýtur að fara
eftir yfirstjórn og starfsliði
skólans. En að það sé yfir höfuð
svo lélegt að það veiti ekkert
öryggi, neita ég algjörlega. Um
þetta mætti ræða langt mál en ég
læt þetta nægja.
Um kristna trú innan veggja
skólanna vil ég segja þetta:
Islensk þjóð hefur verið að mótast
eftir kristnum kenningum og
kristinni siðfræði sfðastliðin 974
ár, eða síðan kristni var lögtekin á
Alþingi árið þúsund. Eftir hvaða
siðfræði heldur sr. Halldór að
skólar starfi? Eftir heiðinni sið-
fræði? Eftir siðfræði annarra
trúa en kristinnar trúar? Nei,
kristið lífsviðhorf hlýtur jafnan
að ráða gerðum kennara, ekki
siður en annarra, sem mótast hafa
af kristninni. Kennurum er falið
að kenna kristinfræði eins og
önnur fög sem kennd eru. Eftir
orðum sr. Halldórs er hann að
lýsa vantrausti á hendur kristin-
fræðikennurum
Eg legg þann skilning f orð sr.
Halldórs, að hann meini að skólar
vinni ötullega að breikkun bilsins
milli kirkju og samtíðar. Það er að
segja, að barna- og unglingaskólar
starfi eftir andkristnum
kenningum.
I þessu sambandi er vert að
minnast orða sr. Halldórs sjálfs
um veru sína í guðfræðideild
Háskóla íslands, er hann sagði f
stólræðu sem flutt var í ríkis-
útvarpið 20. des árið 1970 og tekin
var upp skömmu áður f Ásólfs-
skálakirkju. En þar segir hann
m.a.:....og aldrei hefur mér lið-
ið ver en þá ég stóð undirstöðu-
laus f köldum efnisheimi og
spurði sjálfan mig um sannindi
kirkjunnar. Eg horfði til fortíðar
og sá aðeins blóðugan völl mis-
taka og átaka og ég horfði fram á
við og fannst kirkjan aðeins vera
sem steingervingur í heimi
vfsinda og tækni án nokkurs sem
áþreifanlegt mætti teljast".
Þetta er lýsing hans sjálfs á
þeirri stofnun, sem hann telur
hæfari til uppeldismótunar en
skólarnir.
— Honum verður tíðrætt um
breytingu heimilisins í grein
sinni og segir á einum stað: „Jafn-
vel það, að heimilið er ekki til,
aðeins uppbúið og dautt gistirúm
nætur. Hér veldur margt, en fyrst
og fremst sá áróður, að hverri
húsmóður sé nauðsynlegt að
vinna úti, f burtu frá heimili sfnu.
Þessi áróður segir, að konan eigi
ekki að vera lokuð innan dyra
heimilisins eins og í fangelsi."
Sfðan segir hann: „I þessu sem
og öðrum mikilsverðum málum
hefur vantað sterka rödd frá
kristinni kirkju til mótvægis á
opinberum vettvangi.“ Það liggur
beinast við að álíta að sr. Halldór
vildi að kristin kirkja beiti sér
fyrirþvíað meinahúsmæðrum að-
gang að störtum þjóðfélagsins, og
þar með að skerða stórlega frelsi
einstaklingsins til sjálfsákvörðun-
ar. Stór hópur þjóðfélagsins
mætti ekki njóta fenginnar
menntunar og starfskraftar hans
færu forgörðum. Eða er sr. Hall-
dór þarna með einhverja allsherj-
ar lausn á fækkun hins óæskilega
hóps að hans mati, sem eru kenn-
arar? Það er vitað, að stór hópur
kennara er einmitt húsmæður og
geti þærekki veittnemendum sín-
um neitt sem kristið má teljast í
skólum, hvernig eiga þær þá frek-
ar að geta kennt sínum eigin
börnum heima, láti þær viðgang-
ast að vinna eftir andkristnu
skipulagi f skólanum?
Sr. Halldór heldur áfram að
tala um breytingu heimilisins og
segir m.a.: „Jafnframt þessum
breytingum hafa nýjar þjóðfé-
lagsstéttir komið fram til að
bjarga þjóðfélagsvanda. A ég þar
við sálfræðinga og félagsráð-
gjafa.“ Eins og ég hef sagt þá leiði
ég hjá mér málvillur prestsins. en
hann heldur áfram á þá leið, að
lfkja megi þessum stéttum við kaf-
ara, sem kafi eftir þeim er örðugt
eiga, í stað þess að byrgja brunn-
inn með heldu loki kirkjunnar.
Þessar stéttir koma fram jafn-
framt dagheimilum og vöggustof-
um segir hann. Svo kemur það,
sem er ef til vill hvað alvarlegast f
þessum skrifum sr. Halldórs.
Hann bendir f þessu sambandi á
uppeldisstofnanir nasista i Þýska-
landi á Hitlerstímanum og segir
m.a.: „Nær öll börn urðu sjúk á
sálinni og þrátt fyrir meðhöndlun
færustu sérfræðinga varð fang-
elsi gistiheimili margra þessara
einstaklinga um síðir. Með þess-
um orðum vil ég ekki spá
neinu...“
Undirrituðum skortir orð til að
lýsa vanþóknun sinni á þessum
orðum sr. Halldórs. Er það mein-
ing hans og trúa að þjóðfélagið
stuðli að og styrki uppeldi nasista
eða hreinræktaðs kynstofns hér á
landi? Vill hann meina, að félags-
ráðgjafar, sálfræðingar og fóstrur
vinni eftir uppskrift Hitlers að
uppeldi barna á þessum þörfu
stofnunum?
Þarna er sr. Halldór á hálli
braut og vonandi einsamall þar
eins og í fleiru.
I beinu framhaldi af þessu talar
hann um svokölluð „félagsmála-
börn“. Þetta mun vera nýyrði,
uppnefning á afmörkuðum hópi
ógæfusamra einstaklinga, sem án
þess þó hafa nokkru ráðið ógæfu
sinni. Kannski á þetta orð að taka j
við af orðinu „Niðursetningur"?
Vonandi festist þetta nýyrði ekki
í málinu og þvl slður við umrædd
börn. Hann lýsir þessum börnum
sem meira og minna vanþroska og
kennir um lítt kristnum heimilum
m.a. hvernig er komið fyrir þeim
börnum, sem Félagsmálastofnun
Reykjavíkur kemur til lengri eða
skemmri dvalar uppi I sveit. Eigi
veit ég gjörla um þroskastig
þeirra „félagsmálabarna" er gista
hans sveit, en ég leyfi mér að
efast um, að þau séu öll meira og
minna andlega vanþroska. Hann
virðist vera sár yfir því að rekast
á þessi börn uppi I sveit. Hvað
segja þá prestar þéttbýlissvæð-
anna, sem eflaust þurfa að gllma
við stærri og flóknari félags-
vandamál en sr. Halldór I Holti?
Eða er svo komið, að þeir velta oki
slnu yfir á herðar sveitaprestana?
Varla trúi ég þvl
Sr. Halldór talar á einum stað
um „félagsmálakirkju". A hún að
taka við þessum börnum?
Ætlar kirkjan að taka við upp-
eldi þessara barna og leysa þann
vanda, er sr. Halldór lýsir að þessi
börn séu sveitunum?
Er það ef til vill svo, að Félags-
málastofnunin neyði sveita-
heimili til að taka þessi börn?
Vart trúi ég því.
En fyrst er rætt um félagsmála-
kirkju, hvernig væri þá að setja á
stofn t.d. stjómmálakirkju eða
jafnvel hrossaræktarkirkju?
Kannski tekur sveitapresturinn
það til athugunar næst.
Sr. Halldór talar um frjálsar
fóstureyðingar og að framhald
þeirra gæti orðið nokkuð
óhugnanlegt ef kirkjan spyrnti
ekki við fótum. Öttast hann um
sinn eigin hag ef framvindan yrði
eins og hann lýsir? Spyr sá, er
ekki veit. Hann telur, að áróður
fyrir þeim megi rekja til heimilis-
llfsins eins og margt annað Ijótt I
þjóðfélaginu. Ef allt, er aflaga fer
I þjóðfélaginu og óæskilegt telst,
á upptök sín I heimilisllfinu, sem
sr. Halldór telur undirstöðu þjóð-
félagsins, þá vil ég leyfa mér að
koma með óbeina samlíkingu.
Guðfræðideild Háskóla Islands
má llkja við heimili, þar sem
prestar fá sitt veganesti út I llfið
og starfiö.
Er eitthvað að I guðfræðideild
fyrst ekki heppnast betur en sr.
Halldór lýsir að fá fólk til fylgis
við kirkjuna?
Vil ég láta orð sr. Halldórs
fylgja hér, úr fyrrnefndri stól-
ræðu. En þar segir hann m.a.: „Sé
litið I eigin barm og minnst komu
minnar til guðfræðideildar
Háskóla Islands með mlna barna-
trú að einu veganesti, þar var
þessi trú rifin niður stein fyrir
Vigfús Andrésson.
stein. Hjá þvl varð ekki komist
eðli námsins vegna.“
Siðan kemur fyrri tilvitnun og
svo segir hann: „Þrátt fyrir þetta
kom svar Krists til Jóhannesar til
mln og snart mig með persónuleg-
um hætti.“ Er þetta rétt lýsing á
guðfræðideild? Er barnatrú allra,
sem I deildina koma, rifin niður,
eða var þetta einstakt tilfelli með
sr. Halldór? Er það látið ráðast
hvort eða með hverjum hætti
kristnin snertir verðandi presta?
Þetta eru alvarlegri ummæli en
svo að megi láta vera I þagnar-
gildi, um höfuðvlgi kristninnar I
landinu, sem ætti að vera guð-
fræðideild.
Hann segir I sömu ræðu:
„Prófessorar guðfræðideildar-
innar mættu þó minnast þess, að
þegar út á akurinn er komið, finn-
um við prestarnir sjaldan sam-
hljóm við það trúarviöhorf, sem
þeir hafa réttilega, að mfnum
dómi, birgt okkur upp með. Oftast
mætir okkur annars vegar
trúleysi eða afskiptaleysi, hins|
vegar hin falslausa barnatrú eða
öfgatrú til spíritisma eða sér-
trúar.“ Þarna höfum við það. Guð-
fræðideild er slitin úr tengslum
við þjóðina, trú fólksins og llfsvið-
horf, að mati sr. Halldórs. Hann
talar um, að jafnvel barnatrú
mæti prestunum, sem eru aldir
upp eftir einhverjum sérkenning-
um prófessoranna. Aumingja
prestarnir að rekast jafnvel á
hana lfka á akrinum.
Ef það, sem sr. Halldór hefur
sagt og rakið hefur verið hér, er
satt, hvernig væri þá að prófessor-
ar guðfræðideildar tækju sér
penna I hönd og lýstu þvl trúar-
viðhorfi, sem prestefnum er
kennt I guöfræðideild? Að öðrum
kosti mótmæltu þeir þessum um-
mælum hans á opinberum vett-
vangi? Myndi það ekki leysa
nokkurn vanda kirkjunnar?
Séu hins vegar þessi ummæli
sr. Halldórs rétt, þá væri ver farið
ef kirkjan hefði meiri afskipti af
uppeldi æskunnar en orðið er.
Hafi sr. Halldór fengið slna
kristnu undirstöðu á heimili Ifku
þvf og hann vill að heimili séu, og
einnig aðrir, sem líkt er ástatt um,
hver er þá fengur að þeirri trúar-
uppbyggingu, sem þar fæst og
ekki stenst I höfuðvfginu, guð-
fræðideild? Spyr sá, er ekki veit.
— Sr. Halldór segir, að þeir
sóknarprestarnir þjóni aðeins
þeim fámenna hópi sem sæki
kirkju. Hvað um sjúka og elli-
hruma er ekki komast til kirkju?
A ég að trúa því, að allir prestar
láti þetta fólk afskiptalaust? Eða
er það of gamalt til að von sé til,
að það hverfi frá sinni barnatrú
til kenninga kirkjunnar?
— í kaflanum „Kirkjan og sam-
tíðin" I grein sr. Halldórs, fjallar
hann um fjögur atriði, sem hann
telur þyngst á metunum til vegs-
auka kirkjunni.
Það fyrsta heitir „Kristindóms-
fræðsla".
Þar talar hann um að kirkjan
hafi gert ítrekaðar tilraunir til að
endurbæta kristindómsfræðsluna
I skólunum.
En hann segir jafnframt, að
ekkert hafi dugað og vart verði
skilið öðruvísi en viss öfl innan
þjóðfélagsins séu að vinna gegn
kristindómsfræðslu. Ég vil fá að
vita hver þessi öfl eru.
Annað atriðið nefnir hann
„Fermingarundirbúningur".
Þar segir hann, að prestastefna
hafi nýlega fjalað um fermingar-
fræðsluna og nauðsyn þess, að
þeir sóknarprestarnir samræmdu
kennsluna. — Vissulega væri
ekki vanþörf á, að þeir bæru sam-
an bækur sínar I þeim efnum.
Hann talar um námskeið þeim
sóknarprestum til aðstoðar. Af
því, sem ég hef vitnað til ummæla
sr. Halldórs, finnst mér þetta ekki
svo fráleit hugmynd. En væri
ekki ráð að fá til kennslu á þeim
námskeiðum svo sem einn mann
með sína barnatrú óskerta?
Þriðja atriðið nefnir hann
„Fjölmiðlar".
Þar segir hann: „Þegar kristin-
dómsfræðslu I skólum lýkur á
fermingarári unglings, er beinum
afskiptum þjóðfélagsins af þegn-
um þjóðarinnar I leiðsögn og leið-
beiningu til kristinnar trúar hætt.
„Ég spyr: Er það ekki kristni, sem
er kennd t.d. I Kennaraháskóla
lslands og guðfræðideild, eða eru
þeir, sem sækja nám I þessar
stofnanir, ekki I þjóðfélaginu?
Hann segir, að það, sem við
taki, séu áhrif fjölmiðla og
skammast út I formann útvarps-
ráðs yfir þvl að hann neitaði sr.
Halldóri um kirkjulegan bæna-
þátt um styttri tíma á slðasta ári.
Skilur sr. Halldór það ekki, að
kirkjan getur ekki, frekar en önn-
ur stofnun innan þjóðfélagsins,
ætlast til að hún geti markað
sjálfri sér bás I dýrmætum tíma
Ríkisútvarpsins. Síst af öllu eftir
það, að hann hefur sagt, að prest-
arnir þjóni aðeins hinum fá-
menna hópi, sem sæki kirkju og
sýni þar með sannkristni slna
með þeirri einu mælistiku, sem
kirkjan virðist mæla með fjölda
sanntrúaðra, en það er kirkju-
sókn.
Fjórða atriðiö nefnir hann „Al-
þingi“.
Þar sýnist mér hann fylgjandi
þeirri fáránlegu stefnu að skipa
eigi presta I embætti án nokkurr-
ar Ihlutunar sóknarbarna. Til llt-
ils börðust framsýnir menn á síð-
ustu öld og fram á þessa fyrir
prestkosningunum, ef afnema
ætti þær nú.
Vlsa ég til blaðaskrifa frá sl.
vetri um þetta mál.
Af öðrum greinum ólöstuðum,
vil ég benda á grein, sem birtist I
Morgunblaðinu um þetta mái 9.
febrúar 1974 og er eftir séra
Gunnar Arnason. Sr. Halldór tel-
ur, að það sé eitthvað meira en
lítið að, að til séu enn framsýnir
þingmenn, sem vilja ekki afnema
prestskosningar.
„Endurskoðun á framkvæmda-
valdi kirkjunnar" heitir einn
kafli skrifa sr. Halldórs. Þár talar
hann um algera byltingu á yfir-
stjórn hennar.
Tillögur sóknarpresta Rangár-
þings segir hann vera þessar I
þessu máli: Biskupar verði þrlr.
Biskupsstofa og önnur embætti,
sem I þágu kirkjunnar, verði færð
undir einn hatt og hann kallaður
kirkjumálaráðuneyti.
Er þetta vantraust á núverandi
biskup? Veldur hann ekki
starfinu? Það eina, sem ég sé gott
við þessar tillögur, er, að yrðu
biskupar þrír, væri meiri von til
þess að yfirstjórn kirkjunnar
fylgdist betur með hvernig ein-
stakir prestar koma fram I sókn-
um slnum og tækju með djörfung
og festu á því er úrskeiðis fer hjá
þeim.
Hann talar einnig um það að
styrkja beri svo kirkjuþing og ráð
þau og ráðstefnur, sem kirkjan
heldur, að þau verði nógu sterk til
að beygja Alþingi til hlýðni.
Túlka þessar ráðstefnur og þing
vilja almennra sóknarbarna?Ég
leyfi mér að efast um það. Hvers
vegna ekki að fjölga stórlega full-
trúum sóknarbarnanna, eða hafa
opnar ráðstefnur um málefni
kirkjunnar, þar sem allir hefðu
tillögurétt? Ég þori að fullyrða,
að rúm 90% þjóðarinnar, sem eru
I þjóðkirkjunni, eru ekki sam-
mála þeim niðurstöðum, sem
þessi þing kirkjunnar manna
komast að.
Væri ekki verðugt íhugunar-
efni allra þeirra, sem slna barna-
trú eiga, að taka höndum saman
og velta af sér oki háskólalærðra
manna kirkjunnar og gæðinga
þeirra, sé kennslan I guðfræði-
deild eins og sr. Halldór hefur
sagt og ég hef rakið?
—Sr. Halldór talar um, að kirkj-
una vanti fleiri til að starfa á
akrinum og segir, að það vanti
kristna félagsmálafulltrúa, þjóð-
ina vanti kristna blaðamenn, sjón-
varpsmenn og útvarpsmenn. Er
maðurinn að grínast? Heldur
hann að enginn kristinn maður sé
innan þessara stétta?
Hann segir: „Það, sem vantar,
er kristinn skóli eða skólar, sem
mennti einstaklingana fyrir þessi
starfssvið."
Bendir hann á tvo skóla I þessu
sambandi, sem kirkjan ætti að
gera upptæka, Skálholtsskóla og
Löngumýrarskóla; undir þessa
fræðslu. Vonandi llktust þeir ekki
uppeldisstofnunum nasista og
vonandi kæmu þeir, er sæktu þá,
með óbrotna barnatrú sina út
þaðan.
Annars vil ég segja um það, að
fleiri þurfi til starfa á akri Guðs,
að ég vil spá að það yrði létt verk
fárra manna að tina þau trúaröx
er féllu þjóökirkjunni til ef sr.
Halldór yrði verkstjóri þar. Jafn-
vel þyrfti ekki nema verkstjórann
einan að kroppa þau upp. Þetta er
meining mín.
Berjanesi 21. júlf 1974.
Vigfús Andrésson kennari
Svar við grein sr. Halldórs
í Holti: Kirkjan og samtíðin