Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974
15
Ernst Neizvestny myndhöggvari með brjóstmyndina af Nikita
Krúsjef, skömmu iður en henni var komið fyrir á. leiði flokks-
leiðtogans fyrrverandi.
Brjóstmyndinsómir sér
vel á leiði Krúsjefs
ANNAN september sl. var
komið fyrir minnismerki af
Nikita Krúsjef, fyrrverandi
flokksleiðtoga sovézka
kommúnistaflokksins, á leiði
hans f Novodevichykirkjugarð-
inum f Moskvu. Var frá þessu
sagt f Mbl. á dögunum. Nú
hefur borizt mynd af mynd-
höggvaranum Ernst Neizvestny
og verki hans, sem tekin var
skömmu áður en minnismerk-
inu var komið fyrir.
Það voru Nina, ekkja Krú-
sjefs, og Sergei sonur hans sem
beittu sér fyrir að minnismerk-
inu yrði komið fyrir og hafa
staðið f stappi við ráðamenn
til að fá leyfið. Sergei af-
hjúpaði merkið og á er letrað
„Nikita Krúsjef 1894—1971“.
Viðstaddir voru aðeins nánustu
ættingjar, en hins vegar hefur
almenningur sýnt mikinn
áhuga á brjóstmyndinni og
hefur orðið að hafa lögreglu-
vörð við garðinn til að fylgjast
með áhugasömum borgurum
sem hafa viljað skoða Krúsjef.
Listamaðurinn Ernst Neiz-
vestny er talinn f röð fremstu
myndhöggvara f Sovétrfkj-
unum og hafði Krúsjef á
honum mikið dálæti. t odda
skarst milli þeirra, en sættir
tókust áður en Krúsjef lézt.
Hins vegar var það fyrir tilstilli
fjölskyldunnar, að Neizvestny
var valinn til að gera brjðst-
myndina. Henni er komið fyrir
á marmarasúlum á leiði Krú-
sjefs.
Nú eru liðin tfu ár, sfðan
Krúsjef var látinn vfkja úr
embætti. Þegar hann lézt fóru
ættingjar hans fram á að hann
hlyti legstað á Rauða torginu.
Fram til þessa hefur aðeins
verið Iftil Ijósmynd af Krúsjef
á leiði hans.
Sergei Krúsjef lét í Ijós
ánægju með hversu vel hefði til
tekizt með brjóstmyndina af
föður hans og sagði hana sóma
sér mjög vel á leiðinu.
Sykurhamstur
í Danmörku
TELEMARK Arbeiderblad f
Noregi skýrir frá þvf f dag, að
áhugi Norðmanna á Danmerkur.
Hestfugl á
flugi yfir
London
London 5. sept. Reuter
LÖGREGLAN f vesturborg
Lundúna leitar nú að dular-
fullu illfygli, sem er svo Iýst,
að það gangi eins og strútur,
fljúgi eins og örn, en hafi að
öðru leyti útlit, sem minni á
hest.
Þessi „pegasus" sást á flugi I
grennd við Heathrow flugvöil
og sfðan hafa borizt fregnir af
honum þar f nágrenninu.
Hann er sagður um 2 m á hæð
með geysistóra vængi, svarta
og hvfta á lit. Sá, sem fyrstur
varð fugls þessa var, sagðist
hafa haldið, að það væri hest-
ur, en sfðan hefði dýrið lyft
sér til flugs og flogið af hinni
mestu fimi.
Rfkir nú mikil eftirvænting
mcðal fbúa Lundúna að lög-
reglan hafi upp á fuglinum,
svo að úr fáist skorið, hvað
þarna er á ferðinni.
reisu sé f algeru hámarkí um
þessar mundir. Hafi menn sér-
stakan hug á stuttum ferðum til
Jótlands með ferjum, sem hafa
nokkurra klukkustunda viðdvöl.
Aðalerindi gestanna er þó ekki
að skoða sig um, að sögn blaðsins,
heldur að kaupa sykur og kjötvör-
ur, sem eru mun ódýrari í Dan-
mörku. í Noregi kostar kíló af
sykri u.þ.b. 147 ísl. kr. en í Dan-
mörku tæpar fimmtfu krónur.
Sömuleiðis eru ýmsar niðursuðu-
vörur, ostur nýtt kjöt, hárlakk
o.fl. miklu ódýrari í Danmörku.
Þess eru dæmi, að kaupmenn hafi
keypt sykur í miklu magni f Dan-
mörku og þrátt fy'fir tolla og gjöld
hafi þeir getað gert reyfarakaup,
vegna þess mikla verðmunar, sem
er á vörunum.
En sykurmál eru einnig i
brennidepli í Frakklandi og í
fréttum frá París í dag segir, að
húsfreyjur hafi keypt svo mikið
af sykri i dag, að hann sé nánast
til þurrðar genginn í öllum verzl-
unum. Talsmenn stjórnarinnar
segja, að ástandið i sykurmálum
landsins verði mjög fljótlega eðli-
legt á ný og áfellast sykurkaup-
menn harðlega fyrir að búa til
„gerviskort" á sykri, með því að
gefa í skyn, að hann verði ekki
fáanlegur f landinu.
<jj|) KARNABÆR
Laugavegi 20
VIÐ HÖLDUM
ÚTSÖLU-
frá því verði
Ennþá eru til
mjög
góðar vörur
Slíku tækifæri
sleppir enginn
MARKAÐ
í einni af verzlunum
okkar, Laugavegi 20.
Utsölumarkaðurinn
Laugavegi 20